Morgunblaðið - 12.01.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 12.01.2004, Síða 1
2004  MÁNUDAGUR 12. JANÚAR BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÁRNI GAUTUR KOMINN TIL REYNSLU HJÁ MAN. CITY / B8 HIN fjölmenna stjórn enska úrvalsdeildarliðs- ins Manchester City, alls 14 manns, lenti í kröppum dansi á leið sinni frá Portsmouth er nauðlenda þurfti flugvél sem þeir voru í á leið sinni til Manchester. Eftir að flugvélin hafði verið á flugi í 10 mínútur þurfti flugmaðurinn að bregða á það ráð að nauðlenda skyndilega á flugvelli við London. „Ég verð að viðurkenna það að ég hef aldrei áður verið jafn hræddur,“ sagði Dennis Tueart, fyrrum leikmaður Manchester City, sem var um borð í vélinni. „Það heyrðist mikill hvellur og síðan barst reykur um vélina og að auki varð eldur laus í vélinni. Þetta var skelfileg lífsreynsla en sem betur fer endaði þetta vel,“ sagði Tueart. Leikmenn City ferðuðust ekki með stjórn fé- lagsins og stuðningsmönnum, en liðið tapaði 4:2 gegn Portsmouth. Stjórn Manchester City í kröppum dansi ÍSLENDINGAR eru með tvo full- trúa á Heimsmeistaramóti þroska- heftra í sundi sem fram fer í Hong Kong en þau eru Gunnar Örn Ólafsson og Bára B. Erlingsdóttir. Á laugardaginn setti Gunnar Örn Íslandsmet í 50 m baksundi í undanrásum í sínum flokki, 31,93 sek. og í úrslitasundinu bætti hann eigið met er hann kom þriðji í mark á 31,77 sek. Gunnar setti Ís- landsmet í 200 m bringusundi í sínum flokki er hann kom í mark á 2.12,56 mín. í undanrásum, hann bætti metið á ný í úrslitasundinu, kom í mark á 2.09,59 mín. og varð þriðji. Bára keppti í 100 m flugsundi á laugardag í sínum flokki þar sem hún hafnaði í 8. sæti, synti á tím- anum 1.24,80 mín. og setti í leið- inni Íslandsmet. Bára var hárs- breidd frá því að komast í úrslit í sundinu. Bára tók einnig þátt í 200 m bringusundi þar synti hún á 3.32,48 mín. og varð sjöunda. Í gær náðist enn betri árangur er Gunnar varð annar í 50 m flug- sundi á tímanunm 29,44 sek. en í undanrásum setti hann Íslands- met, 29,32 sek. Gunnar stóð efstur á palli í sín- um flokki að loknu 200 metra fjór- sundi er hann synti á 2.25,93 mín. en hann bætti sig um tæpar 6 sek- úndur frá því í undanrásum er hann kom í mark á 2.31,89 mín. Eiður Guðnason, sendiherra Ís- lands í Kína, afhenti Gunnari gull- verðlaunin. Bára keppti í 100 m skriðsundi í undanrásum og var á tímanum 1.15,79 mín., sem er sekúnda frá hennar besta tíma. Hún keppti síð- an í 800 m skriðsundi í úrslitum á 11.37,00 mín. sem er nálægt henn- ar besta tíma. Gunnar stóð efstur á palli í Hong Kong Gunnar Örn Ólafsson Morgunblaðið/Brynjar Gauti Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, og Einar Þorvarðarson, aðstoðarmaður hans, nutu þess að fylgjast með lærisveinum sínum í Laugardalshöll í gær gegn Sviss þar sem yfirburðir Íslendinga voru miklir. Lokatölur 31:22 í þriðja vináttuleik liðanna. Jaliesky Garcia, Rúnar Sigtryggsson, Einar Örn Jónsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Sighvatsson, Reynir Þór Reynisson, Ragnar Óskarsson, Brynjólfur Jónsson og Elís Þór Rafnsson fylgdust íhugulir með gangi mála. Þrátt fyrir ungan aldur hafamörg erlend knattspyrnufélög fylgst með Rúrik undanfarna mán- uði. Hann var einn af burðarásum drengjalandsliðsins á síðasta ári, þrátt fyrir að vera ári yngri en flestir aðrir leikmenn, og varð markahæsti leikmaður þess með 5 mörk í 7 landsleikjum. Hann leikur með liðinu í milliriðli Evrópukeppn- innar í Englandi í mars og er síðan áfram gjaldgengur með drengja- landsliðinu síðar á þessu ári. Rúrik hefur æft og leikið með meistara- flokki HK í vetur og skoraði þar sitt fyrsta mark í æfingaleik gegn Grindavík fyrir skömmu. „Mér líst mjög vel á mig hjá Anderlecht og hlakka til að byrja af fullum krafti hjá félaginu í næsta mánuði. Ég hef stefnt að því að verða atvinnumaður frá því ég var smástrákur og nú er draumurinn að verða að veruleika,“ sagði Rúrik við Morgunblaðið. Rúrik er þriðji íslenski knatt- spyrnumaðurinn sem gengur til liðs við And- erlecht. Pétur Péturs- son lék með liðinu tímabilið 1981-1982 og Arnór Guðjohnsen spil- aði síðan með því í sjö ár, frá 1983 til 1990. Hann varð meistari með Anderlecht þrjú ár í röð 1985-1987, og var árið 1987 markakóngur 1. deildar og besti leikmaður deild- arinnar. Anderlecht er langstærsta knatt- spyrnufélag Belgíu, hefur 26 sinn- um orðið meistari og hefur leikið í Evrópu- keppni í rúm 40 ár í röð. Þar hefur það tví- vegis unnið Evrópu- keppni bikarhafa og UEFA-bikarinn einu sinni, auk þess sem það hefur unnið Stórbikar Evrópu (Super-Cup) tvisvar. Félagið var í riðlakeppni Meistara- deildar Evrópu í vetur og munaði aðeins einu stigi að það kæmist þar í 16-liða úr- slit. Anderlecht er núna með sex stiga forystu á toppi belgísku 1. deildarinnar. Rúrik gerði fjögurra ára samning við Anderlecht RÚRIK Gíslason, 15 ára gamall knattspyrnumaður úr HK í Kópa- vogi, gekk um helgina frá samkomulagi um fjögurra ára samning við belgíska stórliðið Anderlecht. Samningurinn tekur gildi í næsta mánuði, þegar Rúrik verður 16 ára, og hann fer þá alfarinn til belg- íska félagsins. Rúrik

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.