Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16|1|2004 | FÓLKÐ | 9 Alltaf þurfa einhverjir að komast á milli staða á nóttunni og ekki allir í ökufæru ástandi og hóa því í leigubíl. Arnar Þórisson vinnur sem rafvirki virka daga en und- anfarin þrjú ár hefur hann líka keyrt leigubíl á nóttunni um helgar til að drýgja tekj- urnar. „Þetta er alls konar fólk sem ég keyri og í hinum ýmsu erindagjörðum. Sumir eru að fara í vinnuna, aðrir eru að fara í flug til útlanda en vissulega eru flestir að koma sér heim af skemmtistöðunum.“ Arnar keyrir í tólf tíma á næturvöktunum, frá klukkan átta til átta á laugardags- og sunnudagsnóttum og notar síðan sunnu- daginn til að snúa sólarhringnum aftur við. „Ég passa mig að sofa þá ekki lengur en til hádegis svo ég geti örugglega sofnað aftur um kvöldið og komið ferskur í raf- virkjavinnuna á mánudagsmorgni.“ Arnar segir starfsandann góðan hjá bifreiðastöðinni BSR. „Þetta eru fínir félagar og stundum göntumst við okkar á milli í talstöðinni svo okkur leiðist ekki.“ Arnar segist lítið finna fyrir syfju í næturvinnunni en vissulega halli sumir félaga hans sér í sætinu þegar komið er undir morgun. „En ég vil frekar keyra enda er nóg að gera á þeim tíma því fólk er að koma sér heim af skemmtistöðunum alveg til klukkan sex og sjö á morgnana. Auðvitað er fólk í misjöfnu skapi þegar það sest upp í bíl hjá mér um miðjar nætur eða undir morgun, en ég hef aldrei lent í vandræð- um,“ segir Arnar, sem finnst mjög gott að vinna á nóttunni. „Ég vann í sveit þegar ég var unglingur og þá vorum við stundum að bera áburð á túnin á næturnar og það voru bestu stundirnar. Kyrrðin í nóttinni er alveg sérstök og ég kann vel við hana.“ Keyrir aðra um nætur Sjúkdómar og veikindi herja á mannfólkið á öllum tímum sólarhringsins og því þarf ævinlega að vera einvalalið á bráðavaktinni. Hrönn Steingrímsdóttir, hjúkr- unarfræðingur á Bráðamóttökunni á Lansanum við Hringbraut, vinnur oft á næt- urvöktum og kann vel við það. „Á nóttunni er rólegra yfir öllu og það skapast sérstök stemning þegar allir aðrir eru sofandi. Þá eru færri á vaktinni en yfir daginn og samstarfsfólkið kynnist betur.“ Næturvaktirnar byrja ýmist klukkan átta eða ellefu að kvöldi og þeim lýkur klukkan hálfníu að morgni. Hrönn segir algengast að til þeirra komi sjúklingar með hjarta- og kviðvandamál. „Það er frekar mikill erill seinnipart kvölds og frameftir nóttu en yfirleitt rólegt yfir miðja nóttina. Svo er aftur meira að gera undir morgun. Við verðum alltaf að vera í við- bragðsstöðu því við sinnum bráðveikum einstaklingum og vitum aldrei hvenær næsti sjúklingur kemur inn. Þess vegna megum við ekki leggja okkur þótt svefn- inn sæki stundum á. Þá verðum við bara að fá okkur kaffi, opna glugga og anda djúpt.“ Hrönn segist alltaf fara beint heim að sofa þegar næturvöktum lýkur og hún fer ekki á fætur fyrr en um fimmleytið síðdegis. „Þetta hentar mér vel núna, launin eru betri á næturvöktum en dagvöktum, en þetta er vissulega slítandi og ég ætla mér aðeins að vinna tímabundið svona mikið á nóttunni.“ |khk@mbl.is |bryndis@mbl.is Bráðavaktin Morgunblaðið/Jim Smart Umferðarmiðstöðin Ef þig langar í svið eftir miðnætti þá er þetta stað- urinn til að heimsækja. Þau eru seld hérna allan sólarhringinn og töluvert margir sem nýta sér þá þjónustu. Bílar bíða í röð eftir að komast að lúgunni og er stríður straumur viðskiptavina allt til klukkan þrjú um nóttina. Þetta er samt ekki staðurinn til að hitta fólk, allir sitja inni í bílum og fremur örðugt að ætla að hefja samræður. Afgreiðslufólkinu á BSÍ finnst fyndið að fólk sem kemur á næturnar til að kaupa smokka er alltaf jafn vandræðalegt. „Það kemur sér aldrei að efn- inu, biður fyrst um kók eða eitthvert sælgæti, spyr svo loksins um smokka og verður eldrautt í fram- an. Eins og smokkakaup séu ekki jafneðlileg og allt annað,“ segir Rán sem afgreiðir í sjoppunni á BSÍ. Hvað gerist eftir miðnætti á þriðjudagskvöldi? Nonnabiti Hér er hægt að fá sér í svanginn til klukkan tvö á næturnar. Viðskiptavinir eru sex talsins, allt karlmenn. Ljúf og róleg stemmning, tiltölulega lágt stillt fm-tónlist og viðskiptavinir sitja og háma í sig. Þeir virðast ekki áfjáðir í að spjalla heldur vilja bara sitja með sinn mat og lesa kámug Andrésblöð og gömul Séð og heyrt. Afgreiðslukonan segist hæstánægð með að vinna þarna á nóttunni en segir ennþá skemmtilegra um helgar því þá sé meira fjör. Morgunblaðið/Árni Torfason Tíu–ellefu Lágmúla Hér er greinilega fjörið! Hef satt að segja aldrei nokkurn tíma séð jafn marga við- skiptavini í tíu–ellefu-verslun í einu. Örugglega fjörutíu–fimmtíu manns í búð- inni að kaupa inn á fullu við dúndrandi hressa fm-tónlist. Báðir kassarnir opnir og fimm manna raðir báðum megin. Þrír eldri menn eru önnum kafnir við að velja sér kræsingar úr salatbarnum í takt við tónlistina. Sumir segja að matvörubúðir séu bestu staðirnir til að hitta tilvonandi maka. Ég efast um þá kenningu en ef hún stenst þá mun þetta vera besta búð- in og besti tíminn. „Það er alltaf fullt af alls konar fólki hérna á nóttunni, jafnvel mömmur sem eru að kaupa inn og eru með fullar inn- kaupakörfur,“ segir afgreiðslustúlkan, sem er eldhress. Vörður frá Securitas stendur vaktina og fylgist með því að allt fari skikkanlega fram. Hann virðist þreyttur og andvarpar. Stundum er fjörið of mikið og hann þarf að grípa inn í, enda alls konar fólk sem þarna kemur, segir hann. Fyrir kemur að fíklar mæta á nóttunni til að ná sér í syk- ur. Menntaskólakrakkar koma líka stundum eftir skólaböll og þá getur verið hasar. Vídeóhöllin Lágmúla Hér er ekki sála nema afgreiðslufólk og lúpulegur eldri maður sem stendur stjarfur við spilakassa og hreyfir sig hvergi. Ungur maður afgreiðir og segir hann kvöldið afar rólegt, að jafnaði sé mikið að gera á leigunni eftir miðnætti. Hann segist einu sinni hafa komið að manni sof- andi á efri hæð leigunnar. Hann hafði ráfað beina leið upp, komið sér fyrir í sófa og sofnað. 1.08 0.00 0.54 1.32

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.