Morgunblaðið - 15.01.2004, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 15.01.2004, Qupperneq 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 45 bezta með ríka frásagnargáfu, myndvirk með afbrigðum og hörku- dugleg, en í muna efst á kveðjustund er hlýja hjartans og það yndislega viðmót sem ég og mitt fólk urðum ævinlega aðnjótandi. Heimili hennar var ætíð hið smekklegasta, enda Inga fagurkeri í eðli sínu, þangað var gott að koma og vera og það fengu börn mín tvö svo sannarlega að reyna er þau áttu hjá henni vetrarvist á Eskifirði vegna skólagöngu og einlægt er þakklæti þeirra nú er leiðir skilja, alúðarfull umhyggjusemi hennar aldrei þökkuð sem skyldi. Hún Inga mín var um svo margt gæfumanneskja, eigandi sex dug- andi efnisbörn, sem eiga sér lífssögu góða og hafa komið sér vel áfram í lífinu, en of oft skyggði að í hennar lífi. Áfallið mesta er hennar vel gjörði og harðduglegi eiginmaður Sigurður Jónasson hvarf í hafið með skipsfélögum sínum á Hólmaborg og aldrei fengizt vitneskja um hversu hinztu örlög þeirra bar að. Þá voru yngstu synirnir enn á barnsaldri og hin börnin á aldrinum 14–22ja ára. Þegar þessi hörmulegu tíðindi dundu yfir komu sér vel afburða- dugnaður ekkjunnar og útsjónar- semi, ásamt öllum öðrum góðum mannkostum sem hún Inga var búin. Fleiri urðu áföllin á lífsins leið og þess skemmst að minnast er dótt- ursonur hennar og sonur hans fórust í snjóflóðinu á Flateyri. En Inga bar ekki sorgir sínar á torg þótt hjartans undir hafi blætt, sem barn átti hún við harðneskju að búa, þegar hún eins og fleiri systkini hennar urðu að fara úr foreldrahúsum til ókunnugra til ótrúlegra erfiðisverka og átti hún Inga margar sögurnar af því í sínu trúa minni. Hún átti hins vegar atlæti gott á Eskifirði eftir að hún ung að árum fór þangað og minntist oft Vilborgar fóstru sinnar sem hún svo kallaði og kærleika hennar, en Vilborg var kona móðurbróður hennar, Helga. Og fagrar voru minningarnar um ást og elsku foreldranna fyrir norðan, sem bjuggu við svo kröpp kjör, en áttu undurmargt að gefa. Henni Ingu var enda tamara að tala um sólskinsstundirnar í lífi sínu, hún var ljóssins barn, trúuð mjög og var búin ófreskigáfu góðri, sannfærð um vegferð okkar á öðrum leiðum að lokinni lífsgöngu hér. Við Hanna og okkar fólk kveðjum með djúpri þökk og virðingu þessa miklu öndvegis- konu, þessa síungu konu reisnar og rausnar. Við sendum frændsystkinum mín- um einlægustu samúðarkveðjur. Megi för hennar verða björt og góð á þeim ljóssins leiðum sem hún trúði svo einlægt á að gengnar yrðu. Veri elskuleg frænka og vinkona kært kvödd. Helgi Seljan. Elsku amma, þú varst skemmtileg kona og hreinskilin. Hafðir mjög gott minni og áttir auðvelt með að glæða frásagnir húmor og gleði, þess vegna var fróðlegt og notalegt að vera með þér. Þú hafðir ákveðnar skoðanir, gafst okkur góð ráð og varst óspör á að hrósa okkur fyrir það sem við gerð- um og þér líkaði. Við erum þér afar þakklát fyrir alla hlýju straumana sem við fengum frá þér í gegnum ár- in. Oftast komstu til okkar færandi hendi og oftar en ekki með fallega hluti, sem þú hafðir sjálf búið til handa okkur. Ólíka hluti sem hafa undanfarin ár raðast í kringum okk- ur hérna heima og bera smekkvísi þinni og vandvirkni glöggt vitni. Þeirra á meðal eru jólatrén tvö, sem áfram