Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 B 5
bílar
VOLKSWAGEN, sem er þriðja
stærsta fyrirtækið í Þýskalandi, er
með höfuðstöðvar í Wolfsburg. Þar
hefur bílaframleiðsla fyrirtækisins
verið síðan á fjórða áratug síðustu
aldar og enn er verið að smíða þar
einhverja vinsælustu bíla Evrópu.
Jafnframt hefur þar á síðustu árum
risið annar vinsælasti skemmtigarður
Þýskalands, Autostadt, eða Bílaborg-
in upp á íslensku. Garðurinn, sem
tengist bílaframleiðslu Volkswagen-
samsteypunnar órjúfanlegum bönd-
um, var opnaður árið 2000 í tengslum
við heimssýninguna, EXPO 2000 í
Hanover. VW-samsteypan fjárfesti
sem nemur 37,5 milljörðum ÍSK á 25
hekturum lands við höfuðstöðvarnar í
Wolfsburg til þess að byggja þennan
lifandi minnisvarða um bílaiðnaðinn í
borginni. Það tók tvö ár að ljúka verk-
inu og frá opnun hafa 7,8 milljónir
manns heimsótt staðinn. Fyrsta árið
sem Bílaborgin var opin voru gestir
2,3 milljónir, eða um helmingi fleiri en
VW hafði áætlað.
Hús fyrir hvert merki
Autostadt samanstendur af fjölda
nútímalegra bygginga en sú stærsta
kallast KonzernForum og hýsir veit-
ingastaði, margmiðlunarsali, 360°
kvikmyndahús og ýmsar aðrar
tækninýjungar þar sem gestir upplifa
bíla og bílaframleiðslu VW-sam-
steypunnar. Þá eru í garðinum sjö
sjálfstæð hús, hvert öðru sérstæðara
í arkitektúr, þar sem hin sjö mismun-
andi merki VW-samsteypunnar eru
kynnt með aðstoð nýjustu tækni í
margmiðlum, þ.e.a.s. Volkswagen,
Bentley, Audi, Seat, Lamborghini,
Skoda og VW-sendibílar.
Nóg fyrir stafni fyrir alla
Tveir stórir glerturnar setja svip á
landslagið en þeir kallast Auto Turm,
bílaturnar, og geta geymt á u.þ.b. tíu
hæðum um 400 nýja bíla, samtals 800
bíla, sem gestir Autostadt eru komnir
til að sækja. Það er sem sagt gerð há-
tíð úr því þegar fjölskyldan kaupir
sér nýjan bíl. Hún á kost á því, gegn
gjaldi að sjálfsögðu, að sækja bílinn
til Autostadt, gista á fimm stjörnu
Ritz Carlton hóteli inni á svæðinu og
getur um leið fengið leiðsögn um und-
ur skemmtigarðsins. Á meðan for-
eldrarnir skoða t.d. hið stórkostlega
bílasafn VW, þar sem m.a. getur að
líta frumgerðina af VW-bjöllunni,
geta börnin sótt námskeið í akstri á
sérútbúnum bílum fyrir þann aldurs-
hóp, fengið tæknifræðslu í gegnum
margmiðlunartækni eða skautað á
ísilögðum tjörnum innan um nútíma-
legan arkitektúr sem á sér vart hlið-
stæðu innan bílaheimsins.
6.000 manns á dag
Alls hafa verið afhentir í Autostadt
um 400.000 nýir VW-bílar síðan 1.
júní 2000 og ekkert lát virðist á vin-
sældum garðsins. Á hverjum degi
sækja um 6.000 manns Autostadt en
sú tala fer upp í 15.000 yfir helgar.
39% þeirra sem sækja staðinn heim
búa innan við 100 km frá Autostadt
en afgangurinn, 61%, kemur hvaðan-
æva úr Þýskalandi og heiminum.
Spurning er hvenær íslenskar fjöl-
skyldur leggja leið sína til Úlfa- og
Bílaborgar og sækja nýja fjölskyldu-
bílinn sjálfar og gera sér í leiðinni
ógleymanlega stund í heimi tækni og
arkitektúrs.
Heimsókn í Autostadt Volkswagen, annan stærsta skemmtigarð Þýskalands
Hátíð við afhendingu bílsins
Í Wolfsburg framleiða menn VW-bíla. Í Autostadt afhenda þeir þá og fræða og skemmta um leið kaup-
endunum eða þeim sem forvitnin rekur á staðinn. Guðjón Guðmundsson var í hópi þeirra forvitnu.
Turnarnir tveir hafa að geyma allt að 800 nýja VW. Eigendurnir sækja þá til
Autostadt og njóta lífsins í næststærsta skemmtigarði Þýskalands.
Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson
Nýir eigendur sækja bíl í Autostadt. Ljósaskiltið í loftinu sýnir nafn kaupandans
og hvenær bíllinn er væntanlegur niður á gólf úr turninum.
Avensis stendur undir miklum væntingum. Smáatriðin eru stór hvert sem litið er. En upptalning á prenti getur aldrei
lýst Avensis fullkomlega - besta tilfinningin fæst með því að aka honum. Komdu í reynsluakstur. www.toyota.is
Þegar best lætur upplifir fólk sína villtustu drauma í raunveruleikanum. NÆST EKUR ÞÚ AVENSIS
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
23
00
5
0
1/
20
04
VAR SVEFNINN SÆTUR?