Morgunblaðið - 15.01.2004, Page 10

Morgunblaðið - 15.01.2004, Page 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ SKILYRÐI á Íslandi eru ákjós- anleg til þess að aflandsbanka- starfsemi geti blómstrað í fram- tíðinni og einungis þyrfti að gera smávægilegar breytingar á skattakerfi til að setja banka- starfsemi á Íslandi í hóp með Sviss og Lúxemborg, að því er fram kemur í nýsköpunarverk- efni Skúla Sveinssonar, lög- fræðinema í Háskólanum í Reykjavík. Auk smávægilegra breytinga á skattakerfi segir Skúli að auka þurfi persónuvernd hér á landi og bankaleynd þurfi að efla. Hann nefnir sem dæmi að álagningaskrár séu gerðar op- inberar, að kennitölur feli m.a. í sér fæðing- ardag og ár og fleira í þeim dúr. Hann segir að stöðugleiki í efnahagsmálum og góð staða rík- issjóðs gefi færi á því að lækka skatta niður í það sem lægst þekkist. Þar sem hér er um nýsköpunarverkefni að ræða reyndi Skúli að átta sig á því hvernig Ís- land gæti komið inn á aflandsbankamarkaðinn. Ísland hefur þegar stigið stór skref inn í þenn- an heim með löggjöf um alþjóðleg versl- unarfélög. Nú er verið að leggja þau lög niður, en Skúli lagði einmitt til að það yrði gert í skýrslu sinni. „Það sem er í rauninni að koma í staðinn er almenn skattalækkun eins og við höfum upplifað hér á Íslandi. Nú er tekjuskatturinn kominn niður í 18% og þetta er náttúrlega að skapa okkur veruleg tækifæri. Við erum svona við það að vera komin í svipaða stöðu og Sviss og Lúx- emborg. Það eru bara nokkur at- riði í skattalöggjöfinni sem þarf að laga, sem eru ekki stórvægileg at- riði.“ Skúli segir í raun engin takmörk fyrir því hvað Ísland myndi græða á aflandsbankastarfsemi. „Ef við segjum sem svo að við gætum náð einu bandarísku stórfyrirtæki hingað, sem myndi vilja hafa höf- uðstöðvar sínar á Íslandi. Það yrði nánast hægt að leggja af tekju- skatt einstaklinga á móti því.“ Það eru miklar líkur á að það myndi verða ef þróunin heldur áfram sem horfir. Skúli nefnir sem dæmi að Ír- land hafi verið að vinna í þessum málum und- anfarin ár, og nú séu Microsoft og fleiri stór- fyrirtæki með höfuðstöðvar sínar á Írlandi. Spurður um hvernig það kom til að hann vann þetta verkefni segir Skúli: „Ég er að læra lögfræði í Háskólanum í Reykjavík og er þar að auki viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík af fjármálasviði og löggiltur verð- bréfamiðlari. Ég hef verið að vinna aðeins í þessum geira og er að vinna fyrir aðila úti í London í svona aflandsbankaráðgjöf.“ Ísland gæti komist í hóp Sviss og Lúxemborgar Skúli Sveinsson EITT af verkefnunum sem til- nefnd eru til nýsköpunarverð- launa forseta Íslands er hönnun kerfis sem gerir notanda þess kleift að leita að ákveðnum lag- bút úr lagasafni með því að söngla hluta lagsins í hljóð- nema. Kerfið sér svo um sam- anburð á sönglinu og tónverk- unum í gagnasafninu og finnur þau tónverk sem eru svipuð. Það voru Freyr Guðmunds- son, Gunnar Einarsson, Jóhann Grétarsson og Ólafur Guð- jónsson úr tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík sem unnu verkefnið. „Það er til fullt af tónlistar- gagnagrunnum sem innihalda tónverk. Fram að þessu hefur leit í slíkum gagnagrunnum farið fram í gegnum upplýsingar sem eru í kringum verkið, nafn verksins, nafn höfundar eða texta. Þannig hefur ekki beint verið um að ræða leit í tónverkinu sjálfu,“ segir Freyr. Nemendurnir útbjuggu tvo gagnagrunna til að prófa kerfið, annann með kórasöfnum Bach og hinn með lögum írsku hljómsveitarinnar U2. Freyr segir kórasafnið hafa verið heppi- legt þar sem það sé