Morgunblaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR ÞETTA mikla og margslungna ritverk er í senn óvenjulegt að uppbyggingu, stórfróðleg heimild um íslenska menningu og daglegt líf á vanræktu tímabili í sögu Ís- lendinga og vandað að öllum frá- gangi. Í aðfaraorðum Magnúsar Kristinssonar, sem með miklum rétti má kalla upphafsmann verks- ins, kemur fram, að fyrsta aðdrag- anda þess megi rekja til göngu- ferðar sem hann fór með Hermann Kuhn og fleira fólki á fjallið Kerlingu og í Glerárdal árið 1986. Í þeirri ferð fræddist hann um ferðalýsingar Hans Kuhn og ljósmyndir frá Íslandsferðum hans á 3. og 4. áratug 20. aldar. Fljót- lega kom til tals að gefa efnið út, en síðan bættist við meira frá fleiri löndum Kuhn, sem einnig voru hér á ferð á millistríðs- árunum, og úr varð þriggja binda verkið sem hér liggur fyrir. Verkið er í þremur bindum en myndar eina heild og má kallast glögg og fræðandi úttekt á menn- ingarástandi Íslendinga á milli- stríðsárunum, eins og það kom hinum þýsku ferðalöngum fyrir sjónir. Er þá rétt að taka fram, að þeir voru engir venjulegir túrhest- ar sem drápu hér niður fæti skamma hríð. Þeir dvöldust allir lengi hér á landi, lærðu íslensku til nokkurrar hlítar, ferðuðust víða um land, kynntust landi og þjóð vel og tveir þeirra, Hans Kuhn og Bruno Schwiezer, kvæntust ís- lenskum konum og höfðu náin tengsl við Ísland og Íslendinga löngu eftir að lauk því tímabili sem beinlínis er fjallað um í þess- um bókum. Árni Björnsson er aðalhöfundur 1. bindis og skrifar þar ýtarlega lýsingu á íslenskri þjóðmenningu millistríðsáranna. Til þess að setja sögu tímabilsins í sögulegt sam- hengi hefur Árni þó frásögn sína löngu fyrr, byrjar eiginlega „all- erede på de gamle Egypter“, eins og einu sinni var sagt. Hann sögu fyrri alda frá frumlegum og harla óvenjulegum sjónarhóli, en lýsing hans á íslenskri menningu og þjóðháttum millistríðsáranna er í senn lifandi og rækileg og tví- mælalaust það heildstæðasta og besta sem skrifað hef- ur verið um þessi mál lengi. Þessu bindi lýkur á umfjöllun um íslenska muni á þjóð- fræðasafninu í Ham- borg og greinargerð um söfnunarferðir Hans Kuhn hingað til lands á árunum 1927 og 1929 og eru þar birtar myndir og teikningar af fjöl- mörgum munum. Hans Kuhn og Reinhard Prinz eru aðalhöfundar 2. bind- is. Bókin hefst á stuttum kafla um samskipti Ís- lendinga og Þjóðverja í aldanna rás og síðan segir frá höfundum og fjölskyldum þeirra. Meginefnið er hins vegar ferðalýsingar og -minningar þeirra félaga úr Ís- landsferðum og uppistaðan Ís- landsminningar Hans Kuhn frá ár- unum 1922-1938, en þær las hann inn á segulband á efstu árum sín- um, þá alblindur. Að auki er hér að finna skrif ýmissa annarra og er þeirra hvarvetna getið, sem vera ber. Bruno Schweizer er aðalhöfund- ur þriðja bindis. Það hefst á grein- argerð um ævi hans og konu hans, en meginefnið er frásögn af Ís- landsferðum Schweiz- ers á árunum 1935 og 1936. Í bókarauka greinir svo frá síðari ferðum höfundar hingað til lands, auk þess sem lítilsháttar annað efni er með í þessu bindi. Ekki leikur að tvennu, að mikill og