Morgunblaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 B 3 BÆKUR Jökla hin nýja II – Undir bláum sól- arsali, fyrra bindi er komið út. Úr sögu Breiðuvík- urhrepps og Nes- hrepps utan Enn- is, eftir Ólaf Elímundarson. Bókin er síðari hluti heimildaverks um sögu Breiðu- víkurhrepps og Neshrepps utan Ennis. Það var tilbúið í handriti við andlát Ólafs Elímundarsonar sagnfræðings í janúar 2003. Það ber heiti sem hann hafði þá þegar gefið því eftir ljóðlínu Eggerts skálds Ólafssonar. Þessi hluti fjallar um mannlífið almennt í hrepp- unum tveimur og byggist á fjöldamörg- um heimildum, en þó einkum Land- námu, Eyrbyggja sögu og öðrum fornritum, Íslensku fornbréfasafni, Ár- bókum Íslands, bréfasöfnum sveit- arstjórna, sýslumanna og amtmanna, dómabókum, dómskjölum og margs konar bréfum og skýrslum, alþing- isbókum og þjóðsögum. Í þessu fyrra bindi er fjöldi ljós- mynda og teikninga frá fyrri tíð, lands- lagsmynda, mannamynda og mál- verka. Útgefandi: Háskólaútgáfan. Bókin er 342 bls. Verð: 3.990 kr. Heimildarit Fílar er í bóka- flokknum Skoð- um náttúruna. Höfundur er Barb- ara Taylor en þýð- andi Örnólfur Thorlacius. Fílar eru ris- arnir sem ráða ríkjum í Afríku og Asíu. Í þessari hrífandi bók er brugð- ið ljósi á líkamsgerð og lífshætti þessara gáfuðu og dularfullu spen- dýra. Hér má lesa um hin ýmsu not sem fíllinn hefur af rananum, um flóknar leiðir fíla til samskipta inn- byrðis, auk þess sem lesandinn lærir að þekkja afríkufíla frá þeim asísku. Þá er fjallað um helgisögur og þjóð- sagnir af fílum frá ýmsum stöðum og tímum. Bókin er prýdd skýring- armyndum og meira en 180 litljós- myndum. Útgefandi er Skjaldborg bókaút- gáfa. Bókin er 64 bls. Verð: 2.380 kr. Dýralíf Í SAUTJÁNDU bók sinni, Svölustu 7unni, snýr Þorgrímur Þráinsson sér aftur að því að skrifa fyrir unglinga, en á undanförnum árum hefur hann fyrst og fremst skrifað barnabækur við góð- an orðstír. Þannig voru bækurnar Margt býr í myrkrinu og Nóttin lifnar við valdar bestu barnabækur síðustu aldar í kosningu sem Bókasamband Íslands stóð fyrir árið 1999. Hvað efn- istök varðar sver nýja bókin sig kannski mest í ætt við fyrstu bækur Þorgríms, Með fiðring í tánum og Tár, bros og takkaskór þar sem löngun unglinganna til að skara fram úr, draumar þeirra um frama á fótbolta- vellinum og fyrsta reynsla þeirra af ástinni eru í fyrirrúmi. Svalasta 7an greinir frá tæpu hálfu ári í lífi Jóels Sveinssonar, þrettán ára unglings sem býr ásamt móður sinni og litlu systur á Akureyri. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Jóel þurft að bera meiri ábyrgð en jafnaldrar sínir sökum þess að móðir hans er virkur alkóhól- isti og faðir hans, sem er stunginn af til Kína, lætur ekkert í sér heyra. Þannig hvílir uppeldi litlu systurinnar að mikl- um hluta á herðum Jóels. Af lestrinum má ljóst vera að Jóel er fyrirmynd- arunglingur sem þrátt fyrir mikla ábyrgð og áhyggjur nær að njóta sín í góðra vina hópi jafnaldra. Líkt og nafn bókarinnar gefur til kynna spilar fót- boltinn stóra rullu í bókinni því Jóel æfir af kappi með KA og dreymir um að komast í landsliðið og verða um síð- ir atvinnumaður í Englandi, eins og Eiður Smári