Morgunblaðið - 26.01.2004, Side 22

Morgunblaðið - 26.01.2004, Side 22
MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ GuðmundurGíslason fæddist að Klömbrum í Vest- urhópi 25. mars 1907. Hann lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Hvammstanga 13. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Gísli Guð- mundsson, f. 17.9. 1877, d. 4.1. 1946, og Halldóra Steinunn Pétursdóttir, f. 27.6. 1878, d. 14.10 1920, síðast búandi í Valdarási í Víðidal en þar leystist heimilið upp við andlát Halldóru og var yngri börnunum þá komið fyrir hjá venslafólki. Systkini Guðmundar voru: Jóhannes, f. 1902, Elísabet Ágústa, f. 1904, Pétur, f. 1910, Unnur Sigurlaug, f. 1911, Kristín, f. 1916, og Halldór, f. 1919. Guð- börn: a) Elín, maki Alfreð Hall- dórsson, b) Hrönn, maki Ólafur Jens Daðason, c) Birgir, maki Berglind Halla Jónsdóttir, d) Brynjar, maki Guðrún Sjöfn Ax- elsdóttir og e) Gísli Páll, maki Sara Lovísa Halldórsdóttir. Af- komendur Guðmundar eru alls 29. Heimili Guðmundar og Val- gerðar var lengst af á Sunnuhvoli (Klapparstíg 7) á Hvammstanga eða til ársins 1995 er þau fluttu í Nestún, íbúðir fyrir aldraða. Síð- ustu árin dvaldi Guðmundur á Heilbrigðis- stofnuninni á Hvammstanga. Unglingsár sín var Guðmundur á Skárastöðum í Miðfirði og fór snemma að vinna fyrir sér, eink- um við bústörf. Frá árinu 1928 varð starfsvettvangur Guðmund- ar í þágu Vegagerðar Ríkisins. Í fyrstu sem verkamaður við brúa- smíði, fyrsta verkefnið var hin glæsilega bogabrú yfir Hvítá hjá Ferstiklu, og síðan verkstjóri brú- arvinnuflokks frá 1945–1978 er hann lét af verkstjórn fyrir aldurs sakir. Útför Guðmundar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. mundur lifði öll systk- ini sín. Guðmundur kvænt- ist 29.10. 1932 Val- gerði Önnu Þorsteins- dóttur frá Gröf á Vatnsnesi, f. 31.12. 1910, d. 27.12. 1998. Guðmundur og Val- gerður eignuðust þrjár dætur, þær eru: 1) Ása, f. 1933, gift Sigurði Sigurðssyni, þeirra börn: a) Guð- mundur, maki Sóley Ólafsdóttir, og b) Sig- urður Hallur, maki Stella Steingrímsdóttir. 2) Þor- gerður, f. 1942, gift Kristjáni Björnssyni, þeirra börn: a) Gerð- ur, maki Haraldur Einarsson, b) Guðrún, maki Hjalti Reynisson og c) Helgi Þór, unnusta Sólveig Eiðsdóttir. 3) Halldóra, f. 1946, gift Sigurði P. Björnssyni, þeirra Brúarvinnuflokkur Guðmundar byggði alls 151 brú af ýmsum stærðum, stærst var brúin yfir Miðfjarðará, 85 m löng. Starfs- svæði flokksins spannaði frá Borg- arfirði vestur og norður um land til Eyjafjarðar. Í fyrstu var aðeins um sumar- vinnu að ræða, byrjað á vorin og unnið fram í snjóa á haustin. Að- búnaður þætti ekki bjóðandi nú á dögum, legið við í tjöldum og oft erfitt með aðdrætti. Vetrarvinna var á þessum árum takmörkuð á Hvammstanga og því kom Guðmundur sér upp lítilli smiðju þar sem hann vann við ým- iss konar járnsmíði, einkum skeifur og brennimerki. Hugur hans stóð þá til járnsmíðanáms, honum stóð til boða vinna og nám hjá hinum þjóðkunna járnsmið Guðmundi Sig- urðssyni á Þingeyri en ekki gat af því orðið. Sagt er að litla smiðjan hans Guðmundar hafi verið nokkurs konar félagsmiðstöð þessa atvinnu- leysisvetur, þar í hlýjunni hafi menn hist og rætt bæjar- og þjóð- málin. Seinna þegar Vegagerðin hafði komið sér upp húsnæði á Hvamms- tanga vann Guðmundur þar við ný- smíði á íbúðar- og eldhússkúrum ásamt ýmsum viðhaldsstörfum. Guðmundur reyndist farsæll verkstjóri og naut mikils trausts og virðingar yfirboðara sinna. Hann hélt sínum mönnum vel að verki án hroka eða ofríkis. Margir ungir námsmenn, nokkrir síðar þjóðkunnir borgarar, hafa unnið í flokki Guðmundar og allir bera þeir verkstjóra sínum vel sög- una, bæði sem stjórnanda og fé- laga. Valgerður, kona Guðmundar, reyndist manni sínum stoð og stytta í þeirra hjúskap. Í tæp 30 ár var hún