Morgunblaðið - 15.01.2004, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 15.01.2004, Qupperneq 60
ÍÞRÓTTIR 60 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ SLÓVENAR, gestgjafar og and- stæðingar Íslendinga á Evr- ópumeistaramótinu í handknatt- leik, skriðu undan híði sínu og léku tvo vináttuleiki við Make- dóníu á dögunum, en Slóvenar búa sig undir Evrópumótið af mikilli leynd um þessar mundir. Úrslit beggja leikja var 30:24. Leikirnir fóru ekki hátt og er greinilegt á þeim litlu upplýs- ingum sem hægt er að finna um þá að þeir fóru fram í litlum íþróttasölum því ekki voru nema um 500 áhorfendur á fyrri leikn- um og 700 á þeim síðari. Allir helstu kappar liðs Slóven- íu, að Ivan Simonovic og Renato Vugrinec undanskildum, tóku þátt í viðureignunum, en Simon- ovic lék Íslendinga grátt í vin- áttuleikjum hér á landi fyrir einu ári. Þá má þess geta að Vugrinec gengur til liðs við Magdeburg í sumar og er ætlað að fylla það skarð sem Ólafur Stefánsson skildi eftir sig. Hinn ungi Vid Kavticnik, skor- aði flest mörk liðsins í leikjunum, 12, örvhenta skyttan Roman Pungartnik hjá Kiel var með 11. Stórskyttan Ales Pajovic, félagi Ólafs hjá Ciudad Real, hafði hins vegar hægt um sig, skoraði að- eins sex mörk í síðari leiknum en ekkert í þeim fyrri. Að halda eða sleppa ÞÓ nokkrar vangaveltur hafa verið síðustu daga um val á landsliði Íslands í handknatt- leik, sem tekur þátt í Evr- ópukeppni landsliða í Slóveníu. Tveir leikmenn eru meiddir – Dagur Sigurðsson og Sigfús Sigurðsson – og verður látið reyna á þá í Danmörku og Sví- þjóð, á móti sem hefst í kvöld. 18 leikmenn eru í Danmörku og ef þeir standast ekki prófið falla þeir út og þeir sextán leik- menn sem eftir eru halda til Slóveníu á þriðjudaginn. Það gefur auga leið að það er betra að fara með fullfríska menn í stórmót en leikmenn sem eru meiddir og geta ekki leikið á fullum krafti. Sagan frá Ólymp- íuleikunum í München 1972 má ekki endurtaka sig – þangað var farið með meiddan leik- mann sem gat ekki leikið. Meiðsli Sigfúsar, brjósklos í baki, eru erfiðari en meiðsli Dags, sem er meiddur á læri. Ef Sigfús stenst ekki prófið í Dan- mörku og menn vilja gefa Degi lengri hvíld til að jafna sig, þá er sá möguleiki fyrir hendi að fara með sautján leikmenn til Slóveníu – tilkynna ekki nema fimmtán strax sem keppn- ismenn, en það má tilkynna einn leikmann til sögunnar síð- ar á EM. Dagur og þá vænt- anlega þriðji markvörðurinn í hópnum, Björgvin Gústavsson, væru þá tilbúnir að hlaupa í skarðið þegar við ætti. Dagur fengi lengri tíma til að fá sig góðan – gæti jafnvel komið inn í keppni í milliriðli – ef Ísland kemst áfram – þegar leikur harðnar á EM. Einnig er sá möguleiki til staðar að fara með alla 18 leikmennina til Slóveníu, þannig að Sigfús væri með í för og tilbúinn í slaginn, ef hann hressist. Sigmundur Ó. Steinarsson Ég þekki vel til þeirra leikmannasem skipa lið Slóvena. Það er gríðarlega vel mannað og nánast skipað sömu mönn- um og voru hér á landi í fyrra og voru síðan á HM að því undanskildu að Ales Pajovic, samherji Ólafs Stefánssonar hjá Ciudad Real, var þá ekki með. Hann tekur hins vegar þátt í Evr- ópukeppninni. Þar er á ferð afar sterk skytta. Auk hans er lið Slóvena skipað sterkum leikmönnum, á því leikur enginn vafi en við vitum hvað bíður okkar í Celje,“ segir Guðmund- ur sem þegar er farinn að undirbúa myndbandsspólur með leik Slóvena og greina leik þeirra í sérstöku tölvu- forriti ásamt aðstoðarmanni sínum, Gunnari Magnússyni. Slóvenar eru nærri því í felum núna, leika ekkert af opinberum æf- ingaleikjum, ekki satt? „Það er rétt, það má segja að þeir séu í felum. Ég hef reynt að afla mér upplýsinga um þá en hef nánast ekk- ert haft upp úr krafsinu. Þeir eru við æfingar í heimalandi sínu, leika æf- ingaleiki gegn félagsliðum, eftir því sem næst verður komist. Þeir fara ekkert út úr landi. Ég hafði óljósar spurnir af því að Slóvenar hafi leikið æfingaleiki við Makedóníu en mynd- ir frá þeim leikjum eru eitthvað sem ég get ekki nálgast séu þær á annað borð á lausu,“ segir Guðmundur sem telur sig vita nokkuð vel hvað bíður sín og lærisveinanna þegar flautað verður til leiks Slóvena og Íslend- inga í Celje annan fimmtudag. „Ég tel mig vita nokkurn veginn hvernig Slóvenar spila, en auðvitað er aldrei hægt að fullyrða fullkomlega.