Morgunblaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 41 Fallinn er frá einn af frumherjum íþrótta- mála á Austurlandi, Gunnar Ólafsson. Hann kom víða að íþróttamálum, þótt hans verði fyrst og síðast minnst fyr- ir aðkomu sína að málefnum skíða- íþróttarinnar, en þar var hann einn fyrsti kennari sem við fengum hing- að austur auk þess að vera aðal- hvatamaður að byggingu Skíðamið- stöðvar Austurlands í Oddskarði. Hann var í stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands um skeið og formaður þess um tíma. Stjórn Ungmenna- og íþróttasam- bands Austurlands vill, fyrir hönd íþróttahreyfingarinnar á Austur- landi, votta aðstandendum samúð og honum virðingu með þessum fátæk- legu orðum. F.h. stjórnar UÍA JóhannTryggvason. Gunnar Ólafsson skólastjóri er látinn níutíu og tveggja ára gamall. Sú fregn kom mér á óvart, því þótt aldur hans væri orðinn hár þá varð hann í raun aldrei gamall. Það er ekki svo langt síðan við sáum hann á sjónvarpsskjánum sveifla sér á skautum og gera þar ýmsar kúnstir sem fáir skautaiðkendur geta leikið eftir. Þá sögðu allir „þetta er alveg ótrúlegt, svona gamall maður“. En það er eins og hann sagði við mig, síðast þegar við hittumst, „ellin kem- ur eins og allt í einu“. Þá eitthvað farinn að finna fyrir glímunni við ell- ina. Glímu sem við að lokum töpum öll. Þegar ég nú lít yfir farinn veg og rifja upp kynni mín og samstarfið við Gunnar Ólafsson er svo margs að minnast að ef um það ætti að fjalla að einhverju marki þá yrði það efni í heila bók. Gunnar Ólafsson var eng- inn meðalmaður í verkum sínum heldur einn þeirra sem skilja eftir sig mörg þau verk sem þjóna munu langt inn í framtíðina. Ég man vel þegar ég fyrst heyrði talað um Gunnar en það var veturinn 1939. Ég var þá nemandi á Héraðs- skólanum að Laugarvatni. Þann vet- ur var haldið námskeið í skíðaíþrótt- um í Hveradölum á Hellisheiði. Leiðbeinandinn var sænskur og minnir mig hann heita Töveson. Nema hvað Guðjón Ingimundarson, þá íþróttakennari á Laugarvatni, fór á þetta námskeið. Þegar hann kom til baka spurði ég hann hver hefði nú verið snjallasti skíðamaðurinn á þessu námskeiði og ég man að Guð- jón sagði: „Það var þarna íþrótta- kennari sem heitir Gunnar Ólafsson, sem Töveson sagði vera þann Íslend- ing sem kynni mest í skíðaíþróttum, af þeim sem hann hefði séð.“ Fáum árum seinna fékk ég að sjá með eigin augum hvað Gunnar var snjall skíða- maður bæði í skíðagöngu og svigi. Í 50 ára afmælisriti Íþróttafélags- ins Þróttar, segir svo í kaflanum um skíðaíþróttir: „Það var ekki fyrr en í byrjun árs 1939 að skíðakennsla hefst á vegum Þróttar. Kennari var Gunnar Ólafsson, en hann ferðaðist þá um á vegum fræðslumálaskrif- stofunnar og hélt skíðanámskeið á nokkrum stöðum á Austurlandi.“ Það var sem sé Gunnar Ólafsson, sem fyrstur ferðaðist um Austur- landi og kenndi okkur nútíma skíða- íþróttir. Hann fylgdi svo eftir breyt- ingum og þróuninni á þessari glæsilegu íþrótt, sem lengi mun minnst og ég kem betur að síðar í þessari grein minni. Ég kynntist Gunnari fyrst sumar- ið 1940, en það sumar var hann íþróttakennari hjá Íþróttafélaginu GUNNAR ÓLAFSSON ✝ Gunnar Ólafssonfæddist á Efra- Núpi í Miðfirði 21. júní 1911. