Morgunblaðið - 15.01.2004, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 15.01.2004, Qupperneq 50
MINNINGAR 50 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Hún systir mín er dáin, elst af 7 systrum, elst af 13 systkinum. Þegar mér verður hugsað til baka þá var hún alltaf til staðar eiginlega frá því ég fæddist. Hún var 13 ára þegar ég kom í þennan heim, ég var skírð þegar hún fermdist og hélt hún á mér undir skírn. Hún kenndi mér að sauma út öll sporin: flatsaum, kont- órsaum, mislöng spor, krossspor, harðangur, klaustur og gatasaum. Hún kenndi mér að stoppa í sokka svo varla sæist og við sátum oft saman og saumuðum þegar hún átti heima uppi á lofti í Fjarðarlundi 18 á Ísafirði, þar sem við ólumst upp. Ó, Guð minn góður, ég man líka þegar hún átti fyrsta og eina son sinn. Ég var niðri með yngsta bróð- ur minn í fanginu og sat á rúminu hans með harðar bríkur klemmdar upp í lærin á mér, þá losaði ég úr fléttunum og lét hárið falla um- hverfis höfuðið á honum svo að hann myndi sofna í myrkrinu. Hulda systir mín var mjög veik þá og var ekki hugað líf. Mig minnir að mað- urinn hennar hafi verið úti á sjó, mamma og ljósmóðirin uppi í svefn- herbergi en þá kemur faðir minn af sjó í stígvélum og hnusar út í loftið, veður síðan út og nær í Kjartan Jó- hannsson lækni og segir að hann viti hvað þetta sé, hann þekki þessa lykt og hann verði að bjarga dóttur sinni, sem hann og gerði. Hún lifði í rúm 60 ár í viðbót. Þetta var á stríðsárunum og ég 7–8 ára gömul. Það var margt í heimili og þetta var svolítið samkrull hjá elstu dóttur og móður minni. Ég man þegar hún kom með manninn sinn til Ísafjarð- ar, mér fannst hann voða fallegur með ljósar krullur í hárinu, svo skemmtilegur og alltaf til í að leika við okkur krakkana. Kæra systir mín, þegar ég hugsa til baka, þá varst þú mér alltaf stoð og stytta í lífinu. Þú saumaðir bæði HULDA AGNARSDÓTTIR ✝ Hulda Agnars-dóttir fæddist í Súgandafirði 2. apríl 1921. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 30. desember síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkurkirkju 8. janúar. fyrir mig fermingar- kjólinn og kápuna, svo man ég líka þegar þú varst að lesa fyrir okk- ur upp úr bókum á kvöldin þegar komin var ró á mannskapinn. Sumar sögurnar voru svo sorglegar að ég skreið undir borð sem dúkur huldi og grét fögrum tárum yfir sög- unum. Eftir að ég fer frá Ísafirði, er búin að gifta mig og eignast börn, man ég allar þær fallegu gjafir sem þú bjóst til bæði fyrir drengina mína og stúlkur. Þú varst alveg einstök handavinnu- kona, hvort sem það var að prjóna, hekla, sauma út eða á saumavél. Hulda missti manninn sinn alltof fljótt en þá voru þau flutt til Kefla- víkur. Þau keyptu hús á Kirkjuteigi 7 ásamt syni sínum og hans fjöl- skyldu og voru bara búin að vera þar í 5 ár þegar hann dó, rétt eftir áramótin 1970–1971. Deginum áður hafði verið skírnarveisla þar sem verið var að skíra barnabarn þeirra, dóttur Agnesar Margrétar, sem lát- in var heita Hulda í höfuðið á ömmu sinni. Fjölskyldan mætti á gleði- stund og hamingjusamastur var húsbóndinn, en skjótt skipast veður í lofti. Hann fer til vinnu sinnar morguninn eftir en kemur heim í kaffitíma og segist ekki líða vel. Þegar konan hans fer svo að huga að honum er hann dáinn. Viku seinna er aftur stund, en núna sorg- arstund, að Kirkjuteigi 7. Ég lét son minn heita eftir Gunnari Erni manninum hennar Huldu systur. Nú eru farin 5 af 13 systkinum. Hulda og Gunnar tóku kjördóttur frá fæðingu, Gunnhildi, sem er dótt- ir systur