munu lýsa hjá okkur um jólin. Elsku amma, við þökkum þér fyrir að vera amma okkar, á þinn fram- úrskarandi hátt. Hinstu kveðjur, Hlíf, Sigurður, Jónas Grétar og Kristinn Arnar. Góða nótt, elsku langamma, og flögrandi englar syngja þar til þú hvílist. Sjáðu, englar allt um kring. Róbert og Clara Rún. HINSTA KVEÐJA Ég kynntist Ernu fyrir rúmum tuttugu árum þegar við hófum starf saman í skóla- tannlækningum í Reykjavík. Þetta var í Álftamýrar- skóla. Það leiddi til samstarfs okkar á stofu minni í Reykjavík; fyrst á Lindargötu 50 og síðar Ármúla 26 þar sem Erna starfaði síðan óslitið eins og heilsa hennar leyfði. Eitt af mikilvægari störfum starfsstúlku tannlæknis er móttaka sjúklings. Hún er oft fyrsta persón- an sem sjúklingur talar við og það er því mikilvægt að þau kynni séu sem best. Þetta ræktaði Erna vel. Hún var mjög næm á þennan þátt og virt- ist henni eiginlegur. Hún hafði þægi- lega nálgun við sjúklingana ekki síst þá sem voru svolítið viðkvæmir við sína fyrstu komu á stofuna. Maður kynnist samstarfsmanni nokkuð vel á löngum tíma á litlum vinnustað og í gegnum tíðina höfum við átt margar samræður hvort held- ur um persónuleg málefni var að ræða eða það sem efst var á baugi á hverjum tíma. Oft fóru fram líflegar umræður á kaffistofunni þar sem dægurmálin og stjórnmálin voru gjarnan krufin og var Erna fylgin sér í pólitíkinni. Svona stundir eru ljúfar í minningunni. Fjölskyldan var Ernu mjög mik- ilvæg. Hún ræddi oft um fólkið sitt sem hún var mjög stolt af og ég AÐALHEIÐUR ERNA GÍSLADÓTTIR ✝ Aðalheiður ErnaGísladóttir fædd- ist í Reykavík 1. júlí 1941. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 23. desember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 6. janúar. skynjaði fljótt hvað það var mikill miðpunktur í hennar lífi. Hún sakn- aði þess að hafa ekki eina barnabarnið sitt Einar svolítið nær en svo sem kunnugt er býr fjölskylda hans í Bandaríkjunum. Erna var félagsvera. Hún naut sín í góðra vina hópi. Hún var til margra ára virkur fé- lagi í áhugaleikhúsi í Mosfellsbæ. Hafði hún góða leikhæfileika hvort sem um var að ræða röggsama ráðskonu eða grín- ara svo eitthvað sé nefnt. Við kveðjum Ernu í dag. Ég minn- ist hennar með hlýhug og þakklæti fyrir gott samstarf og við hjónin sendum fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurjón Sigurðsson. Við nágrannar Ernu og Odds í Stórateig minnumst konunnar með bjarta brosið, sem var einn af land- nemum í götunni okkar á sínum tíma þegar hún var skipulögð og byggð. Lengstur hluti af ævi okkar hefur farið hér fram, um þrjátíu ár. Það var stutt leið eftir gamla hitaveitu- stokknum milli húsanna okkar á hlýjum sumardegi að hittast og skrafa saman. Erna var öflugur stuðningsmaður Leikfélags Mosfellssveitar, sem í dag hefur það orð að vera eitt sterk- asta áhugamannaleikfélag landsins. Hún menntaði sig í leiklist sem ung kona og varð síðan einn af stofn- félögum Leikfélags Mosfellssveitar. Það varð leikfélaginu mikill styrkur að fá hana til liðs við sig. Erna leik- stýrði sakamálaleikritinu Gildrunni á sínum tíma og lék mörg hlutverk um tíðina á sviðinu, bæði í Hlégarði meðan leikfélagið hafði aðstöðu þar og síðan í Bæjarleikhúsinu, sem hef- ur nú aðsetur í gömlu Áhaldahúsi Mosfellsbæjar. Þetta hús þarf nú innan tíðar að hverfa vegna nýrra