Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 2
2 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 16|1|2004 MORGUNBLAÐIÐ Gítarsóló og stuð: Hljómsveitin The Darkness sló í gegn með laginu „I Believe in a Thing Called Love“, sem kom fyrst út árið 2002. Hljómsveitin hefur samt ekki náð almennri hylli fyrr en á síðustu mánuðum en fyrsta breiðskífa hennar, Permission to Land, kom út í sumar. Platan hefur selst í fjórfaldri platínusölu í heimalandinu Bretlandi og fór á toppinn í september. Það bendir allt til þess að árið 2004 verði ekki síður ár bræðranna Just- ins og Dans Hawkins, Frankies Poullains og Eds Grahams enda var sveitin nýlega tilnefnd til fernra Brit-verðlauna. Dark- ness er rokkhljómsveit og spilar rokk af þeirri tegund sem varð fyrst vinsæl undir lok áttunda áratugarins og lifði góðu lífi á þeim níunda. Fylgir viðhorfið og fatastíllinn með. Bassaleik- arinn Frankie lýsir þessu vel: „Ég þoli ekki hrokann í hljóm- sveitum sem halda að smásmugulegar tilfinningar þeirra séu áhugaverðar. Ef litið er til hljómsveita sem störfuðu fyrir 25 ár- um þá var fólk brosandi. Við viljum koma þessu viðhorfi á fram- færi.“ Þeir geta svo sannarlega látið fólk brosa því lögin eru einlæg og skemmtileg og nóg af gítarsólóum. Þetta er frábær plata sem rokkarar ættu ekki að láta framhjá sér fara. Justin, söngvari og gítarleikari, kemur yfirleitt fram í glysgöllum sem eru flegnir langt niður á brjóst. Hann tekur splittstökk á sviðinu og nær rödd hans ótrúlegum hæðum. Þrátt fyrir að hljómsveitin hafi fljótt áunnið sér stóran aðdáendahóp héldu stóru útgáfufyrirtækin sig fjarri og lögðu ekki í að fá sveitina á samning. Atlantic lét loks verða af því í Bandaríkjunum, þar sem strákarnir eru staddir núna. Útgáfufyrirtækin áttuðu sig ekki strax á því hvað þeir voru að gera. Er þetta grín eða ekki? Svarið er að þeim er full al- vara og eru að endurvekja skemmtilegt rokk. Endilega hlusta á Darkness! … Erótík og spenna: Fór á frumsýninguna á Í Sárum (In the Cut) eftir Jane Campion með Meg Ryan og Mark Ruffalo í aðalhlutverkum en henni hefur verið lýst sem erótískri spennumynd. Mér fannst hún frábær og virkilega skera sig úr öðrum spennumyndum sem fjalla um fjöldamorðingja. Myndin hefur mjög flott útlit og „góða stúlk- an“ Meg Ryan sýndi skemmtilegan leik og nýja hlið á sjálfri sér. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mætti á frumsýninguna til heiðurs Hilmari Erni Hilmarssyni, sem semur tónlistina í myndinni. Á tímabili varð ég alveg fegin að Dorrit komst ekki með honum því mörg kynlífsatriðin eru opinská og láta siðprúðar konur eins og mig og Dorrit fara hjá sér. Myndin var þó allt annað en tilgerðaleg og mér fannst greinilegt að þarna væri kona við stjórnvölinn … Listalíf á laugardegi: Fjölmargar sýningar í söfnum og galleríum Reykjavíkurborgar voru opnaðar á laugardaginn. Mannmargt var í Nýlistasafninu þar sem verk eftir Guðnýju Rós Ingimarsdóttur eru til sýnis og Gauthier Hubert er með sýninguna USA USE US, sem veltir upp ýmsum hliðum á því veldi sem Bandaríkin eru. Á Safninu sá ég verk sem Jón Sæ- mundur Auðarson setti sérstaklega upp í einu herbergi. Herbergið er vegg- fóðrað með hauskúpunum, sem hann hefur gert frægar í Nonnabúð. Heið- urssess skipar síðan hauskúpuhringur úr demöntum og hvítagulli en bæði silfurútgáfa af hringnum og veggfóðrið verða sett í sölu. Loks má ekki gleyma að geta sýningar Jóns Gnarrs á Jesúmyndum í Fríkirkjunni, sem sýna hugmyndir Jóns um frelsarann, en Jóni leiðist að hann sé