Morgunblaðið - 12.02.2004, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 12.02.2004, Qupperneq 48
MINNINGAR 48 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Viðar Óskarsonfæddist í Reykja- vík 22. ágúst 1940. Hann lést 2. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Óskar Gunnlaugsson og Sveinsína Bald- vinsdóttir og eru þau bæði látin. Systkini Viðars eru Sigmar, Soffía, Margrét, sem er látin, Ragnar, Gunnlaugur og Hjör- dís. Viðar kvæntist 20. sept. 1964 Sigríði Friðþjófsdóttur, f. 17. janúar 1943. Byggðu þau sér hús í Glæsibæ 14 og hafa búið þar síðan 1970. For- eldrar Sigríðar voru Friðþjófur Björnsson og Ingibjörg Marels- dóttir og eru þau bæði látin. Börn Viðars og Sigríðar eru: 1) Þórir Dan, f. 18. febrúar 1969, kvæntur Jóhönnu Stellu Baldvinsdóttur, f. 7. mars 1966. Sonur Þóris er Þorlákur Dan og dóttir Jó- hönnu Stellu er Soffía Lára. 2) Bryn- dís Dan, f. 29. ágúst 1972. Hennar sonur er Viðar Marel. Viðar lærði plötu- og ketilsmíði í Land- smiðjunni og vann þar um áratug eða þar til hann fór að vinna hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur í nokkur ár. Hann stofnaði Vélsmiðju Viðars og Eiríks ásamt félaga sín- um Eiríki Þorvaldssyni árið 1971 og rak hana til ársins 1989 en fór þá að vinna hjá Steinbock-þjónust- unni og var þar til 1997, er hann varð að hætta vegna veikinda. Útför Viðars fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Á einni ævi verða á vegi manns margir ógleymanlegir menn. Menn sem maður hefur gaman af að segja frá. Þeir hafa þannig skapgerð að maður dregst að þeim og nýtur ná- vistar þeirra. Viðar Óskarsson, mágur minn og vinur, var einn þeirra, en hann lést 2. febrúar sl. langt fyrir aldur fram. Eftir að hann fluttist inn á heimili okkar í Heiðargerðinu, snemma á sjötta áratugnum – nýtrúlofaður Siggu systur – var ég ekki samur maður á eftir. Þarna var kominn einn af þessum köllum. Ég hændist að honum strax, enda höfðum við báðir gaman af allskyns vitleysu. Viðar var vel lesinn og hafði gaman af að vitna í Kiljan, Stein, Bólu- Hjálmar o.fl. og var nokkuð glúrinn að finna skondnar tilvitnanir eftir þá, í bundnu og óbundnu máli. Af nógu var að taka. Og þessu deildi hann með mér. Hann var nefnilega bestur þegar hann hafði góðan hlustanda. Hann sagði mér sögur af alls kyns skrítnu fólki sem hafði lent í hinu og þessu, og ef honum fannst sagan ekki nógu góð, þá bætti hann bara í – og ég trúði hverju orði. Já, hann sagði „sögur af einkennilegum mönnum“. Ef einhvern tíma verða skrifaðar sögur af skemmtilegum mönnum, þá á Viðar þar heima. Hann sjálfur hafði gaman af að yrkja og var nokkuð góður í því. Tók hann þá fyrir menn og málefni líð- andi stundar og alltaf fengu menn það sem þeir áttu skilið. Það er meira að segja komin út ljóðabók eftir hann – að vísu aðeins í einu ein- taki – og þannig er honum rétt lýst. Ég hafði gaman af þessum kveðskap hans og fékk, á unga aldri, hjá hon- um leiðsögn í að yrkja. Oft leitaði ég til hans þegar vantaði mergjuð rím- orð – og aldrei stóð á svari frá hon- um. Eftir 40 ára kynni af Viðari er erf- itt að lýsa hans manngerð í einni minningargrein. Helst myndi ég segja að hann væri blanda af Jóni Hreggviðssyni, Bjarti í Sumarhús- um og Jóni í Gullna hliðinu, já, og jafnvel séra Jóni Prímus. Þarf að segja meir? Viðar og Sigga voru alltaf góð heim að sækja og þegar gest bar að garði var kveðja Viðars ávallt sú sama: „Sæll vertu“, og þegar kvatt var: „Vertu sæll“. Um leið og við Elísabet sendum Siggu og fjölskyldu samúðarkveðjur segjum við: Vertu sæll. Ei sjónarsviðið verður nú með sama sniði, er ég smeykur, en Gullna hliðið getur þú, gengið, Viðar, alveg keikur. Sverrir Friðþjófsson. Okkur hjónin langar til að minn- ast hans Viðars svila og mágs en hann lést af slysförum hinn 2. febr- úar síðastliðinn. Það eru liðin hartnær 40 ár síðan við gengum saman í það heilaga, þau