Morgunblaðið - 04.02.2004, Page 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
FZ6 er nýtt hjól frá grunni frá Yamaha með öfl-
ugri vél sem á rætur sínar að rekja til R6-hjóls-
ins. Vélin er stillt til að gefa mikið afl á miðju
snúningssviðsins og álgrind og fjöðrun beint frá
1.000 kúbika systurhjólinu gerir Yamaha FZ6
að einu eftirsóknarverðasta sporthjólinu í milli-
stærðarflokki. Ekki skemmir heldur fyrir að
hönnunin er sportleg, með fimm arma felgum og
tvöföldu pústkerfi sem kemur undir hnakkinn
og afturbrettið.
Sameinar kosti sport- og götuhjóla
Síðan Fazer-hjólin komu fyrst á markað árið
1998 hafa þau verið vinsæll kostur vegna þess að
í þeim mætast eiginleikar sporthjólsins og hins
hefðbundna götuhjóls. Með nýja hjólinu má
segja að búið sé að gera Fazerinn enn sportlegri
því að vélin úr R6-hjólinu hefur hingað til ekki
þótt neinn kettlingur. Hönnuðir hjólsins brugðu
undir sig betri fætinum á hönnunarstiginu og
heimsóttu vinsæla sveitavegi í Evrópu, þar sem
vinsælt er að hittast til að þeysa á hjólunum, og
tóku tillit til væntinga þeirra sem það gera. Í
stuttu máli var óskahjólið þannig að það samein-
aði afl og eiginleika sporthjólsins en leyfði einnig
þægindi götuhjólsins.
Eins og áður sagði kemur vélin beint úr R6-
hjólinu en er tjúnuð til að gefa meira afl neðar á
snúningssviðinu. Vélin er búin beinni innspýt-
ingu og skilar 98 hestöflum þrátt fyrir að upp-
fylla alla mengunarstaðla og vera með sparneyt-
nara móti. Gírkassinn var endurhannaður til að
skila sem mestu af afli vélarinnar til afturhjóls-
ins. Hjólið er með nánast jafnmikla þyngd á
fram- og afturhjóli. Þetta náðist með því að
breyta örlítið ummáli vélarinnar og færa raf-
geyminn framar í grindina. Fjöðrunin er 43 mm,
sem er eins og í stóru hjólunum. Dekkin voru
líka höfð stærri til að tryggja meira grip. Þau
voru áður 110 mm að framan en fóru í 120 mm,
og 160 mm að aftan í 180 mm. Snúningshorn
stýrisins var aukið í 35° sem þýðir að lágmarks-
snúningshringur þess er aðeins 2,8 metrar.
Einnig var sætisstaða ökumanns færð örlítið
framar til að tryggja afslappaða stöðu í akstri.
Á hönnunarstigi hjólsins var farið til Evrópu til
að reyna það á vinsælustu sveitavegunum og fá
væntingar neytandans beint í æð um leið.
Margar nýjungar eru að koma fram frá
framleiðendum mótorhjóla.
Njáll Gunnlaugsson segir hér frá því
helsta á sviði götuhjóla.
Kraftur og góðir aksturseiginleikar ásamt
nýtískulegu útliti er blanda sem ætti að freista
margra.
Sportlegt
götuhjól
í FZ6
Vél: Vatnskæld, 4ra strokka.
Ventlar: 16.
Rúmtak: 600 rúmsentimetrar.
Þjappa: 12,2:1.
Hestöfl: 98/12.000 sn.
Snúningsvægi: 63,1 Nm/
10.000 sn.
Lengd/breidd/hæð: 2095/750/
1215 mm.
Sætishæð: 795 mm.
Hjólhaf/veghæð: 1440/
130 mm.
Þurrvikt: 187 kg.
Dekk framan: 120/70 ZR17.
Bremsur framan: Tvöfaldir
diskar, 298 mm.
Fjöðrun framan: 43 x 130 mm.
Dekk aftan: 180/55 ZR17.
Bremsur aftan: Einfaldur disk-
ur, 245 mm.
Fjöðrun aftan: Monocross,
130 mm.
Yamaha FZ6
DUCATI er á leiðinni með þrjú ný hjól á markað,
ef ný skyldi kalla. Um nokkurs konar end-
urgerðir gamalla og þekktra hjóla frá Ducati er
að ræða og kallast þau Paul Smart 1000, Sport
1000 Café Racer og GT 1000 Retro Tourer.
Sérpanta verður hjólin gegnum umboð í
hverju landi og verður hægt að panta þau í mars
á þessu ári.
