Morgunblaðið - 15.01.2004, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 15.01.2004, Qupperneq 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 43 gat hugann. Jón frændi kunni líka öðrum mönnum fremur listina að gleðja og gefa og hvort sem það var mjúkt og þykkt handtak, gráfíkjur, glettnislegt bros, betri líðan, ópal- töflur, sögur, speki, tónlist eða eitt- hvað allt annað, þá voru gjafir hans alltaf dýrmætar fyrir þiggjandann. Hann fékk menn á sitt band. Ég minnist þess þó ekki að hafa end- urgoldið gjafirnar. Góð heilsa er mikils virði og lífið er þess virði að lifa því. Þetta vissi Jón frændi og hann var afkastamik- ill við að hjálpa fólki að ná og halda heilsu. Hann hafði fágæta hæfileika sem ekki er á mínu valdi að skilja eða skýra. Eftir að hefðbundnum starfsferli hans lauk vann hann merkilegt starf við að hjálpa öðrum til betra lífs. Hann skipulagði sig vel og varði af óeigingirni dýrmætum tíma sínum til þess að hugsa til fólks og hjálpa því í margs konar sjúk- dómsbasli og vanda. Hann var alltaf tilbúinn að gera öðrum mönnum gott. Á sinn hátt bætti hann líf margra og það var oft með óskiljan- legum hætti sem fólk hlaut betri líð- an og jafnvel bata fyrir milligöngu hans. Hann gaf sig þó aldrei út fyrir að vera læknir, hann forðaðist alla athygli, hreykti sér aldrei af störf- um sínum, en tók af hógværð og auðmýkt látlaust á móti fólki sem leitaði til hans frá öllum heimshorn- um. Þetta gerði hann án þess að sýna þreytumerki og það fram á síð- ustu daga ævi sinnar. Ég er þakklátur fyrir allar sam- verustundirnar og sérstaklega heimsóknirnar á heimili hans og Detel bæði í Reykjavík og Berlín. Við Elsa Friðrika hefðum svo gjarn- an viljað hafa hann ögn lengur. Gaman hefði þá verið að skreppa til Berlínar, eins og til stóð núna í jan- úar, og heilsa upp á Jón frænda inn- an um öll listaverkin hennar Detel, snæða morgunverð með þeim við fallega stofugluggann, hlusta á lífs- speki hans og spila púkk. Í návist Jóns var auðvelt að gleyma því að hann væri orðinn 94 ára að verða 95, eins og þegar við áttum síðustu kvöldstundina okkar saman og skemmtum okkur í Grillinu á Hótel Sögu síðastliðið haust. Hugur hans geystist glaður og frjór en líkaminn var orðinn lúinn og þá sérstaklega hjartað. Skallabolti var ekki lengur inni í myndinni og reiðhjólinu hafði verið lagt. Við erum mörg sem söknum hans og góðrar nærveru hans. Samvistir við hann voru gefandi og mannbæt- andi. Það að láta gott af sér leiða fékk nýja merkingu með Jóni frænda. Flýt þér, vinur, í fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgr.) Við Elsa Friðrika biðjum Jóni frænda blessunar Guðs á nýjum leiðum og sendum Detel, Hrafnhildi, Hallgrími og öllum þeim mörgu sem þótti vænt um Jón Sigurgeirsson innilegar samúðarkveðjur. Bjarni Torfason. Jón Sigurgeirsson var vitur mað- ur, andlega hugsandi og alltaf að miðla öðrum, í kennslu og spakmæl- um, stundum óskiljanlegum setn- ingum, sem kröfðust þess að viðtak- andinn þurfti að nota heilann. Mér finnst ég hafa þekkt Jón frænda minn alla ævi, það er senni- lega vegna þess að foreldrar mínir voru alltíðir gestir á heimili hans er ég var mjög ungur, þá safnaðist fjöl- skyldan saman til að horfa á fót- boltaleiki á Akureyrarvelli út um gluggana á Klapparstíg 1. Síðar er ég komst til vits og ára langaði mig til að kynnast þessum virta frænda mínum. Áttum við þá samtöl heima hjá honum um 1980. Þá kom út úr samtali okkar setning sem hefur fylgt mér alla tíð síðan. Er ég spurði hann hvað væri mikilvægast í lífinu sagði hann: „Það að lifa í „harm- ony“.