Morgunblaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 28
DAGBÓK 28 MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Trinket og Goðafoss koma í dag. Hermann Sibum og Hanseduo fra í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Markus, Brúarfoss og Green Egersund koma í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, kl. 14 fé- lagsvist. Hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 10 söngstund, kl. 13–16.30 smíðar, útskurður, kl. 13–16.30 handavinna, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–16 handavinna, kl. 9– 12 bútasaumur, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 10– 11 samverustund, kl. 13–16 bútasaumur, kl. 13.30 dans, kl. 15 boccia. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð kl. 10. Skrifstofan er opin í dag kl. 10–11.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 13 brids. Félagsstarfið, Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin op- in, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Bað kl. 9– 12, opin vinnustofa kl. 9–16.30, félagsvist kl. 13.30, hárgreiðsla kl. 9–12. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Stólaleikfimi kl. 9.30, kvennaleikfimi kl. 10.20, og kl. 11.15, spænska framhald kl. 11.30, glerbræðsla og pílukast kl. 13. Öldr- unarfulltrúi með viðtöl í Garðabergi, tíma- pantanir í síma 525 8590 og 820 8553. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, pútt í Hraunseli kl. 10–11.30, biljardsal- urinn opinn til kl. 16, tréútskurður kl. 13, fé- lagsvisr kl. 13.30, kór- æfing Gaflarakórsins kl. 17. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Leikfélagið Snúður og Snælda, æf- ing kl. 10. Brids kl. 13. Hand- mennt, spjall og kaffi kl. 13.30. Línudans- kennsla fyrir byrj- endur kl. 18. Dans- kennsla í samkvæmisdönsum, framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Kennari Sigvaldi. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, 9.30 sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 15.15 dans, leikir og fleira hjá Sig- valda. Allir velkomnir. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 gler og postu- lín, kl. 13 skák, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 11 boccia, kl. 13 brids og búta- saumur, kl. 20.30 fé- lagsvist. Hraunbær 105. Kl. 9 postlín, keramik og fótaaðgerð, kl. 10 bænastund, kl. 13.30 skrautskrift, kl. 13 hár- greiðsla, kl. 13.30 skrautskrift. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9– 10 og kl. 10–11 jóga, kl. 13–16 spilað. Fótaað- gerðir virka daga, hár- snyrting þriðju- til föstudags. Korpúlfar, Grafarvogi. Á morgun, þriðjudag, sundleikfimi í Graf- arvogslaug kl. 9.30. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16 fótaaðgerð, kl. 10– 11 ganga, kl. 13–16.45 opin vinnustofa, mynd- list. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9–10 boccia, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.30– 10.30 boccia, kl. 11–12 leikfimi, kl. 12.15–13.15 danskennsla, kl. 13–16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla og spilað. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Opið frá kl. 9–16. Kl. 13.30 opið hús, m.a. söngur, fé- lagsvist. Félag eldri borgara, Suðurnesjum. Bingó í Selinu, Vallarbraut 4, Njarðvík, öll mánu- dagskvöld kl. 20. Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK Gullsmára spilar í fé- lagsheimilinu, Gull- smára 13, mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. . Í dag er mánudagur 26. janúar, 26. dagur ársins 2004. Orð dags- ins: Þetta býð ég yður, að þér elskið hver annan. (Jh.. 15, 17.) BJÖRN Bjarnasondómsmálaráðherra skrifar á vef sinn: „Vegna fyrri athugasemda minna um skrif nafnleysingja á spjallrásum hér á Netinu fagna ég því, að einn huldumannanna þar hefur tekið til við að skrifa þar undir nafni, Magnús Þór Hafsteinsson, varafor- maður Frjálslynda flokks- ins,“ segir Björn. „Og hvað gerist? Hann kemst strax á bls. 2 í