Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ bílar 480 8000 SELFOSSI Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 Toyota Avensis 1,8 W/G New árg. 2003. Ek. 7 þús., sjálfsk. Verð 2.470 þús. Toyota Rav 4 2,0 árg. 1999. Ek. 97 þús., sjálfsk. Verð 1.350 þús. Nissan Primera 2,0 Steptronic árg. 2000. Ek. 30 þús., sjálfsk. Verð 1.480 þús. Lexus IS 200 árg. 2002. Ek. 26 þús., sjálfsk. Verð 2.825 þús. Volvo S 70 árg. 1997. Ek. 97 þús., sjálfsk. Verð 1.450 þús. Toyota Avensis 2,0 W/G Sol árg. 2002. Ek. 76 þús., sjálfsk., leður. Verð 1.980 þús. CITROËN hefur sett á markað tveggja dyra bíl í smábílaflokki sem kallast C2 og er á sama undirvagni og fernra dyra bíllinn C3. Þrátt fyr- ir sama undirvagn og tækni eru yf- irbyggingar bílanna talsvert ólíkar. C3 er tiltölulega formfastur fólksbíll og fremur hábyggður, sem hentar vel sem annar bíll á heimili. C2 er hins vegar sportlegri í allri hönnun og gæti sem best höfðað mest til ungra bílkaupenda. Prófaður var á dögunum aflmesta gerðin af C2 sem kallast VTR og er með 1,6 lítra, 110 hestafla vél. Í þessari gerð er bíllinn farinn að minna mest á GTI-út- færslur – aflmikill miðað við stærð og þyngd og með aksturseiginleika af bestu gerð. Allt samt á kostnað rýmisins sem auðvitað er í takt við ytri stærð bílsins og byggingarlag. Sportlegur að innan C2 er laglegur bíll. Að framan ganga stórar, næstum ferkantaðar lugtir langt upp á vélarhlífina og þegar hliðarlínan er skoðuð er eins og bíllinn sé samsettur úr tveimur bílum. VTR-útgáfan er síðan með vindkljúfum að framan og á hliðum. Þá er vindskeið á bílnum aftanverð- um. Hann er á fimmtán tommu dekkjum og virkar eins og lítill kraftabíll tilsýndar. C2 er smábíll, 3,67 m á lengd, og aðeins skráður fjögurra manna. Hann er glæsilega innréttaður í sportlegum stíl. Framsætin eru glæsileg og litrík og með miklum hliðarstuðningi. Þau eru með hæð- arstillingu. Mælarnir eru sömuleiðis íturhannaðir og öðruvísi sem og hurðarspjöldin og handföngin, sem eru úr lituðu harðplasti. Það er sem sagt flest með öðrum hætti í um- hverfi ökumannsins og allt virkar þetta frísklegt. Aftursætin taka tvo, þó ekki há- vaxna, og þá býður bíllinn einungis upp á 166 lítra farangursrými. En afturrýminu má líka breyta í stórt farangursrými með því að fella nið- ur sætisbökin og velta sætunum því næst upp að framsætunum. Sensodrive-skipting Hestöflin 110 virka skemmtilega í þessum litla og létta bíl. Mesta aflið næst við 5.750 snúninga á mínútu og hámarkstog, 147 Nm, eru við 4.000 snúninga á mínútu. Þetta er því vél sem skilar mestu á háum snúningi og það er lítið mál að ná öllu út úr henni með Sensodrive gírkassanum. Bíllinn er eingöngu með tveimur pedölum, þ.e.a.s. bensínpedala og bremsupedala. Engu að síður er hann handskiptur en kúplingin er sjálfvirk. Ökumaður stjórnar gír- skiptingunni annað hvort með því að hreyfa gírstöngina eða þrýsta á flapsa aftan við stýrið, vinstra meg- in til að gíra niður og hægra megin til að gíra upp. Einnig er hægt að velja um að láta gírkassann sjálfan um að skipta sér upp og niður. Í handskiptingunni gírar bíllinn sig sjálfur niður í fyrsta gír þegar dreg- ur úr hraðanum og hann er stöðv- aður en hann skiptir sér aldrei upp sjálfur. Skemmtilegur akstursbíll Þetta er gírskipting sem tekur nokkurn tíma að venjast. Í sjálf- skipta ferlinu virkar Sensodrive- kassinn ágætlega innanbæjar og í þrengslum þar sem ekki er ekið hratt. En um leið og gefið er inn taka gírskiptin of langan tíma. En um leið og menn venja sig á það að stíga af bensíngjöfinni þegar bíllinn er að skipta sér upp, alveg eins og gert er með hefðbundnar handskipt- ingar, er unnt að draga úr hikinu sem annars verður. Þá fer líka að verða verulega skemmtilegt að aka þessum bíl því hann er með sport- lega takta og liggur geysilega vel á vegi. Um margt minnir hann mest á körtuakstur því vandfundinn er smábíll sem er stöðugri í snöggum og kröppum beygjum en C2 VTR, nema ef vera skyldi nýi Mini-inn. C2 er léttur í stýri en stýrið þyngist og gerir bílinn stöðugri á meiri hraða. Og uppgefinn há- markshraði er 195 km á klst. C2 VTR er virkilega skemmtileg- ur akstursbíll en ópraktískur að mörgu leyti vegna lítils innanrýmis. Ljóst er að hann getur höfðað sterklega til þeirra sem leita að afl- miklum og góðum akstursbíl af minnstu gerð og menn ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum. Það er ekki um auðugan garð að gresja í þess- um flokki bíla. Þarna eru þó keppi- nautar eins og Mini, sem þó hefur enn ekki verið fluttur inn til al- mennra kaupenda, en svo má ekki heldur gleyma Toyota Yaris T- Sport, sem líka er afbragðs aksturs- bíll. Sá bíll kostar handskiptur með 105 hestafla, 1,5 l VVTi-vél, 1.589.000 kr. C2 VTR kostar á hinn bóginn 1.669.000 kr. með Senso- drive-skiptingunni. Citroën C2 VTR – eykur akstursgleði Morgunblaðið/Ásdís Bíllinn er eins og samsettur úr tveimur bílum. Sportleg hliðarlína endar í vindkljúf að aftan. Álfelgur eru staðalbúnaður. Með því að fórna aftursætunum fæst mikið farangursrými. Allt er sportlegt að innan en tíma tekur að venjast Sensodrive-skiptingunni. Svo léttur bíll er vel settur með 1,6 lítra, spræka vélina. gugu@mbl.is REYNSLUAKSTUR Citroën C2 VTR 1.6 Guðjón Guðmundsson Vél: Fjórir strokkar, 1.587 rúmsentimetrar, 16 ventlar. Afl: 110 hestöfl við 5.750 snúninga á mínútu. Tog: 147 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. Hröðun: 10,9 sekúndur. Hámarkshraði: 195 km/klst. Gírskipting: Handskiptur, fimm gíra með sjálfvirkri kúplingu, sjálfskiptur, Sensodrive. Eyðsla: 6,3 lítrar í blönduðum akstri (upp- gefið af framleiðanda.) Lengd: 3.666 mm. Breidd: 1.659 mm. Hæð: 1.461 mm. Eigin þyngd: 1.055 kg. Sæti: Fjögur. Farangursrými: 166-879 lítrar. Verð: 1.669.000 kr. Umboð: Brimborg hf. Citroën C2 VTR 1.6 Sensodrive

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.