Morgunblaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 4
ÍÞRÓTTIR 4 B MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ LANDSLIÐSÞJÁLFARARNIR Guðmundur Þórður Guðmundsson og Einar Þorvarðarson velja í dag 18-manna landsliðshóp sem tekur þátt í æfingamótinu í Danmörku og Svíþjóð sem hefst á fimmtudag. Fjórir leikmenn falla þar með úr upphaflegum hópi en eftir mótið, þar sem leikið verður á móti Dönum, Svíum og Egyptum verður síðan endanlegur 16- manna hópur valinn sem leikur á Evr- ópumótinu í Slóveníu sem hefst 22. þessa mán- aðar. Haldið til Þingvalla Landsliðshópurinn heldur til Þingvalla í dag þar sem leikmenn og þjálfarar munu setja sér sameiginleg markmið fyrir Evrópumótið og hlaða batteríin fyrir átökin sem fram undan eru. Liðið tekur svo upp þráðinn við æfingar á morgun og heldur utan á miðvikudag. Guðmundur Þ. fækkar um fjóra „VIÐ spiluðum okkur í gang um þessa helgi. Það sem skiptimestu máli var að varnarleikurinn varð góður en svo má líka segja að Svisslendingarnir hafi gefist upp,“ sagði Dagur Sig- urðsson, fyrirliði landsliðsins, sem missti af fjörinu vegna meiðsla. „Mesta breytingin milli leikja var að við fórum að gefa okkur meiri tíma í sóknarleikinn.Það skilaði okkur síð- an meira öryggi í okkar leik og Svisslendingarnir náðu ekki hraðaupphlaupum eins og í fyrsta leiknum. Í öðrum leiknum var sóknarleikurinn mjög góður á köflum og Snorri Steinn að spila mjög vel, stjórnaði vel á miðjunni og það munar mik- ið um það. Í þessum síðasta leik var síðan allt með okkurog við skulum ekki gleyma mönnum, sem eiga heiður skilinn, til dæmis Rúnari Sigtryggssyni og Gunnari Berg Viktorssyni auk þess sem Patrekur kom grimmur inn á í seinni hálfleik.“ Dagur segir hópinn sterkan. „Við erum einnig með meiri breidd í liðinu en áður. Við höfum tekið þátt í stórum mótum og allir hafa mikinn metnað til að standa sig. Við fáum opn- unarleik á móti heimamönnum og þetta verður barátta. Ég er nokkuð ánægður með hvernig hefur gengið og orðinn nokkuð bjartsýnn á að komast af stað í lok vikunnar. Vonandi næ ég að spila eitthvað í leikjunum í Danmörku til að komast í gang. Manni klæjar í fingurna að vera með.“ Dagur bjartsýnn Á meðan gengur svona vel er í lagi aðhorfa á leikinn úr stúkunni,“ sagði Sigfús Sigurðsson línumaður, sem meiddist snemma í fyrsta leik á föstudaginn og varð því að gera sér að góðu að horfa á hina tvo. „Mesta breytingin í þessum leikjum er að menn hafa verið frískari við að hreyfa fæturna, menn voru frekar stífir fyrst því það er búið að æfa mikið. Svona skín meiri jákvæðni í gegn og það er því allt mjög jákvætt við þessa leiki. Ég veit ekki hvort skellurinn í fyrsta leik var til góðs, menn tapa alltaf einhverjum leikjum en við vorum skelfi- lega lélegir og áttum ekki skilið að vinna. Svisslendingar voru mun betri þá en það sýndi sig að þeir hafa ekki úthald í þrjá leiki, annað en við.“ Léku loks eins og þeir eiga að sér „Mér fannst í fyrsta leiknum Íslend- ingar ekki leika eins og þeir gera venju- lega, þeir sýndust þreyttir á meðan við spiluðum mjög vel,“ sagði Arno Ehret þjálfari Sviss eftir leikinn. „Næsti leikur var jafnari en í þessum síðasta leik áttum við aldrei möguleika. Það voru nokkrir leikmenn meiddir hjá okkur svo að ungir leikmenn hjá báðum fengu að spreyta sig en þeir þurfa að læra ýmislegt. Ísland spilaði mjög vel í kvöld, hratt og af krafti, eins og það gerir venjulega og þá eigum við ekki möguleika.