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 29. desem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 6. janúar. Þrótti hér í Neskaup- stað. Þótt kynni okkar yrðu stutt það sumarið þá fundum við strax að áhugamálin voru lík og snerust mikið um æskulýðs- og íþrótta- mál sem og pólitík. Þegar hér var komið sögu í lífi Gunnars var hann kvæntur eftirlif- andi konu sinni Ingi- björgu Magnúsdóttur og þau flutt austur á Fáskrúðsfjörð þar sem hann réðst sem kennari við barnaskólann. Þar lét Gunnar fljótlega til sín taka í æskulýðs- og íþróttamálum sem og í sveitarstjórnarmálefnum almennt og vil ég meina að Fáskrúðsfirðingar búi þar enn þá að verkum hans. En svo urðu þáttaskil í lífi Gunn- ars og Ingibjargar því sumarið 1946 flytja þau hingað til Neskaupstaðar og hann gerist skólastjóri við barna- skólann. Þetta var á tímum mikilla átaka í pólitík og um þetta starf sem og flest önnur opinber störf varð nokkur ágreiningur og átök. Ég sem þessar línur rita sat þá í skólanefnd Nes- skóla og á fyrstu fundum skóla- nefndarinnar með þessum unga og nýskipaða skólastjóra skynjaði ég strax að þar fór góður stjórnandi. Öðrum eins æsingi og árásum á ein- stakling, af hálfu sumra sem þar sátu, hef ég aldrei orðið vitni að. Ungi óreyndi skólastjórinn hlustaði rólegur og óbifaður á svívirðingarn- ar og svaraði þeim engu og þá skynj- aði ég strax þetta var maður sem gat stjórnað. Sá sem getur stjórnað skapi sínu getur stjórnað öðrum. Vissulega sannaðist það vel á far- sælli skólastjórn Gunnars í þau 26 ár sem hann var skólastjóri Nesskóla. Fljótlega eftir komuna til Nes- kaupstaðar er Gunnar orðinn for- ystumaður í íþrótta- og æskulýðs- málum. Árið eftir komuna var hann kosinn formaður Íþróttafélagsins Þróttar og gegndi því starfi í 11 ár, eða lengur en nokkur annar. Formaður Ungmenna- og íþrótta- sambands Austurlands 1956. Var einn af stofnendum Skóg- ræktarfélags Neskaupstaðar 1948 og varð formaður þess félags 1961 og gegndi því starfi til margra ára. Eitt af því sem Gunnar Ólafsson tók að sér var að skipuleggja og stjórna sumarvinnu unglinga, sem árlega fer fram á vegum sveitarfé- lagsins. Með stjórn hans urðu alveg þáttaskil í þessu starfi. Bæði var að hann gjörþekkti unglingana og svo það að hann kunni vel til verka. Hafði m.a. verið flokksstjóri í vega- vinnu í mörg ár. Unglingarnir undir stjórn Gunn- ars afköstuðu ótrúlega miklu. Lögðu m.a. nýja vegi í bænum, hlóðu upp áhorfendasvæðin við íþróttavöllinn o.m.fl. Aldrei erfiði um of. Alltaf leikhlé eftir vel unnið verk. Þetta varð því öllum þátttakendum góður skóli. Eitt af því sem Gunnar tók að sér fyrir okkur íbúa Neskaupstaðar var formennska í stjórn sem sá um byggingu félagsheimilisins Egils- búðar. Þetta var um margt mjög vandasamt verk. Bæði vegna þess hve margir komu þar við sögu og hvað erfitt var að fjármagna þessa stóru byggingu. En verkið komst þó farsællega í höfn og er öllum sem að því stóðu til sóma fyrir glæsibrag og stórhug á erfiðum tíma. Hér að framan gat ég þess að ég myndi síðar í grein þessari minnast frekar á afskipti Gunnars að þróun og uppbyggingu skíðaíþróttarinnar hér, því engum einstaklingi eigum við jafn mikið að þakka og virða fyrir þá uppbyggingu sem orðið hefur í þeirri íþróttagrein. Ég segi frá því hér að framan þeg- ar hann fyrstur manna leiðbeindi Austfirðingum í nútíma skíðaíþrótt- um. Síðar