Morgunblaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 B 5 „ÞAÐ VAR fín stígandi í þessu hjá okkur,“ sagði Ólafur Stefánsson eftir leikinn. „Að vísu er Sviss gott lið að vissu marki og það þarf að prófa svoleiðis leiki líka en það kemur meira í ljós þegar eftir leik- ina við Dani, Svía og Egypta. Við eigum því ekkert að æsa okkur of mikið yfir þessum leikjum. Fyrsti leikurinn var afsakanlegur að því leyti að við æfðum tvisvar á dag og fengum ekki mikla hvíld enda ætl- uðum við keyra þetta í gegn því við vorum líka að æfa að keppa þrjá daga í röð. Vonandi fáum við einhverja hvíld núna. Þjálfarinn leggur alltaf upp með að vinna leiki en svo vill hann prófa eitt- hvað nýtt líka og það getur verið erfitt að samræma það. Við gerð- um það hinsvegar núna. Við tókum ýmislegt fyrir en það þarf að læra ýmislegt fyrir handboltann eins og hann er spilaður í dag, til dæmis að vera fljótur til baka og mæta skyttum utan við punktalínu. Ég lærði sjálfur mikið af fyrsta leikn- um en síðan náði maður aftur landsliðstakti. Ég spila best þegar ég er rólegur,“ bætti Ólafur við og telur reyna meira á liðið í næstu leikjum. „Ég held að Evr- ópukeppnin sé erfiðasta keppnin, erfiðari en heimsmeistarakeppnin því það eru engin léleg lið inn á milli og því spilað jafnt og þétt við góð lið. Við þurfum að fá Sigfús og Dag aftur inn í liðið, þá kvíði ég engu. Æfingar hafa verið góðar og ég held að menn séu tilbúnir fyrir næsta skref. Lokaprófið verður um næstu helgi. Það er gott að fara með sigur í síðasta leik. Það er gott fyrir þá sem hafa ekki spilað mikið, þeir stóðu sig vel og örugg- lega erfitt fyrir þjálfarann að velja þá sem fara út.“ Lærði mikið af fyrsta leiknum Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Stefánsson FÓLK  NORÐMENN unnu Færeyinga í öðru sinni í forkeppni undankeppni HM í handknattleik. Leikurinn fór fram í Þórshöfn og unnu Norð- menn stórsigur, 37:24, en þeir höfðu áður haft betur á heimavelli, 36:24. Næstu mótherjar Norð- manna í undankeppninni eru Rúm- enar.  SPÁNVERJAR sigruðu á fjög- urra þjóða móti í hanknattleik þar sem þeir léku á heimavelli. Í loka- leiknum vann Spánn lið Ungverja- lands, 37:29, og hlaut Spánn 5 stig á mótinu. Markahæstir í liði Spán- ar voru Hernandes með 6 mörk, Entrerios Barrufet 5 mörk og Be- laustegui var með 4 mörk. Diaz skoraði 6 mörk fyrir Ungverja, Buday var með 5 mörk og Mocsai skoraði 4.  DANSKIR fjölmiðlar segja að landsliðsmarkvörðurinn Michael Bruun hafi aldrei leikið betur en gegn Egyptum á sex þjóða mótinu í Rússlandi í leik liðanna um þriðja sætið á mótinu þar sem Danir höfðu betur 31:26. Bruun varði m.a. sjö vítaköst og áttu Egyptar í mikl- um erfiðleikum með að koma knett- inum framhjá Bruun.  TORBEN Winther þjálfari danska landsliðsins lét sterkustu leikmenn liðsins leika fyrstu 40 mínúturnar gegn Egyptum og þeg- ar tíu mínútur voru eftir var stað- an, 31:19, Dönum í vil. Það gekk illa hjá varamönnum danska liðsins á síðustu metrum leiksins og Egypt- ar skoruðu sjö mörk í röð án þess að Danir næðu að svara fyrir sig.  