Morgunblaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 59 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú ert hugsjónamanneskja en kannt þó einnig að meta lífsins lystisemdir. Þú leggur mikið upp úr sannri vináttu og hleypir ekki hverjum sem er nálægt þér. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er góður dagur til að leita eftir samþykki yfirvalda eða stórra stofnana við áform þín. Hikaðu ekki við að koma hugmyndunum á framfæri. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert sérlega sannfærandi í dag og átt því auðvelt með að fá vini þína til að hjálpa þér. Mál sem tengjast lögfræði, útgáfustarfsemi, framhalds- menntun og ferðalögum ættu að ganga sérstaklega vel. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þér ætti að ganga vel að vinna alls konar rannsókn- arvinnu. Leitaðu svara við því sem þig langar til að vita. Þú munt hugsanlega finna lausn á gömlu vandamáli. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Notaðu daginn til að njóta samvista við vini þína. Þú hef- ur næmt auga fyrir fegurð- inni í kringum þig. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Leggðu þig fram um að sýna öðrum umhyggju. Hikaðu ekki við að segja ástvinum þínum hve mikils virði þeir eru þér. Við göngum allt of oft að þeim, sem skipta okkur mestu máli, sem vísum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Sköpunargáfa þín er með besta móti í dag. Hikaðu ekki við að gera breytingar í kringum þig. Þú ert uppfull/ ur af góðum hugmyndum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þig langar til að verja deg- inum við lestur eða skriftir eða til samvista við vini þína. Þú hefur þörf fyrir að njóta þess að vera til. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Dagurinn í dag hentar vel til hvers kyns samningavið- ræðna um kaup og sölu. Fólk er jákvætt og því eru mestar líkur á að viðskiptin muni koma báðum aðilum til góða. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þetta er góður dagur til fjár- öflunar. Vertu óhrædd/ur við að koma hugmyndum þínum á framfæri í vinnunni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert í óvenju góðum tengsl- um við tilfinningar þínar. Láttu þína nánustu vita hve miklu máli þeir skipta þig. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú munt njóta þess að vera ein/n með sjálfri/sjálfum þér í dag. Þú þarft að taka þér hvíld frá amstri hversdagsins. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Njóttu samvista við einhvern sérstakan í dag. Farðu í mat eða kaffi með vini þínum. Þú ert félagsvera og þarft því á félagsskap annarra að halda. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KONAN MEÐ SJALIÐ Hún kom eins og draumur, konan með sjalið, og hlustaði í kyrrðinni á kvöldbylgjuhjalið. Hún brosti með sjalið um brjóstin vafið ... En eg var blærinn, sem barst um hafið. - - - Og nú er hún horfin ... En nóttin er fögur og segir hjartanu helgisögur. Og enn syngur blærinn og bylgjuhjalið um hvítasta brjóstið og svartasta sjalið. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA SIGURBJÖRN Haraldsson í sveit Orkuveitu Reykjavík- ur velti lengi vöngum yfir bestu leiðinni í fjórum spöð- um. Setjum okkur í spor Bessa: Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ÁD95 ♥9532 ♦D1097 ♣8 Suður ♠G108764 ♥D6 ♦Á8 ♣ÁK3 Spilið kom upp í fjórðu umferð Reykjavíkurmótsins í leik OR og Essosveit- arinnar. Sigurbjörn var í suður, Anton bróðir hans í norður, en AV voru Ás- mundur Pálsson og Guðm. P. Arnarson: Vestur Norður Austur Suður Guðm. Anton Ásmundur Sig- urbjörn Pass Pass 1 hjarta 1 spaði Pass 2 grönd * Pass 4 spaðar Pass Pass Pass * geimáskorun í spaða Út kemur hjartaás og hjartatía í öðrum slag, sem austur tekur með kóng og spilar hjartaáttu. Hvernig myndi lesandinn spila? Ein augljós hugmynd er að henda tígli og leyfa vestri að trompa. Taka svo ákvörð- un í trompinu síðar – svína eða reyna að fella kónginn blankan fyrir aftan. En Bessi taldi líklegt að spaða- kóngurinn væri í austur (vestur sagði ekki eitt grand) og sá möguleika á vinningi þó að austur ætti Kx. Hann stakk frá með spaðagosa. Síðan var mein- ingin að spila trompi á ás- inn. Ef kóngurinn kæmi ekki, væri enn góð vinnings- von með því að hreinsa upp lauf og hjarta og spila austri svo inn á spaðakóng. Hann yrði þá að spila frá tíg- ulkóng eða í tvöfalda eyðu. Góð áætlun, en Bessi var óheppinn með leguna, því trompkóngurinn var í vest- ur: Norður ♠ÁD95 ♥9532 ♦D1097 ♣8 Vestur Austur ♠K32 ♠-- ♥Á10 ♥KG874 ♦432 ♦KG65 ♣109654 ♣DG72 Suður ♠G108764 ♥D6 ♦Á8 ♣ÁK3 Það hefði dugað að henda tígli í þriðja hjartað og svína svo fyrir trompkóng. Svona er lífið við bridsborðið. Eftir 11 umferðir er sveit OR efst með 216 stig, sveit Eyktar er í öðru sæti með 212 og Essosveitin þriðja með 207. Tvær umferðir verða spilaðar í kvöld. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 g6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Bg7 6. Be3 Rf6 7. Bc4 0–0 8. Bb3 d6 9. f3 Bd7 10. Dd2 Rxd4 11. Bxd4 b5 12. a4 a6 13. 0–0 Bc6 14. axb5 axb5 15. Ra2 Bb7 16. Rb4 Rd7 17. Bxg7 Kxg7 18. Hae1 Db6+ 19. Kh1 Rf6 20. Bd5 Hac8 21. He3 Hc5 22. Ha3 Hd8 23. Hfa1 Hd7 24. Bxb7 Dxb7 25. c3 Hc4 26. De3 Dc8 27. Ha5 Hb7 28. Ha8 Dd7 29. Dd3 Dc7 30. g3 h5 31. Kg2 Dc5 32. Dd2 h4 33. g4 Rxe4 34. fxe4 Hxe4 35. Rd5 Hxg4+ 36. Kh3 He4Corus- ofurskákmótið stend- ur nú yfir í Wijk aan Zee í Hollandi og hægt er að fylgjast með gangi mála á Netinu á www.skak- .is. Í stöðunni hafði Vladimir Kramnik (2.777) hvítt gegn Loek Van Wely (2.617). 37. Hh8! f6 svartur yrði mát eftir 37. … Kxh8 38. Dh6+ Kg8 39. Ha8+. Í framhaldinu reynist svarta staðan töpuð. 38. Hxh4 Hxh4+ 39. Kxh4 e6 40. Rb4 Hb8 41. Kg3 d5 42. Kg2 Hh8 43. Rd3 Db6 44. Rf4 g5 45. Dd4! og svartur gafst upp enda taflið gjörtapað eftir 45. … Dxd4 46. Rxe6+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Ljósmynd/Inga Rannveig BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Dóm- kirkjunni í Reykja- vík hinn 31. maí 2003 af séra Jakobi Hjálmarssyni þau Helga Bergmann og Sveinn Kr. Sveins- son. Með þeim á myndinni eru börn þeirra: Carl Andr- eas, María Rún og Viktoría Ýr. 85 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 15. janúar, er 85 ára Hall- grímur Guðjónsson, fyrrv. bóndi og hreppsstjóri í Hvammi, Vatnsdal, nú til heimilis að Þorragötu 5, Reykjavík. Eiginkona hans er Sigurlaug Fjóla Krist- mannsdóttir. Þau verða að heiman. Þetta er í lagi. Fyrri eig- andi var tryggður fyrir sveppum … 60 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 15. janúar, er sextugur Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Fanna- fold 103, Reykjavík. Eigin- kona hans er Sigurlína Dav- íðsdóttir. Þau taka á móti gestum kl. 17 í Safnaðar- heimili Fríkirkjunnar, Lauf- ásvegi 13. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á fjórtán borðum mánudaginn 12. janúar. Meðalskor 264. Beztum árangri náðu: NS Kristinn Guðm. – Guðmundur Magnúss. 297 Unnur Jónsdóttir – Jónas Jónsson 292 Sverrir Gunnarsson – Einar Markúss. 287 Sigurpáll Árnas. – Sigurður Gunnlaugss. 286 AV Dóra Friðleifsdóttir – Jón Stefánsson 360 Sigtryggur Ellertss. – Haukur Bjarnas. 334 Guðjón Ottósson – Guðmundur Guðv. 312 Jón Bondó – Ingólfur Viktorsson 300 Spilað mánu- og fimmtudaga. Mæting kl. 12.45 á hádegi. Bridsfélag eldri borgara Hafnarfirði Spilaður var Mitchell-tvímenning- ur föstudaginn 9. janúar. Spilað var á sjö borðum og var meðalskor 168. Úrslit urðu þessi: Norður/suður Sævar Magnúss. – Bjarnar Ingimarss. 200 Jón Sævaldsson – Ólafur Gíslason 199 Þorvarður S. Guðm. – Árni Bjarnason 198 Stígur Herlaufsen – Sigurður Emilsson 167 Austur/vestur Jón Pálmason – Stefán Ólafsson 209 Jón Ól. Bjarnas. – Ásmundur Þórarinss. 200 Oddur Jónsson – Friðrik Hermannss. 181 Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 161 Félag eldri borgara í Kópavogi Það mættu 18 pör til keppni þriðjudaginn 6. janúar. Eftirtalin pör skoruðu mest í N/S-riðli: Jón Stefánsson - Þorsteinn Laufdal 256 Lárus Hermannss. - Þorleifur Þórarinss.224 Eysteinn Einarss. - Hannes Ingibergss. 222 Hæsta skor í A/V: Haukur Guðmundss. - Valdimar Elíass. 247 Aðalheiður Torfad. - Ragnar Ásmundss. 246 Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddss. 243 Sl. föstudag mættu svo 24 pör og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Eysteinn Einarss. - Kári Sigurjónss. 261 Júlíus Guðmss. - Óskar Karlss. 253 Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddss. 243 Vilhj. Sigurðss. - Þórður Jörundss. 243 Hæsta skor í A/V: Jón Stefánss. - Þorsteinn Laufdal 256 Ólafur Ingvarss. - Sigtryggur Ellertss. 243 Hannes Ingibergss. - Sigurður Pálss. 234 Meðalskor báða dagana var 216. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Laugavegi 54, sími 552 5201 Árshátíðarkjólar stærðir 36-46 Útsala Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Útsala Komið og gerið góð kaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.