Morgunblaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 53
AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 53 SVANBERG Már Pálsson, Tafl- félagi Garðabæjar, sigraði í barna- flokki á Skákþingi Íslands 2004 og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Tafl- félaginu Helli, er Íslandsmeistari stúlkna. Íslandsmót barna fór nú fram í ellefta skipti og voru þátttak- endur 25, en þátttökurétt áttu börn fædd 1993 og síðar. Yngsti keppandi mótsins var aðeins fimm ára. Tefld- ar voru níu umferðir og var um- hugsunartíminn 20 mínútur fyrir skákina. Röð efstu keppenda varð eftirfarandi: 1. Svanberg Már Pálsson 8 v. 2. Hjörvar Steinn Grétarsson 7 ½ v. 3. Guðni Fannar Kristjánsson 7 v. 4. Jóhann Eiðsson 6½ v. 5. Andri Steinn Hilmarsson 6 v. 6. Alexander Arnar Þórisson 5½ v. o.s.frv. Baráttan um sigurinn á mótinu stóð allan tímann á milli þeirra Svanbergs og Hjörvars Steins, sem varð Íslandsmeistari í þessum flokki í fyrra. Eins og áður segir sigraði Jóhanna Björg í stúlknaflokki en baráttan um næstu sæti var tvísýn og þurfti að grípa til stigaútreikn- ings til að skera úr um röðina: 1. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 5 v. 2. Ingibjörg Ásbjörnsdóttir 4 (34,5 st.) 3. Hrund Hauksdóttir 4 (33 st.) 4. Hulda Hrund Björnsdóttir 4 (31 st.) 5. Auður Eiðsdóttir 4 (30,5 st.) o.s.frv. Það er Skáksamband Íslands sem skipuleggur Íslandsmót barna. „Heimsmeistari“ lætur í minni pokann Síðustu vikur hefur umræða um notkun gæsalappa skekið íslenskt samfélag og er við hæfi þegar rætt er um Vladimir Kramnik sem heimsmeistara að settar séu slíkar lappir um hann enda hefur FIDE, alþjóðasamtök skákhreyfingarinn- ar, ekki viðurkennt hann sem slíkan. Í fyrstu umferð á Corus-ofurmótinu, sem nú stendur yfir í Wijk aan Zee í Hollandi, atti hann kappi við Arm- enann Vladimir Akopjan. Hvítt: Vladimir Akopjan Svart: Vladimir Kramnik Sikileyjarvörn – Najdorf-afbrigð- ið 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 Rg4 7. Bg5 h6 8. Bh4 g5 9. Bg3 Bg7 Sjá stöðumynd Einkenni flestra ofurmóta er að meistararnir hafa grandskoðað byrjunina sem upp kemur hverju sinni og fylgja þá troðnum slóðum langt fram eftir skák. Þessi skák er engin undantekning en Kasparov gerði afbrigði þetta vinsælt fyrir nokkrum árum. Hann er hættur að beita því sjálfur en krónprinsinn reynir að feta í hans fótspor. 10. h3 Hvítur getur leikið hér 10. Be2 eða 10. Dd2 en textaleikurinn mið- ast að því að koma svartreita bisk- upi hans í gagnið með f2-f3 og þrýsta svo hægt og sígandi á peða- stöðu svarts á kóngsvæng. 10. … Re5 11. f3 Rbc6 12. Bf2 Be6 13. Dd2 Rxd4 14. Bxd4 Da5 15. a3 0–0!? Svartur hefur að jafnaði kosið að hafa kónginn á miðborðinu í þessu afbrigði en þar getur staða hans einnig orðið ótrygg. Með hróker- ingu tengjast hrókarnir og þar með er liðskipan svarts lokið á meðan hvítur hefur ekki lokið sinni. Vegna peðaveikleika sinna á kóngsvæng reynist svörtum hins vegar erfitt að færa sér frumkvæði sitt í liðskipan í nyt. 16. h4! Rg6 17. hxg5 hxg5 18. b4!? Dc7 19. Re2!? Hvítur hefur með síðustu tveimur leikjum sínum endurskipulagt liðs- afla sinn. Markmiðið með texta- leiknum er að koma riddaranum á d4. Allt þetta ráðabrugg hefur þó þann galla að taka langan tíma en svo virðist sem hvítur geti gert þetta vegna fyrrnefndra peðaveik- leika svarts á kóngsvæng. 