UNGVERJAR leika í riðli með Íslandi á Evrópumótinu í Slóveníu. Ungverska landsliðið verður skipað eftirtöldum leikmönnum á EM ef ekki kemur til frekari affalla vegna meiðsla. Markverðir: Janos Szat- hmari (Tatabanya) og Nandor Fazekas (Fotex). Útileikmenn: Ba- lazs Kertesz (Dunaferr), Laszlo Nagy (Barcelona), Tamas Mocsai (Suhr), Daniel Buday (Fotex), Pet- er Lendvay (Vigo), Balazs Laluska (Pick), Diaz Ivo (Fotex), Arpad Mo- hacsi (Athinaikosz), Ferenc Ilyes (Pick), Istvan Pasztor (Fotex), Gergo Ivancsik (Fotex), Richard Mezei (Pick), Miklos Rosta (Duna- ferr) og Gyula Gal (Fotex).  DANSKA kvennaliðið GOG tryggði sér sæti í átta liða úrslitum EHF-keppninnar með, 31:21, sigri á sænska liðinu Team Eslöv.  DANSKA kvennaliðið Slagelse sem Anja Andersen stýrir sýndi yf- irburði sína gegn austurríska liðinu Hypo í Meistaradeildinni á laug- ardaginn. Þar hafði danska liðið betur, 38:26. Það gekk einnig vel hjá danska liðinu Ikast-Bording í Meistaradeildinni en þar hafði liðið betur gegn Krim Ljubljana, 27:24, en Krim á titil að verja í Meist- aradeildinni. Það hefur verið góð stígandi íliðinu eftir ófarirnar í Mos- fellsbænum á föstudaginn og í kvöld sá ég margt jákvætt sem von- andi verður hægt að byggja ofan á áður en flautað verður til leiks í Slóveníu. Það er hins vegar margt sem við eigum eftir að slípa og leikirnir í vikunni fara í það,“ sagði Einar Þorvarð- arson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Spurður hvort hann væri ekki ánægður með hvernig menn brugð- ust við í tveimur síðustu leikjunum eftir skellinn í fyrsta leiknum sagði Einar: „Jú, ég er það. Liðið var af- ar þreytt í leiknum á föstudaginn og það voru áhersluatriði sem skil- uðu sér ekki. Við krufðum leikinn til mergjar og við náðum að laga hlutina á laugardaginn og enn bet- ur hér í kvöld.“ Finnst þér að liðið eigi enn eitt- hvað inni? „Já, mér finnst það. Við erum með leikmenn sem við eigum eftir að fá meira út úr. Ég geri mér fulla grein fyrir því að mótið í Slóveníu verður mjög erfitt. Það sést á úrslitum á alþjóðlegum mót- um nú um helgina að þjóðir sem hafa verið fyrir neðan okkur eru að styrkjast eins og Tékkar og Ung- verjar og bara það að komast upp úr riðlinum verður ærið verkefni. Bæði varnar- og sóknarleikurinn er smátt og smátt að koma. Við þurfum samt að bæta okkur á ýms- um sviðum og næstu dagar fara í að gera það. Við komum ekki til með að gera neinar rósir á EM öðruvísi en að hafa vörn og mark- vörslu í góðu lagi og við munum leggja sérstaklega áherslu á að fara yfir þessa hluti í lokaund- irbúningnum.“ Hvernig fannst þér markvarslan í leikjunum? „Þeir stóðu sig allir nokkuð vel. Mér finnst að Guðmundur eigi svo- lítið erfitt þar sem hann hefur lítið spilað með sínu félagsliði. Hann þarf tíma en það er alveg óhætt að segja að við séum með fjóra mark- verði sem allir eru á svipuðu stigi.