Morgunblaðið - 09.02.2004, Síða 4

Morgunblaðið - 09.02.2004, Síða 4
ÍÞRÓTTIR 4 B MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ „Ég var ekkert hrifinn af okkar leik því við spiluðum 80% af honum illa,“ sagði Hjörtur Harðarson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, eftir leikinn. „Sóknir okkar voru hræðilegar og við fengum ekki frí skot auk þess sem KR spilaði góða vörn en vörn okkar var reyndar í lagi. Ég skammaði stelp- urnar fyrir að vera of staðar lengi vel en það lagaðist ekki fyrr en á síðustu fjórum mínútunum. Síðan erum við níu stigum undir þegar rúmar fimm mínútur eru eftir en þá loks fórum við að gera það sem við vorum að reyna að gera allan leikinn, að vera ákveðnari í sókninni og taka betri skot auk þess að skila boltanum inn í teiginn. Við höfum mörg kerfi til að bregðast við hvort sem er svæðisvörn eða maður-á-mann vörn en hins veg- ar fór verst með okkur að skotin okk- ar rötuðu ekki rétta leið því við vor- um að skjóta úr erfiðri stöðu þegar leikmenn aðstoðuðu ekki hver annan. Við spilum oft á móti svæðisvörn og það á engin vörn að slá okkur útaf laginu,“ bætti þjálfarinn við og sagði spennuna eiga þar hlut að máli. „Við brugðumst ekki vel við spennunni í byrjun og börðumst ekki svo það fór að ganga illa. Keflavíkurstúlkur spiluðu fæstar eins þær eiga að sér en það er hluti af svona bikarúr- slitahelgi að hafa stjórn á stressinu. Það sýnir síðan styrk liðsins að vinna upp svona mikið forskot á stuttum tíma í lokin en á þeim tíma spiluðum við mjög góða vörn auk þess sem sóknin var mun beinskeyttari. Auð- vitað var pressa á okkur fyrir leikinn og ég vissi að þetta yrði hörkuleikur en vonaðist til að við kæmum beittari til leiks. Það gerðist ekki en við náð- um samt að vinna og það skiptir öllu máli þegar upp er staðið en margt hefði mátt fara betur.“ Ekki hrifin af okkar leik „FÆRIN komu upp úr kerfinu okkar og voru góð svo að ég hikaði ekki við að skjóta,“ sagði Svava Ósk Stef- ánsdóttir, sem skoraði tvær þriggja stiga körfur í fyrsta leikhluta og kom þannig Keflavík inn í leikinn eftir góða byrjun KR. „Það var mikil stemmning í liðinu fyrir leikinn og mest hugsað um að hefna fyrir tapið í fyrra og það mátti ekki endurtaka sig en það var ekki verra að hafa unnið KR þrisvar í vetur. Við æfðum vel fyrir þennan leik og komum upp góðum liðsanda og hittumst fyrir leikinn til að gera okkur fínar. Það fór ekki eins og við ætluðum okkur með að stöðva Hildi og Katie en það verður að halda svona úrslitaleik spennandi og við unnum.“ Sætasti sigurinn „Þetta er einn sætasti sigur sem ég hef upplifað,“ sagði Erla Reyn- isdóttir úr Keflavík. „Við vorum hreinlega hundlélegar en náðum loksins þegar fimm mínútur voru eft- ir að sýna hvað í okkur býr. Það kom hik í leik okkar þegar KR spilaði svæðisvörn því við komum boltanum ekki inn í teiginn en þegar þeir fóru í maður-á-mann-vörn gekk betur að koma boltanum inn í teig á Önnu Maríu og Erlu Þorsteinsdóttur. Við hittum ekkert lengi vel og það gekk ekkert að stöðva Katie, sem er mjög góður íþróttamaður og í raun miklu betri en við. Það er samt ekki nóg að hafa tvo leikmenn til að gera út um svona leik, við höfum tíu og getum látið fleiri spila. Við sýndum góðan keppnisanda með því að gera út um leikinn og ég held að græðgi í sigur hafi þá haft mikil áhrif enda töpuðu stelpurnar þessum leik svo illa í fyrra og ætluðu ekki að láta það ger- ast aftur.“ „Hikaði ekki við að skjóta“ Morgunblaðið/Eggert Erla Reynisdóttir. ÍSLENSKT frjálsíþróttafólk var í eldlínunni á mótum erlendis um helgina.  