Morgunblaðið - 05.01.2004, Síða 3

Morgunblaðið - 05.01.2004, Síða 3
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2004 B 3 Ármúla 36 108 Reykjavík sími 588 1560 Smelltu þér í boltann. St. 32-38 og 39-47 Nike Air Zoom Noventa St. 39-47 verð kr. 12.490.- Nike Zoom Total 90 St. 32-38.5 verð kr. 4.990.- St. 39-47 verð kr. 6.490.- Mitre Turbo St.28-38.5 verð kr. 3.990.- St. 39-47 verð kr. 4.990.- Adidas Gammanova/Funkster St. 32-38.5 verð 3.990.- St. 39-47 verð 5.490.- Frammistaða Watford, sem er ífjórða neðsta sæti 1. deildar, kom verulega á óvart og hið dýra lið Chelsea mátti þakka sínum sæla fyr- ir að sleppa með jafnteflið og fá ann- an leik á sínum heimavelli þann 14. janúar. Reyndar eru forráðamenn Watford ekki sérlega óhressir með þá niðurstöðu, þeir fengu gífurlegar tekjur af leiknum á laugardag og eiga von á öðru eins vegna síðari við- ureignarinnar við stórliðið, sem er í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar. Heiðar skallaði boltann upp í markvinkilinn og þaðan niður á marklínuna, strax á 5. mínútu. Dóm- arinn benti á miðju eftir að hafa ráð- fært sig við aðstoðardómarann en ljóst var af sjónvarpsmyndum að boltinn fór aldrei yfir marklínuna. Eiður jafnaði úr vítaspyrnu á 32. mínútu eftir að Jesper Grönkjær var felldur en Gavin Mahon svaraði, 2:1, 100 sekúndum síðar - með skalla eft- ir fyrirgjöf, en Mahon og Heiðar virtust reyndar báðir reka höfuðið í boltann samtímis. Markið kom eftir aukaspyrnu sem Watford fékk þeg- ar brotið var á Heiðari rétt utan víta- teigs. Frank Lampard jafnaði fyrir Chelsea rétt fyrir hlé og þar við sat. Ray Lewington, knattspyrnu- stjóri Watford, var hvergi banginn þrátt fyrir að hans mönnum tækist ekki að leggja stórliðið á sínum heimavelli. „Það er aldrei að vita hvað gerist þegar við mætum þeim aftur. Við vorum afskrifaðir áður en þessi leikur hófst, og við eigum enn erfiðara verkefni fyrir höndum á Stamford Bridge. En það hafa oft orðið óvænt úrslit í bikarnum og kannski getum við átt hlut að einum slíkum til viðbótar. Það er enga áberandi veikleika að finna í liði Chelsea, en við höfðum þá tilfinn- ingu að ef þeir væru einhvers staðar viðkvæmir fyrir, þá væri það í fyr- irgjöfum og uppstilltum atriðum,“ sagði Lewington, en þar kom einmitt mest til kasta Heiðars Helgusonar sem vann hvað eftir annað návígi við þá Marcel Desailly og William Gallas. Reuters Sean Dyche og Gavin Mahon fagna Heiðari Helgusyni, eftir að hann kom Watford á bragðið. Íslensk mörk í óvæntu jafn- tefli Watford og Chelsea HEIÐAR Helguson og Eiður Smári Guðjohnsen voru í sviðsljósinu á laugardaginn þegar lið þeirra, Watford og Chelsea, skildu jöfn, 2:2, í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Sérstaklega Heiðar sem skoraði mark, reyndar afar umdeilt, strax á 5. mínútu, en hann gerði varnarmönnum Chelsea lífið leitt allan tímann. Eiður Smári skoraði fyrra jöfnunarmark Chelsea, úr vítaspyrnu. RAY Lewington, knattspyrnustjóri Watford, hrósaði Heiðari Helgusyni mjög fyrir frammistöðu hans í bik- arleiknum Chelsea á laugardag. Heið- ar var einn í framlínu Watford en var ógnandi allan tímann og vann fjölmörg einvígi við Marcel Desailly, fyrirliða Chelsea og lykilmann í heims- og Evr- ópumeistaraliði Frakka á und- anförnum árum. „Það hefði enginn annar í okkar liði getað verið einn frammi í þessum leik. Þetta er afar erfitt, stöðug hlaup og barátta við tvo miðverði, en Heiðar var stórkostlegur. Hann gerði Desailly líf- ið leitt hvað eftir annað, skoraði fyrsta markið með skalla, var hættulegur í loftinu hvað eftir annað, hljóp og lok- aði