þegar hann fluttist til Nes- kaupstaðar og hafði forystu um upp- byggingu skíðaíþróttarinnar hér. Hér er ekki rúm til þess að rekja þá sögu í smáatriðum. Þó aðeins geta þess að eftir að Norðfjarðará var brúuð varð Oddsdalurinn okkar aðal skíðasvæði. Gunnar og Ingibjörg áttu þar lítinn sumarbústað á yndis- legum stað í dalnum og þar fengum við inni fyrstu árin. Síðan byggði Þróttur, upp úr viðum gamals húss, allstóran skíðaskála og þangað var farið um hverja helgi yfir veturinn, nema þegar veður og færi var mjög slæmt og var farartækið oftast vöru- bíll og mannskap og búnaði staflað á pallinn. Hamast var á skíðum fram í myrkur. Þá haldnar fjörlegar kvöld- vökur með sögum, söng og dansi. Og um hverja páska fór stór hópur strax á miðvikudegi inn í skíðaskálann í Oddsdalnum og var alla páskahelg- ina og var þá stundum messað þar. Þetta var dásamlegur tími. Svo koma Oddsskarðsgöngin og rafmagnið þar með. Þá fórum við Gunnar fljótlega að bollaleggja stór- framkvæmdir í skíðamannvirkjum þar. Gunnar var raunsærri en ég. Hann sá að allmiklar rannsóknir yrðu að fara fram á svæðum þeim sem þarna kæmu til greina og þess vegna vann hann að því í tvo vetur að mæla snjóinn og huga að ýmsum öðrum aðstæðum. Það fannst mér langur tími, en hann hafði rétt fyrir sér. Við urðum svo sammála um það að svæðið sunnan við Oddsskarðið væri það skynsamlegasta sem framtíðar skíðasvæði fjarðabúa. Bæði vegna þess hve það var skjólsælt og lá vel við sól og auðsótt fyrir allar ná- grannabyggðir og svo helsta svæðið til þess að fá fleiri sveitarfélög með í uppbygginguna. Og þá hófst það verk hjá Gunnari sem ég tel að hafi verið diplómatískt afrek, en það var að fá sveitarstjórn- ir þeirra byggðarlaga sem nú mynda Fjarðabyggð til samstarfs og sam- eignar um þetta mannvirki. Var þarna kannski lagður hornsteinninn að myndun Fjarðabyggðar? Hvort sem það er eður ei þá hefur þessi samvinna gengið stórkostlega vel og þetta mannvirki er eitt af því sem sættir fólkið við sína búsetu í Fjarða- byggð. Maðurinn lifir jú ekki á brauði einu saman. Hann þarf líka aðstöðu til tómstundaiðkana og óvíða líður manni betur en á þessu tignarlega og fagra skíðasvæði. Það eigum við fyrst og fremst Gunnari Ólafssyni að þakka. Þau Gunnar og Ingibjörg fluttu til Reykjavíkur árið 1984. Síðan þá hef- ur verið langt á milli endurfunda. Það er bara í draumum mínum sem við höfum haldið áfram að brasa saman. En margs er að minnast og margt er að þakka. Minningar eru líka fjársjóðir. Enn þá ylja minning- arnar um sumardagana þegar börn- in okkar beggja voru ung og við heimsóttum ykkur í litla kofann við tjarnirnar í Oddsdalnum og krakk- arnir léku sér á prömmum og flek- um. Svo og margra góðra stunda, fyrst í Heiðabýli, svo í skólastjórabú- staðnum og síðast í húsinu ykkar við Nesgötuna. Þetta er geymt en ekki gleymt. Að lokum, elsku Ingibjörg og syn- ir og þeirra fjölskyldur, við Guðrún og börn okkar sendum ykkur inn- legar samúðarkveðjur og þökkum ykkur allar góðar stundir. Stefán Þorleifsson. Við fráfall Gunnars Ólafssonar, fv. skólastjóra, kemur mér í hug: Vinátta hans og föður míns og samstarf þeirra að ungmenna- og íþróttamálum á Austurlandi en faðir minn mat Gunnar mjög mikils. Þá var einnig gott samband milli móður minnar og Ingibjargar, konu