Morgunblaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 B 3 BRESKA dagblaðið The Times hef- ur útnefnt Herbert Chapman besta knattspyrnustjóra allra tíma í breskri knattspyrnu, en hann lést fyrir 70 árum. Tíu manna nefnd var skipuð til að velja besta knatt- spyrnusjórann og komst að þeirri niðurstöðu að Chapman stæði fremstur á meðal jafningja en hann gerði bæði Huddersfield og Arsen- al að Englands- og bikarmeist- urum. Undir hans stjórn varð Huddersfield Englandsmeistari þrjú ár í röð – 1924-1926 og bik- armeistari 1922. Hann gerði Arsen- al að bikarmeisturum 1930 og Eng- landsmeisturum 1931 og 1933. Hann lést á skrifstofu Arsenal 1934 er liðið var komið langleiðina með að verða meistari, en Arsenal varð síðan meistari þriðja árið í röð, 1935. Athygli vekur að Sir Alex Fergu- son, knattspyrnustjóri Manchester United, eini starfandi stjórinn sem kemst á lista tíu bestu, er aðeins í níunda sæti þrátt fyrir að hann hafi landað flestum meistaratitlum þeirra sem tilnefndir voru. Á eftir Chapman í kjörinu varð Jock Stein (Celtic), Matt Busby (Man.Utd.), Bob Paisley (Liver- pool), Bill Shankley (Liverpool), Alf Ramsey (Ipswich), Bill Nicholson (Tottenham), Brian Clough (Nott- ingham Forest), Alex Ferguson (Man.Utd), og í tíunda sæti Tom Watson (Liverpool). Herbert Chapman besti stjóri allra tíma  HEIÐAR Helguson gat ekki leik- ið fyrir Watford í leiknum gegn Coventry sem endaði með marka- lausu jafntefli.  ÍVAR Ingimarsson fékk ekkert að spreyta sig í liði Reading sem gerði 1:1 jafntefli við Ipswich í ensku 1. deildinni. Ívar hefur ekki verið í byrjunarliði Reading í síð- ustu þremur leikjum sem allir hafa endað með jafntefli.  BRYNJAR Björn Gunnarsson var í byrjunarliði Nottingham For- est sem tapaði fyrir Sunderland. Brynjari var skipt útaf á 78. mín- útu.  ÞÓRSARAR eru með skoskan miðjumann til reynslu, Lee Shark- ley að nafni, og lék með liðinu gegn Völsungi á Powerademótinu í gær- kvöldi. Sharkley hefur skorað grimmt í bandaríska háskólabolt- anum.  SIR Bobby Robson, knattspyrnu- stjóri Newcastle, segir að sænski framherjinn Henrik Larsson sé bú- inn að gera upp hug sinn varðandi næstu leiktíð. „Hann er ekki á leið til Newcastle og ég hef fengið þau skilaboð að það sé ekki til neins að bjóða honum samning,“ segir Rob- son.  SÆNSKI varnarmaðurinn Patrik Andersson hefur gert 10 mánaða samning við sænska liðið Malmø en hann hefur undanfarin ár leikið með Barcelona á Spáni. Andersson er 32 ára gamall en hefur átt við þrálát meiðsli að stríða undanfarin misseri. „Gangi allt að óskum mun ég vera eitt ár til viðbótar með lið- inu,“ segir Andersson við sænska dagblaðið Expressen.  ANDERSSON lék með Bayern München í Þýskalandi fram til árs- ins 2001 er hann samdi við Barce- lona en þar náði hann sér aldrei á strik vegna meiðsla.  VALSMENN eru að safna liði fyrir átökin í 1. deild á komandi sumri. Þórður Jensson, varnarmað- ur frá Ísafirði, sem lék 16 leiki með HK í 1. deildinni á síðasta sumri, er búinn að skipta yfir í Hlíðarenda- félagið og þá gekk Árni Ingi Pjet- ursson frá nýjum þriggja ára samn- ingi við liðið. Hann lék einn leik með Val í fyrra en hann hefur einn- ig leikið með Fram, KR og ÍR, sam- tals 25 leiki í efstu deild.  