Morgunblaðið - 05.01.2004, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 05.01.2004, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2004 33 DAGBÓK Frá nemendasýningu í Borgarleikhúsinu Innritun og upplýsingar í síma 561 5620 frá kl. 14-17 Kennsla hefst 12. janúar Gleðilegt ár! ÁRNAÐ HEILLA STJÖRNUSPÁ Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir vandvirkni og staðfestu og átt auðvelt með að vinna með öðrum. Þrátt fyrir glaðlegt fas áttu einnig þínar alvarlegri hliðar. Fjöl- breytt og spennandi félagslíf mun einkenna þetta ár. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert sérlega næm/ur fyrir þörfum annarra og ert því tilbúin/n að aðstoða vin þinn í dag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú munt hugsanlega öðlast nýjan skilning á einhverju og það mun með einhverjum hætti breyta langtímamark- miðum þínum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú munt njóta þess að vinna með öðrum í dag. Þetta á sér- staklega við um störf á sjúkrastofnunum og í þágu þeirra sem minna mega sín. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú munt hafa gaman af því að kynna þér eitthvað óvenju- legt í dag. Þig langar til að auka skilning þinn og bæta þekkingu þína. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þig þyrstir í nýjar hug- myndir. Þú gætir hugsalega fundið svölun í því að kynna þér heimspeki og framandi trúarbrögð. Þú leitar dýpri skilnings á heiminum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ef þú þarft aðstoð einhvers þá er þetta góður dagur til þess. Fólk er tilbúið að leggja lykkju á leið sína til að að- stoða þig. Þetta á sérstaklega við um vinnufélaga þína. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú vilt gera allt sem þú getur til að styðja við bakið á börn- um og öðrum ástvinum þín- um í dag. Þú átt auðvelt með að láta þarfir annarra ganga fyrir þínum eigin þörfum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert ekki jafn upptekin af sjálfri/sjálfum þér og þú hef- ur verið að undanförnu. Þetta ætti að greiða fyrir hvers konar samvinnu. Þú sérð hluti sem þú hefur hingað til látið framhjá þér fara. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Sköpunargáfa þín er með mesta móti. Þú munt njóta listsköpunar, samvista við börn og skemmtana með vin- um þínum í dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þig langar til að hjálpa ein- hverjum í fjölskyldunni. Þú hefur þörf fyrir að bæta þig og að verða betri manneskja. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Gefðu þér tíma til að vera ein/n með sjálfri/sjálfum þér í dag og til að velta fyrir þér lífi þínu og því hvert þú stefnir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert tilbúin/n að verja pen- ingum í annarra þágu í dag. Þetta gætur bæði átt við um góðgerðarstarf og fólk sem er náið þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. september sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni þau Íris Davíðsdóttir og Bald- vin Elíasson. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí sl. í Fríkirkjunni í Reykjavík af sr. Hirti Magna Jóhannssyni þau Emma Björnsdóttir og Sephane Frappatt. MÖRG spil eiga sér þungamiðju, eins konar miðpunkt, sem allt snýst um. Spaðagosinn er þungamiðjan í þessu spili: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠K1074 ♥Á7 ♦10862 ♣KG5 Suður ♠D92 ♥K83 ♦ÁD7 ♣ÁD64 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 3 grönd Allir pass Vestur kemur út með hjartafimmu, fjórða hæsta. Hver er áætlun- in? Samningurinn er sterkur, en ekki öruggur. Ef hjartað er 5-3 og sagnhafi finnur ekki spaðagosann, gæti vörnin fengið tvo slagi á spaða og þrjá á hjarta. En til að byrja með er sjálfsagt að gefa fyrsta slaginn. Austur fær á hjarta- drottningu og spilar tí- unni til baka á ás blinds. Nú er eðlilegt að spila spaða á drottninguna. Hún heldur. Einhverjar hugmyndir? Það virðist rökrétt að spila næst spaða á tíuna, en auðvitað er ekki loku fyrir það skotið að vestur hafi dúkkað spaðadrottn- inguna með ásinn þriðja: Norður ♠K1074 ♥Á7 ♦10862 ♣KG5 Vestur Austur ♠Á65 ♠G83 ♥G9652 ♥D104 ♦G3 ♦K954 ♣1072 ♣983 Suður ♠D92 ♥K83 ♦ÁD7 ♣ÁD64 Það væri vont ef aust- ur fengi næsta slag á spaðagosa. Hann myndi brjóta hjartað og nú þarf sagnhafi að gera upp við sig hvort hann spilar enn spaða eða svínar tígul- drottningu. Þá ágiskun má losna við með því að bíða með spaðann og svína strax í tígli. Sem sagt; eftir að spaðadrottningin heldur, er best að fara inn í borð á lauf og spila tígli á drottningu. Í þessu til- felli skilar það níunda slagnum, en ef vestur hefði átt kónginn mætti enn reyna við spaðann. