Morgunblaðið - 15.01.2004, Síða 51

Morgunblaðið - 15.01.2004, Síða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 51 Hún Lauga frænka mín er dáin. Þessi at- burður markar tímamót fyrir mig því hún var hluti af þessari tilveru minni frá því er ég man fyrst eftir mér. Það var í kringum 1950 þegar ég var 4 til 5 ára gamall og bjó hjá móður minni og Lilju móðursyst- ur minni í litlu húsi inni í Blesugróf. Lauga var þar tíður gestur hjá systrum sínum. Fyrsta skýra myndin af henni sem grópuð hefur verið í huga minn síðan þá er þegar ég kem heim neðan úr læk (sem rennur í Elliðaá vestur) og búinn að rispa mig á hendinni á girð- ingu. Mér fannst sárið mikið og öskraði og grenjaði eftir því. Lauga sagði: „Þarf barnið að öskra svona yf- ir þessar smárispu?“ Þetta sárnaði mér svo ógurlega að ég hef aldrei geymt. En þetta var dæmigert fyrir hana. Henni fannst fólk almennt óskapast mikið yfir engu. Hún var al- in upp við harðan kost úti í Öxney á Breiðafirði á þeim tímum þegar fólk þurfti að hafa fyrir því að lifa. Hún var þrjósk og staðföst. Þrátt fyrir tak- markaða skólagöngu á barnsaldri og mikil veikindi á sínum yngri árum braust hún áfram til að mennta sig. Hún komst til Noregs til að læra að verða húsmæðrakennari og þar var hún þegar seinna stríðið skall á. Hún þurfti að dvelja langtímum saman á sjúkrahúsum, bæði í Danmörku og á Íslandi vegna berklaveiki. En þetta voru bara smáfarartálmar. Ein og óstudd keypti hún sér og innréttaði íbúð í Kennarablokkinni við Hjarðarhaga þegar hún var byggð og þar bjó hún til dauðadags. Alla tíð starfaði hún sem kennari. Um fimm- tugt tók hún til að læra málaralist og náði meiri árangri í þeirri list en nokkur hefði trúað fyrirfram. Seint á ævinni giftist hún eiginmanni sínum, honum Snorra, sem svo dó frá henni fyrir nokkrum árum. Miklar minningar eru bundnar við heimsóknir til Laugu og Snorra á Hjarðarhaganum – ekki bara fyrir mig en líka fyrir flest systkinabörn hennar úr hinni svo kölluðu „Öxneyj- arætt“. Fyrstu viðbrögð Laugu gagn- vart fólki sem kom í heimsókn voru oft kuldaleg. „Hvað ert þú að gera hér?“ „Ég er nú ekkert í standi til að taka við fólki núna.“ „Hvað – ert þú að heimsækja mig? – maður hélt þú létir nú ekki svo lítið.“ SIGURLAUG JÓNASDÓTTIR ✝ Sigurlaug Jónas-dóttir, hússtjórn- arkennari og listmál- ari, fæddist í Öxney á Breiðafirði 4. júlí 1913. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi Fossvogi 30. desem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 8. janúar. En ekki fékk maður að snúa við á tröppun- um heldur keyrður inn í eldhús – kökum hlaðið á borðið – og mjög fljót- lega voru samræður orðnar fjörlegar. Ég kynntist Laugu frænku betur en flest- um á minni ævi. Hún var ein af þessum sjálf- stæðu hörkukonum sem þurftu að treysta á sjálf- ar sig frá unga aldri. Hún var traust og hlý þó að fyrstu viðbrögð væru kuldaleg. Síðari hluta ævinnar eignaðist hún fjöl- skyldu Öldu systur minnar og það var henni ómetanlegt síðustu árin. Hún hefði ekki geta búið ein í íbúð sinni nema af því að Alda kom til hennar daglega og veitti henni þann stuðning sem aðeins fjölskylda manns getur veitt. Minning Sigurlaugar Jónasdóttur verður