“ Að leiknum við Slóvena loknum tekur við viðureign við Ungverja, lið- ið sem hafnaði flestum að óvörum í 5. sæti á síðasta heimsmeistaramóti. Guðmundur segist vera með talsvert af nýlegum myndum af leik Ung- verja sem virðast vera síst veikari en fyrir ári á HM. Ungverjar léku á æf- ingamóti á Spáni um síðustu helgi og lögðu Úkraínu og Pólland og gerðu síðan jafntefli við heimamenn í hörkuleik, 28:28, þrátt fyrir að vera án tveggja afar sterkra leikmanna, Laszlos Nagy og Carlosar Perez. Hinn síðarnefndi er meiddur og verður ekki með á HM en Nagy verður væntanlega með þrátt fyrir skyndilegt fráfall nákomins ættingja á dögunum. „Ég veit að ungverska liðið er mjög öflugt og vel skipulagt. Það er skipað hávöxnum og líkamlega sterkum leikmönnum auk þess sem skyttur liðsins eru framúrskarandi. Það breytir því litlu þótt Perez, markahæsti leikmaður heimsmeist- aramótinu í Portúgal, verði ekki með. Það segir meira en mörg orð um styrk liðsins að það hafnaði í fimmta sæti á HM.“ Færðu myndir af leikjum Ung- verja á Spáni? „Ég er að reyna það, en það er alls ekki auðvelt. Menn eru mjög varir um sig, vilja lítið láta fara frá sér af myndefni, að minnsta kosti ekki of auðveldlega. Ég á hins vegar von á því að fá í hendur á næstu dögum upptökur af leikjum Tékka í Túnis á dögunum. Varðandi Ungverja þá hef ég upptökur af leikjum þeirra við Dani í haust og ég reikna með að þeir leiki svipað gegn okkur og á móti Dönum,“ segir Guðmundur og telur sig hafa þegar á hólminn verður komið eins góðar upplýsingar og hægt er að ná í um þjóðirnar þrjár sem verða andstæðingar Íslendinga í riðlakeppninni, Slóvena, Ungverja og Tékka. „Þótt sumt af efninu sé orðið nærri árs gamalt þá má ganga út frá því sem vísu að flest sé í svip- uðum skorðum, menn breyta ekki sínum leik í einni svipan, þótt auðvit- að sé alltaf um einhverjar viðbætur að ræða.“ Hvernig metur þú styrk Tékka? „Ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en að þeir séu þrælsterkir um þessar mundir. Tékkar hafa sýnt það upp á síðkastið að þeir eru til alls vís- ir. Þeir töpuðu naumlega fyrir Svíum en unnu Frakka sem er mjög athygl- isvert þar sem Frakkar hafa leikið einna best þátttökuþjóðanna á EM í undirbúningsleikjunum. Það vinnur ekkert lið Frakka með fjögurra marka mun nema því aðeins að það búi yfir mikilli getu.“ Morgunblaðið/Sverrir Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, mun stjórna landsliðinu í þremur leikjum í Danmörku og Svíþjóð næstu daga – fyrst gegn Dönum í Farum í kvöld. Slóvenar æfa á laun fyrir EM- leiki í Celje SLÓVENAR æfa á laun í bænum Celje í heimalandi sínu fyrir Evr- ópumeistaramótið í handknattleik og eftir því sem næst verður komist leika þeir enga æfingaleiki utan Slóveníu fyrir keppnina sem hefst á fimmtudaginn í næstu viku. Íslenska landsliðið mætir heimamönnum í fyrsta leik í Celje, þar sem Mekka handknattleiks- ins í Slóveníu er um þessar mundir. Guðmundur Þórður Guðmunds- son landsliðsþjálfari segist ekki hafa neinar nýjar myndir af leikjum Slóvena, hann verði að byggja á því sem hann eigi, m.a. frá vináttu- leikjum þjóðanna hér á landi fyrir ári og frá heimsmeistaramótinu í Portúgal í fyrra. Guðmundur hélt með sveit sína til Danmerkur í gær þar sem það tekur þátt í fjögurra þjóða móti áður en haldið verður til Slóveníu á þriðjudag. Eftir Ívar Benediktsson Slóvenar skelltu Make- dóníu í „feluleikjum“ VEGNA mistaka í vinnslu blaðsins í gær féllu út tíu línur á fjórum stöðum í viðtali við Guðmund Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfara í handknatt- leik. Viðtalið er hér í heild sinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.