Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 4
4 | FÓLKIÐ | MIÐVIKUDAGUR 24|12|2003 MORGUNBLAÐIÐ Það var eins og gerst hefði í gær. Rétt eins og gerst hefði í gær. En samt var það fyrir góðum tveimur og hálfu ári – hérna áður fyrr í tóminu þegar ekki var enn búið að afhjúpa kvikmyndagerð Peters Jacksons á Hringadróttinssögu. Þetta var í Cannes vorið 2001, nánar tiltekið rétt fyrir ut- an borgina, í ævafornum kastala. Fyrsti og eini alvöru kynn- ingarfundur fyrir blaðamenn vegna myndanna þriggja sem þá var nýbúið að klára að skjóta. Helstu leikararnir voru allir mættir til leiks, einir 14 talsins, ásamt Peter Jackson og öðrum er stóðu að sjálfri kvikmyndagerðinni. Við blaðamenn fengum hvern leikarann fyrir sig í spjall og það leyndi sér ekki hversu spenntir þeir voru enda vissu þeir kannski hvað væri í vændum, vissu að heimsbyggðin væri í þann mund að falla í stafi fyrir myndunum sem þeir voru að leika í – þeir af öllum leikurum. Þannig er að þetta voru ekk- ert sérstaklega skærar stjörnur áður en myndirnar voru frumsýndar. En ein stjarnan skein þó skærar en allar aðrar á svæðinu og allir vildu ljósmyndararnir fanga hana framar öðr- um á filmur sínar; sú er lék álfaprinsessuna Arven. Hún var líka eins og álfur ljóslifandi, Liv Tyler, meira að segja íklædd gallabuxum og stuttermabol. Sveif um svæðið, með dul- úðarfullt bros á vör og sendi frá sér hlýja strauma. Blíð og vingjarnleg við alla. Mælti með rödd sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en sem álfarödd, þótt maður hafa auðvitað aldr- ei heyrt álf segja eitt aukatekið orð – eða hvað? Tyler hafði límt sig við besta vin sinn úr hópnum, breska leikarann Orlando Bloom, sem einmitt leikur líka álf í myndinni, Lególas. En reyndar snerust þeir allir í kringum hana eins og prinsessa væri, karlmennirnir úr hópi leikara- liðsins, enda var hún eina konan. En hún hafði Bloom sér til halds og traust þegar röðin var komin að mér að ræða við þau. „Ég er að fatta það fyrst núna, eftir að hafa lokið við gerð allra myndanna og er kominn hingað til að tala við ykkur,“ sagði hún við mig, „að ég hlýt að hafa verið að taka þátt í einhverju alveg sérstöku.“ Hún sagðist ekki hafa þekkt til bókmenntaverksins þeg- ar Jackson hafði samband og bað hana um að leika Arven álfaprinsessu. „en ég las það um leið og ég tók að mér hlutverkið og varð agndofa. – Átti ég að fá tækifæri til að leika í þessum myndum? spurði ég sjálfa mig í sífellu. Því- lík heppni.“ Hún segist heldur ekki hafa áttað sig á því fyrir hversu víða má finna vísanir eða hreinan þjófnað frá Hringadrótt- inssögu. „Ég hafði alltaf verið mikill aðdáandi Stjörnu- stríðs-myndanna en ég fattaði ekki fyrr en ég fylgdist með tökum á Hringadróttinssögu hversu miklu George Lucas stal frá henni, eins og t.d. ráðstefnu Elrond og niðurlag- inu.“ Liv þurfti ekki að verja eins miklum tíma við tökur og aðr- ir leikarar í myndunum enda kemur Arven minna við sögu. Því segist hún hafa flakkað mikið fram og til baka, frá Los Angeles til Nýja Sjálands. En setti það ekki fyrir sig. „Það voru erfið tvö ár en ég hlakkaði alltaf til að hitta strákana,“ segir Tyler og á þar einkum við Hobbitana. „Þeir eru klikk.“ Liv er rómantísk og á sinn „stelpulega“ hátt segist hún hafa laðast að hlutverkinu að stórum hluta vegna þessarar „sígildu og mögnuðu“ og ástarsögu Aragorns og Arvens. Hún var fræg fyrir, þessi 26 ára gamla bandaríska álfa- prinsessa. Fyrst og fremst fyrir að vera dóttir eilífðarrokk- arans munnstóra Steve Tyler úr Aerosmith og fyrirsæt- unnar Bebe Buell. Reyndar komst hún ekki að því fyrr en hún var tólf ára að Tyler væri faðir hennar því fram að því vissi hún ekki betur en að uppeldisfaðir hennar, rokkarinn Todd Rundgren, væri pabbinn. Fjórtán ára hóf hún fyr- irsætustörf og fékk sitt fyrsta hlutverk sautján ára í Silent Fall. Síðan átti hún eftir að leika í nokkrum vel kunnum myndum, eins og Stealing Beauty, U Turn og Armageddon. Liv er lofuð álfaprinsessa, Bretanum Royston Langdon sem áður var söngvari hljómsveitarinnar Spacehog. En nú eftir að hún hefur kvatt Arven hafa Affleck-bræður átt alla henn- ar athygli því hún leikur á móti þeim í næstu myndum; á móti Ben í nýju Kevin Smith-myndini Jersey Girl og á móti Casey í mynd Steve Buschemis Lonesome Jim. |skarpi@mbl.is LI V TY LE R

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.