Morg- unblaðinu vegna þess, sem hann sagði á malefni.com, og lýsir yfir því í blaðinu, að hann sé „alveg reiðubú- inn að biðjast afsökunar“ á þeim orðum að ætla að „sprengja Stebbafr [Stef- án Friðrik Stefánsson sjá tenglasafn mitt] og Hall- dór Blöndal [forseta al- þingis] til helvítis“ og „bomba Björn Bjarna og borgarstjórnarminnihlut- ann hálfa leið til andskot- ans“. Í vikunni féll stjarna Howards Deans í próf- kjörsslagnum um forseta- embættið meðal demó- krata í Bandaríkjunum, vegna þess hve hann öskraði ógurlega eftir að hafa tapað í Iowa. Vegna skorts á dómgreind hans telja margir af flokks- mönnum hans hann ein- faldlega úr leik. Hvað ætli flokksmenn frjálslyndra segi um fram- göngu varaformanns síns Magnúsar Þórs? Skyldu þeir mælast til þess við hann að biðjast afsökunar, úr því að einhver þarf að fara þess á leit við hann? Enginn hefur verið siða- vandari í stjórnmálaskrif- um undanfarin misseri en Sverrir Hermannsson, sjálfur guðfaðir Frjáls- lynda flokksins – hvert er viðhorf hans?     Ögmundur Jónassonþingmaður fjallar í pistli á vef sínum um við- leitni Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylking- arinnar, til að beina vand- ræðagangi flokksins vegna eftirlaunafrum- varpsins inn á aðrar brautir: „Lesendur Morg- unblaðsins fengu í gær tækifæri til þess að fylgj- ast með Merði feta sig út á sleipt bananahýðið. Ekki reyndist hann mjög stöð- ugur á fótunum. Í Morg- unblaðsfrétt segir eftirfar- andi og er vitnað í Mörð: „Hann segir að þetta mál hafi sýnt að Samfylkingin geti tekið á erfiðum mál- um eftir samráð og póli- tískt mat. Þessi afgreiðsla sýni líka að Samfylkingin hlusti á fólkið í landinu og gerð sé ríkari krafa til flokksins en til dæmis Vinstri grænna. Það sé eðlilegt þar sem Samfylk- ingin geti leitt næstu rík- isstjórn en VG ekki.“ Auð- vitað á ekki að hlæja að mönnum sem skrikar fót- ur á bananahýði. En ann- aðhvort er þessi yfirlýsing Marðar fyndin eða hlægi- leg,“ segir Ögmundur. „Endanleg niðurstaða hjá þingflokki VG varð sú að enginn í þingflokknum studdi málið! Samfylk- ingin var hins vegar sundruð. Gerir það hana hæfa til að leiða rík- isstjórn? Hlýtur þetta ekki að vera grín? Eða er þetta bara göngulag eins og gerist á bananahýði?“ STAKSTEINAR Vefbombur og pólitísk bananahýði Framtaks- og tillitsleysi GETUR verið að það taki jafnlangan tíma að koma einu strætisvagnaskýli upp eins og tveim einbýlishús- um? Biðskýli á Laugavegi 178 hefur ekkert verið og stendur bara grindin sem væri þá ágætis minnisvarði um þá menn sem eiga að standa vörð um hag borg- arbúa. Veit ég það fyrir víst að ef D-listinn væri hér við völd væri þetta strætis- vagnaskýli löngu komið. 230626-4059. Jólatré SEM íbúi á höfuðborgar- svæðinu hef ég velt fyrir mér tilgangi þess að um hver jól séu sett upp stór jólatré víða um borgina og þau skreytt með ljósaserí- um. Að mínu mati væri eðli- legra og hugsanlega ódýr- ara að skreyta einhver þau fjölmörgu jólatrjáa sem gróðursett hafa verið víða um borgina og/eða gróður- setja jólatré til frambúðar á þeim útvöldu staðsetning- um sem nú eru í notkun. Reykvíkingur. Hard Rock Café, til fyrirmyndar NÝLEGA borðaði ég á veitingastaðnum Hard Rock Café. Skemmst er frá því að segja að upp komu mistök vegna greiðslu og ég neyddist til að kvarta við staðinn. Greitt var úr öllum mistökum og stuttu síðar sendi Lilja Jónsdóttir, fyrir hönd staðarins, okkur hjón- um boðsmiða á Hard Rock vegna þeirra óþæginda sem við urðum fyrir. Ástæða finnst mér til að vekja athygli á þessari skjótu og góðu svörun stað- arins því svo sannarlega mættu fleiri staðir á Íslandi taka til fyrirmyndar svona þjónustu. Svona lagað verð- ur til þess að ég mun mæla með staðnum við aðra. Virðingarfyllst, Aleksandra Kojic, félagsfræðingur. Ánægð með Svínasúpuna Í Velvakanda sl. fimmtudag segist áskrifandi hafa orðið fyrir vonbrigðum með Svínasúpuna. Ég vil koma því á framfæri að allir á mínu heimili eru ánægðir með Svínasúpuna. Annar áskrifandi. Tapað/fundið Hálsmen með græn- bláum steini týndist HÁLSMEN með stórum grænbláum gler„steini“ tapaðist að öllum líkindum um helgina, laugardaginn 17.