mjög keimlíkt, en U2 safnið hafi verið til að auðvelda notendapróf- anir, enda ekki allir sem geti sönglað línur úr kórasafni Bach. Svo voru einstaklingar fengnir til að prófa kerfið og söngla laglínur. „Prófanirnar gengu mjög vel, þær sýndu niðurstöðu sem okkur sýndist vera mun betri en nokkuð annað sem þekkist í þessu, en við getum ekki staðfest það fyrr en við gerum ít- arlegar prófanir með hin kerfin. En miðað við þær niðurstöður sem aðstandendur hinna kerfanna gáfu út þá eru okkar niðurstöður mjög jákvæðar,“ segir Freyr. Vinnur að fræðigrein um verkefnið Hugmyndin að verkefninu kom þegar fjórmenningarnir voru í áfanga hjá leiðbeinanda verkefn- isins, dr. Birni Þór Jónssyni, dós- ent við tölvunarfræðideild Há- skólans í Reykjavík. Hugmyndin spannst út frá verkefni sem Björn setti fyrir, og var unnin áfram út frá þeirri hugmynd. Í dag er Freyr að vinna að því að skrifa grein á ensku með hjálp frá Birni, leiðbein- anda hópsins, og vonast hann til að fá greinina birta í fræðiriti. „Það er heilmikill markaður fyrir þetta ef út í það er farið, en það verður að ráðast. Ég er sjálfur í fullu námi svo ég hef ekki tíma til að leggja út í þetta,“ segir Freyr. Kerfið gæti í framtíðinni nýst víða, og Freyr nefnir sem dæmi að þegar deilurnar stóðu sem hæst um hvort lagið sem Birgitta Haukdal söng fyrir Íslands hönd í Evróvision- keppninni var stolið eður ei hefði mátt nota kerfið til að bera saman lögin og gefa tölu- legar upplýsingar um skyldleika laganna. Einnig gætu útvarpsstöðvar nýtt kerfið þegar hlustendur biðja um óskalag, en vita ekki hvað það heitir. Leitað í lagasöfnum með því að söngla hluta lags Freyr Guðmundsson Í VERKEFNI sínu sem tilnefnt er til nýsköpunarverðlauna for- seta Íslands kannaði Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir völd, tengsl og eðli nefnda, stjórna og ráða hjá hinu opinbera og fyr- irtækja sem skráð voru í Kaup- höll Íslands, og greindi nið- urstöðurnar eftir kynjum. Skráðir voru í gagnagrunn allir þeir einstaklingar sem sitja í nefndum, stjórnum og ráðum ráðuneytanna, fjögurra stærstu sveitafélaganna og stjórna fyr- irtækja sem skráð eru hjá Kauphöll Íslands. Meðal þess sem fram kemur þegar þetta er sett í samhengi er að 25% þeirra sem sitja í stjórnum fyrirtækj- anna sitja í fleiri en einni stjórn, og eru þessir einstaklingar allir karlmenn. Einnig mátti sjá að einungis 5% stjórnarmanna fyrirtækja eru konur. Alls sitja um 25% stjórnarmanna fyrirtækja einnig í nefnd hjá einhverju ráðuneytanna. „Ég hef engan samanburð því það hefur ekki verið gerð svona úttekt áður, hversu mikið vægi þeir sem sitja í stjórnum fyrirtækja í Kauphöllinni hafa í nefndum ráðuneytanna. Það er ekkert endilega slæmt að svo margir séu með sæti í nefnd bæði hjá ráðuneyti og hjá fyrirtæki, en hvort þetta sé mikið eða lítið er erfitt að segja. Mér persónulega finnst þetta vera svolítill hópur, 25%, en mér fannst líka áhugavert hvaða ráðuneyti þetta voru. Til dæmis voru margir í viðskipta- og iðn- aðarráðuneyti, fjármálaráðuneyti og forsætisráðuneyti,“ segir Bryn- dís. „Ég fór eiginlega algeru offari, þetta var rosaleg vinna. Þegar ég lagði upp með þetta bentu kenn- ararnir mínir mér pent á að þetta væri kannski aðeins of mikið, en ég var bara svo spennt, mér fannst þetta svo gaman og áhugavert líka vegna þess að svona rannsókn hafði ekki verið gerð áður. Svo er alltaf svo gaman að sjá hversu mikil valdatengslin eru af því Ís- land er svo fámennt.