Morgunblaðið - 15.01.2004, Side 14

Morgunblaðið - 15.01.2004, Side 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ BARNAGLERAUGU FRÆÐSLUFUNDUR verður haldinn þann 19. janúar nk. kl. 20 um gleraugu og börn í SJÓNVERND - þjónustumiðstöð á sviði augnlækninga Þverholti 14 - 105 Reykjavík - www.sjonvernd.is Á fundinum, sem er ætlaður aðstandendum barna sem þurfa að nota gleraugu, ræða sérfræðingar um ástæður þess að börn þurfa að nota gleraugu og hvernig góð barna- gleraugu skulu vera hönnuð og valin m.t.t. aldurs barnsins. Sjá má ferkari dagskrá fundarins á www.sjonvernd.is Aðgangur er ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá og tilkynna þátttöku í síma 511 3311. KRAKKAR OG GLERAUGU SÉRHÆFÐ BARNAGLERAUGNAVERSLUN STJÓRN George W. Bush Banda- ríkjaforseta hefur kynnt metnaðar- fullar áætlanir um að hleypa nýju lífi í geimrannsóknir. Eru þær ávöxtur opinbers starfshóps sem skipaður var til að endurmeta stefnuna í geim- rannsóknum eftir að geimferjan Col- umbia fórst í fyrra með sjö manna áhöfn. Er meðal annars stefnt að því að geimferjunum verði lagt fyrir árið 2010 og tekin í notkun önnur geim- skip, öruggari og ódýrari í rekstri. Komið verður upp fastri bækistöð á tunglinu og það sem vakið hefur mesta athygli, stefnt er að því að senda mannað geimfar til reiki- stjörnunnar Mars. Stjórn Bush vill að tunglferðir hefjist aftur árið 2015 og reynslan af þeim verði síðan notuð til að und- irbúa ferð til Mars nokkrum áratug- um síðar. Ekki er ljóst hvenær menn verða búnir að leysa öll tæknileg vandamál í sambandi við Marsferð en sumir vísindamenn álíta að nota yrði aðra gerð af hreyflum en hingað til. „Lykillinn að ferð til Mars er raf- eindakjarnaofn,“ segir Richard Heidmann, franskur sérfræðingur í gerð eldflaugahreyfla. Vandinn við að nota hefðbundið eldsneyti er að fyrirferð þess er svo mikil þegar rætt er um langt ferðalag. Erfitt og hættulegt Marsferð myndi að líkindum taka alls meira en eitt ár, fram og til baka og að sjálfsögðu lengur ef geimfar- arnir yrðu látnir dvelja á plánetunni einhvern tíma. Svo löng ferð í þyngd- arleysi og einangrun myndi reyna gríðarlega á geimfarana en til sam- anburðar má geta að ferð til tungls- ins tekur aðeins nokkra daga. Og hún er hættuleg. Loftsteinar geta gert gat á geimfarið, jafnvel þótt um örsmáa steina sé að ræða, vernda yrði ferðalangana fyrir lífshættuleg- um geimgeislum, þeir yrðu að taka með sér mörg tonn af mat, vatni og súrefni. Dvölin í geimbúningum í eyðimörkum Mars yrði einnig erfið, þar er ýmist óhemju mikill kuldi eða sjóðheitt og „andrúmsloftið“ saman- stendur af koldíoxíði sem er eitrað. Litmyndirnar sem geimjeppi Bandaríkjamanna hefur sent frá Rauðu plánetunni hafa aukið áhuga almennings vestra á því sem liðs- menn Bandarísku geimrannsókna- stofnunarinnar, NASA, eru að fást við. Ljóst þykir að forsetinn vilji nýta sér þann meðbyr til að fá sam- þykktar auknar fjárveitingar til geimrannsókna. Heimildarmenn BBC telja að svo geti farið að fjár- veitingar NASA verði auknar um allt að 5% árlega og sama segir The Washington Post. Nú fær NASA um 15,5 milljarða dollara á ári. Alltof dýrt? En ljóst er að kostnaðurinn við tunglstöðina og Marsferðina verður geysimikill og þess vegna efast sum- ir um að áætlanir Bush og manna hans séu raunhæfar. Fjárlagahalli og viðskiptahalli þjaka nú Bandarík- in og útgjöld til varnarmála fara vax- andi. Margir, jafnt stuðningsmenn Bush sem andstæðingar, spyrja því hvort nú sé rétti tíminn til að ýta svo dýrri hugmynd úr vör. Árið 1989 lagði