Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 6
6 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 16|1|2004 MORGUNBLAÐIÐ Um strætin dansa glysklæddar dömur og stællegir herrar. Ráðabrugg ráða ríkjum og enginn er lævísari en Billi Bé, lögmaðurinn útsmogni. Sveinn Geirsson leikur Billa Bé í söngleiknum Chicago, sem frum- sýndur er í Borgarleikhúsinu á sunnudag. Þetta er sama hlutverk og Richard Gere hlaut lof fyrir í kvikmyndinni Chicago, sem Sveinn var reyndar ekki hrifinn af. „Ég hraðspólaði í gegnum hana. Hún er ofmetin, það hlýtur að hafa verð gúrkutíð hjá aka- demíunni.“ Sveinn heitir skemmtilegri sýningu, sem er í þetta sinn ekki á hvíta tjaldinu heldur á sviði í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur og er um að ræða þýðingu og leikgerð Gísla Rúnars Jónssonar. Er þetta skemmtilegur söngleikur? „Mér finnst þetta virkilega skemmtilegur söng- leikur en hann er mikið fyrir bæði augu og eyru,“ segir Sveinn, sem fær líka að vera í glimmerfötum eins og stelpurnar. „Ég kem inn í skrautbúningi,“ segir hann og sýnir gullbuxur og pallíettuvesti. „Ég hef alltaf ver- ið mjög glysgjarn og tek því fegins hendi að fara í smáglys. En ég er líka sáttur við jakkafötin mín,“ seg- ir Sveinn. Hvernig persóna er Billi Bé? „Hann er mjög útsmoginn, lymskulegur, frekur, ágjarn, sjálfselskur. Hann dáir bara einn hlut í þessum heimi, fyrst og fremst sjálfan sig og frægð og pen- inga. Að hans mati er hann guðs gjöf til veraldarinnar. Hann er alltaf við stjórnvölinn og gengur í gegnum sýninguna eins og brúðumeistari og kippir í spotta.“ Hvernig er að leika svona mann? „Það er bara mjög skemmtilegt. Hann er stöðugt að „performera“ og spegla sjálfan sig í því fólki sem hann er að tala við.“ Hefurðu gaman af söngleikjum almennt? „Já, ég hef mjög gaman af mörgum söngleikjum, þó ekki öllum. Þegar vel tekst til og mikið er lagt í eru þeir frábær skemmtun. Söngleikir virka ekki þegar þeir eru fátæklegir og Chicago er langt í frá að vera fátæklegur. Nóg af öllu þarna.“ |ingarun@mbl.is Alltaf verið GlysgjArn Morgunblaðið/Eggert SVEINN GEIRSSON LEIKUR ÚTSMOGNA LÖGMANNINN BILLA BÉ. 18. janúar Söngleikurinn Chicago frum- sýndur í Borg- arleikhúsinu Bardaga- íþrótt á Gauknum Strákarnir í Kung Fú ætla að hrista upp í stuðinu langt fram eftir nóttu. Glaumbar DJ Bjarki Batman skrúfar frá stuð- krananum á Glaumbar. Mold himinn gras Jóhannes Dagsson opnar sýningu sína, Mold himinn gras, í Teits galleríi á sunnudaginn kl. 14.00. Enski á mánudaginn Bein útsending frá leik Newcastle og Fulham á Sýn á mánudaginn kl. 19.50. V I K A N 1 6 . - 2 2 . j a n . LaugardagurFöstudagur Útgáfutónleikar Hvanndalsbræðra Tríóið Hvanndalsbræður, með Rögnvald gáfaða í far- arbroddi, heldur útgáfu- tónleika á Kaffi 22 á Lauga- vegi frá kl. 21.00 til 23.00. Leikin verða lög af nýútkomnum diski þeirra félaga sem ber heitið Út úr kú. Party Zone í útvarpinu Tommi White og Lewis Copeland hita all hressilega upp fyrir New Icon partýið sem að verður á Kapital um kvöldið. Rás 2 kl. 20.20. Aston Villa - Arsenal Henry og félagar ferðast til Birmingham og sækja Villa-menn heim. Sýn kl. 13.45 á sunnudaginn. Klassík í Háskólabíói Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika í Háskólabíói kl. 19.30miðvikudag og fimmtudag. Hljómsveitarstjóri Guðmundur Óli Gunnarsson og einleikari Sigurgeir Agnarsson. Verk eftir Brahms, Haydn og fleiri. Bla bla bla Hulda Björk, Ólafur Kjartan Sigurð- arson og Kurt Kopecky flytja brot af því besta úr smiðju Gershwins á há- degistónleikaröð Íslensku óperunnar - Bla bla bla, á þriðjudaginn. fo lk id @ m bl .is Frá sunnudegi til fimmtudags Hápunktur í Idol- Stjörnuleit Úrslitaþáttur í Idol-Stjörnuleit á Stöð 2 kl. 20.30. Atkvæðagreiðsla í beinni kl. 22.00. Aðeins þrír kepp- endur eftir; Jón Sigurðsson, Karl Bjarni og Anna Katrín. Idol verður í beinni á Nasa við Austurvöll, Players í Kópavogi og Dátanum á Akureyri. Miðnes á Selfossi Hljómsveitin Miðnes heiðrar Selfyssinga með tón- rænni nærveru sinni í Pakkhúsinu. Svensen og Hall- funkel á Gullöldinni Svensen og Hallfunkel hella úr skálum stuðs síns í Graf- arvoginum. Rauðu skórnir frumsýndir í Borgar- leikhúsinu „Ævintýraleikhús fyrir unglinga og annað fólk“. Kl. 17.00. Rokk og aft- ur rokk á Grandrokk Mínus, Jan Mayen og Manhattan skekja Grandrokk og næsta nágrenni með öskrandi rokki. Tár, bros og takkaskór Wolves - Manchest- er United á Sýn kl. 12.15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.