Morgunblaðið - 05.01.2004, Side 5

Morgunblaðið - 05.01.2004, Side 5
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2004 B 5 þá, það varð hins vegar þeirra hlutskipti í kvöld,“ sagði Eggert Maríuson, þjálfari ÍR-inga, að leik loknum. Auðvelt hjá Haukum Ísfirðingar, án tveggja tveggja metra leik-manna, áttu lítið erindi í klær Hauka á Ásvöllum í gærkvöldi enda þróaðist leikur- inn þannig að áherslan var lítil á varnarleik og allt kapp lagt á að skora. Haukar unnu örugglega 118:71. Með þremur þriggja stiga körfum tókst gestunum frá Ísafirði að ná 11:10-forystu en lengra komust þeir ekki. Jafnt og þétt náðu Haukar öllum völdum á vellinum, í þriðja leikhluta héldu Ísfirðingar sjó en héldu það ekki út. „Við fórum í leikinn vitandi að Ísfirð- ingar væru vængbrotnir en þeir hafa alltaf getað skorað og við ætluðum að halda þeim undir ákveðnum stigafjölda en leikurinn þróast út í hálfgerða vitleysu,“ sagði Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Allir vildu fá góðan bita af kökunni og menn hugsuðu meira um hvenær þeir kæmust í næstu sókn en að spila vörn.“ Tveir erlendir leikmenn Ísfirðinga náðu ekki til landsins í tæka tíð og munar um minna, Serbinn Darko Ristic og nýr leik- maður, Shon Eilenstein, misstu af flugi. Pétur Sigurðsson var drjúgur þegar hann skoraði úr öllum 14 vítaskotum sínum en Ísfirðingar skoruðu einmitt úr öllum 23 vít- um sínum. Morgunblaðið/Sverrir iðabliksmaðurinn Uros Pilipovic á fullri ferð gegn KR-ingum í gærkvöldi. Stefán Stefánsson skrifar Ull/Kisa kemur frá bænum Jess-heim við Gardemoen-flugvöll, rétt utan við Ósló. Liðið vann 22 af 26 leikjum sínum í 2. deildinni í fyrra en komst samt ekki í úrslita- keppni um sæti í 1. deild. „Mér skilst af það hafi aldrei gerst áður í þessari deild að lið með 66 stig hafi ekki komist í úrslit. Liðið er með ágætan leikmanna- hóp, missti reyndar lykilmenn við það að komast ekki upp í 1. deild- ina, en það er mikill efniviður fyrir hendi og aðstæður hjá félaginu eru frábærar. Það er mikill metnaður og áhugi fyrir því að ná langt og markmiðið er að koma liðinu upp í 1. deild og festa það þar í sessi. Ull/ Kisa er ekki með mikinn fjárhags- legan stuðning og í bæjarfélagið vantar hefðina fyrir því að vera með fótboltalið í fremstu röð, en það myndi væntanlega breytast ef við færum upp um deild,“ sagði Teitur. Skagamaðurinn kvaðst hafa átt möguleika á að fara annað. „Mér stóð til boða að þjálfa lið í úrvals- deildinni og jafnframt að þjálfa er- lendis, en mér fannst Ull/Kisa mjög spennandi kostur og sló því til. Þetta er ekki ósvipað því þegar ég fór til Eistlands á sínum tíma og vann við að byggja upp fótboltann þar í fjögur ár. Ég samdi til eins árs með opinn möguleika á að framlengja samninginn, og svo kemur í ljós hvernig mér líkar hjá félaginu og hvernig þeim líkar við mig,“ sagði Teitur Þórðarson. Teitur verður 52 ára í næstu viku og hann hefur þjálfað erlendis frá 1987, í Svíþjóð, Noregi og Eist- landi, þar af ellefu ár í norsku úr- valsdeildinni. Áður var hann at- vinnumaður í tíu ár og lék í Svíþjóð, Frakklandi og Sviss. „Spennandi að taka þátt í uppbyggingu“ TEITUR Þórðarson samdi um helgina við norska 2. deildarliðið Ull/ Kisa um að þjálfa það á komandi keppnistímabili. Teitur er með mikla reynslu úr norsku úrvalsdeildinni, var síðast með Lyn en áður með Brann og Lilleström. Hann sagði við Morgunblaðið í gær að það væri mjög spennandi verkefni að taka að sér lið Ull/Kisa og áskorun fyrir sig að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem þar ætti sér stað. Teitur Þórðarson tekinn við norsku 2. deildarliði Árni Gautur sagði við Morg-unblaðið