mér dýrmæt meðan ég lifi. Ægir Breiðfjörð. Ég kynntist Sigurlaugu fyrst um 1984 á heimili hennar að Hjarðarhaga í Reykjavík þar sem hún bjó ásamt Snorra eiginmanni sínum sem nú er látinn. Tveimur árum síðar ferðuðumst við saman til Vestur-Ástralíu, hún til að heimsækja ættmenni sín en ég ásamt 12 ára gömlum syni mínum til að flytja þangað um tíma. Mánuðina fyr- ir ferðalagið hringdi hún oft í mig og bauð mér heim til sín til að ræða um væntanlega ferð. Þótt Lauga væri vön að ferðast erlendis var hún mjög á báðum áttum hvort hún ætti að þora að leggja ferðalagið á Snorra þar sem heilsa hans var léleg. Henni virtist styrkur í að hafa mig með og til Ástr- alíu, þangað fórum við, hún þá orðin 73 ára með veikan eiginmann sinn með sér. Aðdragandi ferðarinnar og dvölin með þeim í Ástralíu verður mér alltaf dýrmæt minning. Seinna eftir að ég var flutt aftur til Íslands fór ég oft með manni mínum og börnum í heimsókn til Laugu og Snorra. Frá þeim tíma á ég einstaklega ljúfar minningar. Vertu sæl Lauga mín. Sigríður A. Gunnlaugsdóttir. Nú er hún vinkona mín Sigurlaug Jónasdóttir, listakona frá Öxney, lát- in. Það kom ekki alveg á óvart. Hún hefur verið að hrörna smám saman, sérstaklega síðasta árið. Það var ekki fyrr en vænta mátti eins og heilsa hennar hefur verið um ævina. Segja má kannski að hún hafi tórt á lífsvilj- anum frá ungum aldri. En núna síðast var lífsviljinn kominn í þrot. Svo var síðustu árin, sérstaklega eftir að hún hætti að taka til hendinni við málverk- ið. Meðan hún hélt áfram að mála sín- ar merkilegu myndir hafði hún mik- inn boðskap að færa samtíma sínum, boðskap til nútímans um það hvernig fólk lifði við ótrúlegt harðræði og hvernig því tókst að ná lífsviðurvær- inu út úr náttúrunni á æskuslóðum hennar í eyjunum á Breiðafirði. Ég átti því láni að fagna að kynnast Sigurlaugu, en það var ekki fyrr en hún var búin að fylla áttunda áratug- inn. Ég var búinn að hafa hug á að hitta þessa merkilegu konu eftir að ég hafði séð myndir hennar af og til á sýningum og á prenti. Þessar myndir voru slíkar gersemar og fannst mér ég þyrfti endilega að kynnast lista- manninum betur. Við náðum loks að hittast og mynda mjög sérstök tengsl þar sem hún naut þess jafnmikið að segja mér frá lífi sínu og myndunum og ég naut þess aðð komast inn í hennar sérstaka heim. Við hittumst tíðum það sem eftir var, síðast örfáum dögum fyrir lokin og urðu enn fagn- aðarfundir með okkur. Þá hitti ég líka hennar trygga ættfólk, Öldu Birgis- dóttur og börn hennar, sem einnig urðu góðir vinir mínir ásamt fleira ættfólki Sigurlaugar á þessum síð- ustu árum. Það var sannarlega aðdá- unarvert að fylgjast með hversu náin tengslin voru. Sigurlaug eignaðist í þeim afkomendurna sem hún náði ekki að fá í lífinu. Þessir góðu vinir voru sammála mér um að kynna þyrfti betur hinn merkilega listamannsferil Sigurlaug- ar og reyndum við ítrekað að fá hana til að leyfa okkur sýningarhald og ævisögu. En það fékkst ekki þar sem Sigurlaugu fannst ekki svo mikið koma til sín að vert væri að auglýsa hana. En hún bannaði okkur ekki að gera eitthvað í þessu áhugamáli okk- ar að henni genginni. Nú vonumst við til að til framkvæmda komi. Mig