svæðum. Á síðustu mínútu leiksins hafði hann enn kraft til að vinna okkur hornspyrnu sem var alls ekki í spil- unum. Heiðar er okkur geysilega þýð- ingarmikill og í dag sýndi hann ná- kvæmlega í hverju það er fólgið,“ sagði Lewington á heimasíðu Watford eftir leikinn. „Heiðar var stór- kostlegur“ CLAUDIO Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, var að vonum ekki ánægður með þá ákvörðun dómara og aðstoðardómara að úrskurða að Heiðar Helguson hefði skorað mark fyrir Watford á 5. mínútu í bikarleik liðanna á laugardaginn. Heiðar skallaði yfir Neil Sullivan, boltinn fór upp í sam- skeytin á markinu og þaðan niður á marklínuna en sjónvarpsmyndir sýndu að hann fór aldrei yfir hana. Ranieri krafðist þess að myndavélum yrði komið fyrir í mörkum til að koma í veg fyrir vafaatriði á borð við þetta. „Ég geri mistök, og það sama er að segja um leikmenn, dómara og aðstoðardómara. En það hlýtur að koma að því að á öllum leikvöngum, sérstaklega í úrvalsdeildinni, verði skylda að koma fyrir myndavélum sem skeri ótvírætt úr í svona tilvikum um hvort mark sé skorað. Þetta segi ég ekki bara vegna þess að við urðum fyrir barðinu á þessu í dag,“ sagði Ranieri eftir leikinn, sem endaði 2:2. Ray Lewington, knattspyrnustjóri Watford, viðurkenndi að heppnin hefði verið með sínu liði þegar markið var úrskurðað gilt. „En þetta jafnar sig alltaf út, við teljum að við hefðum átt að fá vítaspyrnu í síðari hálfleik þegar Gavin Mahon var kominn í gegn og virtist vera felldur,“ sagði Lew- ington. Ranieri vill fá myndavélar vegna marks Heiðars  DAVID Beckham meiddist á fæti á laugardag þegar Real Madrid sigraði Real Murcia, 1:0, í spænsku 1. deild- inni. Sauma þurfti fjögur spor í ökkla Beckhams sem missir væntanlega af bikarleik liðsins í vikunni. Það var Raúl sem skoraði eina mark leiksins.  VICTOR skoraði þrennu fyrir De- portivo La Coruna sem lék Celta Vigo grátt, 5:0, á útivelli í nágranna- slag liðanna í spænsku 1. deildinni á laugardagskvöldið.  MIGUEL Angel Lotina, þjálfari Celta Vigo, bað stuðningsmenn fé- lagsins afsökunar á frammistöðu liðs- ins. Celta Vigo er meðal neðstu liða þrátt fyrir að vera komið í 16-liða úr- slit í Meistaradeild Evrópu.  PORTSMOUTH hefur fengið finnska varnarmanninn Petri Pas- anen að láni frá Ajax í Hollandi út þetta tímabil. Pasanen er 23 ára og lék um tíma stórt hlutverk í varnar- leik Ajax en hefur átt erfitt uppdrátt- ar upp á síðkastið.  DAVID O’Leary, knattspyrnu- stjóri Aston Villa, sagði í gær að Juan Pablo Angel væri alls ekki á förum frá félaginu. Angel, sem hefur skorað 13 mörk fyrir Villa í vetur, vildi vera um kyrrt en hann hefur verið orðaður við ensku toppliðin að undanförnu, að- allega Arsenal. „Ég vona að sem flest- ir okkar manna verði orðaðir við stóru félögin því það þýðir að þeir séu orðn- ir góðir leikmenn,“ sagði O’Leary.  DONOVAN Ricketts, landsliðs- markvörður Jamaíka í knattspyrnu, gekk um helgina til liðs við Bolton Wanderers en hann hefur æft með liðinu undanfarinn mánuð. Sam All- ardyce, knattspyrnustjóri Bolton, segir að Ricketts eigi mikla mögu- leika og muni veita hinum tveimur markvörðum félagsins harða keppni.  FORRÁÐAMENN Bayern München sögðu í gær að þýski lands- liðsmaðurinn Sebastian Deisler væri ekki tilbúinn til að hefja æfingar með liðinu á ný. Deisler dró sig í hlé og fór í meðferð vegna þunglyndis fyrir nokkrum vikum. Hann fer ekki með Bayern í æfingaferð til Dubai síðar í þessum mánuði og verður því vænt- anlega ekki með þegar deildakeppnin hefst á ný um mánaðamótin. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.