“ Getum enn betur „Við töpuðum fyrsta leiknum því við vorum þungir á okkur eftir erfiða viku og svolítið þreyttir,“ sagði Íslendingurinn Jaliesky Garcia Padron, sem lék áður með HK en núna með Göppingen í Þýskalandi. „Við getum enn betur, sér- staklega þegar allir gefa allt sitt í leikinn. Við lékum núna vel saman en liðið þarf að vinna aðeins betur saman. Liðið er samt á góðri leið, einbeitingin er góð og við æfum af kappi. Við sjáum svo hvað setur.“ Verð að grípa tækifærið „Maður verður að grípa tækifæri þeg- ar maður fær það,“ sagði Róbert Gunn- arsson, sem fór á kostum á línunni. „Það fengu margir tækifæri og við vorum með sprækt lið í dag svo það sýndi sig að menn nýta það. Vörnin fór að ganga upp í öðrum leiknum og hún gekk vel upp í auk þess að boltinn fékk að ganga Svo þegar við notuðum fleiri leikm skilaði það sér. Það er gott fyrir sjá traustið að fara með þennan sigur ú hann vegur upp á móti tapinu í fy leik svo að þetta jafnast svolítið út.“ Ekki margir öruggir með sæt „Ég er ánægður leikinn í dag og í en það þarf ekkert að segja um leikin föstudaginn,“ sagði Snorri Steinn G jónsson, sem stóð sig með prýði. „ getum byggt á þessu, að varnarleikur var góður tvo daga í röð og sóknarl urinn góður líka þegar við spilum m leikkerfi. Sviss er að vísu ekki það st asta en það verður að spila vel á m svona liðum. Reyndar er ekki hæg breyta miklu í þremur leikjum á j mörgum dögum. Við ákváðum að t okkur á eftir fyrsta leikinn og sýna hv okkur er spunnið. Það er mikil s keppni í liðinu og ekki margir öru með sætið í liðinu, eins og þjálfarinn ur oft bent á, svo að þegar menn fá tæ færi nýta þeir það rækilega. Mér fan margir gera það, ég öfunda ekki þj arann að fækka í hópnum.“ Meiri jákvæðni skín í gegn Eflaust er Guðmundur fyrir all-nokkru síðan búinn að móta hóp- inn í huga sér og sumir fullyrða reyndar að hann sé fyrir löngu búinn að velja hann. En leik- urinn í gærkvöld hlýtur að valda hon- um talsverðum heilabrotum. Getur hann skilið Snorra Stein Guðjónsson eftir heima, strák sem er orðinn leik- maður í hæsta gæðaflokki um aldur fram og skoraði 10 mörk úr 11 skotum í tveimur síðari leikjunum? Er hinn 19 ára gamli Ásgeir Örn Hallgrímsson ekki kominn framfyrir Heiðmar Fel- ixson í goggunarröðinni sem vara- maður fyrir Ólaf Stefánsson? Og hvað með Róbert Gunnarsson? Sá kröftugi línumaður skoraði 9 mörk úr 10 skot- um í gær og sýndi að það er engin til- viljun að hann skuli annað árið í röð vera einn besti leikmaður dönsku úr- valsdeildarinnar. Hvað með hægra hornið? Gylfi Gylfason, sem spilaði vel á föstudag, var ekki með í gær en Ein- ar Örn Jónsson hefur ekki verið sann- færandi, hvorki í Þýskalandi né með landsliðinu. Er hægt að veðja á hann einan í þeirri stöðu? Er pláss fyrir bæði Jaliesky Garcia og Gunnar Berg Viktorsson? Eftir góðan leik Gunnars í gær er ekki auðvelt að gera upp á milli þeirra, þó Garcia sé reyndar meira ógnandi í sóknarleiknum. Á að velja Loga Geirsson sem varamann fyrir Guðjón Val? Logi gerði sitt á þeim 30 mínútum sem hann fékk í gærkvöld, skoraði fimm mörk. Og hvað með markvörsluna? Hafi Guðmundur ætlað sér að láta Reyni Þór Reynisson og Birki Ívar Guð- mundsson heyja einvígi um mark- varðarstöðu númer tvö í gærkvöld, er hann varla einhverju nær um hvorn þeirra væri rétt að taka með til að standa að baki Guðmundar Hrafn- kelssonar, sem sýndi í fyrri leikjunum að hann er enn klár í slaginn. Jú, Guðmundur hlýtur enn að vera að velta hlutunum fyrir sér því hann notaði fimmtán leikmenn í gærkvöld. Í fyrri hálfleiknum fór íslenska liðið á kostum, sérstaklega í varnarleiknum. Svisslendingar, án hins hávaxna Thomas Gautschi sem lék ekki vegna meiðsla í