19. … f6 20. Bb2 Bf7 21. Rd4 d5 22. exd5 De5+ 23. Be2 Dxd5 24. 0– 0–0 Hfc8?! 24. … Hfd8 hefði verið öflugri leikur þar sem hvítur hefði átt örð- ugra um vik að koma riddara sínum í betri vígstöðu. 25. Bd3 Re5 26. Be4 Da2 27. Rf5 Rc4 28. Dc3 Hc7?? 28. … Dxb2 hefði verið betra þó að hvítur stæði þá töluvert betur að vígi. Með næsta leik gerir hvítur út um skákina. 29. Hh7! Óvenjuleg innrás á sjöundu reita- röðina sem gerir svartan varnar- lausan. Svartur yrði mát tæki hann hrókinn eftir 29. … Kxh7 30. Rxe7+ Kh6 31. Hh1+ Bh5 32. g4. 29. … Dxb2+ 30. Dxb2 Rxb2 31. Hxg7+ Kf8 32. Hh1! og svartur gafst upp enda fátt til varnar. Corus-mótið í Wijk aan Zee er eitt sterkasta skákmót ársins. Eftir þrjár umferðir er staðan á mótinu þessi: 1.–3. Anand, Svidler, Leko 2 v. 4.–11. Akopian, Adams, Bologan, Shirov, Topalov, Zhang Zhong, Sokolov, Kramnik 1½ v. 12.–14. Bareev, Van Wely, Timman ½ v. Kvennaskák í boði Hellis Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Ís- landsmeistari kvenna í skák, býður upp á ókeypis skákkennslu fyrir all- ar stúlkur á grunnskólaaldri einu sinni í viku í vetur. Vetrarönnin byrjar föstudaginn 16. janúar og fer kennslan fram í Austurbæjarskóla á föstudögum kl. 17:15–18:15. Allar stúlkur velkomnar – eina skilyrðið til þátttöku er að stúlkurn- ar kunni mannganginn. Taflfélagið Hellir stendur auk þess fyrir kvennakvöldum annan hvern miðvikudag. Kvennakvöldin eru að jafnaði einungis fyrir 20 ára og eldri nema annað sé sérstaklega auglýst. Fullorðnir byrjendur eru boðnir einkar velkomnir og fyrir þær sem vilja læra betur grundvall- aratriði skáklistarinnar fer fram sérstök kennslustund kl. 19:30– 20:00 fyrir hvert mót. Fleiri kvennaviðburðir verða á dagskrá Hellis í vetur og verða nán- ar auglýstir síðar. Svanberg Már og Jóhanna Björg Íslandsmeistarar barna Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson dadi@vks.is SKÁK Taflfélag Reykjavíkur ÍSLANDSMÓT BARNA 2004 9.–10. jan. 2004 Að létta öðrum byrðarnar. Þessi orð koma mér í hug þegar Helgi Seljan fyrrum alþing- ismaður stendur á sjö- tugu 15. janúar. Hann hefur fengist við fjöl- margt um dagana, verið kennari og skólastjóri, bóndi og verkalýðsforingi, sveitarstjórnarmaður og alþingismaður, fé- lagsmálagarpur af áhuga og atvinnu, bindindisfrömuður af lífi og sál, áhugaleikari og skemmtikraftur. Er þá aðeins tæpt á nokkrum af þeim hlutverkum sem þessi eldhugi hefur tekist á við um dagana. Hann kom til starfa galvaskur með kennarapróf upp á vasann um tvítugsaldur og festi fljótlega ráð sitt. Jóhanna Þórodds- dóttir er lífsföru- nauturinn og fyllti sjö- tíu árin fjórum dögum á undan bónda sínum ef marka má þjóðskrá. Þannig hafa þau verið samstiga í hálfa öld, eignuðust fimm mann- vænleg börn og af- komendur nú fleiri en ég hafi tölu á. Heimili þeirra á Reyðarfirði stóð öllum opið og margur sem þess fékk að njóta. Best þekki ég til stjórnmálamannsins Helga Seljan þar eð við áttum náið samstarf um áratugi á Austurlandi og á Alþingi, en hann raunar kom- inn á sporið með Lúðvík Jósepssyni löngu á undan mér. Fáir hafa náð því í stjórnmálastarfi eins vel og Helgi að