Guðjohnsen. Höfundur byrjar bókina af miklum krafti þegar hann kynnir aðalpersónur bókarinnar til leiks. Þannig fáum við að fylgjast með skemmtilegum uppá- tækjum Jóels og bestu vina hans, Tomma, sem er sjálfskip- aður fyrirliði bekkjarins, einstaklega orðheppinn töffari og félagi Jóels á fótboltavellinum, og Álf- hildar, sem þeir félagar eru báðir ansi spenntir fyrir þó hvorugur þori al- mennilega að stíga í vænginn við hana. Framan af bókinni er frásögnin fremur hæg og nokkuð um endurtekn- ingar, sérstaklega í sam- skiptum Jóels við móður sína, sem hann ýmist elskar eða fyrirlítur, allt eftir því hvort henni tekst að halda sér edrú eða ekki. Þrátt fyrir þetta nær Þorgrímur algjörlega að halda athygli lesenda, ekki síst sökum þess hve stíllinn hjá honum er lipur og skemmtilegur. Hann þekkir greinilega vel til þeirra persóna sem hann lýsir og samtölin eru afar trúverðug. Eins fannst mér skemmtilegt hve bókin er staðsett ná- lægt okkur í tíma, því sögusviðið nær frá desember 2002 fram á vor 2003. Þannig er talsvert um vísanir í atburði líðandi stundar, bæði hvað t.d. sjón- varpsefni varðar og stjórnmálaatburði, sem virka mjög vel og gerir það að verkum að bókin stendur lesendum enn nær en ella. Um miðbik bókarinnar tekur sagan hins vegar nokkuð nýja stefnu þegar alvarleg áföll dynja yfir. Líf Jóels tek- ur stakkaskiptum þegar fjölskyldan neyðist til að flytja og aðlaga sig breyttum aðstæðum. Í þessum seinni hluta bókarinnar fer höfundur mun hraðar yfir sögu en í fyrri hlutanum, þannig að í stað þess að lesendur fái að lesa hvað gerist, t.d. í samtölum og sviðsettum atburðum, þá fer söguhöf- undur í æ ríkari mæli að einfaldlega segja hvað gerist og taka hlutina sam- an, auk þess sem hann fer allt í einu að hoppa fram og aftur í tíma. Þetta bitn- ar nokkuð á persónusköpuninni, sem fyrir vikið verður ekki eins þétt og í fyrri hlut- anum. Eins hefði ég viljað sjá höfundinn fylgja atburðum betur eftir. Þetta á t.d. við um atvikið þegar Jóel kyssir, að því er virðist, stelpu í fyrsta sinn. Ljóst má vera að hann hefur lengi verið dauð- hrifinn af stelpunni, sem er ein besta vin- kona hans, samt fá les- endur í raun sáralítið að vita hvernig Jóel líð- ur með þennan koss eða hvort og hvaða áhrif hann hefur á sam- skipti þeirra. Samskonar dæmi um frestun atburða er þegar Jóel biður föðurbróður sinn um símanúmer föður síns í Kína. Í bókinni segist föðurbróð- irinn ætla að senda honum sms með símanúmerinu síðar sama kvöld, sem hann væntanlega gerir, en lesendur fá ekki að fylgjast með því. Allt í einu um fimmtíu blaðsíðum og nokkrum vikum síðar er Jóel allt í einu kominn með símanúmerið og gerir misheppnaða til- raun til að ná í föður sinn. Hér hefði höfundur haft kjörið tækifæri til að byggja betur undir þennan atburð og lýsa því t.d. hvernig Jóel líður þegar hann loksins fær númerið og getur þar með kannski náð tali af föður sínum eftir þriggja ára þögn. Í nýlegu viðtali hér í Morgunblaðinu sagðist Þorgrímur sjá fyrir sér tvær bækur til viðbótar um Jóel, fjölskyldu hans og vini. Það verður óneitanlega gaman að fá að fylgjast með þessum persónum áfram, því þær eru bæði áhugaverðar og