Björn Margeirsson úr FH gerði það gott á móti í Gautaborg. Hann varð í 3. sæti í 800 metra hlaupi á nýju Íslandsmeti en tími hans var 1,53,03 mín. Björn stórbætti árangur sinn í 1500 metra hlaupi á sama móti. Hann hljóp á 3:47,84 mínútum og varð í fjórða sæti í A-úrslitum. Þetta er annar besti tími Íslendings innan- húss en Íslandsmetið á Jón Diðriks- son, 3:45,6 mínútur.  Einar Karl Hjartarson úr FH stökk 2,15 metra og sigraði í há- stökki á móti í Idaho í Bandaríkj- unum. Þetta er þriðja mótið sem Einar Karl sigrar á á skömmum tíma en Íslandsmet hans í greininni er 2,28 metrar.  FH-ingurinn Silja Úlfarsdóttir varð önnur í 200 metra hlaupi á tím- anum 24,43 sek. og fimmta í 60 metra hlaupi á 7,66 sek., sem er jafnt henn- ar besta árangri, á móti í Illinois. Sunna Gestsdóttir keppti á móti í Malmö í Svíþjóð um helgina. Hún sigraði í 200 m hlaupi á 24,64 sek., varð önnur í 60 m hlaupi á 7,67 sek. og sigraði í langstökki þar sem hún stökk 6,01 metra.  Sveinn Elías Elíasson 15 ára úr Fjölni setti Íslandsmet í 200 m hlaupi í flokki 15–16 ára innanhúss á móti í Malmö. Hann fékk tímann 23,71 sek. og dugar sá tími honum inn í afrekshóp unglinga. Íslandsmet hjá Birni Ljósmynd/Göran Lenz Björn Margeirsson í methlaupi sínu í 800 m hlaupi í Malmö, er hann kom í mark á 1.53,03 mín.. „Ég er auðvitað gríðarlega ánægð með sigurinn því þetta var svakaleg- ur leikur,“ sagði Keflvíkingurinn Anna María Sveinsdóttir, sem hefur marga fjöruna sopið í bikarleikjum. „Þær hafa mikið spilað maður-á- mann vörn á móti okkur en við áttum alveg eins von á svæðisvörn til að stöðva okkur inni í teignum því Erla hefur skorað mikið fyrir okkur í vet- ur og við vissum að KR-ingar myndu leggja áherslu á að stöðva hana. Við lögðum upp með að stöðva Hildi Sig- urðardóttir og Katie Wolfe. Það gekk ágætlega með Hildi en ekki Katie, sem skoraði mjög mikið en hún getur ekki skorað öll stigin ein. Við náðum að loka fyrir skotin hjá henni í lokin og þá gerðu hinar ekki neitt. Við náð- um síðan að snúa leiknum okkur í hag í fjórða leikhluta en ég veit ekki hvað gerðist í þriðja leikhluta, ætli við höfum ekki verið yfirspenntar og haldið að þetta kæmi af sjálfu sér en við ræddum fyrir leikinn og í hálfleik að það gæti vel farið svo að við þyrft- um að leggja okkur því við værum með betra lið en KR og myndum þannig vinna leikinn. Það gekk samt ekki eftir – ekki fyrr en síðustu mín- úturnar þegar við spiluðum eins og við eigum að okkur og sigum framúr. Við skulum bara segja að reynslan hafi spilað þar inní.“ Anna María sagði spennuna mikla fyrir leikinn og það hafi haft áhrif. „Ég held að spennustigið hafi verið of hátt í byrjun því við töpuðum í fyrra og ætluðum ekki að láta það end- urtaka sig. Okkur var spáð sigri því við erum með sterkara lið á papp- írunum en þegar í bikarleik er komið þá skiptir öllu máli hvernig lið kemur stemmt til leiks. KR er með mjög gott lið sem spilar vel saman svo að við vissum á hverju við áttum von. Við höfum líka tapað fyrir þeim einu sinni í vetur svo að við vorum ekkert of sigurvissar. Svona dagur er alltaf mjög skemmtilegur og ég held að við höfum verið of spenntar í byrjun og því varð leikurinn svona.“ „Reynslan spilaði inní í lokin“ HELGI Rúnar Bragason gerði sér lítið fyrir og vann sér inn 100.000 kr. á bikarúrslitaleik Keflvíkur og Njarðvíkur. Það var Lýsing sem stóð að keppninni og fengu tveir kepp- endur að spreyta sig á þriggja stiga skoti. Fyrri keppandinn hitti ekki en Helgi Rúnar setti knöttinn af nokkru afli beint í körfuspjaldið og ofaní. Hann gekk að áhorfendum og fór úr bolnum sínum og þar undir var hann klæddur í búning Grindavíkurliðsins í körfuknattleik. Þess má geta að Helgi Rúnar lék á sínum tíma með Grindavík og bróðir hans er Guð- mundur Bragason úr Grindavík. Helgi fékk 100 