“ Fyrstu dagana á eftir var þessi setning að þvælast í huga mín- um, fyrst vegna þess að ég var ekki viss um hvaða þýðingu hann hafði sett í orðið harmony, en eftir að hafa flett því upp og skilist að hann meinti samhljómur eða jafnvægi, var samt hægt að skilja þetta á marga vegu, en svona var Jón, ekk- ert endilega að skýra út það sem maður hafði gott af að finna út sjálf- ur og þar með hjálpaði hann til við manns eigin þroska. Jón kom víða við á lífsleiðinni, meðal annars lærði hann ungur múraraiðn, og var stoltur af þeirri iðngrein, kennari og síðar skóla- stjóri Iðnskólans á Akureyri, á fimmta áratugnum stóð hann að út- gáfu t.d. Laugardagsblaðsins í sam- vinnu við Braga Sigurjónsson, var formaður Guðspekistúkunnar „Systkinabandsins“ í um 30 ár og einn af fimm frímúrurum sem stofn- aði Sálarrannsóknafélagið á Akur- eyri, hann var líka einn af stofnend- um KA, rak á efri árum andlegan sumarskóla í Varmalandi með Úlfi Ragnarssyni lækni og hélt fjölda fyrirlestra víða um heim og var allt- af fræðandi, en um leið alltaf að læra, að mörgu leyti eins og full- numa. Margar sögur hafa verið sagðar af Jóni. Ein þeirra, frá Iðnskólaár- unum, er þannig að hugmyndaríkir nemendur voru búnir að sprengja fýlusprengju inni í kennslustofu, sennilega til að sleppa við tíma, en er Jón kemur inn og finnur þefinn, segir hann með sinni mjúku rödd: „Ilmur er þetta, drengir mínir, viljið þið ekki loka glugganum?“ Hann kenndi síðan allan tímann. Það þarf ekki að taka fram að slík brögð reyndu menn ekki oftar. En það er samt þrennt sem ein- kenndi persónu hans, það voru hlýtt og þétt handtak hans, reykelsisilm- urinn er komið var inn til hans og síðan þessi ótrúlega mjúka seiðandi rödd. Á ættarmóti á Stóruvöllum 1997 spurði ég hann hvort hann hefði eitthvað skoðað þetta fyrirbrigði sem nefnt er líföndun. Ekki var komið að tómum kofunum þar. Hann sagði að um 1930 hefði hinn danski Martinus kennt svipaða tækni og íþróttamenn væru að nýta sér með plástrinum á nefinu, nú til dags, það að auka súrefnisupptöku líkamans. Síðan setti hann tvo fing- ur ofan á nefið og andaði rösklega inn, og hélt inni andanum, lét síðan hægt frá sér loftið. Þetta átti að gefa aukna orku og lífsandann. Ég sá til hans sem skemmtilegs skólastjóra í Iðnskólanum, stjórn- anda funda í Guðspekifélaginu, þar sem hann var í essinu sínu, t.d. er Sigvaldi Hjálmarsson hélt fyrirlest- ur. Persónuleg samtöl sem voru markandi fyrir unga manneskju og síðar sem fræðandann á Varma- landi, alltaf jákvæður, alltaf skemmtilegur. Jón missti ungur konu sína Hrefnu, og átti með henni Hrafn- hildi og Hallgrím. Ég sendi þeim og fjölskyldum þeirra, auk síðari konu hans Ditel, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur með ljóssins minningu um genginn vitring. Hörður Geirsson. Maður í frakka með hatt, nýstig- inn af grænu reiðhjóli með böggla- bera, hringir bjöllu. Ung kona á sumarkjól kemur til dyra. Hún held- ur á litlum dreng … litlum ljóshærð- um dreng. Maðurinn heilsar. Hann tekur ofan, losar ökklaklemmur og stingur varfærnislega í vasa. Mað- urinn fer úr brúnum skóm og hengir frakkann á snaga. Drengurinn hefur ekki augun af manninum. Þetta er maður um fertugt, kvikur í hreyf- ingum og vel limaður. Þegar gengið er til stofu ókyrrist drengurinn og reynir að gera sig skiljanlegan með babli og bendingum. Maðurinn brosir og þykist eitt augnablik ekki skilja hvað hann vill. Hann fer í vas- ann og tekur upp ökklaklemmurnar en … Drengurinn hristir höfuðið. Maðurinn tekur litla kompu upp úr hinum vasanum, en drengurinn hristir aftur höfuðið. Faðir drengs- ins