skemmtilegar. Auk þess finnst mér líka vanta betra nið- urlag á þessa annars góðu sögu, því endirinn á Svölustu 7unni er einum of snubbóttur og Hollywood-legur að mínu mati. SKÁLDSAGA Svalasta 7an ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON Andi ehf. 2003, 349 bls. Silja Björk Huldudóttir Fótboltadraumar Þorgrímur Þráinsson SAGA Kristínar Snæfells er sukk- saga Íslands. Flestir landar kannast við margt af því sem kemur fram í bókinni af eigin raun eða annarra. Sögusviðið er að minnsta kosti ekki framandi. En ævi Kristínar hefur mót- ast af viðbrögðum hennar við þeim áföllum og mótlæti sem geta orðið á vegi manns í lífinu. Hún varð vitni að banaslysi ung að árum, var kynferð- islega misnotuð og þjáðist af óvissu um faðerni sitt. Hvorki fjölskylda né samfélag gerði ráð fyrir að hjálpræði væri að finna í samtölum eða samstöðu á erfiðum tímum, eða að það væri yf- irleitt þess virði að takast á við vanda og erfiðar aðstæður. Leyndarmálin hlaðast upp, með allri þeirri skömm og sjálfsásökunum sem þeim fylgja. Vím- an er ósjálfráð lausn, því hún deyfir vanlíðan á meðan á henni stendur. Þá hrannast vandamálin upp, alkóhólist- inn vorkennir sjálfum sér sífellt meir, allt sem hann hefur lent í, neitar að horfast í augu við eigin ábyrgð bæði á uppákomum og því að leysa úr flækj- um. Hann verður vanfærari um að takast á við nokkurn hlut eftir því sem ruglvefurinn þéttist, samskipti við annað fólk eru yfirborðskennd og full af átökum og forgangsröðun verður undarleg, svo ekki sé meira sagt. Allt gengur út á að fara út að skemmta sér, hljómsveitargæjar eru toppurinn á til- verunni, endalaust birtast nýir vinir. Kristín Snæfells er Stína stuð. Ef hún var ekki fyrirmynd Stuðmanna þegar lagið var samið, rann hún að lokum saman við þá frægu konu í huga margra og kannski eigin. Þrátt fyrir allar hrakfarirnar eiga skemmtileg atvik sér stað og margir verða til þess að rétta hjálparhönd þeg- ar mikið liggur við. Það er öðrum að þakka að Krist- ín fór í langtímameðferð og fékk tækifæri til að bjarga lífi sínu með því að horfast í augu við alkóhól- ismann. Það er helsti kostur þessarar bókar að sagan er þá langt frá því að vera öll. Að komast út úr ruglinu er miklu flókn- ara en svo. Það tekur langan tíma að læra að hafa stjórn á lífi sínu. Það verða áfram slys og það koma áfram upp samskiptaörðugleik- ar. Sá sem kann ekki annað en að flýja undan erfiðleikum hættir því ekki svo auðveldlega og þunglyndi tekur við. Kristín átti enn margt ólært, en hún tekur einn hlut í einu. Við bókarlok hefur hún lært að fyrirgefa, bæði sjálfri sér og öðrum, en maður hefur á tilfinningunni að Kristín láti ekki þar við sitja, því hún hefur haldið áfram eftir meðferðina að vinna að því að bæta sig og gera heiminum gott. Með- al annars vann hún að því að koma á fót áfangaheimili fyrir konur sem eru að koma úr meðferð. Ágóði af sölu þessarar bókar rennur til þess. Til þess að texti fáist útgefinn þarf hann að uppfylla margvíslegar kröfur um atvinnumennsku því bókaútgáfa er í eðli sínu íhaldssamur iðnaður, byggður á aldagömlum, ef ekki árþús- undagömlum, hefðum. Bókaforlag skipar sérstakan mann til að fara yfir texta