langar að ljúka þessum orðum með því að flytja fjölskyldu hennar samúðarkveðjur um leið og ég þakka þá ánægjulegu samfylgd sem við Sig- urlaug áttum. Páll Ásgeirsson. Það var einstakt að kynnast henni Sigurlaugu. Þegar móðurbróðir minn, hann Snorri, flutti til hennar og kvæntist henni síðar, fór ég stundum í heimsókn til þeirra. Ég var mjög feiminn við hana í fyrstu en þegar ég kynntist henni kom hún mér skemmtilega á óvart. Alltaf tók hún mér vel þegar ég kom í heimsókn. Ekki fékk ég að fara aftur nema hafa þegið kaffisopa og meðlæti. Ég hitti hana á níræðisafmælinu hennar og hafði þá verið nokkuð langt síðan við höfðum hittst. Hún tók mér fagnandi og ég sá gleðina í augum hennar yfir að sjá mig og ég fékk svo sannarlega að upplifa hlýjar mót- tökur og væntumþykju. Í huga mér á ég góðar minningar um Sigurlaugu. Mörg undanfarin ár hefur systur- dóttir Sigurlaugar, hún Alda, veitt henni, og einnig á sínum tíma honum Snorra, ómetanlega umhyggju og vil ég sérstaklega þakka henni fyrir það. Systkinum Sigurlaugar, öðrum ætt- ingjum og sérstaklega Öldu og fjöl- skyldu, votta ég mína dýpstu samúð. Snorri Halldórsson. Látin er í Reykjavík Stefanía Benedikts- dóttir frænka mín að- eins 45 ára gömul. Þó fengum við að njóta samvista við hana 40 árum lengur en læknavísindin sögðu fyrir um þegar hún fæddist. Já, hún Stefanía hafði seigluna og úthaldið frá formæðrum sínum og lífsgleðina úr karlleggnum, hvorttveggja gerði gæfumuninn. Við Stefanía vorum systkinabörn í báðar ættir og með fjölskyldum okkar var ekki bara þessi mikla frændsemi heldur einnig miklir kærleikar. Báðir systkina- hóparnir áttu þannig í uppvexti sín- um varaforeldra og trúnaðarvini í hinni fjölskyldunni. Árið 1958 var merkisár í fjölskyldunum okkar. Á því ári fæddust yngstu börnin í báð- um fjölskyldum, sem voru nokkuð stórar fyrir. Það kom ekki að sök, þá voru bara þeim mun fleiri til þess að umvefja þessi velkomnu börn ást og umhyggju. Bæði fengu þau annað nafn sitt eftir elskuðum afa okkar Stefáni, sem einmitt lést þetta haust. Annað þessara barna var Stefanía. Amma okkar Herborg flutti við lát manns síns á heimili for- eldra Stefaníu og var samtíða Stef- aníu fram á unglingsár hennar. Það var mikil gæfa fyrir þær báðar. Ann- ars vegar lærði Stefanía mikið af samverunni við ömmu sem hins veg- ar fékk nýtt hlutverk í lífinu og naut þess að fá að auðsýna þessari dótt- urdóttur sinni ómælda ást og fá að taka þátt í uppeldi hennar sem amman sem alltaf var til taks. Stefanía fæddist með Down’s- heilkenni og auk þess alvarlegan hjartagalla sem var hennar mesta hindrun í lífinu. Margir sem lítið þekkja til myndu e.t.v. segja að mik- ið hafi verið á Stefaníu lagt í lífinu. Við sem þekktum til uppvaxtarára hennar og lífshlaups vitum þó að um flest var hún mikil lánsmanneskja. Hún var alin upp í samheldnum systkinahópi af ástríkum og fram- sýnum foreldrum sem sköpuðu henni skilyrði til þess að taka þátt í lífinu til jafns við aðra. Vegna fram- sýni og baráttuvilja foreldranna fékk Stefanía það hlutverk að ryðja braut annarra barna með Down’s- heilkenni á Íslandi. Hún var ein sú fyrsta til að fá að fara í almennan leikskóla og fyrsta