Morgunblaðið - 04.02.2004, Page 3

Morgunblaðið - 04.02.2004, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 B 3 bílar FORNBÍLAKLÚBBURINN hyggst reisa hús undir starfsemi sína, bíla- safn og félagsheimili, í Elliðaárdaln- um. Klúbburinn hefur um nokkurra ára skeið átt í samskiptum við Reykjavíkurborg um málið en um miðjan janúar var nýtt deiliskipulag fyrir Elliðaárdalinn samþykkt. Forn- bílaklúbburinn hyggst því ljúka end- anlegri hönnun á húsi sínu í dalnum og er ætlunin sú að húsið verði reist á þessu ári. Bílasafn og félagsheimili fornbílamanna INGVAR Helgason, umboðsaðili Nissan á Íslandi, á von á fyrstu sendingu af Nissan Kubistar í apríl næstkomandi. Nissan Kubistar tilheyrir minni gerð sendibíla. Bíllinn er framdrifinn með tvískiptri afturhurð og mögu- leiki á að velja um að hafa hlið- arhurð vinstra megin eða bæði vinstra og hægra megin. Gott er að hlaða og afhlaða bílinn því hurðir eru stórar og gólfið lágt. „Þegar er farið að taka niður pantanir í þessa fyrstu sendingu. Þetta er góð viðbót við Nissan Int- erstar og Primastar sem kynntir voru fyrir nokkru. Með útvíkkun á tegundum innan Nissan er mun auðveldara að fá heildarlausn fyrir fyrirtæki og stofnanir á einum stað,“ segir Hannes Strange hjá Ingvari Helgasyni. Kubistar er í flokki lítilla sendibíla. Kubistar verður fáanlegur með renni- hurðum báðum megin. Fjölgar í sendibílalínu Nissan NÝIR bílar hafa streymt frá Toyota síðustu misserin og ráðgert var að enginn nýr bíll kæmi fram á þessu ári. Á þessu verða þó þær breytingar að von er á nýjum Toyota Corolla Verso og hann verður nú sjö sæta í stað fimm sæta áður. Bíllinn verður framleiddur í Englandi. Hann er tilkominn vegna óska frá umboðsaðilum Toyota víða um heim sem hafa óskað eftir bíl til að keppa við sjö sæta Opel Zafira og Renault Scenic í lengri gerðinni. Í sjö sæta gerðinni af Corolla Verso verða sem sagt sæti fyrir sjö manns en lítið sem ekkert farangursrými þegar öll sætin eru í notkun. Stóra spurningin er sú hvort mikil eftirspurn sé eftir sjö manna bílum án farang- ursrýmis. Peugeot hefur framleidd 307 SW í sjö sæta út- færslu. Lítil sala hefur verið í þeirri útfærslu víðast hvar. Sjö sæta bíllinn er væntanlegur hingað til lands í vor. Sjö sæta Corolla Verso Corolla Verso verður nú fáanleg með sjö sætum. Með öll sjö sætin í notkun er lítið farangursrými í bílnum. LJÓSMYNDIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.