er kominn og heilsar manninum. Þeir eru auðsjáanlega bestu vinir. Drengnum er svo í mun að fá eða sjá eitthvað það sem aðkomumaður hef- ur í fórum sínum að hann togar fast í axlabönd föðurins og krafsar sig í fang hans. En hvað er það sem hann vill eða vantar? Maðurinn tekur drifhvítan klút upp úr buxnavasa sínum og sýnir dreng. Drengurinn þagnar. Þegar svo ekkert frekar gerist um stund ókyrrist hann aftur og fer að hossa sér eins og til að reka á eftir … en eftir hverju? Mað- urinn tekur nú með vasaklútnum um gljáandi sjálfblekung í brjóst- vasa, heldur honum upp að andliti drengsins, skrúfar varlega lokið af og ber upp að vörum sér. Eitt and- artak stöðvast tíminn. Og þrátt fyrir að þetta sé í þúsundasta skipti, sem þetta gerist á nákvæmlega sama hátt, eða í hvert einasta skipti, sem maðurinn kemur í heimsókn, er augnablikið galdur. Maðurinn blæs hljóðlega í pennalokið eins og pan- flautu og viti menn … Silungurinn eftir Schubert hljómar sem aldrei fyrr. Það er frost úti. Allir farnir að sofa. Snarkið í arninum er vinalegt og aftur stöðvast tíminn um stund. Drengurinn kveikir á reykelsi og setur George Szell og Budapest- strengjakvartettinn á fóninn. Silungakvintett í A-dúr opus 114 eftir Franz Schubert. Takk fyrir allt, Jón frændi … sakna þín. Egill Eðvarðsson. Kveðja frá Guðspekistúkunni Systkinabandinu á Akureyri Jón Sigurgeirsson gekk í Guð- spekistúkuna Systkinabandið á Ak- ureyri 23. maí 1941. Sama ár, eða á aðalfundi 1. júní, var hann kosinn formaður félagsins eða eins og stendur í gjörðabók Guðspekistúk- unnar Systkinabandinu frá 1941: „Formaður var kosinn nýr meðlim- ur Jón Sigurgeirsson er allir báru traust til að myndi fjelaginu happa- drjúgur.“ Reyndist það svo sannar- lega rétt því Jón var mikill hug- sjónamaður og vann félaginu mikið og óeigingjarnt starf í áratugi. Jón var formaður stúkunnar frá 1941 til 1947 og síðan aftur frá 1953 til 1985 eða í 38 ár. Ég kynntist Jóni Sigurgeirssyni þegar ég var rétt undir tvítugu, þeg- ar hann ásamt foreldrum mínum rak sumarhótel um nokkurra ára skeið. Jón var þá kominn upp undir sjötugt en mér er það minnisstætt hversu unglegur og fullur orku hann var. Í huga Jóns virtust heldur aldr- ei vera til nein vandamál, heldur bara eitthvað sem þyrfti að vinna í. Ég minnist Jóns líka sem glaðværs manns sem grínaðist við okkur stelpurnar í eldhúsinu og gaukaði að okkur frímiðum í bíó, sem honum höfðu áskotnast. Skildi leiðir eftir þessi ár, en minningin um Jóns Sig- urgeirsson lifir í huga mínum sem ein af góðu, hlýju minningunum. Við jarðarför Sigurgeirs Jónsson- ar föður Jóns, sem vann ötult starf fyrir Guðspekifélagið, var flutt eft- irfarandi kvæði sem kveðja frá Guð- spekifélagi Íslands og finnst okkur í Guðspekistúkunni Systkinabandinu það eiga vel við sem minning um son hans einnig: Í dagsins önn, í draumsins móðu dísir tvær við hlið þér stóðu. Söngsins dís við hægri hönd hjarta lyfti hátt og vilja. – Hin þér kenndi líf að skilja, brekkusækin, vinahönd. Þökk sé dísum þessum góðum. Þú munt enn á hulduslóðum með ljúfu geði lúta þeim. Megi þær svo vísa veginn og vera með þér hinum megin, – ekki síður en hér í heim. Ötull, trúr, með ilm í sporum aldrei brást þú málstað vorum. Þar var blóð og fjör þitt falt. Það skal odd og eggjar brýna. – Ei skal harma burtför þína, Heldur þakka eitt og allt! Fyrir þínar fögru tryggðir, Fyrir allar þínar dyggðir. – Allt, sem vannstu og varstu oss, hafðu þakkir, hollvin góði. Hjartans kveðja í þessu ljóði berst þér – eins og bróðurkoss. Það er bjart yfir minningu Jóns Sigurgeirssonar og samkvæmt fræðum