Morgunblaðið - 26.01.2004, Side 2

Morgunblaðið - 26.01.2004, Side 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ GEFA 65 MILLJÓNIR Líknar- og mannúðarfélagið Hringurinn hefur gefið 50 milljónir króna til Barna- og unglingageð- deildar Landspítalans og 15 millj- ónir til Barnaspítala Hringsins. Á að nota framlagið til byggingar göngudeildar hjá BUGL og kaupa á húsnæði fyrir foreldra barna utan af landi á meðan börn þeirra fá þjónustu á spítalanum. Hringurinn er 100 ára í dag. Metávöxtun Lífeyrissjóður verzlunarmanna skilaði bestu afkomu á síðasta ári frá því sjóðurinn var stofnaður árið 1956. Var ávöxtunin á árinu 15,2% sem samsvarar 12,1% raunávöxtun. Árið 2002 var raunávöxtun nei- kvæð um 2,7%. Stjórnarformaður sjóðsins segir umskipti á gengi hlutabréfa og gott starfsfólk skýr- inguna á góðri útkomu á síðasta ári. Ís lensk tónl ist í Cannes Níu íslensk fyrirtæki eru nú að kynna tónlist fyrir erlendum útgef- endum á MIDEM-kaupstefnunni í Cannes í Frakklandi. Alls taka þrjú þúsund fyrirtæki þátt í sýningunni og eru annað hvort að kynna tónlist eða leita að nýrri tónlist til að gefa út. Töluvert var um gesti í íslenska básnum fyrsta sýningardaginn í gær og kom Jóakim krónprins Dana í heimsókn og ræddi við við- stadda um íslenska tónlist. Sleppi við aðfinnslur Talið er að Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, muni ekki verða alvarlega gagnrýndur þegar niðurstaðan í máli vopnasérfræð- ingsins Davids Kelly verður birt á miðvikudag. Blair hefur ekki feng- ið viðvörunarbréf frá stjórnendum rannsóknarinnar en nokkrir sem tengjast málinu hafa fengið slík bréf þar sem þeim er sagt að þeir geti átt von á gagnrýni. Annað könnunarfar lent Myndir hafa borist frá könn- unarfarinu Opportunity sem lent er á Mars. Farið er um 10.600 km frá þeim stað sem könnunarfarið Spirit lenti á. Yngsti þjóðarleiðtoginn Mikhail Saakashvili sór embætt- iseið sem forseti Georgíu í Tblisi í gær. Hann er 36 ára og þar með yngsti þjóðarleiðtogi Evrópu. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 25 Vesturland 11 Bréf 26 Erlent 12 Dagbók 28/29 Listir 15/16 Leikhús 30 Umræðan 16/17 Fólk 30/33 Forystugrein 18 Bíó 30/33 Skoðun 20 Ljósvakar 34 Minningar 20/23 Veður 35 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@m- bl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SÓLHEIMAJÖKULL er skriðjökull vestur úr Mýrdals- jökli. Hægt er að komast langleiðina upp að jöklinum á bíl en á undanförnum árum hefur hann minnkað mjög hratt. Sést það best á því að sífellt lengist spott- inn sem þarf að ganga frá bílastæðinu til að komast í snertingu við jökulinn sjálfan. Oft má þarna sjá fallega liti og skemmtilegar klakamyndir og núna eru t.d. víða langar sprungur upp eftir jöklinum þar sem vatn hefur runnið og brætt ísinn. Hægt er að ganga upp eftir þessum rás- um og horfa inn í ískristallana í klakaveggjunum beggja vegna. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sólheimajökull minnkar Morgunblaðið. Fagridalur MILLJÓNA króna tjón varð í stór- bruna á bænum Stóruvöllum í Bárð- ardal í S-Þingeyjarsýslu seint á laugardagskvöld. Sambyggð skemma og gamalt fjós brunnu til grunna en þar hefur verið unnið að tólgarframleiðslu og kertagerð. Til- kynning um eldinn barst til Neyð- arlínunnar um kl. 23.20 á laugar- dagskvöld en þá var fullorðna fólkið á bænum, sveitungar þess og gestir á þorrablóti í félagsheimilinu Kiða- gili, sem stendur í túnfætinum við Stóruvelli. Þorrablótsgestir urðu fljótlega varir við eldinn og þustu á staðinn