Morgunblaðið - 26.01.2004, Side 27
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2004 27
RAÐAUGLÝSINGAR
RAÐAUGLÝSINGAR
TIL LEIGU
Borgarholtsbraut
4ra herbergja sérhæð, laus 1. mars til langtíma.
Leiga 95 þús. á mán.
Sólvallagata 45 fm stúdíóíbúð. Leiga 45 þús.
á mán. Laus strax, langtímaleiga.
Allar nánari upplýsingar.
Ársalir ehf., fasteignamiðlun,
Engjateigi 5, sími 533 4200,
Elísabet, sími 862 9781.
TILKYNNINGAR
Bessastaðahreppur
Deiliskipulag við Breiðumýri og norðan
Sviðholts
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Breiðu-
mýri og norðan Sviðholts í Bessastaðahreppi
auglýsist hér með samkvæmt 25. gr. skipulags-
og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingin nær
til götunnar Asparholt. Í skipulagstillögunni
er íbúðum í rað- og fjölbýlishúsum fjölgað frá
gildandi deiliskipulagi. Einnig breytast bygg-
ingarreitir og húsform. Fjölbýlishús verða fullra
þriggja hæða og raðhús fullra tveggja hæða.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Bessa-
staðahrepps, Bjarnastöðum, frá kl. 8:00—16:00
alla virka daga frá 30. janúar til og með
12. mars 2004. Þeim sem telja sig eiga hags-
muna að gæta er gefinn kostur á að gera at-
hugasemdir við skipulagstillöguna. Frestur
til að skila inn athugasemdum rennur út
12. mars 2004. Athugasemdum skal skilað
skriflega til sveitarstjóra Bessastaðahrepps,
Bjarnastöðum.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna
innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni.
Breyting á deiliskipulagi við Hvol
Hreppsnefnd Bessastaðahrepps samþykkti
þann 18. nóvember 2003 breytingu á deili-
skipulagi ásamt tilsvarandi breytingu á aðal-
skipulagi við Hvol í Bessastaðahreppi. Í aðal-
skipulagi er nú gert ráð fyrir byggingu íbúðar-
svæðisins fyrir 2013. Í deiliskipulagi er gert
ráð fyrir átta einbýlishúsum við Fálkastíg í stað
þriggja í eldra deiliskipulagi auk Hvols, lóð fyrir
dreifistöð rafveitu við Jörfaveg og bætt er við
stíg frá Fálkastíg að Jörfavegi. Ein athugasemd
barst við aðalskipulagstillöguna og þrjár at-
hugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Hafa
umsagnir sveitarstjórnar um þær verið sendar
þeim sem þær gerðu. Athugasemdirnar gáfu
ekki tilefni til breytinga.
Breyting á deiliskipulagi skóla- og
íþróttasvæðis
Hreppsnefnd Bessastaðahrepps samþykkti
þann 20. janúar 2004 breytingu á deiliskipulagi
skóla- og íþróttasvæðis í Bessastaðahreppi.
Í deiliskipulagi er byggingarreit íþróttamið-
stöðvar og húsformi og byggingarreitum Álfta-
nesskóla breytt frá gildandi deiliskipulagi. Eng-
in athugasemd barst og hefur deiliskipulagið
verið sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.
Breyting á deiliskipulagi innst við
Miðskóga
Hreppsnefnd Bessastaðahrepps samþykkti
þann 20. janúar 2004 breytingu á deiliskipulagi
innst við Miðskóga í Bessastaðahreppi. Breyt-
ingin nær til lóðar Tjarnarlands og fjögurra
óbyggðra lóða innst við götuna. Engin athuga-
semd barst og hefur deiliskipulagið verið sent
Skipulagsstofnun til yfirferðar.
Þeir sem óska frekari upplýsinga geta snúið
sér til skipulagsfulltrúa Bessastaðahrepps.
Sveitarstjórinn í
Bessastaðahreppi.
MÍMIR 6004012619 III
Þorrafundur
HEKLA 6004012619 IV/V
GIMLI 6004012619 II
Þorrafundur
I.O.O.F. 19 1841268 I.O.O.F. 10 1841268
Nk.M.T.W
Reykjanesbær / Suðurnes
Til leigu samtals 2600 fm iðnaðarhúsnæði við
sjávarsíðuna. Ýmsar stærðir og gerðir, frysti-
klefar/kæliklefar o.fl. Miklir möguleikar.