guðspekinnar er dauðinn í raun alltaf hlið eða inngangur að öðru og fyllra lífi. Þess vegna fyllum við ekki hug okkar af sorg og sökn- uði þegar við minnumst horfins vin- ar og samherja, heldur þakklæti og vongleði. Eftirlifandi eiginkonu Jóns, börn- um og öðrum vandamönnum send- um við samúðarkveðjur við fráfall ástvinar. Fyrir hönd félaga, Eva Sólveig Úlfsdóttir formaður. Nú er okkur horfinn sjónum Jón Sigurgeirsson fyrrum skólastjóri hér á Akureyri. Hann fæddist á Ak- ureyri, eitt hinna níu barna sæmd- arhjónanna Júlíönu Friðriku Tóm- asdóttur (1872–1953) og Sigurgeirs Jónssonar (1866–1954) organista og söngstjóra. Eftir stúdentspróf frá MA 1929 nam Jón tungumál og sálarfræði við háskóla í Þýskalandi og Svíþjóð. Síðan tóku við margra áratuga kennslustörf og skólastjórn í hans gömlu heimabyggð hér á Akureyri. Jón var óvenju fjölhæfur maður og fróður og leituðu margvísleg fé- lög liðsinnis hans og leiðbeininga og má þar nefna Rotary- og Frímúr- arahreyfingar, Tónlistarfélagið og Knattspyrnufélag Ak. Hann starfaði einnig allmikið í félögum sem létu til sín taka andleg málefni og heilsu- rækt. Jón var einn hinna 12 ungmenna sem stofnuðu KA 8. janúar 1928 á heimili Schiöthshjónanna í Hafnar- stræti 23 í Innbænum og eru þeir nú við fráfall Jóns allir horfnir á annað tilverustig. Stjórn KA fyrstu tvö ár- in skipuðu þeir félagarnir Tómas Steingrímsson formaður, Helgi Schiöth gjaldkeri, Jón ritari og Eð- varð bróðir hans varaformaður. Þeir reyndust helstu máttarstólp- ar félagsins á flestum sviðum, bæði vörðuðu þeir veginn og réðu stefnu KA fyrstu árin og voru auk þess all- ir meðal hinna vöskustu á orustu- velli knattspyrnunnar. Jón bar hag og heill KA mjög fyr- ir brjósti og fylgdist grannt með allri framgöngu síns gamla félags, þótt úr fjarska væri. Það var alltaf skemmtilegt og fróðlegt að hlusta á spjall þessara gömlu garpa um keppnir, skemmt- anir eða ferðalög og ekki minnkuðu ærslin ef þeir Júlli Jóns eða séra Róbert Jack lögðu orð í belg og krydduðu frásögnina! Jóni þakka ég alla vinsemd, ýms- an fróðleik og ánægjulegt samstarf í stjórn Tónlistarfélagsins árin 1966– 1969. Hann var einstaklega vandvirkur og nákvæmur í öllum störfum og gæddur fágætri ljúfmennsku í allri framkomu. KA kveður nú þennan merka brautryðjanda með virðingu og þakkar hans ágætu störf, íþróttaaf- rek og órofa tryggð. Eftirlifandi eiginkonu hans, Detel Aurand, og öllu skylduliði vottum við innilega samúð. F.h. stjórnar KA, Haraldur Sigurðsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR frá Burstafelli í Vestmannaeyjum, Hvassaleiti 58, Reykjavík, lést á heimili sínu að kvöldi mánudagsins 12. janúar. Árndís L. Óskarsdóttir, Friðrik J. Sigurðsson, Óskar S. Óskarsson, Kirsti H. Óskarsson, Ólafur Óskarsson, Fanney Valgarðsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir. GUÐMUNDUR GÍSLASON brúarsmiður, lést á Heilbrigðisstofnun Hvammstanga þriðju- daginn 13. janúar. Útförin auglýst síðar. Ása Guðmundsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Þorgerður Guðmundsdóttir, Kristján Björnsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Sigurður Björnsson og fjölskyldur. RAGNAR JÚLÍUS SIGFÚSSON frá Skálafelli, sem lést mánudaginn 5. janúar sl., verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju laugardaginn 17. janúar nk. kl. 14:00. Fyrir hönd aðstandenda, Þorbjörg Jónsdóttir. Frænka okkar, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Akurgerði 17, lést á heimili sínu mánudaginn 12. janúar. Gunnar Pétursson, Kristín Jóhannesdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.