LOGI Gunnarsson lék ekki með liði sínu Giessen 46 ers í þýsku úr- valsdeildinni í körfuknattleik á laugardaginn er liðið vann Olden- burg 89:80. Logi fór tvívegis úr axl- arlið með stuttu millibili fyrir ára- mót og verður enn um sinn frá vegna þeirra meiðsla. Giessen 46 ers hefur unnið þrjá leiki á tíma- bilinu en tapað níu og er sem stend- ur í þriðja neðsta sæti af alls 16 lið- um, en eitt liðanna Brand Hagen hefur dregið sig úr keppni vegna fjárhagsörðugleika. FÓLKHERMANN Hreiðarsson lék að vanda allan leikinn fyrir Charl- ton sem hafði betur gegn botn- liði Wolves, 2:0. Jóhannes Karl Guðjónsson sat sem fastast á varamannabekk Úlfanna og virðist eins og staðan er í dag ekki í náðinni hjá Dave Jones, stjóra Wolves en Jóhannes hef- ur fengið fá tækifæri síðustu vikurnar. Jason Euell hélt upp á 100. leik sinn fyrir Charlton með því að skora bæði mörk Lundúnaliðsins. „Úrslitin hefðu alveg geta fallið á hinn veginn. Það sem réð því hins vegar að hann féll okkar megin er að við höfum verið á góðum skriði á meðan Wolves hefur verið í erf- iðleikum. Við settum okkur það markmið fyrir tímabilið að lenda fyrir ofan tíunda sæti. Við erum nú í fjórða sæti og ætlum að reyna að verja það, en vitum að mörg lið stefna á sætið,“ sagði Alan Curbishley, knattspyrnustjóri Charlton. Góður sigur hjá Charlton Sonur Alex Ferguson, Jason, ernefndur til sögunnar í þessu máli þar sem hann er einn nánasti samstarfsmaður umboðsmannsins Mike Morris sem býr í Mónakó. Talsmenn liðsins segja að ekkert ólöglegt hafi farið fram þegar How- ard var keyptur frá Metrostars í Bandaríkjunum og að umboðsmað- urinn Gaetano Marotta, sem hefur aðsetur í Sviss, hafi staðið sig vel í þeim viðskiptum. Enska félagið segir að þóknun þeirra til handa Marotta hafi verið eðlileg og farið hafi verið eftir öllum reglum FIFA í þeim efnum. Enska knattspyrnusambandið, FA, hefur gefið sér góðan tíma við meðhöndlun slíkra mála og má þar nefna að undanfarna 18 mánuði hef- ur mál Bosko Balaban verið til um- fjöllunar hjá FA en hann var keypt- ur til Aston Villa frá Dinamo Zagreb í ágúst árið 2001. Að auki rannsakar FA söluna á Harry Ke- well frá Leeds til Liverpool og einn- ig komu Spánverjans Ivan Campo til Bolton frá Real Madrid. „Það er ávallt verið að saka menn um óheiðarleg viðskipti og það er okkar hlutverk að rannsaka slík mál komi þau inn á okkar borð,“ segir talsmaður FA en bætir því við að ekkert verði gert í málunum finnist engar sannanir. Forráðamenn Manchester United hafa staðið í ströngu undanfarnar vikur við að verja hagsmuni Rio Ferdinand í lyfjamáli hans, og að auki sagði Mohamed al Fayed, eig- andi Fulham, á dögunum að félagið hefði brotið reglur FA er haft var samband við samningsbundinn leik- mann án vitundar félagsins, Louis Saha. Howard þykir vera ein bestu kaup Ferguson á sl. 17 árum hans sem knattspyrnustjóra en banda- ríski markvörðurinn hefur farið á kostum frá því hann kom til liðsins sl. haust. Kaup Man. Utd. á Tim Howard til rannsóknar ENSKIR fjölmiðlar greindu frá því í gær að forráðamenn enska knattspyrnuliðsins Manchester United ætluðu sér að svara þeim ásökunum að liðið hafi greitt umboðsmönnum mark- varðarins Tim Howard undir borðið til þess að tryggja sér leikmanninn. Enska knatt- spyrnusambandið hefur fengið málið til rannsóknar þar sem að sagt er að alls hafi um 300 millj. kr. farið á milli umboðsmanna eftir að samningurinn var í höfn. AP Tim Howard, markvörður Man. United, hefur leikið mjög vel. Reuters Rio Ferdinand var vígalegur á svipinn er hann rökræddi við dómarann Paul Durkin ásamt félaga sínum Ruud van Nistelrooy hjá Man. Utd., eftir umdeild atvik gegn Newcastle á Old Trafford.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.