Upplýsingar gefa Ársalir ehf, fasteigna-
miðlun, s. 533 4200.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Námskeið fyrir framleiðendur og
innflytjendur véla. Staðlaráð Ís-
lands heldur námskeið um CE–
merkingu véla 5. og 6. febrúar.
Námskeiðið, CE-merking véla –
Hvað þarf að gera og hvernig? er
ætlað framleiðendum og innflytj-
endum véla. Markmiðið er að þátt-
takendur verði færir um að greina
hvort vörur falli undir vélatilskipun
ESB og læri hvernig á að CE-
merkja slíkar vörur.
Meðal efnis á námskeiðinu er: þýð-
ing og mikilvægi CE-merkisins, nýja
aðferðin, CE-merkingar, samræm-
ismat, samræmisyfirlýsing framleið-
anda / ábyrgð innflytjanda, véla-
tilskipunin – hættulegar vélar, eigið
samræmismat framleiðanda / hlut-
verk innflytjanda og CE-merkið sett
á vél.
Nánari upplýsingar og skráning á
vef Staðlaráðs, http://www.stadlar-
.is, eða í síma. Hámarksfjöldi þátt-
takenda er 12 manns.
Fyrirlestur í Kennaraháskóla Ís-
lands. Ilse Eriksson við háskólann í
Helsinki heldur fyrirlestur sem ber
yfirskriftina: Að þróa líkan að
kennslufræðilegri leiðsögn á há-
skólastigi. Fyrirlesturinn fer fram
miðvikudaginn 28. janúar kl. 16.15 í
salnum Skriðu í Kennaraháskóla Ís-
lands við Stakkahlíð.
Fyrirlestur Ilse Eriksson fjallar um
fjögurra ára reynslu hennar af verk-
efninu With support and skills –
aiming for a quality guidance-
system for university studies. (Með
stuðningi og færni – þróun gæða-
kerfis í leiðsögn á háskólastigi.) Um
er að ræða verkefni við háskólann í
Helsinki sem stýrt var af finnska
menntamálaráðuneytinu. Hver deild
háskólans sá um afmörkuð atriði í
þróun leigsagnarkerfisins.
Aukaaðalfundur Ungra vinstri
grænna. Laugardaginn 7. febrúar
halda Ung vinstri græn auka-aðal-
fund á Hótel Loftleiðum í Reykjavík
frá 13–17. Tilefni fundarins er að
Katrín Jakobsdóttir, núverandi for-
maður UVG, lætur nú af störfum
vegna annarra starfa á vegum
flokksins. Því verður kosinn nýr for-
maður á þessum fundi.
Á NÆSTUNNI
Fræðslufundur um Alzheimer. Fé-
lag áhugafólks og aðstandenda Alz-
heimerssjúklinga og annarra minn-
issjúkra heldur fræðslufund annað
kvöld klukkan 20:00 í Skógarbæ, fé-
lagsmiðstöðinni Árskógum 4-6. Með-
al annars flytur Svava Aradóttir er-
indi sem nefnist „Af hverju lætur
hún mamma svona?“
Á MORGUN
INGIBJÖRG Pálmadóttir, sem
gegnt hefur starfi fulltrúa sjúklinga
á Landspítala – háskólasjúkrahúsi,
óskar eftir að árétta að starf hennar
hafi ekki verið lagt niður vegna
sparnaðaraðgerða á spítalanum
heldur hafi ráðningin aðeins verið
tímabundin. Segist hún hafa tekið að
sér starfið tímabundið í sex mánuði
til að byrja með en síðan hafi það
verið framlengt í aðra sex. Hún hafi
sjálf ákveðið að flýta verkefninu og
skila skýrslu um það 1. febrúar
næstkomandi, heldur fyrr en síðara
sex mánaða tímabilið var liðið.
Starfið var
tímabundið
EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) hef-
ur ákveðið að árið verði Evrópuár
menntunar með iðkun íþrótta og
tekur Ísland þátt í því verkefni, að
því er fram kemur í tilkynningu
menntamálaráðuneytisins.
Mun ESB af því tilefni veita
styrki til hópa, félaga, samtaka og
mennta- og menningarstofnana og
umsóknarfrestur er til 16. febrúar
nk. Getur styrkurinn numið allt að
50% af heildarkostnaði við verk-
efnin. Skilyrði fyrir styrkveitingu
eru m.a. þau að verkefnin verði
unnin frá 1. júlí nk. til ársloka.