Down’s-barnið sem fékk inngöngu í skóla fyrir þroskaheft börn. Slíkt þætti sem betur fer ekki tiltökumál í dag en í þá daga þurfti baráttu við kerfið til að þessi börn fengju að njóta þess- ara mannréttinda. Reyndar var Stefanía mikill námshestur, ekki síst lestrarhestur, og listhneigð var hún með afbrigðum. Mikill húmoristi var hún líka þegar hún vildi það við hafa. Hún var samt sem áður ekki alltaf sátt við það hlutskipti sem samfélag- ið og lífið bauð henni enda metn- aðargjörn og skapmikil eins og hún átti ættir til. Stundum virtist hún fremur kjósa „það versta fremur en hið næstbesta“ eins og margar aðrar sterkar konur á undan henni. Ég minnst Stefaníu sem kærrar frænku sem ég á mikið að þakka. Hún ásamt mömmu sinni, Möggu frænku, kynnti mér í upphafi rétt- indabaráttu fatlaðra. Auk þess leiddi hún mig fyrstu sporin inn í „heim fatlaðra“ og gerði mér þá þeg- ar ljóst að bak við fötlunina er fyrst og fremst persóna sem er einstök en eins og aðrir ber með sér einkenni ættar sinnar og uppeldis. Um leið og ég bið Stefaníu frænku minnar Guðs blessunar votta ég MARGRÉT STEFANÍA BENEDIKTSDÓTTIR ✝ Margrét StefaníaBenediktsdóttir fæddist í Reykjavík 31.8. 1958. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. desem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogs- kirkju 8. janúar. mömmu hennar og systrum innilega sam- úð. Megi minningin um einstaka konu lifa. Lára Björnsdóttir. Með örfáum orðum langar mig að minnast Margrétar Stefaníu Benediktsdóttur. Fyrir u.þ.b. átta árum, er ég kynntist núverandi konu minni, varð ég þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast systur hennar, Stefaníu, en því nafni var hún ævinlega kölluð. Fljótlega varð mér ljóst, að þó fötlun takmarkaði henni þátttöku í ýmsum athöfnum daglegs lífs, spilaði hún einstaklega vel og fallega úr þeim hæfileikum sem hún hafði. Ekki fór á milli mála að þarna var á ferð sannur ljósberi, til allra sem komust í snertingu við hana. Stefanía fæddist með Downs-heil- kenni og alvarlegan hjartagalla. Móður hennar var sagt að hún mundi varla ná eins ára aldri. Stef- anía sýndi strax að erindi hennar í þetta líf var meira en að snerta til- finningastrengi foreldra og systra. Þess vegna hunsaði hún allar hrak- spár læknavísndanna, en gaf þeim vísindum um leið mikið umhugsun- arefni. Yndislegt hefur verið að heyra frásagnir ættingja hennar og vina, af sigrum hennar á margvís- legum veikindum sem aðallega stöf- uðu frá hinni líkamlegu fötlun henn- ar. Á uppvaxtarárum Stefaníu var börnum með Downs-heilkenni ekki ætlað að ganga í skóla. Móðir henn- ar varð hins vegar vör við að stúlkan gat lært ýmislegt, og með festu og framsækni fékk hún því framgengt að Stefanía fékk að ganga í skóla. Hún mun því hafa verið brautryðj- andi þess hér á landi, að börnum með samskonar fötlun væri kennt í skóla, það sem færni þeirra leyfði. Með miklum viljastyrk móður og dóttur, gekk Stefaníu vel, miðað við hæfni, að læra lestur, skrift og reikning. Þann lærdóm gat hún nýtt í lífinu, sér til ánægju. Líklega hafa hæfileikar hennar auðveldað fram- farir í kennslu þessara barna. Á mörgum sviðum sýndi Stefanía athyglisverða færni. Má þar t.d. nefna