Morgunblaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 B 7 LUIS Figo, landsliðsmaður Portúgala og leikmaður Real Madrid á Spáni segir í viðtali við sjónvarpsstöðina SIC í Portúgal að hann hafi hug á því að reyna fyrir sér á öðrum vígstöðvum en Spáni á næstu misserum. Figo hefur leikið með Real Madrid frá árinu 2000 er hann kom frá erki- fjendunum Barcelona en þar hóf hann að leika árið 1995. „Eins og staðan er í dag þá er ég ekki að skipuleggja brott- för mína frá Spáni en hins- vegar hef ég verið lengi á Spáni og ég neita því ekki að mig langar að reyna fyrir mér í öðru landi. Ég hef unnið allt sem hægt er að vinna á Spáni og þarf nýja áskorun á næstu misserum,“ segir Figo sem er 31 árs gamall og er samnings- bundinn Real Madrid fram til ársins 2006. Hann var út- nefndur leikmaður Evrópu árið 2000 og knattspyrnumað- ur heims árið 2001. Ensku liðin Manchester United, Chelsea og ítalska lið- ið AC Milan hafa öll verið í sambandi við forráðamenn Real Madrid vegna leik- mannsins undanfarna mán- uði. Figo vill breyta til FINNINN Janne Ahonen sigraði í keppni af 120 metra palli í skíða- stökki á heimsbikarmóti sem fram fór í Liberec í Tékklandi á sunnu- dag. Þetta er í annað sinn á ferli Ahonen sem hann sigrar á heims- bikarmóti en aðeins ein umferð fór fram í keppninni að þessu sinni þar sem að nokkur vindur var á keppnistaðnum. Ahonen er efstur í samanlagðri keppni á heimsbikarmótunum, en hann stökk 139 metra í gær og fékk fyrir það 147,2 stig en annar í keppninni í Tékklandi varð Norð- maðurinn Björn Einar Romören sem flaug 136 metra og fékk 145.3 stig. Andreas Kuettel frá Sviss varð þriðji með 134 metra og fékk fyrir það stökk 143,2 stig frá dómurum keppninnar en dæmt er út frá tækni, lengd og stíl í skíðastökki. Ahonen er með 658 stig sam- anlagt á heimsbikarmótunum en annar er Norðmaðurinn Sigurd Pettersen, en hann er 102 stigum á eftir þeim finnska. Pettersen sigraði á „fjögurra brekku mótinu“ sem fram fór í Þýskalandi og Austurríki á milli jóla og nýárs. Pettersen tók ekki þátt í keppninni í Tékklandi í gær, en engir keppendur komu frá Jap- an og Bandaríkjunum. Að auki tók Þjóðverjinn Sven Hannawald ekki þátt í keppninni líkt og Pólverjinn Adam Malysz. Ahonen flaug lengst allra Reuters Þjóðverjinn Ronny Ackermann virðist vera á leið út í skóg í skíðastökkkeppni sem fram fór í Seefeld í gær en Ackermann náði sér ekki á strik og endaði í 17. sæti í norrænni tvíkeppni. FORRÁÐAMENN Körfuknatt- leiksfélags Ísafjarðar, KFÍ, sem leikur í úrvalsdeildinni eiga von á því að framherjinn Darko Ris- tic verði með liðinu á ný er KFÍ sækir Tindastól heim í Inter- sportdeildinni þann 15. janúar n.k. Jón Kristmannsson formað- ur KFÍ sagði í gær að Ristic hefði ekki getað leikið með liðinu þann 4. janúar s.l. gegn Haukum þar sem leikmaðurinn hefði veikst í heimalandi sínu um jólin en hann er frá Júgóslavíufyrrverandi. „Sá orðrómur hefur verið hér á landi þess efnis að Ristic ætli sér ekki að leika með KFÍ á ný en svo er ekki og við eigum von á honum á allra næstu dögum. Hann verður í okkar liði þegar við mætum til leiks gegn Tinda- stól,“ sagði Jón. KFÍ bíður enn eftir komu Darko Ristic ÍTALINN Giorgio Rocca sigraði í svigkeppni karla á heimsbikarmóti sem fram fór í Chamonix í Frakklandi í gær. Heimamaðurinn Pierrick Bo- urgeat varð annar. Rocca, sem kemur frá smábænum Livigno, gerði engin mistök í síðari umferðinni, skíðaði lip- urt og létt og kom í mark á tímanum 1.29,09 mínútum en Bourgeat hafði áður komið í mark á 1.29,17 mín. „Þjálfarinn sagði mér að taka áhættu í síðari umferðinni, í raun sagði hann mér að haga mér eins og brjálæðingur. Ég geri alltaf eins og þjálfarinn leggur upp og herbragðið heppnaðist fullkomnlega,“ sagði Rocca eftir sigurinn. „Það var sér- staklega ánægjulegt að hafa unnið hér í Chamonix þar sem ég hef ekki fram til þessa kunnað vel við mig í brautinni.