“ Einar sagði að hann og Guð- mundur ættu mjög erfitt verkefni fyrir höndum, það er að velja end- anlegan hóp sem leikur á Evr- ópumótinu í Slóveníu. „Það eru margir möguleikar í stöðunni varðandi liðið og það verður flókið fyrir okkur að velja endanlegan hóp. Við fórum yfir þetta í dag, ég og Guðmundur, og við munum ekki eftir því að hafa upplifað svona áður að það væri svona erfitt að velja hóp. Það eru óvissuþættir hjá okkur varðandi meiðsli Dags og Sigfúsar og það er aðalástæðan fyrir því að höfum ákveðið að velja 18 manna hóp sem leikur á mótinu í Danmörku og Svíþjóð,“ sagði Einar. „Við höfum séð að það eru leik- menn í liðinu sem er treystandi fyrir verkefni og það er mikill plús.“ Getur þú nefnt einhver nöfn í þessu sambandi? „Snorri Steinn stjórnaði sókn- arleiknum mjög vel og ég var mjög ánægður með hann í þessum leikj- um. Róbert Gunnarsson kom mjög öflugur inn og við getum klárlega sagt að við erum ekki á flæðiskeri staddir með línustöðuna og það er mikil samkeppni þar.“ Kemur til greina að velja þrjá línumenn í hópinn? „Ég vil ekkert segja til um það en við Guðmundur höfum rætt það aðeins. Sigfús er meiddur og við þurfum eðlilega að vera við öllu búnir. Það er gott að hafa góða breidd en það verður alls ekki skemmtilegt að þurfa að skilja menn eftir en ég vona að menn taki því af karlmennsku.“ Einar Þorvarðarson aðstoðarlandsliðs- þjálfari íslenska landsliðsins Aldrei verið eins erfitt að velja hópinn EINAR Þorvarðarson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í hand- knattleik, sagði við Morgunblaðið eftir þriðja og síðasta æfingaleik- inn gegn Svisslendingum í gærkvöldi að aldrei áður hafi verið eins erfitt að velja endanlegan leikmannahóp fyrir verkefni landsliðsins enda hafi margir leikmenn minnt rækilega á sig í tveimur síðustu leikjunum sem Íslendingar unnu sannfærandi sigra. Guðmundur Hilmarsson skrifar varnarleiknum. Vörnin var vel hreyfanleg, samvinna góð á milli manna og greinilegt að Guð- mundur landsliðsþjálfari hafði brýnt fyrir sínum að taka vörnina fastari tökum. Svisslendingar byrjuðu leikinn ágætlega, komust í 4:2 en eftir að Íslendingar jöfn- uðu metin náðu þeir undirtök- unum sem þeir héldu út leiktím- ann. Guðjón Valur og Snorri Steinn léku best í baráttuglöðu íslensku liði, Rúnar gegndi mikilvægu hlutverki í vörninni og hinn ungi Björgvin Gústavsson átti góða innkomu í markið í síðari hálfleik, varði níu skot þar af eitt vítakast. SNORRI Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson blómstr- uðu í öðrum leiknum gegn Sviss- lendingum í Laugardalshöllinni á laugardaginn þar sem Íslendingar fögnuðu sigri, 26:22. Guðjón Val- ur var ákaflega snarpur, skoraði grimmt úr hraðaupphlaupum og nýtti færi sín vel og Snorri Steinn sýndi góð tilþrif í hlutverki leik- stjórnanda, skoraði sjö mörk úr jafnmörgum tilraunum og er greinilega klár að gegna veiga- miklu hlutverki á EM. Það var allt annað að sjá til ís- lenska liðsins frá því í jarðarför- inni í Mosfellsbænum á föstudags- kvöldið og sérstaklega í Guðjón og Snorri fóru á kostum dag vel. menn álfs- út en yrsta ti gær nn á Guð- „Við rinn leik- mörg erk- móti gt að jafn- taka vað í sam- ggir hef- æki- nnst þjálf- uti ér h.                                !   " # $ % #                      & '   &  '    &             !      ( " # $ % #         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.