í gær að hann hefði aðeins heyrt af áhuga Fredrikstad en ekkert frá Våle- renga. „Þetta er allt gal- opið hjá mér enn sem komið er. Ég vil helst fara eitthvað annað en til liðs í Noregi, en vonandi skýrist það sem fyrst. Annars er fyrsta mál á dagskrá hjá mér að komast í æfingu á ný eftir uppskurðinn á öxl- inni sem ég fór í fyr- ir jólin, þannig að ég sé tilbúinn í slaginn ef ég þarf að fara eitthvað með stuttum fyrirvara til æfinga,“ sagði Árni Gautur í gær, nýkominn af sinni fyrstu æfingu eftir aðgerðina, en hann æfði þá undir stjórn Guð- mundar Hreiðarssonar í Fífunni í Kópavogi. Árni Gautur var að búa sig undir flutning til Austurríkis þeg- ar í ljós kom að ekkert yrði af fé- lagaskiptunum til Sturm Graz. „Þetta gerðist skyndilega, tveimur dögum fyrir áramótin. Það urðu breytingar á síðustu stundu, fé- lagið fékk annan markvörð ókeypis og þetta kom mér í opna skjöldu því samningurinn minn hafði nánast legið á borðinu í nokkra mánuði. En hlut- irnir geta verið fljótir að breytast í fótboltanum og vonandi þróast þetta þá þannig að ég fái eitthvað betra í staðinn,“ sagði Árni Gaut- ur Arason. Árni Gautur Arason orðaður við tvö norsk félagslið „Vil helst leika annars staðar en í Noregi“ ÁRNI Gautur Arason, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, var í gær orðaður við norsku úrvalsdeildarfélögin Vålerenga og Fredrikstad í norska blaðinu Adresseavisen. Árni Gautur er sem kunnugt er laus allra mála hjá Rosenborg í Noregi en ekkert varð af því að hann færi til Sturm Graz í Austurríki eins og til stóð. Árni Gautur VALERO Rivera, þjálfari handknattleiksliðs Barcelona, sem eru núverandi Spánarmeistararar, hefur ákveðið að hætta þjálfun liðsins í vor þegar leik- tíðinni lýkur. Rivera hefur þjálfað Barcelona síðastliðin 20 ár en áður en hann tók við þjálfun var hann leikmaður Barcelona í 17 ár þannig að hann hefur verið hjá Katalóníuliðinu í tæpa fjóra áratugi og gert það að einu allra sigursælasta handknattleiksliði heims á þeim tíma. Rivera hefur ráðið því sem hann hefur viljað ráða, einkum í seinni tíð enda verið einstaklega sigursæll þjálfari og safnað að liðinu mörgum af fremstu handknattleiksmönnum Evrópu. Ástæða þess að Rivera hefur ákveðið að segja upp er afar hörð gagnrýni sem hann hefur fengið síðustu vikur eftir að Barce- lona mistókst að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu auk þess sem liðið þykir ekki eins sannfærandi í vetur og oft áður. Undir stjórn Rivera hefur Barelona unnið 69 titla af ýmsu tagi, meðal þess eru sex Evrópumeistaratitlar, fimm sinnum hefur hann stýrt liðinu til sigurs í keppni Stórbikarkeppni Evrópu, þar sem sigurlið Evrópumóta félagsliða mæt- ast, tólf sinnum hefur Rivera leitt Barcelona til sigurs í spænsku deildinni. Rivera hættir með Barce- lona eftir 20 ár í starfi ÞÓRSARAR úr Þorlákshöfn hafa fengið til sín tvo nýja bandaríska körfuknattleiksmenn í staðinn fyr- ir þá Billy Dreher, leikmann og þjálfara, og Ray Robins, sem hættu með félaginu fyrir jól. Það eru þeir Robert Hodgson, sem jafnframt er nýr þjálfari Þórsara, og Nate Brown. Þeir komu til landsins um áramótin og léku sinn fyrsta leik í gærkvöldi en Þórs- arar biðu þá lægri hlut fyrir ÍR í botnslag í Seljaskólanum, 95:79. Báðir byrjuðu þeir vel og skoruðu samanlagt meira en helming stiga liðsins, en það nægði ekki til að koma í veg fyrir tíunda ósigur ný- liðanna í röð í deildinni. Þórsarar unnu tvo fyrstu leiki sína í haust en síðan ekki söguna meir og eiga fyrir höndum erfiða baráttu fyrir lífi sínu í deildinni. Þór með nýjan þjálf- ara og leikmann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.