þáverandi forseti og faðir þess sem nú er við völd í Hvíta húsinu, George Bush eldri, einnig fram til- lögur um nýtt átak í geimrannsókn- um. Er menn fóru að reikna út kostnaðinn varð niðurstaðan 400– 500 milljarðar dollara og svo fór að vegna efnahagskreppu voru hug- myndirnar lagðar á hilluna. Breskir sérfræðingar, þar á meðal Dick Taylor, benda á að nota mætti lítið aðdráttarafl tunglsins og senda geimfarið þaðan, þannig mætti spara dýrmætt eldsneyti. Vinna mætti hrá- efni til smíðarinnar að hluta úr jarð- vegi á mánanum og jafnvel framleiða eldsneytið í verksmiðju þar. Sumir hafa bent á að Kínverjar hafi lýst áhuga á að koma upp fastri rannsóknastöð á tunglinu og vilji Bush tryggja að Bandaríkjamenn verði fyrri til. Hafa stjórnmálaskýr- endur einnig velt því fyrir sér hvort Bandaríkjastjórn óttist að aðrar þjóðir nái fyrr en risaveldið tökum á því að nota sér geiminn í hernaðar- skyni. Reuters Fleiri stjörnur á fánann? Bush forseti vill leggja drög að tunglstöð og ferðum til annarra hnatta. Efasemdir eru um að þjóðin hafi efni á framtakinu. Washington. AFP, AP. FUGLAFLENSAN sem hefur herjað á kjúklingabú í Asíu að undanförnu gæti orðið hættu- legri og verri viðureignar en bráðalungnabólgan HABL, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO. Að minnsta kosti þrír hafa látist úr veikinni í Víetnam en verið er að athuga hvort dauða sex barna í viðbót megi rekja til flensunnar. Sjúkdóm- urinn hefur ekki borist á milli manna en fólk sem hefur veikst meðhöndlaði lifandi sýkta kjúk- linga. Ef veirunni tekst að þróa með sér eiginleika til að berast manna á milli yrði hún alvar- legt heilsufarsvandamál um all- an heim, að sögn Peters Cord- ingley fulltrúa WHO á svæðinu. „Þetta gæti hugsanlega orðið stærra vandamál en HABL því við höfum engar varnir gegn sjúkdómnum.“ Kona sprengdi sig í loft upp FJÓRIR biðu bana í sjálfs- morðsárás og sjö særðust er palenstínsk kona sprengdi sig í loft upp á fjölförnum vegi þar sem farið er frá Gaza-svæðinu inn í Ísrael, í gær. Konan var meðlimur í Hamas-samtökun- um en þetta er í fyrsta skipti sem þau láta konu gera slíka áras. Andlegur leiðtogi samtak- anna sagði að þau myndu hér eftir tefla fram kvenkyns árás- armönnum. Þeir sem létust voru Ísraelar en fjórir hinna særðu voru Palestínumenn. Árásarkonan var 21 árs. 37 fórust í flugslysi ÞRJÁTÍU og sjö létu lífið þeg- ar farþegaþota brotlenti í Uz- bekistan á þriðjudag. Vélin, sem var af gerðinni Yak-40, var að koma inn til lendingar í Tashkent, höfuðborg landsins, þegar slysið varð en mikil þoka var á svæðinu. Lendingarbún- aður vélarinnar virkaði ekki og féll hún því á jörðina þar sem kviknaði í henni. Þeyttist hún síðan út í nálæga á. Flugvélin var smíðuð í Sovétríkjunum fyrir 28 árum og átti fljótlega að hætta að nota hana. Á meðal hinna látnu var háttsettur sendifulltrúi Sameinuðu þjóð- anna. Arne Næss látinn NORSKI skipakóngurinn Arne Næss yngri, fyrrverandi eigin- maður söngkonunnar Díönu Ross, lést í fyrradag. Hann var að klifra fjöll nærri Höfðaborg í Suður-Afr- íku er slys varð, honum skrikaði fót- ur og féll til jarðar. Fé- lagar hans fundu hann látinn stuttu seinna en hann var vanur fjallgöngumaður. Næss eignað- ist tvö börn með Díönu áður en þau skildu árið 1999. STUTT Hættu- legri en HABL Arne Næss FYRRVERANDI yfirfjármálastjóri bandaríska orkusölufyrirtækisins Enron, Andrew S. Fastow, og eig- inkona hans, Lea, áttu í gær sam- kvæmt dómsátt að játa sig sek um aðild að umfangsmiklu bókhalds- hneyksli er varð fyrirtækinu að falli 2001, að