matráðskona í brúar- flokknum við miklar vinsældir. Á kreppuárunum og fram yfir stríð hafði Guðmundur eina kú og nokkrar ær sér og sínum til fram- færis og alveg fram um áttrætt hélt hann fáeinar ær til að sýsla við sér til ánægju og afþreyingar. Vegna langra fjarvista frá heimili gat Guðmundur lítið sinnt fé- lagsmálum, þó áhugann vantaði ekki, einkum á verkalýðs-, sam- vinnu- og bæjarmálum. Hann var mikill sósíalisti, sem kenndur var við kreppuna, með mikla réttlætiskennd og fylgdist vel með allri þjóðmálaumræðu. Áhuginn á þjóðmálunum minnkaði ekkert með aldrinum. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Guðmundur hafði gaman af lax- og silungsveiði, fór síðast í laxveiði um nírætt eða um líkt leyti og hann hætti að keyra bílinn sinn. Eftir að hann flutti í Nestúnið fékk hann sér silungsveiðileyfi fyrir landi Hvammstanga, svokallaðan fram- drátt, og stundaði þennan veiðiskap af miklum áhuga. Þá var almanakið alltaf uppi við og farið nákvæmlega eftir töflunum um flóð og fjöru til að vitja um. Guðmundur hafði gaman af að spila á spil og var liðtækur bridds- ari, tók þátt í keppnum við ná- grannasveitarfélög og eins þegar Húnvetningar í héraði mættu brottfluttum í keppnum. Guðmundur var þéttur á velli og þéttur í lund, dagfarsprúður og flíkaði ekki tilfinningum sínum, þægilegur í umgengni, léttlyndur með ríka kímnigáfu og sá jafnan broslegu hliðarnar á hlutunum. Guðmundur var mikill fjölskyldu- maður og fylgdist grannt með af- komendum sínum og bar hag þeirra og afkomu mjög fyrir brjósti. Guðmundur bar aldurinn vel, minnið óbilandi en sjón og heyrn farin að dofna, hafði fótaferð fram á síðustu daga. Læknum og hjúkr- unarliði Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga er hér með þökk- uð góð umönnun og umhyggja. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Guð blessi minningu hans. Kristján Björnsson. Þegar mamma hringdi og sagði mér að afi væri dáinn streymdu fullt af minningum fram í hugann. Helstu minningar sem ég á um afa þegar ég var krakki, tengjast að mestu tímanum sem við áttum saman í kindastússinu. Afi var nefnilega svona frístundabóndi með nokkrar kindur, eina fyrir hvert barnabarn. Alltaf máttum við vera með í öllu sem fylgdi þessum bú- skap, þó við værum örugglega oftar fyrir en til gagns. Þegar ég varð eldri, gat ég farið að hjálpa meira til, og jafnvel leyst afa af þegar hann var í brúarvinn- unni. Ekki er laust við að maður hafi verið stoltur af þessari ábyrgð. Seinna þegar ég var orðin full- orðin og flutt til Danmerkur, var alltaf gott að koma til ömmu og afa á Hvammstanga. Þá ræddum við afi málin. Hann var mjög áhugasamur um að heyra hvernig hlutirnir virkuðu í Danmörku. Við ræddum t.d. mun- inn á húsnæðiskerfinu og fé- lagslegri þjónustu, en afi hafði mik- inn áhuga á þjóðfélagsmálum og alltaf til að ræða það. Núna síðustu árin áttum við Hjalti góðar stundir með afa og pabba í eldhúsinu hjá mömmu þegar við spiluðum bridge. Ég verð að segja að afi var mun þolinmóðari við mig, byrjandann, en hinir tveir spilamennirnir. Þegar við fjölskyldan ákváðum að flytja til Bandaríkjanna var ég spennt að heyra hvað afa fyndist um það. En honum fannst það bara hið besta mál. Það væri sjálfsagt að skoða sig um í heiminum meðan maður gæti. Svona var hann víð- sýnn þó hann vildi helst hvergi vera nema á Hvammstanga. Eftir að við fluttum töluðum við reglulega saman í síma, við skipt- umst á að hringja. Þá sagði hann mér fréttir af fjölskyldunni og hvað væri helst á döfinni á Íslandi, og ég sagði honum fréttir af okkur. Ég og fjölskylda mín þökkum all- ar góðu stundirnar sem við áttum með afa. Guðrún. Nú hefur hann afi kvatt okkur, eftir stutta sjúkdómslegu, á nítug- asta og sjöunda aldursári. Minning- arnar hrannast upp þegar við hugs- um til baka um öll árin