Morgunblaðið - 15.01.2004, Síða 34

Morgunblaðið - 15.01.2004, Síða 34
SKOÐUN 34 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ LEITARSTÖÐ Krabbameins- félagsins fagnar í ár 40 ára afmæli leghálskrabbameinsleitar. Árang- ur þessa starfs er ótvíræður hvað varðar áhrif leitar á bæði nýgengi og dánartíðni þess sjúkdóms sem er enn ein meginorsök dauðsfalla kvenna af völdum krabbameina í heiminum, sérstaklega ef litið er til þróunarlandanna. Á þessum tímamótum er því ástæða til að líta yfir farinn veg og til framtíðar en þar eru blikur á lofti . Leghálskrabba- meinsleit Fyrir meira en 50 ár- um gerði grískur læknir að nafni Pap- anicolaou þá uppgötv- un að með frumu- stroki frá leghálsi er unnt að finna þær konur sem eru í áhættu að fá legháls- krabbamein. Leit- araðferðin byggist á því að skafnar eru frumur frá legháls- inum, þeim strokið á gler, þær litaðar og síðan skoðaðar undir smásjá. Í smásjánni má greina breytingar í kjarna og frymi frumanna er gefa til kynna hvort konan hefur forstigsbreyt- ingar er leitt geta til krabbameins eða breytingar er benda til að hún hafi krabbamein á byrjunarstigi. Þær konur þurfa síðan á frekari rann- sókn að halda með svonefndri leg- hálsspeglun þar sem tekin eru vefjasýni til nánari rannsóknar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar ákvarðar hvort fjarlægja þurfi neðsta hluta leghálsins með keilu- skurði. Leghálskrabbameinsleit hófst hér á landi í júní 1964 og hefur að mestu beinst að konum á aldrinum 25–69 ára sem boðaðar hafa verið til skoðunar á Leitarstöð og flest- öllum heilsugæslustöðvum utan höfuðborgarsvæðisins á 2ja til 3ja ára fresti (mynd 1). Sjálfstætt starfandi kvensjúkdómalæknar taka einnig þátt í þessu starfi. Ár- angurinn er ótvíræður og kemur fram í að greining og meðferð for- stigsbreytinga og krabbameina á byrjunarstigi hefur lækkað ný- gengið um 65% og dánartíðnina um 76% (mynd 1). Hefur þessi ár- angur vakið athygli erlendra aðila er vinna að greiningu og meðferð þessa sjúkdóms og m.a. leitt til þess að Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin (WHO) hefur leit- að eftir sérfræðiþekkingu héðan við skipulagningu legháls- krabbameinsleitar utan Íslands. Forsendur árangurs Skipulag krabbameinsleitar er flókin forvarnaraðgerð er krefst sérfræðiþekkingar á mörgum svið- um, svo sem í frumu- og vefj- agreiningu, kvensjúkdómum, krabbameinslækningum, tölfræði, faraldsfræði, upplýsinga- og kennslufræði. Það þarf Krabba- meinsskrá til að fá fram upplýs- ingar um í hvaða aldurshópum sjúkdómurinn er algengastur, þjóðskrá til að geta boðað inn þær konur er falla undir leitaraldur og leitarskrá til að geta haft eftirlit með þeim konum er greinast með breytingar og fylgjast með mæt- ingum kvenna til leitar. Stjórnun leitarstarfsins skiptir þó mestu enda tengir hún saman alla áð- urnefnda þætti. Það er reynsla okkar og annarra er fást við svip- aða leit að árangur næst ekki nema öllum þessum skilyrðum sé fullnægt. Mikilvægi reglulegrar mætingar Gildi reglulegrar mætingar og góðs eftirlits kom berlega fram hér á landi er tímabundin