Sigga og Viðar og við undirrituð, nánar tiltekið 20. september 1964. Hægt væri að skrifa heila bók um undirbúning og brúðkaupið, hug- myndir hans og uppátæki, en verður að bíða betri tíma. Í kringum Viðar var sjaldan logn- molla, ávallt stutt í glens og hnyttin svör og góðan skáldskap en Viðar átti mjög gott með að setja saman vísur. Viðar átti mörg áhugamál svo sem að spila bridge, við bridge- borðið gat hann setið tímunum sam- an, hann var afar flinkur spilamað- ur. Einnig var stangveiði í miklu uppáhaldi og fórum við nokkrar ferðir saman upp á Arnarvatnsheiði og voru það hinar mestu svaðilfarir. Alltaf var Viðar jafn fengsæll og út- haldsgóður með stöngina. Áhugi hans á veiði hélst fram á síðasta dag. Á þorrablóti sem haldið var að sjálf- sögðu í Glæsibæ þann 31. janúar sagði hann okkur að hann ætlaði að fara í veiðitúra næsta sumar með Guðna Marels en þeir fóru oft sam- an til veiða. Ekki er hægt að gleyma áhuga hans á knattspyrnu, en hann var mikill og sannur Framari þó svo að hann hafi haldið með Fylki síð- ustu árin sem sínu hverfisliði. Viðar nam plötu– og ketilsmíði hjá Landssmiðjunni. Var hann á þeirra vegum mikið við störf fjarri heimili sínu við tankasmíði meðal annars á Austfjörðum. Einnig vann hann við virkjanaframkvæmdir við Þórisós. Seinna hóf hann sjálfstæð- an atvinnurekstur ásamt kunningja sínum Eiríki Þorvaldssyni og unnu þeir saman að járnsmíði í mörg ár eða þar til Eiríkur lést. Árið 1964 fengu Viðar og Sigga úthlutað lóð í Glæsibæ 14 og hófst þá lífsbaráttan fyrir alvöru, stofna fjölskyldu og byggja. Var ekki linnt látum fyrr en höllin var risin. Þau fluttu inn í byrjun árs 1970. Þetta tókst með mikilli vinnu og aðstoð góðra félaga og vina en þau hjónin eiga marga og góða vini sem haldið hafa hópinn frá unglingsárum. Viðar var afar góður verkmaður og var nærri sama hvað hann tók sér fyrir hendur, hann lauk því með miklum sóma. Ber heimili þeirra og þá sérstaklega garðurinn þess merki að þarna fór maður sem hafði gaman af því sem hann gerði og var stoltur af. Sigga og Viðar tóku að sér að ann- ast flestar veislu sem halda þurfti í stórfjölskyldunni úr Heiðargerði eins og jólaboð, þorrablót og þau önnur tækifæri sem gáfust til að gera sér glaðan dag eða fagna ein- hverju. Höfðu þau mikið yndi af að gera það sem best úr garði, t.d. lög- uðu þau sinn eigin þorramat. Að leiðarlokum viljum við hjónin þakka þér, vinur, fyrir samfylgdina og sendum þér, elsku Sigga, börnum og barnabörnum og systkinum Við- ars og öðrum aðstandendum inni- legustu samúðarkveðjur okkar. Kristjana og Ingólfur. Lífsleiðin er misjöfn hjá fólki, sumir þjóta hjá en aðrir staldra við, þó mislengi. Það er gæfa hvers og eins að umgangast og njóta sam- verustunda með góðu fólki. Hún Sigga frænka var heppin að eiga svona mann eins og þig. Frá því ég man eftir mér hef ég ekki hugsað um þig öðruvísi en Viðar frænda. Þegar maður kom við í Glæsibæ 14 þar sem þið Sigga höfðuð komið upp fallegu heimili var vel tekið á móti manni og ávallt var maður velkom- inn. Þarna var maður, sem var bæði ljúfur og góður og sannur vinur vina sinna. Hláturinn, brosið og húmor- inn var ávallt nærri, hvar sem mað- ur hitti þig voru alltaf sömu móttök- urnar. Þú áttir auðvelt með að yrkja, sem þú og gerðir um mig þeg- ar ég var lítil. Sjaldan varstu verk- efnalaus, ef þú varst ekki með eitt- hvað milli handanna sem þurfti að laga eða endurbæta þá ákvaðstu að smíða eitthvað nýtt, bara til að hafa eitthvað fyrir stafni, sem sagt þús- undþjalasmiður. Svo var það fallegi garðurinn ykkar þar sem þið Sigga nutuð ykkar að grúska í moldinni í stuttbuxum og njóta sólarinnar. Síðastliðin tíu ár höfum við Heið- argerðis-fjölskyldan komið saman í Glæsibæ á þrettándanum og einnig á þorrablóti til að styrkja böndin og alltaf varst þú til staðar. Ekki er hætta á öðru en að þú verðir með okkur áfram, þó við sjáum þig ekki , því þú ert ofarlega í huga margra. Síðustu árin hefur þú lifað með þín veikindi en ekki látið þau hafa áhrif á lífið. Ég og Ingólfur Örn kveðjum þig með söknuði. Elsku Viðar, þakka þér fyrir allt, megir þú hvíla í friði. Elsku Sigga, Þórir, Bryndís og aðrir aðstandendur. Ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð. Hlín Ingólfsdóttir. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Hávamál.) Okkar kæri og elskulegi vinur hann Viðar er látinn. Við munum ekki framar heyra rödd hans og göngulagið hefur hljóðnað, við mun- um sakna þess. Við þurfum að fara meira en hálfa öld aftur í tímann til að rifja upp fyrstu kynnin, en það er ekki ýkja erfitt, því Viðar festi þau kynni í bundið mál. Hann átti auðvelt með að setja saman smellnar vísur. Það var hans aðall að vera skemmtilegur og hnyttinn í leik með orð en líka ljúfur og tryggur vinur. Það var algjör tilviljun og án sam- ráðs að við opinberuðum trúlofun okkar sama dag og Viðar og Sigga hinn 26. október 1962 en við gerðum okkur dagamun af tilefninu saman þá og oft síðan, Sigga og Kolla æskuvinkonur úr gagnfræðaskóla og Viðar og Þorsteinn æskuvinir úr Laugarnesinu. Árin liðu við húsbyggingar, að koma sér upp heimili og samgang- urinn var mikill, við vorum í ýmsum félagsskap saman, spiluðum bridge, fengum okkur stundum í staupinu og fórum saman í ferðalög. Á Arn- arvatnsheiðina voru þá farnar margar skemmtilegar og gjöfular veiðiferðir og ýmislegt var brallað. Við hjón fluttum út á land, bjugg- um á Reyðarfirði og síðan í Stykk- ishólmi í ellefu ár og samverustund- unum fækkaði en vináttan minnkaði ekki. Viðar setti upp einka-dreif- býlisþjónustu fyrir okkur þegar við þurftum að láta erinda eitthvað fyrir okkur í höfuðborginni. Viðar var í eðli sínu afskaplega greiðvikinn maður og hafði þann háttinn á, ef hann var beðinn um greiða eða hjálp, að láta sem það væri ekkert mál, sama hvort það var stórmál eða ekki. Þau komu í heimsókn en við þó oftar til Reykjavíkur og alltaf var heimili Siggu og Viðars í Glæsibæ opið og oft gerðu þau ráðstafanir til að smala þangað sameiginlegum vinum til að hitta okkur. Þau voru samhent hjón, ekki síst hvað varðaði gestrisni og allt það sem laut að heimili þeirra. Heimilið í Glæsibæ 14 hefur reyndar oft líkst einskonar umferð- armiðstöð fyrir vini og vandamenn þeirra hjóna sem margir hafa verið og eru búsettir úti um allt land. Ef mann bar að garði frá því snemma að vori til síðla hausts brást varla að hjónin voru að sýsla í garð- inum, ef ekki við venjulega umhirðu þá umbyltingu. Þau höfðu unun og ánægju af garðinum og umhverfi sínu og Viðar var einstaklega laginn og vinnufús. Allt hefur hann byggt sjálfur, húsið, heita pottinn, stétt- ina, pallana, gróðurhúsið. Jafnvel eftir að heilsan var farin að bila verulega byggði hann nýjan pall bak við húsið. Hann fékk eflaust stund- um hjálp við þessi verk því hann var vinmargur. Við höfum átt margar yndislegar stundir í þessum garði og pottinum heita með okkar góðu vinum og það er gott að eiga þær minningar. Öllum brá í brún þegar Viðar greindist með illvígan sjúkdóm fyrir nokkrum árum, honum voru jafnvel ekki ætlaðir langir lífdagar þá. En það fékk ekki bugað karlmennsku- lund og með hjálp góðra lækna og ekki síst elskulegrar eiginkonu sem hefur staðið eins og klettur með honum tókst að snúa á örlögin og við erum þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samvista við höfðingjann Við- ar nokkur ár til viðbótar. Elskulega vinkona, Sigga, elsku Þórir, Bryndís og fjölskyldur, góður Guð styrki ykkur fram á veginn. Megi minningin um Viðar orna ykk- ur ávallt. Kolfinna og Þorsteinn. Það voru þung spor fyrir mig 11 ára gamlan, nýfluttan í Laugarnes- ið, að standa í fyrsta sinn inni í kennslustofu í Laugarnesskólanum. Þekkja engan og leita að sæti. Þá var kallað til mín: „Þú mátt sitja hjá mér. það er laust sæti.