Morgunblaðið - 15.01.2004, Side 48

Morgunblaðið - 15.01.2004, Side 48
MINNINGAR 48 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Tómas SigurðurJóhannsson fæddist í Reykjavík 30. janúar 1926. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi 3. janúar síðast- liðinn. Foreldrar Tómasar voru hjónin Sesselja Jónsdóttir, f. á Skeiði í Svarfaðar- dalshr. 13. október 1883, d. 30. maí 1932 og Jóhann Kr. Svein- björnsson, f. á Brekku í Svarfaðar- dal 9. janúar 1884, d. 8. mars 1968. Eitt syskina Tómas- ar dó í frumbernsku en hin voru Jón Tryggvi, f. 1906, d. 1962, Anna Aðalheiður, f. 1909, d. 1958, Stef- anía Ólöf, f. 1912, d. 1985, Nanna, f. 1915, d. 1934, Sesselja Guðrún, f. 1918, d. 1974 og Björn, f. 1922, d. 1944. Tómas kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Brynju Gestsdóttur á Siglufirði, 26. desem- ber 1947 og eiga þau þrjú börn: 1) Gunnar Hilmar, f. 1947, börn hans eru Ragnar Vil- berg, Caroline María, Díana Brynja Madeleine og Natalie Viktoria. 2) Jóhann Sveinbjörn, f. 1949, maki Bryndís Guð- mundsdóttir, börn þeirra eru Tómas Helgi, Guðmundur Freyr og Guðrún Arna. 3) Hrafnhild- ur, f. 1956, maki Gunnar R. Sverrisson, börn þeirra eru Andri Tómas og Thelma. Á Siglufirði starfaði Tómas lengst af hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. 1983 fluttust Brynja og Tómas til Reykjavíkur, þar sem hann starfaði hjá iðnaðardeild ÁTVR til ársloka 1996. Útför Tómasar fór fram í kyrr- þey, að ósk hins látna. Pabbi var sólskinsbarn. Þegar hann fæddist í Reykjavík árið 1926 höfðu foreldrar hans, Jóhann Svein- björnsson frá Brekku og Sesselja Jónsdóttir frá Tjörn í Svarfaðardal, nokkur ár um fertugt. Að baki voru erfið ár harðrar lífsbaráttu í Svarf- aðardal, Sauðanesi á Upsaströnd og Dalvík. Amma hafði veikzt alvarlega og afi orðið að leysa upp heimilið. Pabbi kom nú eins og ljósgeisli inn í líf fjölskyldunnar sem hafði samei- nazt á ný. Hann átti einstaklega blíða móður og var eftirlæti systkina sinna. Afi var sjómaður á togurum meðan tíminn staðfesti fullan bata ömmu. Vorið 1930 fluttist fjölskyld- an til Siglufjarðar þar sem afi hafði fengið stöðu tollvarðar. Sumarið 1932 dró ský snöggt fyrir sólu er amma lézt í hörmulegu slysi. Minn- ing hennar var áreiðanlega það helg- asta sem pabbi geymdi í sinni hreinu sál. Síðar giftist afi góðri konu, Guð- nýju Guðmundsdóttur. Þau náðu bæði háum aldri og létust á Hrafn- istu í Reykjavík. Slys, veikindi og ótímabær dauði lék börn og tengda- börn afa og ömmu Sesselju grátt. Einungis Stefanía og pabbi urðu meira en hálfsextug. Í bráðum tutt- ugu ár höfum við haldið ættarmót niðja Jóhanns og Sesselju. Þar hefur pabbi einn barna þeirra notið ómældrar ástar og hlýju systkina- barna sinna og afkomenda þeirra. Verður nú skarð fyrir skildi næsta sumar. Pabbi reyndist fljótt vel gerður drengur. Strax kom í ljós að hann hafði erft fagra söngrödd móður sinnar, en hún var barnabarn prests- hjónanna Hjörleifs Guttormssonar og Guðlaugar Björnsdóttur. Af þeim er komin Skinnastaðaætt, alkunn af tónlistarfólki og eru þar þekktastir Árni Björnsson tónskáld og Árni Kristjánsson píanóleikari, þremenn- ingar við pabba. Pabbi var sísyngj- andi og fékk sem barn viðurnefnið Tommi söngur