uppbyggingu mynda og með- ferð lita. Hún gerði margar fallegar myndir. Hún var einnig gædd af- burðahæfileikum í mannlegum sam- skiptum, sem best sést á þeim mikla fjölda vina sem hún eignaðist, jafnt meðal fatlaðra sem ófatlaðra. Hún var einstaklega lagin að fá fólk til að láta að vilja sínum. Ekki með hávaða eða frekju; heldur með einstaklega blíðri og bljúgri beiðni um það sem óskir hennar beindust að. Einnig hafði hún mikla næmni og skynjaði í nærveru fólks þætti sem ekki eru al- menningi sýnilegir. Með Þórunni frænku sinni fór Stefanía margar ævintýraferðir í huganum. Einnig fóru þær frænkur í leikhús, bíó eða út að borða og gerðu margt fleira saman sér til skemmtunar. Líklega má rekja til samspils þeirra stofnun Ævintýra- klúbbsins, sem Þórunn stofnaði til tómstunda og ævintýrasköpunar fyrir fjölfatlaða einstaklinga. Af því sem hér hefur verið rakið, er ljóst að Stefanía hefur skilið eftir sig mörg djúp og kærleiksrík spor í vitund margra einstaklinga, en einn- ig markað mikilvæg spor í sam- félagsvitund okkar, um andlega og líkamlega hæfni fjölfatlaðra einstak- linga til að njóta gleði í lífinu. Sam- hliða því veitti hún björtu ljósi inn í líf þeirra sem nutu þeirrar gæfu að kynnast henni. Um leið og ég þakka Stefaníu fyr- ir það sem ég gat lært af henni, bið ég Guð að styrkja alla hennar ætt- ingja og vini. Guðbjörn Jónsson. Laugardaginn 10. janúar hefðir þú orðið 55 ára kæri vinurinn okkar. Eins og við þekktum þig þá hefðir þú ekki viljað hafa tilstand í kringum þessi tímamót ef þú hefðir lifað. Þú varst svo hóg- vær og krafðist svo lítils. En þú vildir alltaf hafa tilstand í kringum hana mömmu, hún var sko sett á háan stall EGGERT KONRÁÐ KONRÁÐSSON ✝ Eggert KonráðKonráðsson fæddist á Blönduósi 10. janúar 1949. Hann andaðist á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 12. desember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Hjallakirkju í Kópavogi 19. des- ember. alla daga, og ekkert var of gott fyrir hana. Sumt fólk fer í gegnum allt líf- ið án þess að kynnast svona einstakri persónu eins og þú varst og því þakka ég Guði á degi hverjum fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Mamma hefur saknað þín svo mikið, eins og við öll, og vitum við að það mun taka hana langan tíma að jafna sig. Þó eru minningarn- ar svo fallegar um þig að þær ná að græða sár- in og milda sorgina með tíð og tíma. Guð blessi þig og mömmu og allar minningarnar sem þið bjugguð til saman. Hvíldu í friði elsku vinur og takk fyrir allt og allt. Særún, Davíð Torfi og börn. MORGUNBLAÐIÐ birtir af- mælis- og minningargreinar endurgjaldslaust alla daga vik- unnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minn- ing@mbl.is - svar er sent sjálf- virkt um leið og grein hefur bor- ist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauð- synlegt er að tilgreina símanúm- er höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tek- ið er á móti afmælis- og minn- ingargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs- stræti 1 á Akureyri. Ekki er tek- ið við handskrifuðum greinum. Birting afmælis- og minningar- greina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.