hækkun varð á nýgengi sjúkdómsins eftir 1980 (mynd 2). Þessi hækkun varð eftir kröftuga lækkun á nýgenginu á tímabilinu 1969–1980. Í ljós kom að hækkunin eftir 1980 byggðist að mestu á konum sem ekki höfðu sinnt því að mæta reglulega til leitar. Þessi staðreynd leiddi til kerfisbreytinga í rekstri leitarinnar, sem m.a. fólu í sér bætt upplýsingaflæði til kvenna og end- urbætt eftirlitskerfi með þeim konum er greinast með af- brigðilega skoðun við leit. Þessar breyting- arnar leiddu til að mætingarhlutfall jókst á ný og komst hæst í um 82% (mynd 3). Samhliða þessari auknu mætingu lækk- aði nýgengið og náði nýju lágmarki eftir 1990. Þessi reynsla staðfestir hversu mik- il áhrif regluleg mæt- ing og öflugt eftirlit hefur á árangur leit- arstarfsins. Mæting yngri kvenna Leghálskrabbamein byrjar með vægum forstigsbreyt- ingum sem þróast síðan í mis- alvarlegar forstigsbreytingar og að lokum í krabbamein. Hér á landi hefur nýgengi þessara for- stigsbreytinga hækkað mikið frá árinu 1980 (mynd 4), og þá að- allega meðal yngri kvenna. Ástæð- ur þessarar hækkunar má vissu- lega að hluta rekja til frjálsari kynlífhegðunar og minni notkunar smokks við samfarir enda kemur það jafnframt fram í hækkandi tíðni chlamydíu sýkinga og kyn- færavartna. Vegna fjölgunar forstigsbreyt- inga meðal yngri kvenna eftir 1980 voru neðri mörk skoðunar- aldurs lækkuð í 20 ára aldur árið 1988. Léleg mæting yngri kvenna (59% á tímabilinu 2000–2002) veld- ur þó áhyggjum. Ástæða þessa getur tengst því að yngri konur geri sér ekki grein fyrir mikilvægi leitarinnar og er það afleitt með hliðsjón af því að þróunarferill sjúkdómsins er í sumum tilfellum svo hraður að byrjandi krabba- mein geta greinst með frumu- stroki innan þriggja ára frá síð- asta eðlilega frumustroki. Kynlíf og veirur Það hefur lengi verið vitað að leg- hálskrabbamein tengist kynlífi. Í þessu sambandi hafa verið nefnd- ar til ýmsar sýkingar auk annarra áhættuþátta, en á síðari árum hef- ur komið í ljós að þeir tengjast allir sömu veirunni sem nefnist HPV (human papilloma virus). HPV-smit er mjög algengt meðal yngri kvenna eða meira en 40% en lækkar hratt eftir 30–35 ára aldur og nær vissu jafnvægi eftir 45 ára aldur eða um 4%. Þessi lækkun með aldri er talin byggjast á því að ónæmiskerfi líkamans útrýmir veirunni áður en hún nær fótfestu í líkamanum. Í þeim tilvikum þar sem veiran nær fótfestu tengist hún við gen frumna í leghálsi, leg- göngum og burðarbörmum. Veiran veldur þar fyrst forstigsbreyt- ingum sem síðan þróast úr vægum í sterkar breytingar og síðan í krabbamein. Starfsemi í mótvindi Eftir Kristján Sigurðsson ’Það er því ljóstað ef ekki rætist úr þessum vanda mun það hafa þau áhrif að lengja verður millibil skoðana frá því sem nú er …‘ Kristján Sigurðsson UMRÆÐAN ILLUGI Jökulsson, minn gamli vinur og ritstjóri DV, gerði í gær athugasemdir við skrif mín um fjöl- miðla Baugs í Morg- unblaðinu á þriðju- dag. Hann svarar vitaskuld aðeins fyrir DV, en það er athygl- isvert að honum mis- líkar það helst að blaðið skuli sett undir sama hatt og Frétta- blaðið hvað áhrif