þúsund Snemma í fyrrihálfleik var ljóst að silkihanskar yrðu ekki notaðir því harkan var mikil og tveimur gest- um vísað af velli áður en fimm mínútur voru liðnar. Það dugði samt ekki dómurum leiksins til að ná tökum á leiknum. Grótta/KR náði forystu og hélt henni með naumindum en loks er ÍR tókst að jafna 8:8 kom Konráð Olavson inná til að koma heimamönnum aftur í forystu með tveimur mörk- um í röð. Rúmri mínútu fyrir leikhlé var Grótta/KR með boltann og tók leikhlé en það dugði ekki betur en svo að ÍR skoraði þrjú næstu mörk og hafði yfir, 16:14, í hálfleik. Fyrstu tíu mínúturnar eftir hlé var leikurinn í járnum þegar heimamönnum tókst ekki að nýta sér þegar Hlynur Morthens varði fyrir þá 8 skot, þar af eitt víti. Síð- an brast stíflan og í stöðunni 21:17 fyrir ÍR-inga var tveimur þeirra vikið af velli eftir ranga innáskipt- ingu en sem fyrr tókst Gróttu/KR ekki að nýta sér það. Reyndar munaði ekki miklu að ÍR-ingar kæmust upp með brotið, hvorki dómarar leiksins né eftirlitsdóm- arar tóku eftir þegar aukaleikmað- ur hljóp inná og svo aftur útaf beint fyrir framan þá. Fleiri gullin tækifæri fékk Grótta/KR ekki en þá ákváðu leikmenn að gera þetta sjálfir, bættu duglega við barátt- una sem dugði til að brjóta baráttu ÍR á bak aftur og sem fyrr segir gerðu 8 mörk á móti einu út um leikinn. „Við náðum ekki undirtökunum fyrr en á réttu augnabliki,“ hélt Hörður áfram ánægð- ur með baráttu liðs- ins þar til yfir lauk. „Undir eðlilegum kringumstæðum og miðað við hvernig við höfum spilað að und- anförnu, hefði dregið úr baráttunni en það gerðist ekki og ég er ánægður með að við hættum aldrei og börðumst allan tím- ann eins og karlinn í brúnni sagði okkur að gera. Það skilaði okk- ur sigri auk þess að allir á bekknum hjá okkur létu heyra í sér og líka áhorfendur. Við eigum að vinna alla heimaleiki og ég tel að við eig- um ekkert að víkja frá því enda held ég að deildin verði mjög jöfn, allir geta unnið alla og enginn öruggur með neitt.“ Hlynur mark- vörður átti stóran þátt í sigrinum og Kristinn Björgúlfsson kom sprækur inná en í heild skilaði þrautseigja liðsheildarinnar sigrinum. Hljóðið var þungt í Fannari Þor- björnssyni línumanni ÍR eftir leik- inn. „Við klúðrum þessum leik með einhverjum tuttugu sóknarmistök- um eftir hlé því það gengur aldrei upp á góðum útivelli í úrvalsdeild- inni. Mér fannst alltaf einhver vera útaf hjá okkur meirihlutann af seinni hálfleik og það er erfitt að spila þannig til lengdar,“ sagði Fannar eftir leikinn og taldi aldrei hægt að slaka á. „Þar sem við vor- um efstir í úrvalsdeildinni héldu allir að við myndum vinna neðsta liðið svo að þetta var sérstaklega slæmt tap en það er ekkert gefið í úrvalsdeildinni. Þar eru átta bestu liðin á Íslandi og ekkert öruggt.“ Einar Hólmgeirsson var sprækur til að byrja með og mikið fór fyrir Fannari á línunni en megnið af síðari hálfleik var bara barningur. ÍR-ingar sofnuðu á verðinum NÓG fékk Grótta/KR af tækifærum til að ná yfirhöndinni gegn efsta liði úrvalsdeildarinnar í handknattleik á Seltjarnarnesi í gærkvöldi en það var ekki fyrr en síðustu tíu mínúturnar að Breiðhyltingum fataðist illilega flugið svo að heimamenn gengu á lagið og með átta mörkum gegn einu síðustu tíu mínúturnar vann Grótta/KR 29:26. „Ég hefði viljað koma fyrr inná og þá helst ekki í hægra hornið en einhvers staðar verður maður að spila og ágætt að prófa það,“ sagði Hörður Gylfason sem kom inná í lokin til að skora þrjú síðustu mörkin. „Maður verður bara að loka augunum og bomba, einhvern tímann hlýtur boltinn að fara í markið,“ bætti garpurinn við. Stefán Stefánsson skrifar Páll Þórólfsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.