skipulagshugmynda og væri ekki úr vegi að í minningu Ernu sem frum- kvöðuls menningarmála í Mos- fellsbæ yrði stutt við nýtt húsnæði fyrir leikfélagið. Erna tók sér hlé um nokkurt skeið frá leiklistinni, en kom síðan aftur til starfa sl. haust í revíu Leikfélagsins, sem fjallaði um inn- ansveitarmál, en þar kom hún sterk- ust fram í hlutverki konu, sem fór með aldraða móður sína á heilsu- gæslustöð. Erna féll fyrir aldur fram vegna okkar skæðasta sjúkdóms. Eigin- manni hennar, Oddi Gústafssyni, dætrum og fjölskyldu eru sendar samúðarkveðjur. Gylfi Guðjónsson, Elfa Guðmundsdóttir og fjölskylda. Kveðja frá Leikfélagi Mosfellssveitar Stillt og hljótt í stjakans hvítu hönd, milt og hljótt fer sól yfir myrkvuð lönd. Ei með orðaflaumi mun eyðast heimsins nauð. Kyrrt og rótt í jörðu vex korn í brauð. (Jón úr Vör.) Það var ekki ónýtt fyrir nýstofnað leikfélag í litlu sveitarfélagi árið 1978 að hafa innanborðs Ernu Gísladótt- ur. Hún hafði útskrifast frá Leik- skóla Leikfélags Reykjavíkur árið 1965. Flutti í Mosfellssveitina upp úr 1970 og varð einn af stofnendum Leikfélags Mosfellssveitar. Hún fylgdi því frá upphafi, sá það vaxa og dafna og tók þátt í starfi þess af atorku alla tíð. Lék, leikstýrði, sat í stjórn og nefndum. Hún sagði sínar skoðanir umbúðalaust og lét menn heyra ef eitthvað vantaði upp á metnað og vandvirkni. Bar hag félagsins mjög fyrir brjósti. Okkur félaga hennar óraði ekki fyrir því á liðnu vori þegar við kvödd- umst eftir ánægjulegt leikár að það væri í síðasta sinn sem Erna yrði með okkur. Við höfðum öll góð orð um að hittast aftur að hausti á nýju leikári og halda áfram að vinna sam- an að góðri leiksýningu. Það var því skarð fyrir skildi þegar við hittumst aftur snemma vetrar og Ernu vant- aði. Við höfðum frétt á haustdögum að hún væri veik en vonuðum öll að það gengi yfir og hún mætti aftur einn daginn hress og kát. Það fór á annan veg, nú þegar hún hefur siglt út á haf eilífðarinnar og hverfur okk- ur við sjóndeildarhring þar sem við félagar hennar stöndum hnípnir eftir í svörtum fjörusandinum munum við geyma mynd hennar og minningu um góðan félaga í hjarta okkar um ókomna daga. Leikfélag Mosfells- sveitar þakkar Aðalheiði Ernu Gísa- dóttur samfylgdina og biður Guð að blessa minningu hennar. Við sendum Oddi, Diljá, Hildi, tengdasonum og barnabarni innilegar samúðarkveðj- ur. Zewdu Daniel Woube kom hingað til Íslands frá Eþíópíu fyrir tæpum 20 árum. Hann hafði þá stundað nám í jarðfræði í heimalandinu og kom hingað til frekara náms í Jarðhita- skóla Sameinuðu þjóðanna. Að námi loknu bar honum að fara aftur til heimalands síns. Því hafnaði hann al- gjörlega og óskaði eftir hæli sem pólitískur flóttamaður. Hann hafði ótta af ógnarstjórn Mengistus, sem stjórnaði Eþíópíu með aðstoð hers- ins og í anda Afríku-kommúnismans. Án efa taldi hann einnig afkomu sinni betur borgið hér en í Eþíópíu þar sem ríkti hungursneyð og hall- æri. Um tíma stóð í stappi um hvort hann fengi landvist hér og var hann þá nánast í felum af ótta við að verða sendur úr landi. Eftir mikið þjark fékk hann landvistarleyfi. Hann kvæntist íslenskri konu, Oddnýju Sverrisdóttur. Þau eignuðust eina dóttur, Hönnu Karen. Zewdu fékk ekki starf á sviði jarð- fræði og vann um tíma sem verka- maður í Vestmannaeyjum og Eyja- firði. Síðan