sem við áttum með honum. Afi var alla tíð áhugasamur um þjóðmálin og pólitíkina en einnig hafði hann mikinn áhuga á fjöl- skyldu sinni, barnabörnunum og fjölskyldum þeirra og fylgdist vel með því sem við vorum að gera al- veg fram á síðasta dag. Afi var brúarsmiður og minn- umst við heimsóknanna til hans og ömmu í brúarvinnuskúrana á sumr- in. Það var alltaf spennandi að koma í heimsókn í „skúrana“ því þar var alltaf mikið um að vera, afi úti að vinna með flokknum og amma annaðhvort að elda eða baka fyrir brúarvinnuflokkinn. Við minn- umst þess að eftir að afi hætti að vinna hafði hann samt alltaf mikinn áhuga á að fylgjast með því hvernig brýrnar hans stæðu sig. Tvö okkar systkinanna minnumst ferðar með afa í Vatnsdalinn en í þeirri ferð þurfti að stoppa á hverri einustu brú í dalnum, því hann hafði byggt þær allar. Hann mundi hvaða ár hver þeirra var byggð og sagði okkur sögur tengdar smíðunum. Í þessari ferð fór hann út úr bílnum til að skoða hverja einustu brú, því hann vildi sjá hvernig þær stæðust tímans tönn. Það var gaman að fylgjast með honum skoða verkin sín og maður fylltist stolti þegar hann, gamall maðurinn, settist aft- ur inn í bílinn sáttur við verk sitt. Afi var frístundabóndi fram und- ir árið 1990, hann var með um 10 kindur og áttum við barnabörnin hvert sína kindina. Það var alltaf mikill spenningur í okkur þegar kom að sauðburðinum og þá fylgd- umst við spennt með okkar kind og lömbunum. Við tókum svo þátt í að koma kindunum á fjall á vorin og að draga í dilka á haustin. Eftir að afi hætti að vinna má segja að veiði hafi verið hans aðal áhugamál. Hann hafði gaman af stangveiði og fór hann í veiði þegar hann gat. Hann hafði leyfi hrepps- ins til að leggja net í sjó og hafði hann mikla ánægju af því að vitja um netið og sjá hvort í því væri fiskur. Afi hélt góðri heilsu nánast fram á síðasta dag, það var einungis síð- asti mánuðurinn sem var honum erfiður. Við viljum þakka afa okkar allar góðu stundirnar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elín, Hrönn, Birgir, Brynjar og Gísli Páll. Mínar bestu og kærustu minn- ingar tengdar afa, eru óneitanlega frá tímanum sem ég átti með hon- um í brúarvinnunni. Fyrst sem barn í stuttum heimsóknum, og síð- ar unglingur í vinnu, ömmu til að- stoðar í eldhúsinu. Alltaf hafði hann tíma fyrir mig og ómælda þolinmæði. Ég þvældist í kringum hann út í brú, fékk að beygja járn og vasast í steypu og fékk að fara með honum ef þurfti að útrétta fyrir flokkinn. Hann bjó til báta úr spýtukubb- um og setti á þá band, svo ég gæti fleytt þeim á ánni. Ófáum kvöldunum eyddum við úti við. Sátum tímunum saman úti í móa að fylgjast með fuglunum, því kannski fyndum við hreiður. Ef það tókst, þá merktum við staðinn og komum svo reglulega að vitja þess. Oft fékk afi leyfi hjá bónda á ná- lægum bæ til að veiða í ánni sem hann var að brúa, eða í nálægu vatni. Svo komu kvöld sem við eyddum inni í skúr að hlusta á útvarpið eða spila Lönguvitleysu og Þjóf. Ein er sú minning sem stendur mér ljóslifandi fyrir augum. Ég sé afa koma gangandi, fara inn í búr og fá sér mysu að drekka úr slát- urtunnunni. Það fannst honum best við þorsta. Þegar ég kom til hans eftir að hann hætti að vinna, barst talið ósjaldan að þeim ám sem hann hafði brúað, og þá hvort ég hefði verið með honum þar. Gaman var líka að hlusta á hann segja frá hvernig staðið var að brú- argerð þegar hann var ungur. Ég er þakklát fyrir stundirnar sem við áttum saman, núna síðast um jólin. Gerður. Sumrin níu, sem ég var í brúar- vinnu hjá Guðmundi Gíslasyni, eru í minningunni einn bezti tími æv- innar. Ég byrjaði þar, eins og fleiri, óharðnaður unglingur með reynd- um og þrautvönum mönnum og þetta var góður uppeldisskóli. Guð- mundur hafði þá verið verkstjóri við brúarsmíðar á annan áratug