“ Aðspurð hvernig Bryndís fékk áhuga á að gera þetta verkefni segir Bryndís að henni hafi verið bent á heimasíðu þar sem sýnd eru tengsl á milli stjórnarmanna stórra al- þjóðlegra fyrirtækja. „Mér fannst þetta mjög áhugavert, maður gat séð hversu lítill heimur þetta er í raun og veru. Upp úr því spratt hug- myndin að skoða stjórnir fyrirtækja í Kaup- höllinni, þau eru ekkert ofboðslega mörg, og hefur reyndar farið fækkandi eftir að rann- sóknin var gerð. Ég hafði mikinn áhuga á því að skoða nefndir, stjórnir og ráð hjá ráðuneyt- unum og sveitarfélögunum og datt í hug að það væri áhugavert að sjá hvernig þessi tengsl væru. Svo hélt þetta áfram að vaxa.“ Bryndís segist áhugasöm um að halda áfram á svipaðri braut, og t.d. skoða lífeyrissjóðina, verkalýðshreyfingarnar og fyrirtækin og skoða tengsl þeirra á milli, en er nú komin út í verslunarrekstur með skólanum. Kannaði völd, tengsl og eðli nefnda og stjórna Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir NÝ og áður óþekkt tegund sníkjudýrs fannst í íslenskum hreindýrskálfum í sumar, en nýsköpunarverkefni Berglindar Guðmundsdóttur gekk út á að kanna hvaða sníkjudýr fyndust í kálfunum. „Þetta gekk út á að safna saur. Við fórum á hrein- dýraslóðir og tíndum spörð, og svo var leitað í þeim,“ segir Berglind. Hún segir merkustu niðurstöður verkefnisins eflaust fund tveggja sníkjudýra. Þar er um að ræða einfrumunga sem kallaðir eru hníslar, en fjöl- margar slíkar tegundir eru þekktar í öðrum dýrum hér á landi og eru sumar hverjar ill- ræmdir sjúkdómsvaldar. „Þetta eru frumdýr, og þetta er í fyrsta skipti sem þetta finnst í hreindýrum hér á landi. Önnur tegundin hefur fundist áður í Rússlandi, eftir því sem við komumst næst, en hin hefur ekki verið greind áður,“ segir Berg- lind. Hún vinnur nú að því að lýsa dýrinu, og ætlar svo að reyna að fá tegundina við- urkennda. Ef af því verður fær hún vænt- anlega að nefna tegundina, en hún segist ekki farin að hugsa svo langt. Samtals skoðaði Berglind um 200 sýni og fann alls sjö hnísla af þessum tveimur teg- undum, auk annars sem fannst. „Þetta virðist vera mjög sjaldgæft, þetta er helst í ungviði og það er kanski ástæðan fyrir því að þetta hefur ekki fundist áður, það hefur yfirleitt verið skoðað úr full- orðnum dýrum. En núna tíndum við minnstu spörðin, sem voru úr kálfunum.“ Hníslarnir sem fundust valda að sögn Berglindar yfirleitt ekki al- varlegum óþægindum í villtum dýrum. Þess konar sníkjudýr valdi frekar vandræðum í búpeningi vegna mikils þéttleika dýranna. Talið er að hníslarnir hafi verið í hreindýrunum sem hingað voru flutt frá Finnmörku í lok 18. aldar og að þeir hafi viðhaldist í stofn- inum allar götur síðan. Sýnum var safnað á Heinabergsdal á Mýr- um, á Gerpissvæðinu og á Snæfellsöræfum, og voru farnar þrjár ferðir til að safna spörðum hreindýrskálfa á hverju svæði. Auk hníslanna fundust egg þráðorma og bandorms, svo- nefnds mjólkurmaðks, sem einnig sníkja í meltingarvegi sauðfjár hér á landi. Berglind notaði þetta verkefni sem eins kon- ar forkönnun fyrir nýhafið mastersverkefnið sitt, sem fjallar um sníkjudýr í hreindýrum á Íslandi. „Ég fór út í þetta til að vita betur á hverju ég mætti eiga von,“ segir Berglind. Fann nýja tegund sníkju- dýrs í hreindýrskálfum Berglind Guðmundsdóttir Fjögur verkefni eru tilnefnd til nýsköpunarverðlauna forseta Íslands Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands verða veitt í dag, en fjögur verkefni sem hlutu styrk Nýsköpunarsjóðs námsmanna eru tilnefnd til verðlaunanna. Brjánn Jónasson spjallaði við nemendurna sem unnu verkefnin fjögur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.