Morgunblaðið - 15.01.2004, Síða 72

Morgunblaðið - 15.01.2004, Síða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga TALSMENN vöruflutningafyr- irtækja, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, segja að óveðr- iðið á Vestfjörðum og Norður- landi síðustu daga sé mesti „hvellur“ sem þeir hafi kynnst í mörg ár. Langt sé t.d. liðið frá því að bílar hafi ekki komist yfir fjallvegi svo dögum skipti. Hjá Flytjanda og Landflutningum fengust þær upplýsingar að vörur hefðu ekki safnast upp hjá þeim að neinu marki, þar sem viðskiptavinirnir hefðu sýnt að- stæðunum góðan skilning. Margir bílar voru þannig tepptir í Borgarnesi, eða þar til í gærmorgun að bílalest fór yfir Holtavörðuheiðina í kjölfar moksturstækja Vegagerð- arinnar. Bílarnir komust þó ekki lengra en í Skagafjörð þar sem Öxnadalsheiðin var lokuð. Páll Halldór Halldórsson, þjón- ustustjóri Flytjanda, sagði að sumir bílstjórar hefðu orðið að banka upp á á næsta sveitabæ til að fá gistingu þegar skyggnið var orðið slíkt á þjóðveginum að ekki sást á milli stika. „Þetta er bara orðið eins og í gamla daga,“ sagði Páll. Óskar Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Landflutninga, taldi að samgöngur norður í land kæmust í samt lag í dag. Veð- urspáin væri þess eðlis, en vegna fannfergis þyrfti vind lítið að hreyfa til að spilla færðinni. Vegna veðursins varð Vega- gerðin að aflýsa snjómokstri á nokkrum fjallvegum í gær, m.a. á Klettshálsi, Steingrímsfjarð- arheiði, Ströndum og í Ísafjarð- ardjúpi, og sömuleiðis um Langadal, á Öxnadalsheiði, Vík- urskarði, leiðinni milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar, og á Hólasandi. Morgunblaðið/RAX Bjarki Haraldsson þurfti að festa keðjur á bíl sinn, en vegurinn frá Hvammstanga út á hringveginn var ísilagður og vindur þvert á veginn. Bílar lentu því í vandræðun á þeirri leið. „Þetta er bara orðið eins og í gamla daga“ Bílar sem biðu í Borgarnesi komust í Skagafjörð í gær EIMSKIPAFÉLAG Íslands gekk í gær frá samningum fyrir milligöngu Landsbankans um sölu Haraldar Böðvarssonar hf. og Útgerðarfélags Akureyringa hf. fyrir 16,8 milljarða króna. Bæjarstjóri Akureyrar, bæjar- fulltrúar og þingmenn kjördæm- isins gagnrýndu í gær að ÚA hefði ekki verið selt heimamönnum, en Kaupfélag Eyfirðinga hafði sýnt útgerðinni áhuga. Feðgarnir Kristján Guðmunds- son, Guðmundur Kristjánsson og Hjálmar Kristjánsson, sem eiga Útgerðarfyrirtækið Tjald í Reykjavík og KG-fiskverkun á Rifi á Snæfellsnesi, sömdu um kaup ÚA fyrir 9 milljarða króna. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, gagnrýndi Landsbankann í gær og sagði að það væri einkennilegt ef banka- stofnanir gengjust fyrir því að fyrirtæki væru seld á „upplausn- arverði, þannig að atvinnurekst- urinn, sem af þeim leiðir, leggist í dvala“. Valgerður Sverrisdóttir, þing- maður Framsóknarflokks á Norð- urlandi og iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, sagði að það hefði verið meiri trygging fyrir framtíðina hefðu norðanmennn keypt ÚA, en nýir eigendur hefðu sannfært sig um að þeir hygðust reka fyrirtæk- ið áfram í þeirri mynd, sem verið hefði. Halldór Blöndal, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks á Norður- landi, sagði að salan hefði komið Akureyringum í opna skjöldu, enda hefðu bæði Landsbankinn og Eimskip lagt áherslu á að Út- gerðarfélagið yrði selt heima- mönnum. Þingmenn stjórnarand- stöðunnar á Norðurlandi, Kristján Möller, Samfylkingu, og Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, sögðu að þeir hefðu kosið að ÚA hefði verið selt heimamönnum og salan af- hjúpaði galla kvótakerfisins. „Vitum ekkert hvað við mun- um hafa hér til framtíðar“ Oktavía Jóhannesdóttir, odd- viti Samfylkingarinnar í bæjar- stjórn Akureyrar, taldi líklegt að þetta mál sýndi mönnum fram á ókosti kvótakerfisins: „Við hérna á Akureyri höfum álitið okkur nokkuð örugg í þessum efnum, með þennan mikla kvóta. Nú er- um við í raun komin í sömu stöðu og mörg smærri byggðarlög á landsbyggðinni, við vitum ekkert hvað við munum hafa hér til fram- tíðar.