á Siglufirði. Þar söng hann margsinnis opinberlega sem drengur, oftast með jafnaldra sínum og vini, Hilmari Rósmundssyni. Pabbi var góður námsmaður og lauk gagnfræðaprófi með hárri einkunn, tveimur árum yngri en bekkjar- systkin hans. Því miður sneri hann frá Menntaskólanum á Akureyri eft- ir aðeins tvær vikur og kom fyrir ekki þótt hollvinur fjölskyldunnar, Þórarinn Björnsson, síðar skóla- meistari, reyndi að hafa áhrif á hann. Nokkrum árum síðar sneri móðir okkar aftur heim til Siglufjarðar frá Norðfirði þar sem hún hafði verið í fóstri í sjö ár. Með þeim ungum tók- ust ástir sem aldrei bar skugga á þar til dauðinn skildi eftir fimmtíu og sex ára hjónaband. Fyrsta barn þeirra, Gunnar, fæddist sumardaginn fyrsta 1947. Tveimur árum seinna missti þessi efnilegi drengur heyrnina af völdum heilahimnubólgu. Nám heyrnleysingja fór fram í Málleys- ingjaskólanum í Stakkholti 3 í Reykjavík, þar sem börnin voru í heimavist frá fjögurra ára til sextán ára aldurs. Má nærri geta hver raun það hefur verið ungum foreldrum að þurfa að senda barnið sitt í burtu. Menntunin var afar takmörkuð en fyrir atbeina pabba komst Gunnar til frekara náms í Noregi og síðar Sví- þjóðar þar sem hann hefur nú búið í þrjátíu og fjögur ár. Enginn nema sá sem nálægt stendur skilur hvílík ein- angrun og missir fylgir heyrnarleysi. Pabba var margt til lista lagt. Hann var einn margra afbragðs bridgespilara sem uxu upp á Siglu- firði. Hann var á yngri árum liðtæk- ur frjálsíþróttamaður og átti um skeið Siglufjarðarmet í hástökki. Hann var varamarkvörður KS. Þeg- ar hann stóð í markinu var ég alltaf lafhræddur um að hann þyrfti að skutla sér á grjóthörðum vellinum eða fengi á sig klaufamark. Sjálfur sagði hann að úthlaupin hefðu bætt upp það sem á vantaði milli stang- anna. Ég var hins vegar bæði örugg- ur og stoltur við hlið pabba í kirkj- unni, þegar hann tók undir í söngnum. Þessi hógværi og lítilláti maður sem hlustaði þegar aðrir töl- uðu byrjaði alltaf ósjálfrátt að syngja þegar hann heyrði falleg lög. Ekkert veitti honum eins mikla ánægju og söngurinn. Í sex áratugi söng hann með félögum sínum, fyrst í Vísi á Siglufirði og síðar í Karlakór Reykjavíkur. Pabbi var mildur faðir og skiln- ingsríkur. Hann hafði aldrei mörg orð um hlutina en við vissum alltaf vilja hans. Hann notaði aldrei ljót orð eða blótsyrði. Hann var okkur fyrimynd með framkomu sinni og breytni sem var honum svo eðlislæg og áreynslulaus. Þegar ég var yngri fannst mér oft að pabbi ætti að hafa sig meira í frammi. Árið 1958 kom nýtt togskip, Margrét SI 4, til Siglu- fjarðar. Við strákarnir hlupum niður á bryggju til að skoða skipið. Mér fannst allir pabbar bæjarins komnir til að fagna og þiggja veitingar nema pabbi. Ég fann hann í SR 46 síld- arverksmiðjunni og bað hann endi- lega að koma líka. Þegar ég svo ætl- aði að fá hann með mér heim um kvöldmat var orðið of gaman. Ég hljóp kjökrandi heim og bað mömmu að fyrirgefa þau vandræði sem pabbi hafði ratað í mín vegna. Það eigum við nútíma læknis- fræði, frábærum læknum og heil- brigðisstarfsfólki að þakka að líf pabba lengdist um rúm tuttugu ár. Hann bar ómælt traust til þessa góða fólks og mat það mikils. Síðasta árið var erfitt. Þá sýndi mamma