ákvað hann að fara í Tækniskólann og nema röntgen- tækni. Námið gekk vel og lauk hann prófi 1993. Hann starfaði um tíma á Landspítalanum, en eftir að hann og Oddný slitu samvistum fluttist hann til Danmerkur. Hann var þá orðinn íslenskur ríkisborgari og var alsæll ZEWDU DANIELS WOUBE ✝ Zewdu DanielsWoube fæddist í Eþíópíu 22. júlí 1962. Hann lést í Dan- mörku 31. desember síðastliðinn og fór útför hans fram í Kalundborg 6. jan- úar. með það öryggi, sem ríkisborgararéttinum fylgdi. Í Danmörku fékk hann gott starf á sjúkrahúsi og kynntist þar danskri konu, Rikke Möller. Þau gift- ust og settust að í Kal- undborg. Þau komu sér vel fyrir í fallegu húsi og lífið blasti við þeim og þremur börnum þeirra. Aðfaranótt gamlársdags lést Zewdu í svefni. Hann mun hafa fengið blóð- tappa í hjartað. Hann varð aðeins 41 árs gamall. Zewdu hafði ákveðið að heim- sækja heimaland sitt, Eþíópíu, 17. janúar og hefði það orðið í fyrsta skipti frá því hann fór að heiman fyr- ir um 20 árum. Hann ætlaði að kveðja aldraðan föður sinn, sem vart var hugað líf eftir mikil veikindi. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Zewdu bjó lengi á heimili undirrit- aðs. Hann var einstaklega ljúfur og góður maður og munu flestir minn- ast hans með mikilli hlýju, einkum börnin, sem mjög löðuðust að hon- um. Zewdu kom úr menningarheimi, sem mjög er ólíkur okkar. Á stund- um var líf hans erfitt og jafnvel þján- ingafullt. En hann gafst aldrei upp og síðustu árin, með fjölskyldunni í Kalundborg, voru hans hamingju- og blómaskeið. Hann unni Íslandi, dótt- ur sinni, Hönnu Karen, og bar mik- inn hlýhug til fyrrverandi eiginkonu sinnar. Þessu sérstaka lífshlaupi er nú lokið og margir syrgja elskulegan mann, sem örlögin skópu óvenjuleg- an lífsferil á ströndum fjarri heima- högum. Vilji einhverjir senda samúðar- kveðjur til Kalundborg, þá er vef- fangið >rikke.möller@adr.dk<. Árni Gunnarsson. Bróðir okkar, STEINGRÍMUR ARASON verkfræðingur, Kópavogsbraut 1c, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstu- daginn 16. janúar kl. 15.00. Bjarni Arason, Snjólaug Aradóttir, Guðmundur Arason. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, FRIÐRIK INGÓLFSSON, Laugarhvammi, Tungusveit, lést á Heilbrigðisstofnun Skagfirðinga sunnu- daginn 11. janúar síðastliðinn. Hann verður jarðsunginn frá Reykjakirkju þriðjudaginn 20. janúar kl. 14.00. Sigríður Magnúsdóttir, Erling Jóhannesson, Hulda Garðarsdóttir, Helgi Friðriksson, Sigríður Viggósdóttir, Sigurður Friðriksson, Klara Jónsdóttir, Jónína Friðriksdóttir, Stefán Sigurðsson, Sólveig Friðriksdóttir, Kolbeinn Erlendsson, Rúnar Friðriksson, afabörn og langafabörn. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG MARÍA SIGFÚSDÓTTIR frá Stóru-Hvalsá, Hrútafirði, andaðist á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði aðfaranótt þriðjudags 13. janúar. Gunnbjörn Jónsson, Kristín Gróa Gunnbjörnsdóttir, Ingimar Kristjánsson, Sigfús Brynjar Gunnbjörnsson, Anna Björk Brandsdóttir, Jón Valdimar Gunnbjörnsson, Ragna Jóna Helgadóttir, Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir, Rósinkar Snævar Ólafsson, Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir, Heimir Lárus Hjartarson, Guðjón Heiðar Gunnbjörnsson, Elínborg Sigvaldadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.