Paul Smart 1000 hjólið verður með 992 rúm-
sentimetra V2 vél með tveimur ventlum á
hvorn strokk og 83 hestöfl. GT 1000 byggist að
miklu leyti á GT 750 hjólinu frá 1971, og Sport
1000 hjólið hermir eftir sporthjólum sjöunda
áratugarins.
Ný og gömul Ducati
Ducati-hjólin byggja útlit sitt að miklu leyti á
sporthjólum sjöunda og áttunda áratugarins.
EITT sérstæðasta mótorhjól á markaðnum í
ár er eflaust Honda Rune. Hjólið er byggt á
F6C Valkyrie-hjólinu en á fátt sameiginlegt
með því annað en sex strokka boxermótorinn.
Hönnunin er ættuð frá T2-tilraunahjólinu sem
sást fyrst árið 2001. Það er margt mjög sér-
stakt við þetta hjól og nægir að benda á dem-
antslaga álgrindina. Vélin er 1.832 rúmsenti-
metrar og er að grunninum til sú sama og í
Goldwing 1800. Framfjöðrun er mjög sérstök
og blandar saman hefðbundinni vökvafjöðrun
og liðfjöðrun eldri hjóla. Á hjólinu eru stærstu
bremsudiskar sem sést hafa á Honda mótor-
hjóli. Pústkerfið er ansi sérstakt útlits eins og
hjólið reyndar allt líka og setur sítt afturbretti
og langt hjólhaf sterkan svip á hjólið. Óvíst er hvort boðið verði upp Honda Rune í Evrópu.
Óhætt er að segja að Honda fer ekki troðnar slóðir með Rune.
Sérstakt hjól
frá Honda
Hjólið er byggt á F6C Valkyrie-hjólinu.
KAWASAKI kemur með tvö spennandi sport-
hjól á þessu ári, ZX-10R og ZX-6 RR.
ZX-10 hjólið þykir sérlega spennandi enda
sérlega öflugt og létt miðað við önnur hjól í
þessum stærðarflokki. Hjólið er 181 hestafl og
aðeins með 170 kg þurrvikt og mál sem
minna helst á hjól í millistærðarflokki. Það
sem gerir hjólið svo sérstakt er einna helst
grindin sem er mjórri en áður og þar af leið-
andi var hægt að minnka hlífar þannig að
snertiflötur þeirra er minni en á flestum 600
hjólunum. Þeir sem hafa prófað hjólið segja
líka að það virki á menn eins og 600 hjól að
stærð en ekki lengur þegar snúið er upp á
rörið. Lagt var upp með tvennt í hönnun
hjólsins, mesta afl miðað við þyngd og bestu
aksturseiginleikana. Vélin er minni um sig en
áður og rafallinn fyrir aftan vélina til að
minnka breiddina. Pústkerfið er úr títaníum til
að minnka þyngd og fleiri hlutir í fjöðrun
hjólsins eru nú úr áli. Auk þess eru margar
vélarhlífar úr magnesíum til að spara enn
þyngd.
ZX6-RR er ný útgáfa 600 hjólsins frá
Kawasaki og voru breytingarnar gerðar eftir
fyrirskipunum Tony Meiring og Tommy Hay-
den, sem keppa báðir fyrir Kawasaki í AMA
Supersport. Nokkrar breytingar voru gerðar á
vél til að auka afl, meðal annars er nýr knast-
ás og stærri inntaksventlar í hjólinu, auk end-
urhannaðrar loftsíu og nýrra hlutfalla í gír-
kassa. Innspýtingin er einnig endurhönnuð og
eru innsprauturnar tvær staðsettar þannig að
þær gefi hámarksafl, önnur við soggreinina en
hin mun nær loftsíunni en áður. Meðal nýj-
unga í báðum hjólunum eru LED afturljós sem
kviknar fyrr á en á hefðbundnum glóðarperum
þannig að sá sem er fyrir aftan hefur sek-
úndubrotum meiri tíma til að bregðast við.
ZX6-RR er sérhannað keppnishjól fyrir braut-
arakstur þótt það sé fullkomlega löglegt götu-
hjól, enda komu keppnismenn að hönnun þess.
Nýja ZX-10 hjólið er minna um sig heldur en hjól
í sama stærðarflokki þótt krafturinn sé yfirdrif-
inn eins og alltaf hjá Kawasaki.
Tvö spennandi
frá Kawasaki
snjókeðjur fyrir vörubíla
og vinnuvélar
Dalvegur 16a • 201 Kópavogur • Sími 544 4656 • Fax 544 4657
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
BÍLAR