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. Rce2 c5 6. f4 Rc6 7. c3 Da5 8. Rf3 b5 9. Bd2 Db6 10. f5 Be7 11. Rf4 0-0 12. Bd3 cxd4 13. cxd4 Rxd4 14. f6 Rxf6 15. exf6 Bxf6 16. Rxd4 Bxd4 17. De2 Bb7 18. Bc3 Bxc3+ 19. bxc3 e5 20. Rh5 g6 21. Rg3 Hac8 22. Dd2 Staðan kom upp í alþjóðlegu móti sem fram fór í Belfourt í Frakk- landi. Sigurvegari mótsins Mikhail Gurevich (2.656) hafði svart gegn Hichem Hamdo- uchi (2.588). 22. – b4! Með þessari snjöllu peðsfórn kemur svartur mið- borðsfrípeðunum sínum af stað og við það hrynur hvíta staðan til grunna. 23. cxb4 e4 24. Be2 d4 25. Bg4 e3 26. Db2 Hc4 27. 0-0 Hxb4 28. Da3 d3 29. Kh1 Hxg4 30. Dxd3 Ba6 31. Dd7 Hc4 og hvítur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Mikhail Gure- vich (2.656) 7 vinninga af 10 mögulegum. 2. Laurent Fressinet (2.654) 6 v. 3. Christian Bauer (2.602) 5½ v. 4. Pavel Tregubov (2.635) 5 v. 5. Jean-Pierre Le Roux (2.480) 3½ v. 6. Hichem Hamdouchi (2.588) 3 v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. FERÐALAGIÐ Ríkismanns mig rak að setri, ráðin engin þekkti betri, af sulti kominn mjög í mát. Sá ég vera soðið slátur, sál mín rak upp skellihlátur, og gufuna með græðgi át. Einmitt var það allur greiði, eg sem hlaut af krásar seyði; dró ég mig á beizla bát. Sál mín vön við sultarhaginn samt af slórði þennan daginn og vonir sínar allar át. Hjálmar Jónsson í Bólu LJÓÐABROT Skugginn/ Barbara Birgis Skugginn/ Barbara Birgis Skugginn/Barbara Birgis BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. október sl. í Kópa- vogskirkju af sr. Ægi Fr. Sigurgeirssyni þau Hrönn Traustadóttir og Tómas Jónsson.          MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Frjálshyggjufélaginu: „Frjálshyggjufélagið harmar áform um lagasetningu varðandi hringa- myndun í viðskiptum. Slíkar aðgerðir eru til þess fallnar að setja eigendum fyrirtækja og einstaklingum skorður við að finna það rekstrarform og að- ferðir sem hagkvæmastar eru hverju sinni. Til lengri tíma litið er líklegt að slík lagasetning komi niður á neytend- um, enda hefur hið opinbera ekki þá hvata né þær upplýsingar sem einka- aðilar hafa við ákvarðanir sínar. Vald sem fengið er opinberum stofnunum til að vinna gegn hringamyndun verð- ur illa notað, eins og flest opinbert vald. Hið opinbera hefur of mikil af- skipti af viðskiptalífinu og tekur af- stöðu til margvíslegra álitamála án þess að hafa nokkrar forsendur til. Athuga skal að mörg íslensk fyrir- tæki eru í samkeppni við erlend fyr- irtæki. Fyrirtæki sem þykja stór á ís- lenskan mælikvarða eru e.t.v. agnarsmá á aðra mælikvarða. Íslenskur markaður er lítill og ung- ur. Lausnin á hugsanlegri fákeppni á litlum markaði er að opna markaðinn og tengja við stóra erlenda markaði um allan heim. Vaxtafrelsi og frelsi í fjármagnsflutningum hefur nú þegar sannað gildi sitt. Mikilvægi frjálsra fjármagnsmarkaða fyrir samkeppni á öllum sviðum er gjarnan stórlega van- metið. Stórfyrirtæki eru lítil í saman- burði við fjármagnsmarkaðinn og geta illa haldið uppi aðgangshömlum ef aðr- ir aðilar með fjármagn geta keppt við þá. Auka þarf frelsi til fjármagnsflutn- inga og viðskiptafrelsi almennt. Næsta skref ætti að vera afnám tolla, aukið fjárfestingafrelsi útlendinga hér á landi og rýmri löggjöf sem auðveldar fjárfestingar og aðkomu erlendra fyr- irtækja. Ef stór fyrirtæki geta haldið smáum fyrir utan markaði, er það venjulega vegna afskipta og hafta rík- isins. Ef ekki er beinlínis bannað fyrir vissa aðila að hefja samkeppni á til- teknum markaði, er það gjarnan gert erfitt með ýmiss konar kvöðum og gjöldum. Frjálsum markaði er ranglega kennt um ýmiss konar óþægindi sem hið opinbera skapar neytendum. Hin svokallaða lausn stjórnmálamanna er svo að skapa enn frekari óhagkvæmni og óþægindi með meiri ríkisafskiptum. Hugsanlega dettur stjórnmálamönn- um einhvern tíma síðar í hug að leið- rétta þá galla með enn frekari opin- berri íhlutun. Þannig halda stjórnmálamennirnir stöðugt áfram að telja fólki trú um nauðsyn opinberra afskipta.“ Harma áform um lög vegna hringamyndunar FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.