öxl, komust hvorki lönd né strönd í sínum sóknaraðgerðum. Þeir skoruðu ekki nema fjögur mörk utan af velli, Reynir Þór varði sjö af þeim 11 skotum sem hittu á markið, utan vítakasta, í hálfleiknum, og staðan var 18:6 þegar flautað var til leikhlés. Á átta mínútna kafla náði Sviss ekki að skora úr 10 sóknum í röð, staðan breyttist úr 5:3 í 12:3 og úrslitin voru nánast ráðin eftir einungis 20 mínút- ur. Samt var nýting á hraðaupphlaup- um helsti ljóðurinn á leik íslenska liðs- ins í hálfleiknum því fjögur slík fóru forgörðum á fyrstu 20 mínútunum. Allan síðari hálfleikinn sátu Ólafur Stefánsson, Einar Örn Jónsson, Guð- jón Valur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Rúnar Sigtryggsson á bekknum og aðrir fengu að spreyta sig. Með góðum árangri lengi vel. Ró- bert Gunnarsson fór áfram á kostum á línunni, svo mjög að keppinautur hans og nafni, Sighvatsson, hefur ef- laust svitnað þar sem hann sat á bekknum allan leikinn. Þeir Logi, Gunnar Berg og Ásgeir mættu öflugir til leiks ásamt Birki Ívari í markinu. Staðan var orðin 28:13 þegar 11 mín- útur voru eftir. Þá komu hinsvegar sex svissnesk mörk í röð og gestirnir náðu að bjarga andlitinu með því að koma muninum niður í níu mörk. Eins og áður sagði var það stór- góður varnarleikur sem skilaði ís- lenska liðinu þessum örugga sigri. Það hlýtur að vera Guðmundi tals- verður léttir að sjá hve margir geta komið þar að málum. Þegar Ólafur, Rúnar og Patrekur hvíldu mynduðu þeir Ásgeir, Gunnar Berg og Garcia ekki síður hreyfanlega og öfluga varnarmiðju. Og þetta skilaði sér að vonum í mörgum hraðaupphlaupum. Guðmundur hefur talað um að til þess að eiga sigurmöguleika í þeim erfiðu leikjum sem framundan eru, verði þau að ganga. Tíu slík skiluðu mörk- um, mörg skemmtilega útfærð, og nýtingin batnaði eftir því sem á leið. Ísland á að sigra Sviss í fjórum leikjum af fimm, miðað við styrkleika- muninn á liðunum og 67 prósent út- koma í þessum þremur leikjum telst því á mörkunum að vera viðunandi út- koma á heimavelli. Skellurinn í fyrsta leiknum var slæmur, en sýndi jafn- framt hversu slakt liðið getur verið - rétt eins og leikurinn í gærkvöld sýndi hið gagnstæða. Sem betur fer höfðu íslensku leikmennirnir getu og styrk til að rífa sig upp. En gleymum því ekki að þetta voru æfingaleikir, samt mikilvægir prófsteinar á stöðu liðsins og einstakra leikmanna. Sú stígandi sem kom fram í leikjunum þremur gefur góðar vonir um að liðið sé á réttri braut á réttum tíma. Morgunblaðið/Brynjar Gau Róbert Gunnarsson fór á kostum á línunni í gær og skoraði níu mörk. Hé hefur hann betur í baráttunni gegn Ivan Ursic og Robbie Kostandinovic Yfirburðir í þriðja og síðasta leiknum gegn Sviss ÞAÐ er afar sennilegt að Guðmundur Þ. Guðmundsson hafi átt and- vökunótt eftir ófarirnar gegn Svisslendingum í fyrsta leik þjóðanna á föstudagskvöldið. Hann ætti að hafa sofið bærilega í fyrrinótt eftir nokkuð öruggan sigur á laugardaginn, en eflaust var lítið um svefn í nótt. Eftir stórsigur á Sviss, 31:22, þar sem íslenska liðið hafði mikla yfirburði og var 15 mörkum yfir þegar 11 mínútur voru eftir, hlýtur Guðmundur að eiga í mestu erfiðleikum með að taka end- anlega ákvörðun um hvaða leikmenn hann fer með í úrslitakeppni EM og hverja hann skilur eftir heima. Í dag þarf hann nefnilega að tilkynna 18 manna hóp fyrir ferðina til Danmerkur og Svíþjóðar síð- ar í vikunni, og að lokum fer hann með 16 leikmenn til Slóveníu. Víðir Sigurðsson skrifar Andvökunótt eftir öruggan sigur Stefán Stefánsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.