Morgunblaðið - 21.01.2004, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 B 3
bílar
Hjólið er töluvert þyngra eftir breytinguna og fer upp í 511 kíló.
Stærsta þríhjól landsins væntanlegt
GUNNAR Rúnarsson í Keflavík er
að flytja inn eitt veglegasta mót-
orhjól landsins í næsta mánuði, en
þá kemur til landsins Goldwing
1800 þríhjól sem hann hefur fest
kaup á fyrir konu sína, Maríu Haf-
steinsdóttur. Hjólinu er breytt af
Lehman Trikes í Bandaríkjunum
og byggist á framleiðsluhjólinu en í
stað afturdekks er nú komin Ford
hásing og tvö afturdekk. Búið er að
smíða nýjan afturenda með breið-
um afturbrettum utan um hjólin, en
taska og hnakkur eru að mestu
leyti látin halda sér eins og sést á
myndinni. Hjólið er töluvert þyngra
eftir breytinguna og fer upp í 511
kíló án bensíns og olíu.
Farangursrými er nú í heildina
178 lítrar með breytingunum og
snúningshringur þess er tæpir sjö
metrar. Gunnar á von á hjólinu um
miðjan febrúar og býst hann við að
það verði komið strax á götuna því
ekki mun snjórinn stoppa þetta
hjól.
ÞEIM fjölgar stöðugt bílunum
sem eru búnir loftkælingu. En
jafnvel loftkæling af bestu gerð
getur orðið ónothæf vegna þess
að stækan óþef getur lagt frá
henni ef viðhaldi er ekki sinnt. Sá
misskilningur er útbreiddur að
eftirlit með loftkælingu sé ávallt
innifalið í reglubundnum þjón-
ustuskoðunum. Svo er þó ekki
alltaf. Oft þarf bíleigandinn að
fara sérstaklega fram á að bún-
aðurinn sé skoðaður. Lélegt við-
hald á loftkælingunni leiðir ekki
einungis til þess að vond lykt
kemur inn í farþegarýmið heldur
getur það líka leitt til kostn-
aðarsamra bilana í búnaðinum.
Loftkælingin er í raun stöðugt
ígangi svo lengi sem bíllinn er í
gangi og það er því eðlilegt að
búnaðurinn slitni. Ýmsar slöngur
og pakkningar þorna upp með ár-
unum og það getur orsakað leka.
Þannig getur myndast raki í
kerfinu sem dregur úr afkasta-
getu loftkælingarinnar og veldur
óþef. Ef menn verða varir við
óþefinn er hægt að athuga hvort
nægur kælivökvi er í tanknum.
Sé farið að ganga á hann bendir
það til þess að loftkælingin
þarfnist eftirlits eða viðgerðar.
Yfirleitt er tankurinn staðsettur
nærri vélinni. Ráðlegast er samt
að eftirláta fagmönnum að
kanna ástand sjálfs loftkælikerf-
isins.
Vond lykt
frá loft-
kælingu
TOYOTA jók söluna í Evrópu á síð-
asta ári og seldust samtals 834.661
bíll, þar af 21.651 Lexus, í álfunni.
Þetta er sjöunda árið í röð sem
Toyota eykur söluna í Evrópu. At-
hyglisvert er að á sama tíma og
heildarbílasalan dróst saman um
2% í Evrópu jók Toyota söluna um
10%. Markaðshlutdeild Toyota í
Evrópu er nú 4,7%, sem er sú
mesta sem fyrirtækið hefur nokkru
sinni náð í álfunni. Toyota fram-
leiddi tæplega 466.000 bíla í Evrópu
á síðasta ári, tæplega 431.000 vélar
og 117.000 gírskiptingar í verk-
smiðjum sínum í Bretlandi, Frakk-
landi, Tyrklandi og Póllandi. Toyota
hefur sett sér það mark að selja
850.000 Toyota- og Lexus-bíla í
Evrópu á þessu ári.
Toyota eyk-
ur söluna 7.
árið í röð
BMW M5, innfluttur nýr af umboði, 400 hö, nýskráður 08/00, ek. aðeins
37þ. Km., leðuráklæði, 18” álfelgur, ABS, stöðugleikakerfi, spólvörn,affelg-
unarbúnaður, dekkjaloftþrýsingsviðvörun, Xenon ljós, geislaspilari, fjarst.
samlæsingar, þjóvavörn, hiti í sætum, kastarar, átta öryggispúðar, loftkæling, rafdrifin sæti, spoil-
er, sími og handfrjálsbúnaður, sjónvarp og margt, margt fleira. Verð aðeins kr. 5.900.000
Verð
5.900.000
400 Hö
Einstakur bill - M5!