Gunn- ars. Dvöl mín á heimili Gunnars og Ingibjargar um sumardaga á miðri síðustu öld þegar ég var til náms í sundi í Neskaupstað en þar hafði ég hinn besta aðbúnað er ég í fyrsta skipti var einn að heiman ungur að árum. Samskipti við þau er ég síðar bjó í Neskaupstað, m.a. starf Gunnars að snjóflóðavörnum með reglubundinni könnun fjallshlíðarinnar og fór hann þá á skíðum kominn á áttræðisald- urinn og röskleiki hans er hann á sama aldri sló eitt sinn bæjarfógeta- garðinn. Mér er minnisstætt að- fangadagskvöld á heimili þeirra hjóna, góður hátíðarmatur og ánægjuleg samverustund. Það er bjart yfir minningu Gunn- ars Ólafssonar. Með honum er geng- inn merkur maður, einn þeirra sem voru í fylkingarbrjósti í skóla-, upp- eldis-, menningar- og íþróttamálum á Austurlandi á liðinni öld. Ég votta Ingibjörgu og fjölskyld- unni samúð mína. Þorsteinn Skúlason. Gunnar Ólafsson var maður lágur vexti og vel limaður, snar í hreyf- ingum og fylginn sér og varð þar lítil breyting á fram á níræðisaldurinn. Rætur átti hann á landinu vestan- verðu en Austurland varð starfsvett- vangur hans lungann úr ævinni og kennsla og skólastjórn meginvið- fangsefni. Undir það var hann vel búinn eftir nám í Flensborg og kenn- arapróf og bætti litlu síðar við sig íþróttakennararéttindum. Eftir fyrstu sporin sem kennari á ýmsum stöðum suðvestanlands á árum heimskreppunnar réðst hann til kennslu að Búðum í Fáskrúðsfirði haustið 1939, þá nýkvæntur lífsför- naut sínum Ingibjörgu Magnúsdótt- ur. Sjö árum síðar fluttu þau með stækkandi barnahóp til Neskaup- staðar þar sem Gunnar tók við stjórn barnaskólans. Skólastjóri var hann í aldarfjórð- ung, rækti það starf af stakri alúð og bjó fjölda ungmenna undir lífsstarf og frekara nám. Skólinn undir hans stjórn var ótví- rætt í fremstu röð og kom þar til samvalinn hópur vel menntaðra og áhugasamra kennara. Sá sem þetta skrifar náði korn- ungur að kynnast lítillega forystu ungmennafélaganna eystra um miðja síðustu öld. Það var glæsilegur hópur sem þar fór fyrir og þar mun- aði um Gunnar Ólafsson sem þá var um fertugt og orðinn reyndur í starfi að æskulýðsmálum og íþróttum. Ásamt Stefáni Þorleifssyni var hann helsti merkisberi æskulýðsstarfs í Neskaupstað, þeir félagar samhentir og skiptust á um forystu heima og á víðari vettvangi, m. a. var Gunnar formaður ÚÍA um árabil. Íþróttir og útivist voru á dagskrá árið um kring, starfið fjölþætt og snerist um fleira en fótbolta, því að á dagskrá voru einnig frjálsar íþróttir, sund, skíði og skautaferðir eftir því sem aðstæður frekast leyfðu. Skíðaskálinn á Odds- dal var reistur og litlu ofar á dalnum byggði Gunnar sér lítinn bústað þar sem fjölskyldan undi oft langdvölum yfir sumarið. Skíðaferðir voru Gunn- ari sérstaklega hjartfólgnar, þar á meðal langar göngur um páska, jafn- vel allt til Snæfells. Eftir að Gunnar lét af skólastjórn sökum aldurs en í fullu fjöri gafst tími til að sinna enn frekar hugðarefnum. Af mikilli framsýni gerði hann tillögu um skíðamiðstöð sunnan Oddskarðs og vann málinu fylgi þvert á allan byggðaríg. Ræktun lands og lýðs voru ein- kunnarorð ungmennafélaga og Gunnar í hópi þeirra sem létu sig dreyma um landvernd og ræktun skóga. Með Eyþóri Þórðarsyni og fleirum gekkst hann 1948 fyrir stofn- un Skógræktarfélags