Markmiðin eru að minna Evrópu-
búa, einkum ungt fólk, á gildi
íþrótta fyrir þroska einstaklingsins,
félagslega hæfni og gott líkams-
ástand, efla þjóðfélagshópa sem
standa höllum fæti og efla alþjóðleg
nemendaskipti. Hægt er að nálgast
nánari upplýsingar um verkefnið á
vefsíðunni www.eyes-2004.info og
einnig hjá Íþrótta- og ólympíusam-
bandi Íslands.
Ísland getur fengið ESB-
styrki til íþróttaverkefna
BROTIST var inn í grunnskólann í
Þorlákshöfn aðfaranótt laugardags.
Brotinn var upp gluggi inn í bóka-
safn skólans og átta fartölvum og
einum skjávarpa stolið úr bókasafn-
inu og aðliggjandi tölvustofu skól-
ans. Ekki var hreyft við borðtölvum
sem voru í tölvustofunni. Grunur
leikur á að kunnugir hafi verið á ferð,
því skápur með fartölvunum var
beint fyrir neðan gluggann sem brot-
inn var upp. Engin spjöll voru unnin.
Innbrot í
grunnskóla
Þorlákshöfn. Morgunblaðið
Morgunblaðið/Þorkell
Þingmennirnir Mörður Árnason og Björgvin G. Sigurðsson voru fram-
sögumenn á fundinum ásamt fulltrúum kennara og stúdenta.
SAMFYLKINGARDÖGUM í Há-
skóla Íslands lauk með opnum fundi
á föstudag undir yfirskriftinni
Menntasókn eða skólagjöld? Fund-
urinn markaði lok fjögurra daga yf-
irferðar samfylkingarfólks um HÍ
þar sem fundað var með forsvars-
mönnum deilda skólans. Björgvin G.
Sigurðsson og Mörður Árnason
þingmenn Samfylkingar héldu fram-
söguerindi á fundinum en auk þeirra
héldu Davíð Gunnarsson formaður
Stúdentaráðs, Valgerður B. Egg-
ertsdóttir, oddviti Röskvu og Þórólf-
ur Þórlindsson, formaður Félags há-
skólakennara erindi.
„Við ræddum á fundinum stöðu
háskólans og fjáraflamál hans til
framtíðar,“ sagði Björgvin G. Sig-
urðsson við Morgunblaðið eftir fund-
inn. „Spurt hefur verið hvort taka
eigi upp skólagjöld og fjöldatak-
markanir til að stemma stigu við að-
sókninni og fjármagna háskólann að
hluta. Þá spyrjum við hvað átt sé við
með skólagjöldum? Er verið að tala
um tíu þúsund króna hækkun á
gjöldum eða tvö hundruð þúsund
krónur í skólagjöld?“
Björgvin segir að Samfylkingin
setji fram tvær kröfur: „Annars veg-
ar að til háskólastigsins verði veitt
sambærilegum hluta landsfram-
leiðslu og á öðrum Norðurlöndunum,
sem er aukning úr 0,8% í 1,2–1,7%.
Það þýðir 4,8 milljarða í háskólastig-
ið sem er aukning sem kæmi á ein-
hverju árabili.“ Hin krafan er sú að
jöfnuð verði með einhverjum hætti
samkeppnisstaða Háskóla Íslands
gagnvart sjálfstæðu skólunum. „Við
gerum þær kröfur að háskólinn sé al-
hliða rannsóknarháskóli sem kenni
fög sem lítil aðsókn er að, t.d. latínu
og miðaldabókmenntir, jafnt sem fög
á borð við viðskiptafræði og lögfræði
sem margir nemendur sækja í. Þessi
skil á milli þessara skóla þarf ein-
hvern veginn að viðurkenna og finna
leið til að bæta háskólanum þá veru-
legu vöntun á fjármagni sem hann
þarf til að standa undir því til fram-
tíðar að vera fyrsta flokks þjóðhá-
skóli Íslendinga.“
Björgvin segir að oddvitar Vöku
jafnt sem Röskvu hefðu í erindum
sínum hafnað eindregið skólagjöld-
um og fjöldatakmörkunum.
Síðasti fundur Samfylkingar á
yfirferð um Háskóla Íslands
Til háskólastigsins
verði veitt 1,2–1,7%
af landsframleiðslu