góður fengur er að þessari útgáfu. Hún hefur að geyma mik- inn fróðleik um ís- lenskt þjóðlíf á árun- um milli stríða, jafnt í máli sem myndum. Frásagnir Þjóðverjanna eru allar áhugaverðar og upplýsandi og notkun annarra heimilda og frá- sagna fyllir í á skemmtilegan hátt, svo úr verður góð heild. Mikið myndefni prýðir þessar bækur all- ar. Stofn þess eru ljósmyndir sem þýsku ferðalangarnir tóku hér á landi en margar myndir eru einnig annars staðar frá. Við höfum lengi haft fyrir satt, að „glöggt er gests- augað, og sannast það hér. Auga gestsins verður þó augljóslega enn gleggra en ella þegar hann hefur raunverulegan áhuga á þjóðlífi og menningu – og er með myndavél. Íslenskt mannlíf á millistríðsárunum SAGA Úr torfbæjum inn í tækniöld I-III HÖFUNDAR: 1. BINDIS: ÁRNI BJÖRNS- SON OG HANS KUHN. 2. BINDIS: HANS KUHN OG REINHARD PRINZ, 3. BINDIS BRUNO SCHWEIZER Ritstjóri og þýðandi 2. bindis Magnús Kristinsson.Þýðandi Franz Gíslason. 528+542+543 bls., myndir. Myndaritstjóri allra binda: Örlygur Hálf- danarson.Útgefandi: Örn og Örlygur, Reykjavík 2003. Jón Þ. Þór Árni Björnsson „OG ERUM við ekki allir karl- inn sem þýtur upp á stól til að skoða geirvörtur gyðjunnar? Og er ekki allt hold hey? Og eru ekki ennþá við lýði dauðasyndir? Og er ekki ennþá helvíti undir og himn- ar yfir?“ spyr Ólafur Haukur Sím- onarson í hugleiðingu sinni um listamanninn Alfreð Flóka (1938– 1987) fremst í ljóðabók sinni Æskuljóð hvíta mannsins. Bók Ólafs Hauks er safn ljóða úr fyrri bókum hans með nokkr- um áður óbirtum. Það er ágæt hefð að gefa út úrval ljóða. Höf- undurinn metur þá hvað hann telji enn eiga erindi og sýnir hvaða ljóð hann vilji að lifi áfram með lesendum sínum. Ljóðabækur virðast aftur á móti nánast vera úrelt form jafn- vel þótt ljóð séu vinsæl. Þær selj- ast ekki nóg og of fáir sækja nær- ingu í þær. Ólafur Haukur velur í úrvali sínu að búa ljóðunum nýtt umhverfi innan um nítján myndir Al- freðs Flóka. Bókin er því eins konar tvenna – lesendur geta valið að njóta myndanna einungis eða ljóðanna eingöngu. Erfiðara finnst mér þó að lesa myndirnar og ljóðin saman eða finna sam- eiginlegan tón í þeim. Það er helst í loka- ljóði bókarinnar sem samhljómurinn verð- ur. Það heitir Svarta og rauða bókin (brot): Myndirnar sem þú skildir eftir hengi ég innan á augnlok mín. Gosbrunna blóðsins gref ég í bláhvítan ísjaka ljóðsins. Aðeins í draumi fellur haf af svörtu hári yfir andlit mitt. Ólafur Haukur er oftast raun- sær höfundur, en Alfreð Flóki oft- ast ekki. Maður hefði því ekki bú- ist við þeim saman í bók. Þeir rúmast þó vissulega saman í einni bók. Bókin er að sumu leyti þakkar- gjörð Ólafs Hauks til Alferð Flóka. „Þakka þér samfylgdina, gamla séní!