og með honum voru oftast 12–15 menn og ráðskona var Valgerður kona hans. Brúarvinnan var skemmtilegt og fjölbreytilegt starf. Enginn hafði formleg iðnréttindi, en skyn- samlegt brjóstvit og reynsla dugði vel. Flestar brýrnar, sem við byggðum þessi ár, standa enn fyrir sínu, sumar þó aflagðar þar sem vegir hafa verið færðir. Brýrnar sem við byggðum voru flestar litlar, 8–22 metrar, sumar lengri og hinar stærstu rúmir 50 metrar. Við vorum sendir í ýmsar sýslur til að brúa á þjóðvegum, einkum norðvestanlands, á Vest- fjörðum og í Dölum. Oftast voru byggðar þrjár brýr á sumri og tók verkið að jafnaði um mánuð á hverjum stað. Þessi árin var smám saman verið að teygja úr vegakerfi landsins, leggja nýja vegi þar sem engir voru fyrir eða smálaga gamla vegarslóða, svo sem norður Strandasýslu og vestur Barða- strandarsýslu. Vegurinn var teygð- ur hvert sumar úr einum firði yfir í annan og að næstu óbrúaðri á. Árið eftir var hún svo brúuð, og þannig smáteygðust vegirnir þótt ófull- komnir væru. Menn nutu ánægju við að þoka fram þróun þjóðfélags- ins. Síðan er hálf öld liðin, en allt er þetta ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um. Guðmundur Gíslason var ákveð- inn og aðgætinn verkstjóri og hag- sýnn um alla hluti. Hugsunin „að spara fyrir föðurlandið“ var þá enn algild. Timbur var margnýtt og fyr- ir kom að stórsaumur væri réttur og notaður á ný. Viðurgerningur var góður, enda var Valgerður af- bragðs ráðskona og fóru allir mett- ir frá hennar borði. Búið var í tjöld- um, tveir í hverju, þau voru góðar vistarverur ef ekki gengu stórrign- ingar. Guðmundur hafði lært járnsmíði, fyrst hjá Snæbirni Guðmundssyni á Hvammstanga en síðar vann hann hjá Árna Gunnlaugssyni í Reykja- vík og hugðist taka sveinspróf. Harðæri kreppuáranna leyfðu þó ekki þær frátafir frá vinnu sem námstíminn krafðist. Síðar fékk þó Guðmundur meistararéttindi húsa- smiða, sem honum þótti vænt um, en þó ekki fyrr en starfsævinni var lokið og var meira til gamans en að lengur þyrfti á að halda. Marga vetur vann Guðmundur í smiðjunni sinni suður við ána að ýmissi járnsmíði. Oft stóð ég þar við hurðarhlerann og horfið á hvernig hann steig smiðjuna og tók rauðheitt járnið úr aflinum, lagði á steðjann og sló það til. Mikið smíð- aði hann af skeifum og sé ég enn fyrir mér handtökin er hann beygði skeifnateininn á steðjanefinu og heyri hvernig söng í steðjanum og hvernig hvissaði þegar glóðheitu járninu var brugðið í vatnið til herzlu. – En smiðjan er löngu horf- in og allt þetta minningin ein. Nú snertir vart nokkur á þessu eld- forna handverki lengur, sem krafð- ist styrks, lagni og næmis auga og handar. Guðmundur og Valgerður bjuggu nær allan sinn búskap í húsinu Sunnuhvoli á Hvamms- tanga, sem hann byggði, lítið fyrst en bætti svo við eftir því sem meira pláss var þörf. Síðari árin bjuggu þau í íbúð í Nestúni á Hvamms- tanga. Síðast var Guðmundur á elli- heimilinu þar, þá orðinn ekkjumað- ur, og þar lézt hann á sjúkrahúsinu eftir nokkurra vikna heilsuleysi, kominn hátt í tírætt. Hann var vel ern lengst af og ók bíl fram á tí- ræðisaldurinn og fylgdist vel með mönnum og málefnum. Hann hafði róttækar skoðanir í ýmsu og lét ekki af þeim þótt sums staðar dofn- aði bjarmi hugsjónanna og ekki rættust draumaóskir allra eins og vonir stóðu til. Þröngur hagur á uppeldisárum mótaði vafalaust huga hans eins og svo margra ann- arra. Ég og mitt fólk að norðan eigum Guðmundi og hans fólki margt gott upp að inna. Náin vinátta og sam- gangur var milli fjölskyldnanna vegna mágsemda og mikils góðs naut ég frá þessu fólki. Þykist ég vita að margir gamlir brúarmenn minnist nú hlýjum huga samver- unnar og ég færi honum beztu þakkir að leiðarlokum. Þór Magnússon. GUÐMUNDUR GÍSLASON MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.