því er heimildamenn tjáðu AP. Fastow er hæst setti stjórnand- inn í Enron sem játað hefur sig sek- an í tengslum við lögreglurannsókn bandarískra alríkisyfirvalda á hruni fyrirtækisins, sem er stærsta gjald- þrotamál í sögu Bandaríkjanna. Ekki var ljóst síðdegis í gær hvort dómsáttin fæli í sér að Fastow legði yfirvöldum lið við að höfða mál á hendur Kenneth Lay og Jeffrey Skilling, æðstu stjórnendur Enron. Hvorugur hefur verið ákærður og báðir segjast saklausir. Búist var við að Fastow-hjónin kæmu fyrir rétt í Houston í Texas í gærkvöldi og myndu lýsa yfir sekt sinni. Innherjaviðskipti og fjársvik Samkvæmt dómsáttinni hlýtur Fastow tíu ára fangelsi og um 20 milljóna dollara sekt en kona hans fimm mánaða fangelsi fyrir að játa á sig skattsvik. Hún var aðstoð- argjaldkeri hjá Enron. Í október 2002 var Fastow birt ákæra í 98 liðum, fyrir innherja- viðskipti, fjársvik, peningaþvætti, brot á skattalögum og fyrir að búa til flókinn vef sameignarfélaga og fjár- mögnunarleiða til að dylja skuldir, ýkja hagnað og veita milljónum doll- ara í vasa hans, fjölskyldu hans, vina og samstarfsmanna. Fastow er sagður hafa gegnt lyk- ilhlutverki í að fela um eins milljarðs dollara skuld Enron, en gjaldþrot fyrirtækisins í árslok 2001 varð m.a. til þess að fjöldi starfsmanna og fyrrverandi starfsmanna glataði öll- um lífeyri sínum, er bundinn var í hlutabréfum í fyrirtækinu. Fastow sjálfur, og aðrir yfirmenn, högn- uðust aftur á móti um tugi milljóna dollara með því að selja hlutabréf sín áður en ljóst varð hvert stefndi og bréfin urðu verðlaus. Kirby Behre, fyrrverandi alrík- issaksóknari, segir Fastow mega vera hæstánægðan með dómsáttina. Færi mál hans fyrir rétt gæti hann búist við að verða dæmdur í allt að 20 ára fangelsi. Annar fyrrverandi saksóknari, Philip Hilder, segir í við- tali við blaðið Houston Chronicle að það komi ekki á óvart að dómsátt hafi verið gerð í málinu. „Ákvæðin [í dómsáttinni] eru of góð til að hjónin geti hafnað þeim, og koma yfirvöld- um einnig vel.“ Fastow-hjónin hafa sagt að með dómsátt hafi þau fyrst og fremst vilj- að tryggja að þau þyrftu ekki bæði að fara frá sonum sínum tveim. Samsæri og skattsvik Lea Fastow var ákærð um sex at- riði, samsæri og skattsvik. Meðal annars er henni gefið að sök að hafa aðstoðað eiginmann sinn við að láta líta út fyrir að eitt sameignarfélagið væri með öllu óviðkomandi Enron til að fyrirtækið myndi áfram njóta til- tekinna skattfríðinda. Fyrrverandi aðstoðarmaður Fast- ows, Michael Kopper, hjálpaði yf- irvöldum að koma höndum yfir Fast- ow með því að játa sig sekan um peningaþvætti og samsæri um föls- un. Kopper bar fyrir dómi í ágúst í fyrra að Fastow hefði útvegað lán til fjárfestinga, tekið við þóknun undir borðið og gengið frá samningum sem voru hallkvæmir sameign- arfélögunum sem hann hafði stofn- að, fremur en Enron. Daginn eftir játningu Koppers samþykkti alríkisdómari að frystar skyldu rúmlega 23 milljónir dollara á bankareikningum Fastow- hjónanna, fjölskyldustofnunar þeirra, bróður Fastows, nokkurra fyrrverandi starfsmanna Enron. Þá voru frystar 3,9 milljónir dollara sem fengust við sölu á 1.000 fer- metra einbýlishúsi sem hjónin áttu í ríkmannlegasta hverfi Houston. Fyrrverandi yfirfjár- málastjóri Enron á bak við lás og slá AP Hjónin Lea og Andrew Fastow yfirgefa alríkisdómshúsið í Houston í Texas í maí í fyrra, eftir að Leu var birt ákæra í Enron-málinu. Houston. AP. ’ Ákvæðin eru ofgóð til að Fastow- hjónin geti hafnað þeim. ‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.