“ skrifar hann í aðfaraorðum. Ljóst er að ÓHS hef- ur borið mikla virð- ingu fyrir Alfreð Flóka og vill heiðra hann með þessu verki, og hann gerir það fallega. Myndir Alfreðs Flóka eru magnaðar og það er auðvelt að lifa sig inn í þær því maður sér alltaf eitt- hvað undarlegt í þeim. Þær lýsa oft dulrænu sambandi kynjanna, og vekja skoðanda til umhugsun- ar. Ljóð Ólafs Hauks spanna sögu hans sem ljóðskálds. Hann beitir oftast talmáli en ekki myndlík- ingum eða mystíkum orðum til að draga fram hugmyndir eða til- finningar lesanda. Ólafur Haukur er skáld sem yrkir um samtímann en nútíðin verður iðulega skyndi- lega fortíðin. Þannig má heyra nið sjöunda áratugsins í nokkrum ljóðanna. Hér er upphaf að ljóð- inu Enginn: Ég gekk milli manna í bænum og spurði einfeldningslega: Viljið þið stríð? Ljóðin í síðari hluta bókarinnar höfða meira til mín en þau í fyrri hlutanum. Hér er dæmi um gott ljóð úr þeim hluta, það heitir Staðreynd: Dagatalið fellir blöð sín allan ársins hring. En blöðin eru ekki stór og alla jafna þunn svo endurvinnsla kemur tæpast til greina. Æskuljóð hvíta mannsins eru ágætur vitnisburður um ljóð- skáldið Ólaf Hauk og myndlist- armanninn Alfreð Flóka. Bókin er eiguleg og býr yfir tveimur vídd- um; orða og mynda. Hún er safn og veitir því innsýn í tíðaranda sem er nýlega horfinn en æskilegt er að skilja. Falleg minning LJÓÐ Æskuljóð hvíta mannsins ÓLAFUR HAUKUR SÍMONARSON 96 bls. Skrudda 2003. Gunnar Hersveinn Ólafur Haukur Símonarson BÖRNUM er eiginlegt að spyrja einfaldra spurninga sem jafnframt eru svo flóknar að enginn getur veitt einhlítt svar. Barnabækur og ljóð hafa fært þessa eðlislægu forvitni í ýmiskonar skáldlegan búning og nægir þar að nefna ljóðin um hann Ara sem vildi vita alla hluti sem hin- um fullorðnu þótti erfitt að svara. Höfundur þessarar bókar tekur fyrir mikilvægt þjóðfélagslegt vandamál sem er misskipting auðs og fátækt barna um víða veröld. Nanna litla grætur yfir því sem hún heyrir í sjónvarpinu um alla þá fátæku sem ekki eiga fyrir mat og eiga hvergi höfði sínu að halla. Það sem veldur Nönnu sérstöku hugarangri er sú staðhæfing fréttamanns að það séu nógir peningar til í heiminum til þess að allir geti haft nóg til hnífs og skeiðar. Nanna veltir því þess vegna fyrir sér HVAR allir þessir peningar séu og ásamt með tuskuorminum sínum, honum Hallormi, leggur hún af stað í draumalandinu til að leita uppi peningana. Hún finnur ýmsar vísbendingar og dæmi um auð og glæsibrag, en hvergi finnur hún þó þá peninga sem hún er að leita að. Hvorki prófessorinn né hispurs- meyjan hafa áhuga á að svara spurn- ingu hennar um hvar peningarnir geti verið. Allir, bæði dýr og menn, hafa um allt annað og miklu mikil- vægara að hugsa en að leita uppi hugsanleg ónotuð auðævi og allir vilja frekar hugsa um eitthvað sem snertir þá hvern og einn. Höfundur lætur loks orminn leggja fram hálf- gildings svar við þessari áleitnu spurningu: … „börn geta vandað sig við að verða gott fullorðið fólk og þegar nógu margir fullorðnir hjálp- ast að verður hægt að finna svarið og auðvelt að ráða við annarlegu öflin. … kannski gerir þú og litla heita hjartað þitt gæfumuninn!