eig- andans áhrærir. Að því leyti er gleðilegt að hann skuli í raun við- urkenna að eitthvað kunni að vera að hinum megin við ganginn í Skaftahlíð- inni. Af dæmunum, sem ég tók um DV, finnst Illuga það lélegt dæmi að nefna viðtal við einn af for- ráðamönnum KB banka þar sem kaup- aukamál þeirra hafi staðið sem hæst. Nú er það að vísu svo að mestur vindur var úr því máli þegar þar var komið við sögu, en athugasemd mín snerist um það að viðtalið hefði verið í silki- hanskastílnum og hún stendur. Það er hins vegar rétt hjá Illuga að ég hljóp á mig þegar ég fullyrti að starfsmaður Bónuss, sem var í vitorði með ræningjum í desem- ber, hefði verið nafngreindur í blaðinu. Svo var ekki, heldur voru ræningjarnir tveir ítrekað nafn- greindir í ýtarlegri umfjöllun blaðsins svo dögum skipti og enn sér raunar ekki fyrir endann á. Það er þá leiðrétt. En mér finnst með ólíkindum að Illugi skuli taka vörn Mikaels Torfasonar þegar kemur að áskorun meðritstjórans til forsætisráðherra um að ganga út og hengja sig að hætti Júdasar Ískaríots. Illugi segir það „absúrd túlkun“, en það er engin túlkun, maðurinn skrifaði þetta fullum fet- um og allt annað er túlkun. Jón Ásgeir Jóhannesson hefur aðeins gefið DV út í tvo mánuði, svo við skulum sjá til hvernig úr rætist. En sporin frá Frétta- blaðinu hræða og DV deilir útgef- anda og ábyrgðarmanni með því. Þegar stefna blaðsins end- urspeglar svo sömu afstöðu: að deila á óvini eigandans, skjalla vini hans og fjalla helst ekkert um hann og hans umsvif, þá er tæpast skrýtið þótt ég haldi því fram að hann sé óhæfur til þess að eiga fjölmiðla, hvað sem annað má segja um færni hans í að reka fyr- irtæki eða ráða sér starfsmenn. Svar til gamals vinar Andrés Magnússon svarar Illuga Jökulssyni ’En sporin frá Fréttablaðinu hræða og DV deilir útgefanda og ábyrgðarmanni með því.‘ Andrés Magnússon Höfundur er blaðamaður. GAUTI Kristmannsson skrifar grein hér í blaðið í gær, miðviku- daginn 14. janúar. Hann er aðjúnkt í þýð- ingafræði við Háskóla Íslands og hefur rit- dæmt ýmis bók- menntaverk fyrir Víðsjá í Ríkisútvarp- inu. Ævisaga mín um Halldór Kiljan Lax- ness er eina ævisagan, sem hann ritdæmdi í þættinum, svo að ég viti. Enginn getur haldið því fram, að hann sé sérfróður um ævisögur, enda hefur hann aldrei ritað neina slíka sögu sjálfur. Raunar liggur ekki annað eftir hann, ef marka má skrá Þjóðarbókhlöðunnar, en örfáar ritgerðir um þýðingar. Í ritdómi sínum sagði Gauti ekki kost og löst á bókinni, heldur réðst harkalega á mig. Áheyrendur Víðsjár hefðu ef- laust viljað fá að vita, hvort bókin væri læsileg, skemmtileg, fróðleg, sanngjörn gagnvart Nóbelsskáld- inu. Þeir hefðu viljað fá að vita, hverju hún bætti við vitneskju okk- ar um skáldið. Gauti svaraði ekki slíkum spurningum nema í skötu- líki. Þess í stað einbeitti Gauti sér að ásökunum í minn garð um óheið- arleg vinnubrögð. Ég hafði getið þess vandlega í eftirmála mínum, að ég tæki frásagnir skáldsins úr minningabókum hans og felldi inn í frásögnina, um leið og ég lagaði þær til eftir þörfum. Gauti segir, að slík almenn tilvísun mín nægi