vera einarður málafylgju- maður en halda vinfengi og góðu sambandi við pólitíska andstæð- inga. Þessara eiginleika naut hann meðal annars í forsetastarfi á Al- þingi og í félagsmálastörfum sínum utan þings. Á bak við létta lund og kímnigáfu býr hugsjónamaður sem hefur fylgt þeirri köllun að bæta lífið í kringum sig, beina æskufólki á farsæla braut, tryggja sem flest- um mannsæmandi kjör, bóndanum laun erfiðis, lítilmagnanum réttindi og öryrkjanum aðstæður sem sæma vel stæðu þjóðfélagi. Eftir sextán ára farsælt starf á Alþingi kaus Helgi að hverfa til annarra verka. Hann bað ekki um vegtyllur en valdi sér sjálfur viðfangsefni. Það var mikið happ fyrir Öryrkjabandalagið að fá hann sem liðsmann, fyrst sem félags- málafulltrúa og síðan fram- kvæmdastjóra. Einnig þar fylgdi hann vegvísi sínum að freista þess að létta öðrum byrðarnar. Það hef- ur honum sannarlega tekist af fá- gætri ósérhlífni og þrautseigju og því berast nú að honum hlýir straumar frá mörgum. Við Kristín sendum þeim hjónum árnaðaróskir á merkum tímamótum. Hjörleifur Guttormsson. HELGI SELJAN  Njörður 6004011519 III Í kvöld kl. 20.00 Lofgjörðarsamkoma í umsjón starfsfólks gistihússins. Allir velkomnir. Landsst. 6004011519 VIII Fimmtudagur 15. janúar Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Predikun Vörður Traustason. Mikill söngur og vitnisburðir. Allir eru hjartanlega velkomnir. Föstudagur 16. janúar Opinn AA-fundur kl. 20:00. Mánudagur 19. janúar Biblíulestur í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 19.30. Þriðjudagur 20. janúar UNGSAM í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 19:00. Uppbyggilegt starf fyrir ungt fólk í bata. www.samhjalp.is RAÐAUGLÝSINGAR Málfundafélagið Óðinn Aðalfundur Málfundafélagið Óðinn heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 22. janúar kl. 20.00 í Valhöll við Háaleitisbraut. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Kaffiveitingar. Gestur fundarins: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi. Stjórnin. FÉLAGSSTARF SAMIK Samstarf Íslands og Grænlands um ferðamál SAMIK auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til verkefna, sem aukið geta samstarf Íslands og Grænlands á sviði ferðaþjónustu og skyldra verkefna. Styrkirnir geta aldrei numið nema 50% af heild- arkostnaði viðkomandi verkefnis. Umsóknir skulu sendar samgönguráðuneytinu - merktar SAMIK - fyrir 10. febrúar nk. á eyðu- blöðum sem þar fást. Eyðublöðin er einnig að finna á heimasíðu ráðuneytisins. Allar upplýs- ingar þurfa að vera á dönsku eða ensku. Nauðsynlegt er að leggja fram kostnaðaráætl- un þess verkefnis, sem sótt er um styrk til, auk nákvæmra upplýsinga um umsækjendur, verk- efnið og tilgang þess. Stefnt er að því að ákvörðun um úthlutun styrkjanna liggi fyrir í lok febrúar. Fyrri helmingur styrksins er að jafnaði greiddur út þegar ákvörðun um styrkveitingu liggur fyrir og seinni helmingur þegar viðkomandi verk- efni er lokið. Eldri umsóknir er nauðsynlegt að endurnýja. Nánari upplýsingar veitir Birgir Þorgilsson, stjórnarmaður SAMIK, í síma 553 9799. SAMIK, samgönguráðuneytinu, Hafnarhúsinu v. Tryggvagötu, 150 Reykjavík. www.samgonguraduneyti.is ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.