hennar, sem er andlega fötluð eftir veikindi sem hún fékk mjög ung. Það sýnir hvernig allt er í þessum heimi ákveðið, því hún kaupir hús næst Kirkjuteigi 7 og hugsaði og vakti yfir henni eftir að sjúkdómur hennar fór að koma í ljós. Þegar ég kom síðast til systur minnar í Víðihlíð sá ég að hún átti stutt eftir í þessari jarðvist og bað til Guðs að hún hefði það af fram yf- ir hátíðar, sem hún gerði. Elsku Hulda mín, ég veit að það var tekið vel á móti þér því það er langt síðan það var byrjað að und- irbúa komu þína. Við hjónin biðjum Guð að blessa þig, kæra systir mín, börnin þín og fjölskyldur þeirra. Erna Agnarsdóttir. Elsku Hulda systir. Það er sárt að sjá á eftir þér yfir móðuna miklu. Samt er huggun í því að vita að hann Gunni þinn og hann Bensi sonarsonur þinn og pabbi og mamma eru til staðar og taka á móti þér ásamt mörgum öðrum ættingj- um. Ég efast ekki um það að hún mamma okkar er þar og tekur á móti þér með sínu blíða brosi og þegar ég skrifa þessi fátæklegu orð flýgur hugurinn 50 ár aftur í tímann og ég er staddur í borðstofunni heima að Fjarðarstræti 18 á Ísa- firði. Ég sé þig svo ljóslifandi þar sem þú situr við borðstofuborðið og ert að lesa fyrir pabba og mömmu og okkur strákana upp úr Dalalífi eftir Guðrúnu frá Lundi. Ég sé hvar pabbi er búinn að strengja línuefnið úr eldhúsinu, gegnum borðstofuna og í stofuhurðina. Ég sé gamla manninn bregða taumum á ásinn og okkur krakkana hamast við að hnýta öngla á taumana. Mamma blessunin situr og prjónar sokk eða vettling og lítur yfir gleraugun og fylgist með elstu dóttur sinni sem flytur okkur söguna svo listilega vel að unun er á að hlýða. Það er alveg ótrúlegt hvað þessi mynd hefur stimplað sig inn í hug 10 ára drengs, og þó ekki, þú systir góð varst mér alltaf kær enda hafðir þú stundum orð á því að við værum svo lík og fannst mér það mjög gott. Þó að leiðir skildu eftir að ég flyt norður á Ólafsfjörð og hef minn búskap þar, var afskaplega gott að vita þig svo nálægt mömmu og pabba því að þar sem þú varst voru hlutirnir í lagi. Það vita allir að þú reyndist pabba og mömmu afskaplega vel alla tíð. Ég held að ég halli ekki á neinn þegar ég segi að þú hafir verið stolt okkar og styrkur. Þú varst elst okkar 13 systkin- anna sem náðum fullorðinsaldri. Þú giftist Gunnari Helgasyni 1942 og hófuð þið ykkar búskap í Fjarðar- stræti 18 þar sem Ossi ykkar fæðist ásamt Öggu Möggu. Þið flytjið síð- an í Fjarðarstræti 9 þar sem þið takið Gunnhildi systurdóttur mína að ykkur og alið upp sem ykkar eig- ið barn. Það var alltaf stutt á milli okkar Ossa og má segja að á tíma- bili ólumst við upp sem bræður enda bara árið á milli okkar og var margt brallað á þeim árum og mörg orustan háð. Á þessum árum er Gunni þinn togarasjómaður, seinna meir fer hann að róa með pabba og þeir eignast sinn eigin bát og réru mörg ár saman og fiskuðu vel. Þeg- ar hér er komið við sögu er pabbi farinn að eldast og árið 1966 selja þeir bátinn sinn og flytja báðar fjöl- skyldurnar suður til Keflavíkur þar sem faðir minn kaupir litla íbúð við Kirkjuveg en Hulda og Gunni festa sér íbúð við Kirkjuteig og er skemmst frá því að segja að það er tiltölulega stutt á milli þeirra. Hulda og Gunni undu sér prýðilega vel á nýja staðnum og áttu yndisleg ár saman. En þá kom reiðarslagið, á nýbyrjuðu ári 1971 verður Gunnar bráðkvaddur og það var mikil sorg og söknuður við missi þessa öndveg- is eiginmanns og föður, aðeins 50 ára. En ekki er ein báran stök eins og segir einhvers staðar því 10 ár- um síðar lendir Hulda mín í mjög al- varlegu bílslysi á Reykjanesbraut ásamt Svövu systur okkar, Gunn- hildi dóttur sinni og Garðari mági sínum og náði hún sér aldrei alveg eftir það og hefur slysið örugglega átt sinn þátt í þeim veikindum sem að lokum slökktu á þeim stálvilja og lífslöngun sem ætíð einkenndu hana. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Guð blessi ykkur Ossi minn, Agga, Magga og Gunnhildur og megi blessun hvíla yfir fjölskyldum ykkar. Þess biður Simbi bróðir. Sigmundur Agnarsson. Kær móðursystir mín, Hulda Agnarsdóttir, kvaddi þennan heim 30. desember. Ég efast ekki um að hún hafi fagnað þeirri ferð eftir erf- ið veikindi. Ég á margar góðar minningar um þig, Hulda mín, ég man þegar ég var að koma í heimsókn þegar ég var lítil, þá var Gunnar, maður þinn, enn á lífi, hann tók mig í fangið og gantaðist, þú bauðst mér kandís. Þið áttuð kött sem mér fannst vera stór eins og lítið ljón. Það var gott ykkur heim að sækja, heimilið ykk- ar var fallegt og hlýlegt. Á efri hæð- inni bjó Ossi sonur ykkar og Erna kona hans með syni sína tvo, en Gunnhildur ennþá heima, alltaf gestagangur, allir velkomnir. Ég man þegar Agga Magga var að láta skíra dóttur sína 3. jan. ’71, það var heima í stofunni ykkar. Pínulítil stúlka, mér fannst hún eins og dúkka. Hún var skírð Hulda, brosið sem kom á andlitið á ykkur var svo fallegt, mér fannst þetta allt svo há- tíðlegt, þetta var í fyrsta skiptið sem ég var viðstödd skírn. Það var stutt á milli gleði og sorg- ar, því daginn eftir varð Gunnar maður þinn bráðkvaddur á heimili ykkar, mér fannst allt svo kalt og dimmt, fyrsta skiptið sem ég upp- lifði sorg. Mamma og pabbi buðu þér oft með sér ef eitthvað átti að fara eða eithvað stóð til, þeim var það mikið í mun að þér liði vel í sálinni eftir að þú misstir hann Gunna þinn. Þú og mamma áttuð verzlun sam- an, barnafatabúð. Ég kom næstum daglega í heimsókn til ykkar þang- að, mér fannst það gaman, ég fékk að brjóta saman og setja í hillurnar ef þurfti eitthvað að taka til, þú bentir mér á „ákveðin“ að það þyrfti að vera fallega brotið saman, það fór ekki fram hjá neinum að þú varst mjög ákveðin kona. Ég réð mig í vist hjá Ossa, syni þínum, passa Bensa, þetta var eitthvað sem ég fann mig ekki í, ég vildi frekar vera að smíða kofa, þú sagðir við mig „átt þú ekki bara að vera að gera eitthvað annað“. Mér var sagt upp, en mér létti. Ég var pínulítið hrædd að koma í heimsókn eftir það, ég hélt þú yrðir svoldið grimm, en það varst þú ekki, það var eins og þú skildir mig. Þú varst alltaf að prjóna, prjón- aðir fallegar peysur á marga, ég man að þú gafst mér peysusett, grænblátt, mjög fallegt sem ég var mikið í. Þú varst alltaf stórhuga, gafst mér margar fallegar gjafir, á afmælum, jólum, þegar ég gifti mig og þegar ég eignaðist son minn, hann var svo fallegur þegar hann var kominn í það sem þú hafðir prjónað. Eftir að hann var orðin fullorðinn spurðir þú alltaf um hann, hann varð 25 ára á dánardegi þínum. Þú varst alltaf svo dugleg, mikið fyrir göngur, hugsaðir vel um garð- inn og allt annað sem í kringum þig var. Ég man þegar þú varst einu sinni að laga húsið að utanverðu, að ég hugsaði, hún deyr aldrei ráða- laus hún Hulda, þú varst ein af fyr- irmyndum mínum. Þegar ég var orðin eldri kom ég ekki eins oft í heimsókn, en við hitt- umst oft, þú tókst alltaf vel á móti mér þú sagðir mér fréttir af börnum þínum og barnabörnum, þú varst alltaf stolt af þeim, enda allt saman sómafólk, sem er alltaf gott og ynd- islegt að hitta. Það hafa mörg áföll orðið í fjölskyldu