enn einu sinni úr hverju hún er gerð. Pabbi leit aldrei á sig sem sjúkling. Hann var fyrst og síðast maður. Hann kenndi aldrei öðrum um. Beiskju átti hann ekki til. Honum fannst líf sitt hafa verið gott og gjöf- ult. Þannig dó pabbi sáttur við guð sinn og alla menn 3. janúar sl. á Líknardeild LSH í Kópavogi þar sem hann og fjölskyldan öll naut um- hyggju og hlýju sem aldrei gleymist. Útför hans fór fram í kyrrþey 9. jan- úar á 120. afmælisdegi föður hans. Séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson annaðist athöfnina af stakri smekk- vísi sem pabba hefði fallið vel. Vinir hans í Karlakór Reykjavíkur og Sig- rún Hjálmtýsdóttir færðu honum að skilnaði undurfagran söng. Síðast en ekki sízt flutti Gerður Sjöfn Ólafs- dóttir táknmálstúlkur Gunnari bróð- ur alla athöfnina, ritningarorð, bæn- ir, minningarorð og söng á hrífandi fallegu táknmáli. Þannig lauk fögru lífshlaupi á viðeigandi hátt. Með pabba er genginn einstakur maður, mömmudrengur eins og þeir gerast beztir. Blessuð sé minning hans. Jóhann. Að morgni 3. janúar sl. lést hjart- kær tengdafaðir minn, Tómas Jó- hannsson frá Siglufirði, á líknardeild LSH í Kópavogi, tæplega 78 ára að aldri. Þennan morgun var veðrið ein- staklega stillt og friðsælt að horfa út á voginn frá glugganum hans. Eins og táknrænt fyrir hann. Tómas var einstaklega orðvar maður og nær- gætinn. Maður friðar og yfirvegun- ar. Siðferðisþroski hans held ég að hafi verið á hærra plani en gengur og gerist. Orðum hans mátti ávallt treysta. Þar nægði tveggja manna tal. Eins og títt er um góða menn var Tómas viðkvæmur maður. Hann ætl- aði öðrum alltaf hið góða en auðfund- ið var að þeir sem brugðust trausti hans eða beittu ranglæti áttu ekki upp á hans pallborð. Hann var einstaklega hlýr og góð- ur afi. Hann kenndi barnabörnum sínum snemma að spila á spil og var ólatur við að iðka með þeim þá íþrótt. Hann hvatti þau óspart áfram í við- fangsefnum þeirra og með fordæmi sínu kenndi hann að leggja bæri sig allan fram við sérhvert verkefni sem tekist er á við. Sjálf átti ég tengdaföður minn allt- af vísan að þegar ég þurfti á að halda. Fyrir það verð ég honum æv- inlega þakklát. Brynja mín. Þið Tommi kunnuð þá list að vera hjón. Glöddust saman á góðum stundum, studduð hvort ann- að í gegnum hretin. Alltaf saman. Ást þín og umhyggja í garð manns- ins þíns síðustu mánuði sem endra- nær hefur vakið aðdáun og virðingu okkar allra og hjálpað okkur. Óbil- andi þrek og kjarkur til að standa við hlið hans allt til enda. Megi góður Guð styrkja þig nú í sorg og söknuði og vísa þér veginn áfram. Blessuð sé minning góðs manns. Bryndís. Elsku afi minn. Ég trúi því ekki að þú sért búinn að yfirgefa þetta líf. Minningarnar hafa hrannast upp síðustu daga og ég hef ekki hugsað um annað en þig. Ég sakna þín svo ótrúlega mikið en ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna. Öllum sem þekktu þig líkaði vel við þig og þótti vænt um þig og hvar sem þú komst gladdirðu með nær- veru þinni. Við vorum mjög náin og þegar ég var lítil vissum við ekkert skemmtilegra en að spila rommý. Ég sé það núna að þú gast ekki horft upp á litlu afastelpuna þína tapa þannig að ég fékk alltaf smávegis hjálp. Það var svo gaman þegar