“ Niðurstaða Nönnu er því sú að breytingar á heiminum séu undir því komnar að lítil börn breyti viðhorf- um sínum til heimsins þegar þau verði stór því að fullorðna fólk nú- tímans sé býsna vonlaust og vanhæft til að leysa úr brýnum vandamálum veraldarinnar. Höfundur hefur fyrir löngu unnið sér sess sem einn okkar allra fremsti myndlistarmaður sem vinnur að mestu leyti fyrir börn. Fjölbreytni myndanna er bókum Guðrúnar er mikil og hún á marga strengi í mynd- listarhörpu sinni. Þessi bók er fag- urlega myndskreytt og einnig er form hennar vel útfært og smekk- legt. Í litanotkun fer mikið fyrir bláum, köldum litum, jafnvel þar sem túlipanar og limgerði eru um- gjörð ferða Nönnu litlu. Ís og klaki eru áberandi og sjálf er Nanna blá- klædd og kuldaleg. Eina eiginlega andstaðan í litavali er ormurinn, Hallormur, sem er röndóttur og lit- ríkur. Kannski er hann það af því að hann er ekki mannlegur. Hann er líka sá eini sem hefur einhverri speki að miðla til Nönnu í vonlausri leit hennar að peningum sem hljóta að vera til einhvers staðar og hana lang- ar að gefa litlu fátæku börnunum. Barnið spyr BARNABÓK Hvar? GUÐRÚN HANNESDÓTTIR Saga og myndskreyting. 36 bls. Bjartur, 2003. Sigrún Klara Hannesdóttir Guðrún Hannesdóttir OFT agnúumst við út í stress og hraða nútímasamfélagsins, að við færumst of mikið í fang og lifum svo hratt að við gefum okkur ekki tíma til að rækta mannleg tengsl sem skyldi og við hlúum ekki held- ur að okkar innra manni. Bókin sem hér er til umfjöllunar er safn af ritningarversum úr Biblíunni, ýmsum spakmælum úr öðrum átt- um og örsögum með djúpvitrum boðskap. Sumar eru smellnar, ætl- aðar til að fá okkur til að staldra við og íhuga hvað skiptir máli í veröldinni. Áberandi er glíman við þjáninguna og fyrirgefninguna, að hjálpa lesandanum til að líta á hið jákvæða í aðstæðum sínum, jafnvel þótt þær geti verið erfiðar og næg tilefni séu til svartsýni. Leitast er við að miðla von og gleði kristinnar trúar. Höfundur hefur á löngum ferli sem prédikari og ræðumaður safn- að að sér efni til að krydda mál sitt með og miðlar hér broti af því. Bókin er í litlu broti og á hverri síðu eða opnu er fjallað um ákveðið þema, t.d. náð, gleði, hugrekki og bæn. Nokkur dæmi um efnistök höfundar: „Lífið er gjöf“. Þar er bent á staðfasta ást og trúfesti Guðs. Ég var ekki spurður er ég fæddist né heldur var hún er fæddi mig spurð er hún fæddist enginn var spurður nema hinn Eini og hann sagði JÁ. (Kurt Marti) (bls. 8) Um dýrmæti ást- vina: „Við leiðarlok munum við ekki sjá eftir því að hafa ekki tekið enn eitt prófið, sett enn eitt metið, eða náð enn betri ár- angri í starfi. Við munum iðrast þess að hafa ekki eytt meiri tíma með maka, barni, vini eða for- eldri.“ (Barbara Bush) (bls. 70). „Líf í trú“: „Hér er leyndarmál- ið. Það er mjög einfalt: maður sér ekki vel nema með hjartanu. Það mikilvægasta er ósýni- legt augunum.“ (Litli prinsinn) (bls. 91). Stöðug þörf er fyrir andaktarbækur með hugleiðingum um boð- skap kristinnar trúar. Þó að þessi bók sé ekki með slíku sniði getur hún orðið góður félagi í amstri dag- anna. Hægt er að lesa eitt þema á dag og hafa sem veganesti yf- ir daginn til íhugunar og eftirbreytni. Hún gagnast einnig vel ræðumönnum sem sjóður spekiorða og stuttra frá- sagna. Ljós í dagsins önn TRÚMÁL Orð í gleði KARL SIGURBJÖRNSSON 94 bls. Útgefandi, Skálholtsútgáfan 2003. Kjartan Jónsson Karl Sigurbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.