okkar, oftast í kringum jól og áramót, það hefur gefið okkur það að við erum öll með þörf fyrir að vera í góðu sambandi og mikill kærleikur á milli okkar allra, en svona er lífið, það gefur og tekur. Einn veturinn varð slys á Reykjanesbrautinni, þú slasaðist mikið, foreldrar mínir og Gunnhild- ur sluppu vel, það var kraftaverk að þú náðir þér, þú varst ótrúlega sterk, þetta tók mikið á foreldra mína. Akkúrat núna á meðan ég er að skrifa þér kveðjuorðin er ég að spila jólalög, jólalagið sem er á fóninum hjá mér núna er „Silent Night“ með Mahalian Jackson sem svo oft var á fóninum þegar þið systurnar voru heima í stofu hjá mömmu á jólun- um, það var alltaf svo glatt á hjalla enda þið systurnar svo skemmtileg- ar, alltaf svo hressar, þið slóguð okkur ungu frænkurnar alveg út. En, Hulda mín, nú kveð ég þig, ég þakka þér fyrir svo margt það var gott að vera í kringum þig, það var gott að vera í kringum konu sem sagði akkúrat það sem hún meinti en ekki eitthvað annað, sagði mein- ingu sína en ekki eitthvað sem mað- ur vissi ekki hvað þýddi, en í senn hlý. Það er það sem ég kann best að meta hreinskilni, heiðarleika og hlýju. Ég bið Guð að geyma þig. Kveðja Agnes frænka. Reykjavík er fjöl- skrúðug, litrík og lif- andi borg. Hún er að- dráttarafl, einsog aðrar menningarborgir, geymir myndbrot, og sækir reynslu og hugmyndir úr lífi þeirra sem þar kjósa að heyja sína lífsbaráttu. Sumir hafa aldrei hleypt heimdraganum en aðrir, kannski flestir, eiga rætur úr öðru umhverfi, til sjávar eða sveita. En hér lenda þeir. ÞORSTEINN JAKOBSSON ✝ Þorsteinn Jak-obsson fæddist á Akureyri 12. nóvem- ber 1930. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 29. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 9. jan- úar. Með konu sinni, Ás- gerði Bjarnadóttur frá Ísafirði, sem nú er lát- in, stofnaði Þorsteinn, eða Steini, heimili í Reykjavík, þar sem börnin, fjölskyldan, voru ávallt í öndvegi. Reynsluna, myndbrot- in, styrkinn sótti Steini í æskustöðvar sínar, Hrísey, með sitt sam- henta samfélag, Innbæinn á Akureyri, með sína ríkulegu sögu, stóra fjölskyldu og harðduglega, en um- fram allt, íslenska sjávarþorpið. Þetta leggur hann til. Hann stundar sjómennsku frá unga aldri, með bræðrum sínum og föður, síldarbát- ar, dragnót, saltfiskur til Brasilíu, siglingar til Evrópu. Hann er dugn- aðarforkur, ósérhlífinn, barmar sér ekki. Hann sækir Sjómannaskólann, gerist stýrimaður á Heklunni, siglir ströndina, kynnist mörgum kynleg- um kvistum, þekkir hvern fjörð, hverja vík, öll annnesi – er farsæll í sínu starfi – lýkur svo sínum störfum í landi sem hafnarvörður, aldrei fjarri sjónum, skipum, sjómanninum. Sá Steini sem ég kynntist var ein- staklega hlýr, tilfinninganæmur og glettinn, stundum ekkert alltof nú- tímalegur eða sveigjanlegur, en allt- af til staðar. Skilyrðislaus trúnaður og fórnfýsi fyrir fjölskyldu sína, var lífsmynstur, ekki kvöð. Fyrir sam- henta fjölskyldu var hann eitt – hann fékk pensil til að bletta og hann mál- aði allt húsið. Upplagið og reynslan gáfu honum lífshamingju og auð; hann gat gefið fjölskyldu sinni og börnum ríkulegt veganesti. Ég var lánsamur að hafa kynnst Steina, hann var oft mín heimahöfn, þótt myndbrot okkar og reynsla væru ólík. Síðustu ævidögum sínum eyddi Steini á Hrafnistu þar sem hann naut góðrar umönnunar starfsfólks. Hvíl þú í friði, Steini minn. Björn Lárus. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum). Frágangur afmælis- og minningar- greina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.