og fóru m.a. í að færa bíla frá skemmunni. Slökkviliðsmenn frá Húsavík, Stórutjörnum og Reykja- dal, alls um 30 manns, komu á stað- inn um klukkustund eftir að tilkynn- ingin barst en var þá mikill eldur í húsunum. Karl Sveinsson, sem býr í Mývatnssveit, var í heimsókn hjá bróður sínum Garðari, sem býr á Stóruvöllum ásamt sambýliskonu og þremur börnum. Hann var með þeim á þorrablótinu þegar eldurinn kom upp. Karl sagði í samtali við Morgunblaðið að slökkviliðsmenn hefðu þurft að ná í vatn í Skjálfanda- fljót um 500 metra vegalengd. Hann sagði að slökkvistarfi hefði að mestu verið lokið um kl. þrjú aðfaranótt sunnudags en að vakt hefði verið á staðnum til kl. 10 í gærmorgun. Íbúðarhús í hættu Karl sagði að kalt hefði verið í veðri um nóttina og töluverður vind- ur á norðan. Því hefði íbúðarhúsið á bænum verið í hættu þegar eldurinn var sem mestur en þá rigndi eld- glæringum yfir húsið. Eldurinn náði ekki í íbúðarhúsið en þar var mikil reykjarlykt. Mikil verðmæti voru í tækjabúnaði tólgar- og kertagerðar- innar, auk þess sem í húsinu voru 15–20 tonn af tólg og mör, bæði unn- um og óunnum. Framleiðslan var eina starfsemin á bænum og gaf af sér um fjögur ársverk. Að sögn Karls komu 8–10 manns að fram- leiðslunni með einhverjum hætti. Málið er í rannsókn hjá lögregl- unni á Húsavík. Stórtjón í bruna á Stóruvöllum Morgunblaðið/Kristján Félagar í björgunarsveitinni Þingey hreinsuðu til í gær. STEINN Eiríksson viðskiptafræð- ingur hefur keypt eignir og rekstur þrotabús Álfasteins á Borgarfirði eystra, en fimm tilboð bárust í þrotabúið. Að sögn Steins er reiknað með að fyrirtækið hefji starfsemi að nýju 18. mars næstkomandi. Álfasteinn var stofnaður fyrir rúmum 20 árum og fljótlega varð fyrirtækið vel þekkt um allt land fyr- ir framleiðslu á gjafavörum, minja- gripum og fleiru, unnu úr borgfirsku grjóti. Steinn er 38 ára brottfluttur Aust- firðingur frá Brimnesi í Fáskrúðs- firði. Hann hefur síðustu fimm mán- uði verið með starfsstöð á Aust- urlandi og unnið sem einyrki við viðhald og tæknimál fyrir austfirska verktaka, auk tækni- og rekstrarráð- gjafar í Reykjavík. Um nokkurt skeið var Steinn framkvæmdastjóri Damstahl á Íslandi, sem seldi stál og iðnaðarvarning. Steinn kaup- ir Álfastein BROTIST var inn í skartgripaversl- un í Bergstaðastræti um 9:30 í gær- morgun. Þjófurinn eða þjófarnir brutu sýningarglugga og gripu skartgripi sem voru í glugganum, að verðmæti um 200.000 krónur, að sögn lögreglu. Þjófavarnakerfi í versluninni fór í gang, en þegar lög- reglan kom á staðinn var þjófurinn eða þjófarnir á bak og burt. Málið er í rannsókn. Skartgripum rænt úr glugga ÞESSIR ungu drengir, Tómas 14 ára og Maciej 15 ára, voru að stíga sín fyrstu skref sem beitningarmenn og voru drengirnir að beita sitt fyrsta bjóð þegar þessi mynd var tek- in af þeim, er þeir beittu línuna á Petri Jacob SH frá Ólafsvík. Gekk fyrsta beitningin vel hjá þeim félögum og voru þeir aðeins um 1,5 tíma með balann sem þykir afar gott af byrj- endum að vera. Drengirnir eiga greinilega framtíðina fyr- ir sér sem beitningarmenn og beittu þeir hvor um sig þrjú bjóð sinn fyrsta dag og þótti þeim gott að vinna sér inn eigin vasapening sjálfir. En að sjálf- sögðu gengur skólagangan fyr- ir og hyggjast þeir taka í bjóð annað slagið, þegar stund gefst frá bókalestri. Fyrsta bjóðið beitt Morgunblaðið/Alfons Þeir Tómas og Maciej þóttu standa sig vel við beitninguna þótt ungir væru að árum. Morgunblaðið. Ólafsvík ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.