sem það hyggst gefa út, til þess að laga textann að þeim formúlum sem nauðsynlegt er að uppfylla til að bók teljist vönduð. Frávik frá þessari uppskrift ættu að vera meðvitaðar til- raunir, nýjungar sem listamaðurinn hefur fram að færa. Bók Kristínar Snæfells uppfyllir engar af þessum kröf- um, Kristín gefur bók- ina út sjálf og ritstjóri hennar er ekki á veg- um neins forlags. Frá- sögnin er eins og langt sendibréf til vinkonu, óöguð og óhamin. Höf- undur virðist ómeðvit- aður um stíl og allt sem viðkemur uppsetningu á texta. Það kemur þó ekki að sök því frá- gangur er allur til fyr- irmyndar og innihaldið uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru til góðrar bókar. Sagan hefur fléttu og ris, lausn og margar hliðarsögur. Þetta er saga sem heldur athygli lesandans allan tímann, svarar ýmsum spurningum og vekur til um- hugsunar um margvísleg málefni. Svo er eins og bunki af óflokkuðum mynd- um sem liggur uppi á sófaborði fyrir tilviljun hafi verið prentaður hér og þar með. Þar er ekkert punt, en það hæfir þessum hráa stíl og fellur full- komlega að efni bókarinnar. Bókin er eins og mynd eftir næfan listmálara, sem er óneitanlega fullgilt skapandi verk, þótt málarinn hafi ekki nýtt neinar brellur sem teljast annars ómissandi í bransanum. Það má vel lesa þessa bók í leit að einhverju krassandi, en að mínu viti er þetta þroskasaga sem á erindi við Ís- lendinga, því þetta er saga sem við er- um mörg persónur í og þekkjum þar enn fleiri. Endirinn er til bóta, þótt hann sé ekki að öllu leyti góður, eins og lífið verður í besta falli. Stína má vera áfram í stuði þótt hún hætti að drekka og læri smám saman að lifa með lífinu, en að eigin vali er hún ekki lengur þessi persóna sem sungið var um. Bæ, Stína stuð! ÆVISAGA Sporin í sandinum KRISTÍN SNÆFELLS Ritstjóri Hrund Hauksdóttir, umbrot, útlit og kápa helgi skj. friðjónsson, prentun Gutenberg. 2003. Lára Magnúsardóttir Kristín Snæfells LJÓSMYNDIR Jóns Ásgeirs Hreinssonar í þessari litlu en snotru ljósmyndabók, urðu til á tólf mánaða tímabili í Aðaldal og nágrenni á árunum 2000 og 2001. Þá samdi hann einnig ljóðrænan textann, fyrir utan tvö ljóð eftir Sigfús Daðason og Pétur Halldórs- son. Þetta er safn á fjórða tugs ljós- mynda. Svarthvítar myndirnar sýna kaldranalegan sveitaheim; drungalegur og allt að því þung- lyndislegur blær einkennir verkið. Myndirnar eru ýmist einskonar kyrralífsmyndir eða portrett. Þetta er einsemdarlegur og þögull heimur. Þarna er mynd af snjó- skafli í gluggakistu, gömlum snjó- hlöðnum heyvinnutækjum, þarna er upplýst bændabýli í skammdeg- inu, ljóskeilur í þykku myrkri, rekaviðarstaurar í köldu hjarni og síðan svartur vegur sem liggur þráðbeinn gegnum hvítan snjóinn í mynd sem kallast Lífæð. Það er stutt í tregakennda ljóð- rænu í sumum myndanna, ekki síst þar sem horft er inn í formin: Snjórönd í gamalli sinu í mynd sem nefnist Vetrarmegn, og önn- ur, Landamæri, sýnir úr sér geng- ið girðingarhlið, allt á skjön og stemmningin eins dapurleg og hún getur verið snemma vors þegar snjóa leysir og allt er á kafi í drullu. Þessar náttúrustemmur, sem flestar sýna ummerki um menn, blandast myndum af