“ Samtals er söluverð þessara tveggja fyrirtækja 16,8 milljarðar króna en áætlaður hagnaður Eim- skipafélagsins af sölunni er um 2,5 milljarðar króna. Guðmundur Kristjánsson sagði ekki standa til að flytja höfuð- stöðvar ÚA frá Akureyri eða selja fyrirtæki í eigu félagsins. Kaupfélag Eyfirðinga sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna sölu á Útgerðarfélagi Akureyringa og segir að gengið hafi verið framhjá KEA í söluferlinu. Magnús Gunn- arsson, stjórnarformaður Eim- skips, þvertekur fyrir að gengið hafi verið framhjá KEA í söluferl- inu. Tilboð KEA í ÚA hafi einfald- lega verið of lágt. Grandi hf. hefur nú gert samn- ing um kaup á Haraldi Böðvars- syni hf. fyrir 7,8 milljarða króna. Brim leyst upp með sölu ÚA og HB fyrir 17 milljarða króna Gagnrýnt að ÚA skyldi ekki selt heimamönnum  Sala ÚA og HB/11/22/36 VERIÐ er að undirbúa drög að frumvarpi til laga um tónlistarsjóð í menntamálaráðuneytinu að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra. Hyggst hún leggja frumvarpið fram nú á vorþingi. Ráðherrann tilkynnti þetta við afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna í gær. „Markmið mitt er að slíkur sjóður geti orðið að veruleika innan tíðar og stefni ég að því á vorþingi að leggja fram frumvarp til laga um tónlistarsjóð,“ sagði Þorgerður Katrín í samtali við Morgunblaðið í gær. „Sjóð sem getur stutt við bakið á nýsköpun jafnt sem útrás á öllum sviðum tónlistar og örvað þannig enn frekar þá stórkostlegu þróun er átt hefur sér stað í íslensku tónlistarlífi.“ Sagði hún að ef stuðningur við íslenska tónlist ætti að skila árangri og ánægju yrði að tryggja að kröftum þeirra sem málið varðaði yrði ekki dreift of víða. „Ég vona að mér takist að stuðla að því að með setningu laga um tónlistarsjóð verði kerfið ekki búið til fyrir kerfið sjálft, heldur verði það einfaldara, skilvirkara og markvissara – íslensku tónlistarlífi til heilla.“ Þorgerður Katrín sagðist vonast til þess að tón- listarsjóðurinn yrði til þess að efla markaðs- setningu og útrás á íslenskri tónlist. Hún sagði að leitað yrði eftir samstarfi við tónlistarfólk við und- irbúning sjóðsins. „Ég er þegar byrjuð að láta vinna frumvarpsdrög sem við munum síðan vænt- anlega kynna þeim sem hlut eiga að máli þegar þar að kemur. En ég ætla mér að vinna þetta mál hratt, það er ekki hægt annað þegar þessi mikla gerjun er að eiga sér stað í tónlistarlífinu. Það er ánægjulegt áreiti alls staðar.“ Menntamálaráðherra með frumvarp til laga um tónlistarsjóð á vorþingi Á að efla markaðs- setningu íslenskrar tónlistar TVEIR bátar sukku í Skaga- strandarhöfn í nótt og voru björgunarsveitarmenn að störfum í gær við að reyna að bjarga tveimur trillum til við- bótar sem voru við það að sökkva. Mikill sjór var kominn í bátana, sem eru 8–9 tonn, og stefnið brotið af öðrum fyrir of- an sjólínu. Björgunarsveitar- menn fóru um bæinn á snjóbíl- um til þess að ná í dælur og freista þess að dæla sjó upp úr trillunum. Síðdegis í gær hafði tekist að dæla öllum sjó úr bát- unum. Mjög hvasst var á staðn- um og fór vindhraðinn upp í 30– 40 m/s í mestu hviðunum þann- ig að vart var stætt á bryggjunni og gekk sjórinn stöðugt yfir hana, að sögn björgunarsveitarmanns hjá Björgunarsveitinni Strönd. Ekki var bráð hætta búin fleiri bátum en moka þurfti snjó úr nokkrum þeirra. Ekki átti að reyna að ná sokknu bátunum tveimur, Skarfakletti og Katrínu, aftur á flot fyrr en veður lægði. Ferjuðu hjúkrunarfræðing í snjótroðara Þá voru björgunarsveitar- menn beðnir um að sækja hjúkrunarfræðing til að gera að sárum barns sem meiðst hafði á höfði. Fyrst þurfti að moka snjó frá húsi barnfóstru barna hjúkrunarfræðingsins, síðan moka við hús hjúkrunarfræð- ingsins og loks hús barnsins. Það reyndist þó ekki alvarlega meitt. Hjúkrunarfræðingurinn var fluttur í snjótroðara. Tveir bátar sukku Tveimur trillum hálffullum af sjó var bjargað MJÖG vel horfir með sölu loðnuafurða á kom- andi vertíð og virðist sem engin takmörk séu fyrir því hvað framleiða má mikið magn hér- lendis á vertíðinni. Þá gera seljendur sér vonir um að verð hækki um- talsvert. Norðmenn hafa ráðið loðnumarkaðnum í Japan undanfarin fjögur ár en í ár verður ekkert framboð af loðnu frá Noregi og því sitja Íslendingar ein- ir að markaðnum í Japan. Lítið er til af birgð- um í Japan vegna lítillar framleiðslu í fyrra og því segja seljendur að markaðurinn taki við um 20 þúsund tonnum af loðnu frá Íslandi. Í fyrra voru aðeins fryst hérlendis tæp 2.500 tonn af loðnu fyrir Japansmarkað. Teitur Gylfason, deildarstjóri uppsjávarfisks hjá SÍF, segir að nú sé tækifæri til að hækka verð á ný en það hafi lækkað mjög árið 1999 þegar Norðmenn komu með þunga inn á mark- aðinn. /C1 Góð staða á loðnumörkuðum ÞRÁTT fyrir að vindar hafi blásið af öllum kröft- um í gær létu börn víða um land það ekki stoppa sig heldur héldu út að leika með sleða og snjóþot- ur í eftirdragi. Víða hefur þó sennilega verið nærri ómögulegt að athafna sig með sleðana en þær Helga og Una létu engan bilbug á sér finna og gengu ótrauðar upp brekku við Syðri-Reyki í Vestur-Húnavatnssýslu þar sem ljósmyndari Morgunblaðsins fangaði þær á mynd í rokinu. Ferðin gekk þó hægt enda allhvasst. Morgunblaðið/Eggert Renna sér í rokinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.