ekki, því að ég segi líka, að ég hafi beinar til- vitnanir í skáldið með sérstakri staf- setningu hans, en annað með venju- legri stafsetningu. En auðvitað hef ég lýsingar, sem ég tek frá skáldinu og set úr fyrstu persónu í þriðju persónu og breyti eftir eðli og þörf- um textans, með venjulegri stafsetn- ingu. Ég nýti mér lýs- ingar skáldsins á að- stæðum, atvikum og einstaklingum, eins og ég get samvisku- samlega um, laga þær til og felli inn í frásögn mína. Þetta hef ég margoft sagt. Í þessu fer ég að dæmi skálds- ins sjálfs, svo að ekki er leiðum að líkjast. Gauti vitnar til siða- reglna Háskóla Ís- lands, sem samþykktar voru, eftir að ég hafði skrifað bók mína. Þar segir á einum stað: „Kennarar, sérfræðingar og nem- endur setja ekki fram hugverk ann- arra sem sín eigin. Þegar þeir nýta sér verk annarra geta þeir ávallt heimilda í samræmi við viðurkennd fræðileg vinnubrögð.“ Það blasir við, að ég hef ekki brotið þessar siðareglur. Ég geri hvergi minnstu tilraun til að leyna því, að ég styðj- ist við minningabækur skáldsins, tek það sérstaklega fram í eftirmála og vitna 127 sinnum í þær í neð- anmálsgreinum mínum. Það hefur líka komið fram í umræðum síðustu vikna, til dæmis á blaðamannafundi Reykjavíkurakademíunnar um ævi- söguritun á dögunum, að margar ólíkar aðferðir eru til við ævi- söguritun. Sjálfur tel ég því, að ég hafi ávallt getið heimilda í samræmi við viðurkennd fræðileg vinnubrögð, þótt gera verði ráð fyrir því í verki mínu, eins og allra annarra, að þar séu einhverjar villur og eitthvað kunni að hafa fallið niður af vangá. Íþessu máli hefur ein fjöður orðið að fimm hænum. Eðlilegar umræð- ur um, hvernig nýta ætti lýsingar og minningar manns, sem um er skrifuð ævisaga, og hvernig vísa ætti í slík brot, hafa orðið að fjöl- miðlafári. Af einhverjum ástæðum voru sjónvarpsmenn til dæmis komnir á staðinn með upptökuvélar, þegar Gauti flutti ritdóm sinn. Þetta er áreiðanlega einsdæmi. Þetta mál á ekki heima á síðum dagblaða eða í fréttum ljósvakamiðla, heldur á ráð- stefnu um fræðileg vinnubrögð í ævisöguritun eða í þáttum um menningarmál. Ég hef einmitt lýst yfir því, að ég sé reiðubúinn að mæta Gauta Kristmannssyni í Víðsjá Ríkisútvarpsins og ræða við hann um ævisöguritun, en því hefur verið dauflega tekið. En í lokin get ég ekki stillt mig um að minna á orð Jóhannesar Kjarvals: „Ef þú vilt koma í veg fyrir að vera gagn- rýndur, þá skaltu ekkert gera, ekk- ert segja og ekkert vera.“ Ein fjöður orðin að fimm hænum Hannes Hólmsteinn Giss- urarson svarar Gauta Krist- mannssyni vegna ævisögu Hall- dórs Kiljans Laxness ’ Þetta mál á ekkiheima á síðum dagblaða eða í fréttum ljós- vakamiðla, heldur á ráð- stefnu um fræðileg vinnubrögð í ævisögu- ritun eða í þáttum um menningarmál.‘ Hannes Hólmsteinn Gissurarson Höfundur er prófessor í stjórn- málafræði í Háskóla Íslands og höf- undur fyrsta bindis ævisögu Halldórs Kiljans Laxness. Útsala - Útsala Klapparstíg 44 - sími 562 3614 Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Föt fyrir allar konur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.