fólkinu sjálfu. Oftast er einn maður í mynd, kannski tveir; þetta eru þöglar ljósmyndir og stemmningsríkar þær bestu, eins og sú af Upp- stopparanum sem situr sperrtur fyrir innan opnar dyr, önnur af Vininum sem hallar sér fram á heykvísl í hlöðuopi og svo myndin af reiðmanninum í Áningu. Stemmningin þar kallast á sterkan hátt á við samnefnt málverk frum- herjans Þórarins B. Þorlákssonar. Myndaflæðið er brotið upp með ljóðrænum texta höfundarins, texta sem vinnur með myndunum og útskýrir um leið skynjun ljós- myndarans: Finndu hvernig fjarar undan þér meðan þú bíður eftir framtíðinni sem guðar ekki á glugga. Opnaðu og hleyptu sjálfum þér út. (7) Annars staðar er textinn mark- aður von sem ekki er treystandi: Einstök blíða/ ilmur af vori,/ dá- semd,/ hringlóttir speglar í hraun- inu, hlýindi, flugan farin að kvikna.// Ég tvístíg.// Gef svo skít í þetta./ Þori ekki öðru./ Þetta er ill- kvittni guðanna./ Hann mun sýna á sér klærnar aftur./ Gerir það alltaf. (35) Höfundur dregur upp ljóðræna mynd af Aðaldalnum, blæbrigða- ríka en dökka; merkta einsemd og dauða. Sjálfsagt er það meðvitaður endir á verkinu að sýna hauskúpu á skökkum girðingastaur. Þetta er heildstætt verk og vel hannað; myndir og texti sitja vel saman í frekar litlu brotinu. Ljós- myndirnar eru ójafnar að gæðum. Þær bestu bera í sér ríka stemmn- ingu og gefa tilfinningu fyrir landi og fólki, en aðrar eru ekki meira en kunnugleg augnabliksskot. Verst er að þessi annars laglega bók líður fyrir slæma prentun. Vera má að frumprent ljósmynd- anna hafi verið misgóð, en mynd- irnar eru ójafnar í tónum og yf- irhöfuð allt of gráar og flatar; það vantar í þær dýptina til að þær njóti sín eins og vera ber. Drungaleg sveitasýn LJÓSMYNDIR Beðið eftir framtíð JÓN ÁSGEIR HREINSSON 48 bls. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. JPV útgáfa, Reykjavík 2003. Einar Falur Ingólfsson Dýraalfræði fjöl- skyldunnar er í þýðingu Atla Magnússonar og Örnólfs Thorlac- ius. Þetta alfræðirit um undraveröld dýranna skiptist í sex meginkafla – um spendýr, fugla, skriðdýr, froskdýr, fiska, og lokakaflinn er um skordýr, kóngulær og aðra hryggleysingja. Hver kafli hefst á inngangi, þar sem lýst er einkennum þeirra dýra sem um er fjallað. Næst eru yfirlitsþættir með myndum og upplýsingum um margar og ólíkar tegundir og síðan er ítarefni um tiltekin dýr. Þá er fjallað um hegð- un og atferli dýra. Þetta er traust og aðgengilegt en um leið stór- skemmtilegt heimildarrit. Útgefandi er Skjaldborg ehf. Bókin er 264 bls. Verð: 8.890 kr. Dýralíf Búgúndí frá Búmbabúmba nefnist skáldsaga eftir Helga Þórsson í Kristnesi. Sagan gerist á Austur- landi og fjallar um ólöglega innflytj- endur á Seyðisfirði og afdrif þeirra. „Bókin er í léttum dúr en glímir samt við grafalvarlegt efni, þ.e.a.s. samskipti Íslendinga og útlendinga. Getur verið að eyjarskeggjar líti á útlendinga sem fégráðugar skepnur sem svífast einskis? Nema kannski einstaka Norðurlandabúa?“ segir m.a. í fréttatilkynningu frá útgef- anda. Helgi hefur áður sent frá sér bók- ina Rottusögur. Höfundur er útgefandi. Bókin er 60 bls. Skáldsaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.