þú sóttir mig í skólann og fórst með mig upp í vinnu til ykkar ömmu. Fyrst þurfti ég að læra en svo fékk ég að hjálpa til í vinnunni sem mér fannst ekki lítið spennandi. Þú varst líka langbesti bingóstjór- inn. Það voru skrýtin jól þetta árið þegar við gátum ekki haft bingó á jóladag. Það hefur alla mína tíð verið ómissandi þáttur í jólahaldinu. Það verður enginn eins og þú afi minn. Ég vissi alltaf hvar ég hafði þig. Ef mér leið illa gat ég alltaf komið til þín og mesta huggunin var að fá að halda í hendurnar þínar. Þær voru svo þykkar og hlýjar og traustar. Pabbi fékk hendurnar þínar og þangað leita ég oft huggunar núna vegna andláts þíns. Ég þakka Guði á hverjum degi fyrir að hafa fengið að vera barna- barnið þitt. Ég hef verið svo heppin að eiga tvo bestu afa í heimi. Þakka þér elsku afi minn fyrir allt TÓMAS JÓHANNSSON Áskær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÁGÚST HAFSTEINN JÓNSSON, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, Árskógum 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu- daginn 16. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarfélög. Þórdís Gerður Sigurðardóttir, Björn Snorrason, Sigrún Sigurðardóttir, Jónatan Ólafsson, Jón Sigurðarson, Margrét Thorsteinsson, Kjartan Sigurðsson, Guðrún Gyða Ólafsdóttir, Vilborg Þórunn Sigurðardóttir, Heimir Einarsson, barnabörn og barnabarnabarn. Eiginmaður minn og faðir okkar, HILMAR PÁLSSON frá Hjálmsstöðum, Laugarnesvegi 94, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudag- inn 16. janúar kl. 13.30. Svava Björnsdóttir, Rósa Hilmarsdóttir, Árný Birna Hilmarsdóttir, Páll Hjálmur Hilmarsson. Ástkær eiginmaður minn, FINNBOGI GUNNAR JÓNSSON, Drápuhlíð 33, Reykjavík, sem lést á Landspítala Hringbraut föstudaginn 9. janúar, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 16. janúar kl. 13.30. Sigurbjörg Sigfúsdóttir og fjölskylda. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR B. GUÐNASON frá Sandgerði, til heimilis í Hörðalandi 10, Reykjavík sem lést á Landspítalanum fimmtudaginn 8.janúar, verður jarðsunginn frá safnaðarheim- ilinu í Sandgerði laugardaginn 17. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið, Skógarhlíð. Fyrir hönd ástvina, Edda Márusdóttir, Guðríður Sigurðardóttir, Ævar Þorbjörnsson, Sigurður Úlfar Sigurðsson, Björk Magnúsdóttir, Ólöf Sigurðardóttir, Douglas Simonds, Ásta Rán Sigurðardóttir, Sigurður Þorbjörnsson og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem vottuðu okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar mannsins míns, föður okkar, tengda- föður, afa, langafa og bróður, GÍSLA GUNNARS BJÖRNSSONAR, Efstasundi 74, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við öllu hjúkrunarfólki á Landspítala Fossvogi og Landakotsspítala deild K-2. Ég bið Guð að launa ykkur fyrir alla þá hjúkrun og þjónustu sem þið veittuð honum í hans erfiðu veikindum. Sigrún Einarsdóttir, Jóhann G. Gíslason, Guðlaug Ingibergsdóttir, Björn Hallgrímur Gíslason, Sigurhanna Erna Gísladóttir, Einar Jóhann Gíslason, Diljá Erna Eyjólfsdóttir, Halldór Gíslason, Anne May Sæmundsdóttir, Gísli Gunnar Sveinbjörnsson, Guðrún Bergmann, Rósa B. Blöndals, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.