Morgunblaðið - 05.01.2004, Page 8

Morgunblaðið - 05.01.2004, Page 8
Janica Kostelic úr leik í vetur JANICA Kostelic, skíða- drottningin frá Króatíu, verður ekkert með í heims- bikarnum í vetur. Hún veikt- ist í haust af skjaldkirtils- sjúkdómi en hóf þó æfingar í desember. Þá var hún und- anfari á heimsbikarmóti á Ítalíu, en við það ágerðust gömul hnémeiðsli. Hún hefur gengist undir fjórar aðgerð- ir á hné undanfarna tíu mán- uði, síðast í október. Tals- maður hennar skýrði frá því á laugardaginn að nú væri ljóst að hún myndi ekkert keppa í vetur, bæði vegna sjúkdómsins og hnémeiðsl- anna. Janica Kostelic er 21 árs og varð fyrsti skíðamaðurinn til að vinna fern verðlaun á sömu Ólympíuleikum. Hún hlaut þrenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun á leik- unum í Salt Lake City fyrir tveimur árum. CELTIC er komið með ellefu stiga forskot í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir öruggan sigur á erkifjendunum í Rangers, 3:0, á laugardaginn. Stilian Petrov, Stan- islav Varga og Alan Thompson skoruðu mörk Celtic sem nú er komið með 55 stig en Rangers er í öðru sætinu með 44 stig. Celtic hefur unnið báða leikina gegn Rangers í vetur en félögin eiga eftir að mætast þrisvar í deild- inni. Rangers hefur nú aðeins tekist að sigra einu sinni í síðustu 12 við- ureignum liðanna. Þetta var 18. sigurleikur Celtic í röð í úrvalsdeildinni. Liðið byrjaði á að gera jafntefli við Dunfermline í fyrstu umferðinni í ágúst en hefur unnið alla leiki sína síðan. Þar með féll félagsmetið en Celtic vann 17 leiki í röð árið 1968. Celtic stingur af í Skotlandi  SIMEN Muffentangen hefur lík- lega leikið sinn síðasta handboltaleik – alltént fyrir AaB í Danmörku. Hinn 32 ára gamli Norðmaður fótbrotnaði í leik með liðinu um helgina og var skorinn upp og verður að taka sér langt hlé.  MUFFENTANGEN á 109 lands- leiki að baki með Norðmönnum og var fenginn til AaB í október frá Hamborg í Þýskalandi. Hann hefur verið frekar óheppinn í Danmörku, nefbrotnaði fljótlega eftir komuna þangað og nú var það slæmt fótbrot.  ROBERT Archibald, fyrsti Skotinn sem spilar í NBA-deildinni í körfu- knattleik, fór um helgina frá Orlando Magic til Toronto Raptors, í skiptum fyrir Kínverjann Mengke Bateer. Archibald hafði aðeins verið í röðum Orlando frá því á jóladag en félagið fékk hann þá frá Phoenix í skiptum fyrir valrétt í nýliðavali deildarinnar.  BENJAMIN Raich frá Austurríki vann sinn fyrsta heimsbikarsigur á skíðum í tvö ár þegar hann varð fyrst- ur í stórsvigi karla á heimavelli í aust- urríska bænum Flachau á laugardag- inn. Hann náði efsta sætinu af hinum ítalska Massimiliano Blardone með glæsilegri síðari ferð en Blardone eygði þar sinn fyrsta sigur í heimsbik- arnum.  HERMANN Maier náði sér ekki á strik þótt hann væri svo sannarlega á heimavelli. Skíðabrekkan í Flachau er skírð eftir honum, Hermann Maier Weltcupstrecke, en það dugði honum skammt. Maier hlekktist á í fyrri ferðinni og náði ekki að vera meðal 30 fyrstu.  KALLE Palander frá Finnlandi sigraði í svigi í heimsbikarnum í Flachau í gær. Hann var rúmlega hálfri sekúndu á undan næsta manni, sem var Manfred Pranger, Austur- ríki, og Giorgio Rocca, Ítalíu, var þriðji.  AUSTURRÍKI átti þrjár efstu stúlkurnar í heimsbikarmóti í risa- svigi sem fram fór í Frakklandi í gær. Alexandra Meissnitzer sigraði, Ren- ate Götschl varð önnur og Michaela Dorfmeister þriðja. Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri var skráð í mótið, en mætti ekki til keppni þar sem hún meiddist lítillega í upp- hitun. FÓLK Mark Viduka skoraði fyrir Leedsstrax á 8. mínútu gegn Arsen- al, stökk fyrir þegar Jens Lehmann markvörður ætlaði að spyrna frá marki og boltinn þeyttist af Viduka og í netið. Leikmenn Arsenal voru ekki lengi að jafna sig á þessu, Thierry Henry og Edu höfðu komið þeim yfir þegar rúmur hálftími var liðinn og Robert Pires og Kolo Toure bættu við mörkum undir lokin. Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, bar mikið lof á Henry, sem ekki átti að spila þennan leik. „Ég ætlaði að hvíla Henry þar sem við eigum deildaleik gegn Everton á miðvikudag og Jeremie Aliadiere átti að vera í framlínunni með Kanu. En Aliadiere var veikur svo ég varð að breyta liðinu í morgun,“ sagði Wenger, en Henry lét mikið til sín taka, jafnaði og lagði síðan upp mörkin fyrir Edu og Pires. Scholes kom United til bjargar Tvö mörk frá Paul Scholes um miðjan síðari hálfleik, færðu Man- chester United 2:1 sigur gegn Aston Villa á Villa Park í gær. Heimamenn voru sterkari aðilinn framan af leik og Gareth Barry kom þeim yfir á 19. mínútu. Roy Keane og Ruud van Nistelrooy komu inn á sem vara- menn hjá ensku meisturunum þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálf- leiknum. „Það skipti sköpum að fá Ruud og Roy Keane inn á völlinn. Ég varð að fara varlega þar sem við eigum mik- ilvægan deildaleik á miðvikudaginn, og þetta var upplagt tækifæri til að nýta þessa tvo á þennan hátt. Roy spilar aldrei alla leiki og það hefur verið mikið álag á Ruud. Það var mikið öryggi að hafa þá á vara- mannabekknum og geta gripið til þeirra í þessari stöðu. En Scholes var eftir sem áður sá sem gerði út- slagið – hann er snillingur og hefur þennan ótrúlega eiginleika að birtast skyndilega þar sem mest liggur við,“ sagði Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United.  Liverpool þurfti að hafa virkilega fyrir því að sigra 3. deildarlið Yeovil á útivelli, 2:0, og Jerzy Dudek hafði í nógu að snúast í marki úrvalsdeild- arliðsins. Emile Heskey braut ísinn með marki 20 mínútum fyrir leikslok og Danny Murphy bætti öðru við úr vítaspyrnu skömmu síðar, eftir að Harry Kewell var felldur. „Við vissum að leikurinn yrði mjög erfiður og mínir menn geta verið mjög stoltir af sinni frammistöðu. Þeir stóðust pressuna og mættu í leikinn með réttu hugarfari. Ég skil vel að Yeovil sé þekkt fyrir að slá út sterk lið í bikarnum eftir að hafa komið hingað,“ sagði Gerard Houll- ier, knattspyrnustjóri Liverpool.  Louis Saha skoraði bæði mörk Fulham sem marði sigur á Chelten- ham, fjórða neðsta liði 3. deildar, 2:1. Sigurmarkið gerði hann á lokamín- útu leiksins þegar allt stefndi í að Cheltenham hefði nælt sér í heima- leik gegn úrvalsdeildarliðinu.  Kieron Dyer skoraði tvö marka Newcastle og Laurent Robert eitt þegar lið þeirra vann ótrúlega auð- veldan útisigur á Southampton, 3:0. Stóru liðin stóðust álagið MANCHESTER United og Arsenal, toppliðin í ensku knattspyrn- unni, komust bæði í 4. umferð bikarkeppninnar í gær - bæði eftir að hafa lent undir á útivöllum gegn liðum úr úrvalsdeildinni. Man- chester United bar sigurorð af Aston Villa, 2:1, og Arsenal lagði Leeds að velli, 4:1, þrátt fyrir að hafa fengið á sig skrautlegt mark á upphafsmínútum leiksins. Arsenal hefur unnið bikarinn undanfarin tvö ár og á möguleika á að verða fyrsta félagið í 118 ár til að sigra í keppninni þrjú ár í röð. STJARNAN úr Garðabæ varð á laugardaginn bikarmeistari karla í blaki þegar liðið lagði ÍS 3:2 í miklum og spennandi úrslitaleik þar sem Stjarnan hafði betur, 15:12 í oddahrinu. Leikið var í íþróttahúsinu Austurbergi. Stjörnumenn lentu 2:1 undir en náðu að rétta sinn hlut og sigra. Athygli vakti að fimm bræður léku í liði bikarmeistaranna auk þess sem einn þeirra er þjálfari. „Við vorum í dálitlum vandræð- um því uppspilarinn okkar var erlendis þannig að við náðum í einn bróðurinn í viðbót og hann stóð sig vel sem uppspilari,“ sagði Vignir Hlöðversson þjálfari eftir sigurinn. Geir bróðir hans hljóp í skarðið sem uppspilari og gerði það vel. Hinir þrír bræð- urnir eru Hlöðver, Ástþór og Ró- bert. Leikurinn var jafn og spenn- andi til marks um það má nefna að ÍS gerði einu stigi meira en Stjarnan í leiknum í heild, sem endaði 108:109 í stigum. Fimm bræður í sigurliði Stjörnunnar Bikarmeistarar Stjörnunnar úr Garðabæ í blaki karla, eftir sigurinn á ÍS. Aftari röð frá vinstri: Hlöðver Hlöðversson, Ástþór Hlöðversson, Arnar S. Þorvarðarson, Gissur Þorvaldsson, Óli Freyr Kristjánsson og Geir Hlöðversson. Fremri röð frá vinstri: Vignir Hlöðversson, Ingvar Arnarsson, Róbert Hlöðversson, Hannes Ingi Geirsson og Emil Gunnarsson. Möltubúar leika fimm leiki á næstunni MÖLTUBÚAR, sem eru meðal mótherja Íslendinga í undankeppni HM, ætla að koma vel undirbúnir til leiks þegar keppnin fer af stað í haust. Þeir hafa þegar tryggt sér fimm vináttulandsleiki fyrri hluta ársins og vonast til að þeir verði enn fleiri. Möltubúar halda fjögurra þjóða mót á heimavelli sínum í febrúar og leika þar við Hvíta-Rússland, Eistland og Moldavíu. Í mars mæta þeir Finnum og í apríl leika þeir gegn Þjóðverjum í Freiburg. Til samanburðar hefur íslenska landsliðið aðeins fengið eitt öruggt verkefni fyrir haustið en það er vináttulandsleikur gegn Lettum í Riga þann 28. apríl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.