–19. janúar einhvers staðar á Háskólasvæðinu, miðbæ eða austurbæ. Háls- menið hefur mikið tilfinn- ingalegt gildi fyrir eiganda og er ákaflega sárt saknað. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 568 6052. Hringur í óskilum HRINGUR fannst við Smáratorg í október sl. Upplýsingar í síma 568 1994 eftir kl. 19. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 feit, 8 heimild, 9 reiðan, 10 greinir, 11 hússtæðið, 13 gabba, 15 háðsglósur, 18 ísbreiða, 21 kvendýr, 22 lengdareining, 23 dá- in, 24 sannleikurinn. LÓÐRÉTT 2 írafár, 3 afreksverkið, 4 ástundunarsamur, 5 blóðsugur, 6 gröf, 7 venda, 12 fag, 14 keyra, 15 heiður, 16 spilla, 17 bjór, 18 alda, 19 ól, 20 hirðuleysingi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 kænir, 4 töfra, 7 rokum, 8 læðan, 9 mót, 11 arða, 13 knár, 14 græða, 15 hata, 17 lund, 20 átt, 22 fip- ar, 23 ótrúr, 24 ránið, 25 taðan. Lóðrétt: 1 kárna, 2 nakið, 3 römm, 4 tölt, 5 fæðin, 6 ann- ar, 10 óhætt, 12 aga, 13 kal, 15 húfur, 16 túpan, 18 um- ráð, 19 dýrin, 20 árið, 21 tómt. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... Víkverji hefur gaman af að kaupaföt á sjálfan sig en eitt af því sem dregur þó úr ánægjunni er gífurlega há tónlist sem stundum er í búðum. Oft er þetta hin ágætasta tónlist, nýjasta poppið eða fín danstónlist en þegar hún er of hátt stillt og hljóm- gæði ekki nógu góð veldur hún óþægindum, Víkverji stressast upp og verður þreyttur og pirraður. Hef- ur hann jafnvel yfirgefið verslanir fyrr en ella af því hann þoldi ekki við vegna tónlistar. Það er reyndar al- þekkt bragð skyndibitastaða að hafa tónlistina of hátt stillta til að við- skiptavinir flýti sér að borða og drífi sig út svo fleiri komist að. x x x Þegar Víkverji frétti að byrjaðværi að selja spænska hrásk- inku hér landi gladdist hann. Ætlaði hann að gera aldeilis vel við sig í há- deginu einn daginn fyrir nokkru og kaupa sér nýtt brauð og skinku. Hann hætti þó snarlega við þegar í ljós kom að 100 gramma bréf kostaði 1699 kr, kílóið var á tæplega 17.000 kall! Hann hefur þó tekið gleði sína á ný því nú er byrjað að selja ódýrara afbrigði af sömu skinku þar sem kílóið er á „einungis“ 5.000 krónur. Víkverji hefur jafnan þótt nöld-urseggur en myrkur jan- úarmánuður hefur gert hann enn viðskotaverri en vant er. Allt fer í taugarnar á honum þessa dagana, hægvirkar tölvur, fólk sem talar mikið, bílar sem svína, umræða um boltaíþróttir, hressir útvarpsmenn og svona mætti endalaust halda áfram. Hann las því með athygli skemmtilega grein Eddu Jónsdóttur á vefritinu tíkin.is þar sem hún kem- ur inn á fúllyndi landans í janúar. Eftir að hafa lesið útlenda bók sem tengist málefninu leggur hún til að fólk forðist að lesa og hlusta á nei- kvæðar fréttir í fjölmiðlum þar sem sérstaklega sé tekið fram í bókinni að ekki sé vænlegt fyrir fólk sem vill vera jákvætt í hugsun að horfa á fréttir og fréttatengt efni. Víkverja þótti þetta athyglisverð niðurstaða. Hann býst þó reyndar ekki við að fylgja ráðleggingunum enda ætti það að vera óþarfi þar sem bjartari tímar eru framundan og meira að segja farið að sjást til sólar einstaka sinnum. x x x Alveg er með ólíkindum að sumarferðaskrifstofur skuli enn birta auglýsingar með verði þar sem mið- að er við tvo fullorðna og tvö börn. Víkverji skilur ekki tilganginn með þessu, svo virðist sem ferðirnar eigi við fyrstu sýn að virðast ódýrari en ella. Þetta eru einu fyrirtækin sem birta verð með þessum hætti. Hvernig væri ef matvörubúðir færu að birta verð á matvörukörfum sem miðuðust við tvo fullorðna og tvö börn? Morgunblaðið/Árni Sæberg Það er gaman að versla. Tónlistin má bara ekki vera of hátt stillt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.