stöðugt sýndur sem grannholda maður með sítt hár og skegg. |ingarun@mbl.is Ég trúi á nokkuð sem kallast ást FRÁ FYRSTU HENDI FÓLKIÐ Umsjón Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is| Blaðamenn Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is | Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is | Bryndís Sveinsdóttir bryndis@mbl.is | Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@mbl.is | Árni Matthíasson arnim@mbl.is Fyrsti hluti eftir | Ingibjörgu Haraldsdóttur Mánudaginn milli jóla og nýárs vaknaði skáldið upp með andfælum í fleti sínu, spratt á fætur, strauk framan úr sér martröðina og stikaði kengbogið fram og aftur um gólfið góða stund, kveikti loks á eldspýtu og bar logann að vekjaraklukkunni. 9.22. Tveir tímar til sólarupprásar. Skáldið rýndi inn í dimmasta hornið undir súðinni og fann að nú hlaut það að gerast, sagan var að koma, nú varð hún að koma. Og mikið rétt, smám saman birtist persóna í horninu, strýhærð, gott ef ekki vað- málsklædd … Æ nei, ekki þetta, tautaði skáldið og lokaði augunum. Eitthvað nýrra, eitthvað litríkara! Annar hluti eftir | Guðrúnu Helgadóttur Skáldið hryllti sig. Farðu! Þú ert ekki sagan mín. Þú ert sagan hennar ömmu og hennar langömmu. Þú ert tannlaus og með skyrbjúg og með steinbarn í leg- inu. Hefurðu hugmynd um hvað ég er leið á þér? Ég fæ liðagigt í fing- urna af að hugsa um þig. Sendu mér eitthvað af afkomendum þínum, unga, fallega fólkið, fólkið sem á hlutabréf og þekkir alla hina sem eiga hlutabréf. Ég verð brjáluð af að horfa á þig. Skrímslið skáblíndi á mig augunum og kunni ekki að skammast sín. Það hló að mér og beraði ryðbrún tannabrotin. Mín saga er falleg saga, æpti ég. Um lifandi fólk í fallegum húsum, um pakksödd lifandi börn, já saga um hamingjuna. Um ástina og feg- urðina. Um líf í litum. Ekki saga um afturgöngur í sauðalitunum. Skrímslið rétti úr sér og kom í áttina til mín. Ert þú ekki skáld? Ef þú ert skáld getur þú leyst mig úr álögum. Mér leiðist jafnmikið í mínu hlutverki og þér í þínu. Og þá fyrst losnar þú sjálf úr álögum og þá geturðu skrifað söguna þína. Keðj usag an Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson af Sveini Geirssyni sem fer með eitt aðalhlutverkið í söngleiknum Chicago, sem er frumsýndur í Borgarleikhúsinu um helgina. Sveinn leikur lögmanninn Billa Bé sem hann lýsir sjálfur í viðtali í Fólkinu sem útsmognum, lymskulegum, frek- um, ágjörnum og sjálfselskum. „Hann dáir bara einn hlut í þessum heimi, fyrst og fremst sjálfan sig og frægð og peninga,“ segir Sveinn. Alltaf verið | 6 Forsíða Við vissum ekki fyrir viku... … að haust- og vetrartískan hjá Versace yrði svona lit- rík, en tískusýningum í Míl- anó lauk í gær. … að þessi fílsranaapi, Victor að nafni, myndi verða í sviðsljósinu í tilefni af því að ár apans gengur senn í garð í Kína. … að bandaríski leikarinn Kevin Costner og eiginkona hans, Christine Baum- gartner, tækju myndir á tískusýningum. Þau voru stödd á haust- og vetrar- tískusýningu Ralphs Laurens á þriðjudaginn. … Mao Xinyu, 32 ára barna- barn Maós, hefði skrifað bók um afa sinn, í tilefni af því að 110 ár voru liðin frá fæðingu hans 26. desem- ber. … að þessir órangútanar myndu þurfa að hlýða á mótmæli hundraða verka- manna í Indónesíu, sem sögðu að dýrin hlustuðu á þá af meiri athygli en ráða- menn. … að Taílendingar myndu lýsa því yfir á miðvikudaginn að þeir hefðu stöðvað út- breiðslu kóleru og öndunar- örðugleika meðal kjúklinga þar í landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.