“ Bandaríkjamaðurinn Bode Miller varð þriðji og virðist vera að nálgast sitt besta á ný eftir nokkra lægð að undanförnu. Rainer Schönfelder náði besta tím- anum í fyrri umferðinni en náði ekki að fylgja því eftir og endaði í fjórða sæti. Rocca er 28 ára gamall og hefur nú þrívegis unnið heimsbikarmót í svigi, en hann er efstur í stigakeppninni í svigi eftir fjögur mót með 290 stig. „Ég er með ágæta stöðu fyrir fram- haldið en keppnin um besta saman- lagða árangurinn verður mjög hörð,“ sagði Rocca. Manfred Pranger frá Austurríki er annar í samanlögðu með 240 stig en fyrrverandi æfingafélagi Kristins Björnssonar, Finninn Kalle Palender, er þriðji með 215 stig. Palender end- aði í 16 sæti í gær. Norðmaðurinn Tom Stiansen var sá eini sem náði ekki að ljúka við síð- ari umferðina. Reuters Einbeittur skíðaði Ítalinn Giorgo Rocca hraðast allra í svig- keppni heimsbikarsins sem fram fór í Chamonix í gær. Rocca gerði engin mistök í Chamonix Kvennalið Grindavíkur í körfu-knattleik sýndi hvað í þeim býr er liðið tók á móti grönnum sínum úr Njarðvík í leik lið- anna í 1. deild. Þar hafði heimaliðið bet- ur, 99:47. Staðan í hálfleik var 52:58. Í byrjun leiks voru gestirnir algjörlega vængbrotnir og söknuðu greinilega erlenda leikmannsins og þjálfara, Andrea Gaines. Grindavíkurstúlkur voru aftur á móti fullar sjálfstrausts með erlenda leikmanninn sinn, Kesha Tardy, sem fellur greinilega vel inn í liðið. Eftir að hafa komist í 13:0 má eiginlega segja að leikurinn hafi verið búinn því heimastúlkur héldu sama dampi allan tímann og gáfu engin grið. Í hálfleik var staðan 52:28 og eins og áður sagði sigruðu Grindavík- urstúlkur örugglega 99:47. Mikið sjálfstraust er greinilega komið í Grindavíkurliðið með tilkomu þessa erlenda leikmanns og hún ásamt Pet- rúnellu Skúladóttur voru einfaldlega of stór biti fyrir gestina því þær áttu stórleik bæði í sókn og vörn. Hjá gest- unum var engin að spila eins og þær geta best. „Þetta var góður leikur hjá okkur. Kesha Tardy fann sig vel í leiknum og sjálfstraust annarra stúlkna kom með þessum leik vonandi. Markmiðið er að komst inn í úrslitakeppnina,“ sagði Pétur Guðmundsson, þjálfari Grinda- víkurstúlkna. „Stefnum í úrslit“ Garðar Vignisson skrifar STJÓRN Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks sem leikur í úrvals- deild, hefur enn ekki tekið ákvörð- un um hvort liðið fær til sín banda- rískan leikmann í stað Cedrick Holmes sem fór frá liðinu á dög- unum vegna meiðsla í hné. Eggert Baldvinsson formaður deildarinnar sagði í gær að stjórnin væri að velta ýmsum möguleikum fyrir sér þessa dagana og þar hefði einnig sú hug- mynd komið upp að bæta ekki við leikmanni. „Við þurfum að standa við okkar skuldbindingar og ætlum að skoða okkar mál betur. Næsti leikur er á föstudaginn en ég get ekki sagt það hér og nú hvort nýr leikmaður verður komin á svæðið. Það eru helmingslíkur á því.“ Blikar íhuga vel sín mál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.