Neskaupstað- ar og var formaður þess um áratugi. Af því starfi spratt Hjallaskógur of- an byggðar í Neskaupstað, nú skjól- gott útivistarsvæði. Gunnar lagði ár hvert fram ómælt starf við gróður- setningu, viðhald girðinga og síðar grisjun. Umbunin fólst í að sjá ár- angur verka sinna en aldrei var spurt um laun í krónum og aurum. Þegar Hjallaskógur var orðinn stað- reynd var sótt fram með gróður- vernd í öllu landi kaupstaðarins að markmiði. Einnig tók hann að sér veðurathuganir og eftirlit vegna snjóflóða ofan byggðar, enn léttur á sér kringum sjötugt. Gunnar var í senn ósérhlífinn hugsjónamaður og maður framkvæmda, þolgóður með afbrigðum, léttur í lund og dagfars- prúður. Hann var sósíalisti að lífs- skoðun og náttúruverndarmaður, áhugasamur um þjóðmál og alþjóða- mál fram í andlátið og aldrei í vafa um með hverjum hann ætti samleið í stjórnmálum. Samstarf og kynni okkar Kristín- ar við Gunnar og Ingibjörgu og börn þeirra hafa verið mikil og náin og héldust eftir að þau fluttu suður. Nú þegar Gunnar er allur þökkum við það liðna og sendum fjölskyldu hans og vandamönnum kveðjur að austan. Hjörleifur Guttormsson. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. Nú saman leggja blómin blöð, er breiddu faðm mót sólu glöð, í brekkum fjalla hvíla hljótt, þau hafa boðið góða nótt. Nú hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut, en aftanskinið hverfur fljótt, það hefur boðið góða nótt. (Magnús Gíslason.) Já, elsku frændi minn, nú hefur þú kvatt okkur en minningin um þig mun lifa hjá okkur. Við munum muna þig best þegar við lítum til fjallatinda og förum um hálendið um dali og lautir. Þú hafðir mikla unun af útiveru og ferðum upp um fjöll og firnindi. Þú vissir um margar skemmtilegar leiðir og þekktir vel til, sérstaklega fyrir austan. Þú fræddir alla sem á vildu hlusta og smitaðir og vaktir með manni áhuga fyrir slíkum ferðum. Skíðaferðir fórstu margar og stundaðir þá íþrótt og skautaíþrótt- ina langt framyfir áttrætt. Þér féll sjaldan verk úr hendi, varst sívinn- andi og alltaf tilbúinn að hjálpa öðr- um. Eitt sinn eyðilagðist bílskúrshurð hjá mér. Þá komst þú og lagaðir hana svo hún varð sem ný aftur svo vandlega var frá öllu gengið og vel útfært. Það var fallegt handverk en ég fékk nú ekki að greiða þér fyrir viðvikið nema bara með því að þakka þér fyrir. Þannig varst þú. Ég var stolt af að eiga þig sem frænda, þú varst og verður alltaf góð fyrirmynd þeirra sem kynntust þér og muna þig. Þú varst fljótur til verks, kvikur á fæti enda alltaf vel á þig kominn líkamlega nema nokkra síðustu mán- uðina sem þú lifðir. Fljóthuga varstu, minnugur og skarpur, það var alltaf gaman að hitta þig og njóta þess fróðleiks sem þú áttir svo ríku- lega af. Ég bið Guð að blessa þig og fjöl- skyldu þína. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Blessuð sé minning Gunnars Ólafssonar. Fanný Jónmundsdóttir. Elskuleg móðir mín, HULDA HARÐARDÓTTIR, Kambaseli 85, frá Austurhlíð, Gnúpverjahreppi, sem andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtudaginn 8. janúar, verður jarðsett frá Stóra-Núpi laugardaginn 17. janúar kl. 14:00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Samtök sykursjúkra. Ólafur Steindórsson og aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.