Morgunblaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 35
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 35 HPV-próf og bólusetning Það, að veirur valdi þessum sjúk- dómi, hefur opnað nýjar leiðir til að greina rétt þær konur sem eru í raunverulegri áhættu að fá leg- hálskrabbamein og getur jafn- framt bætt eftirlit með þeim. Í dag eru aðgengilegar aðferðir til að greina veiruna hjá þeim konum sem sýkst hafa af henni. Erlendar rannsóknir sýna að beita má þess- um veiruprófum til að bæta núver- andi leit með hefðbundnum frumu- strokum. Þessi próf munu auðvelda eftirlit með þeim konum sem hafa endurteknar vægar og óljósar breytingar og auðvelda eft- irlit með konum eftir keiluskurð. Meðal eldri kvenna er unnt að nýta HPV-prófið til að sannreyna hvort kona um fertugt, sem hefur eðlileg fyrri frumustrok, sé laus við HPV-smit. Kona, sem á þeim aldri er laus við slíkt smit, þyrfti ekki að mæta til nýrrar leitar fyrr en eftir 4–5 ár, og mætti jafnvel hætta að koma til leitar eftir 60 ára aldur, svo fremi að ekki verð- ur breyting á kynlífshegðan henn- ar, maka hennar eða sambýlis- manns. Unnið er að þróun bóluefnis gegn HPV-veirunni m.a. með þátt- töku ungra íslenskra kvenna. Fyrstu rannsóknir lofa góðu og benda til að innan fárra ára verði komið á markaðinn bóluefni sem nota má til að bólusetja konur og karla fyrir kynþroskaaldur. Slík bólusetning mun ekki ná fullum áhrifum fyrr en að loknum heilum mannsaldri og mun því ekki gagnast meirihluta kvenna í dag. Nýskipan leitarstarfsins Stöðnun nýgengis og dánartíðni leghálskrabbameins eftir 1990 auk aukningar í fjölda forstigsbreyt- inga og fjölgunar legháls- krabbameina hjá yngri og mið- aldra konum hefur leitt til gerð nýrrar leitar- og rannsóknaráætl- unar á Leitarstöð sem tengir hið hefðbundna frumustrok við HPV- greiningarprófun. Kostnaðarauki er áætlaður um 25 milljónir árlega næstu fimm árin en mun síðan skila sér aftur í þjóðarbúið í færri tilfellum leghálskrabbameina og fækkun skoðana meðal eldri kvenna. Þessi leitaráætlun hefur verið kynnt heilbrigðisyfirvöldum en hefur ekki á þessu stigi hlotið samþykki þeirra. Blikur á lofti Frá upphafi hafa kvenskoðanir á Leitarstöð verið unnar í góðu samstarfi við kvennadeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss. Þetta samstarf hefur lengst af byggt á formlegum samstarfssamningi milli þessara stofnana en nú bregður svo við að Landspítali – háskólasjúkrahús hefur sagt upp þessu samstarfi frá 1. mars 2004. Ástæður þessa eru sagðar hlið- aráhrif af hvíldarákvæðum EES- samnings sem leiða til að læknar verða að hafa hvíld fyrir og eftir vakt en það leiðir í reynd til að færri læknar eru að störfum að degi til. Nýlegar sparnaðar- aðgerðir heilbrigðisyfirvalda eru einnig sagðar hafa leitt til harðn- andi aðhaldsaðgerða af hálfu stjórnenda spítalans. Af hálfu Leitarstöðvar hefur lengi verið leitað eftir nánara samstarfi við stjórn heilsugæslunnar í Reykja- vík. Þær tilraunir hafa til þessa skilað litlum árangi m.a. vegna áhrifa helgunarsamnings heilsu- gæslulækna sem takmarkar mögu- leika þeirra til starfa utan heilsu- gæslustöðva. Ástæður þessa ástands eru vafalaust fleiri en ástæðulaust er að tíunda þær frekar hér. Það er þó umhugs- unarefni að samningar um mönn- un stranda ekki á fjármagni þar sem Leitarstöð greiðir fyrir þessa þjónustu og er reiðubúin að gera svo áfram. Á vegum Leitarstöðvar eru ár- lega gerðar um 33.000 skoðanir vegna leghálskrabbameinsleitar og um 18.000 skoðanir vegna brjósta- krabbameinsleitar. Um 60% þess- ara skoðana fara fram á Leit- arstöð. Margar þessara kvenna leita eftir skoðun vegna einkenna og hafa þær forgang samkvæmt núgildandi samningi við heilbrigð- isráðuneytið. Það er því ljóst að ef ekki rætist úr þessum vanda mun það hafa þau áhrif að lengja verð- ur millibil skoðana frá því sem nú er og konum með einkenni verður vísað til bráðamóttöku og heilsu- gæslu eða til sérfræðinga á stofu. Þetta mun aftur leiða til aukinna vandamála þessara stofnana, auk- ins kostnaðar hins opinbera og nýrrar fjölgunar krabbamein- stilfella. Lokaorð Mikill árangur er af legháls- krabbameinsleit hér á landi og er markmið Leitarstöðvar að bæta þennan árangur enn frekar. Hvort svo verður er komið undir skiln- ingi heilbrigðisyfirvalda á nýsköp- un leitarstarfsins og vilja stjórn- enda Landspítala – háskólasjúkrahúss og Stjórnsýslu Heilsugæslu Reykjavíkur að leysa þau samstarfsvandamál sem við blasa. Höfundur er yfirlæknir Leitarstöðvar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.