“ Þetta voru mín fyrstu kynni af Viðari Óskars- syni, „Tífa“, og mín gæfuspor, því Viðar reyndist mér traustur vinur og félagi alla tíð síðan. Það var margt skemmtilegt brall- að og mörg voru prakkarastrikin á unglingsárunum. Þar var Viðar oft- ast fremstur í flokki í hópi okkar strákanna. Viðar átt létt með að segja frá og gat með orðskrúði sínu kryddað frásagnir sínar á skemmti- legan hátt og meðal annars átti hann það til að skíra allt og alla, þar með sjálfan sig hinum ýmsu skrítnu nöfnum og þótti það ekki tiltökumál að nota þau óspart, því alltaf var stutt í léttleikann og grínið. Viðar var kraftmikill, ósérhlífinn, bóngóður og vinur vina sinna. Hann var smiður góður, bæði á járn og tré, og var hugur hans mikið við smíðar á alls kyns munum seinni árin. Hann átti við veikindi að stríða sem háðu honum mikið, en hann bar þau ekki á torg. Eitt sinn er ég spurði hvern- ig hann hefði það svaraði hann: „Ég hef það fínt, nú er ég húsvörður í Glæsibæ 14.“ Kæri vinur, í huga mínum verður þú alltaf stjarna sem skín skært. Þín verður sárt saknað. „Neminn“ þakkar góðar stundir. Elsku Sigga, við hjónin vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð. Guð veri með ykkur. Gunnar Jón Árnason. Það var fyrir rúmri hálfri öld að vinskapur okkar Viðars Óskarsson- ar hófst og hefur staðið alla stund síðan. Þau vinabönd sem þá voru bundin hafa aldrei slitnað. Kannski tognaði aðeins á þeim fyrst eftir að ég flutti til Reyðarfjarðar. Viðar var eins og flestir strákarnir í hverfinu lífsglaður ungur maður. Margt var nú brallað. Á yngri árum var verið í fótbolta frá morgni til kvölds. Í hléum var stundum sest niður og var þá Viðar oftar en ekki hrókur alls fagnaðar en hann varð snemma sögumaður góður. Ýmislegt annað var líka dundað við sem yrði of langt upp að telja upp hér, enda bauð Laugarneshverfið á þessum tíma upp á ótal möguleika fyrir unga og athafnasama stráka. Margt af því sem þar var baukað er bæði bannað og stórhættulegt í dag. Um 1960 hóf Viðar nám hjá Landssmiðjunni í ketil– og plötusmíði og áttum við þar saman nokkur góð ár. Meðal annars vorum við sendir austur á Reyðar- fjörð til að byggja síldarverksmiðju. Það var góður tími. Þar var vel tekið eftir þessum ungu mönnum og því til sönnunar birtist í Bakþönkum Fréttablaðsins í október síðastliðn- um lítil saga, kannski ekki alveg sönn en góð samt, þar var Viðar var í aðalhlutverki. Árið 1964 giftist Viðar eftirlifandi konu sinni Sigríði Friðþjófsdóttur og byggðu þau sér hús í Glæsibæ 14 og bjuggu þar æ síðan. Það heimili er stundum líkara félagsmiðstöð en venjulegu heimili og alltaf gott að koma þar. Við áttum nokkra góða daga saman þegar Viðar heimsótti mig síðastliðið haust. Fórum við víða um Austurland og meðal ann- ars að Kárahnjúkum og höfðum báðir mikla ánægju af. Viðar fylgd- ist vel með þeim framkvæmdum sem hafnar eru hér eystra og var mikill stuðningsmaður þeirra. Ég kveð Viðar með miklum sökn- uði og þakka þessa löngu og traustu vináttu sem á milli okkar var. Elsku Sigga, Bryndís, Þórir, tengdadóttir og barnabörn, ég vona að guð styrki ykkur í þeirri miklu sorg og erfið- leikum sem nú hafa knúið dyra í Glæsibænum. Kristján Kristjánsson. Fallegur maður vekur eftirvæntingu sem orð staðfesta. Á máli sést best hvernig mennirnir eru og allt líf þeirra. (Gunnar Dal.) Já, hann Viðar var bæði fallegur maður og vel máli farinn. Ég leit hann fyrst augum sumarið ’62 þar sem hann fór fremstur meðal jafn- ingja í hópi félaga sinna úr Lands- smiðjunni. Margir voru camelpakk- arnir, coke og prinspólóin sem fóru yfir afgreiðsluborðið í kaupfélaginu það sumar, en þarna varð upphafið að vináttu sem aldrei bar skugga á og er ómetanlegt að eignast slík tryggðatröll. Margar ljúfar minn- ingar koma upp í hugann við þessi tímamót að kveðja Viðar en upp úr stendur yndisleg ferð sem við Krist- ján fórum ásamt honum og Siggu 1993 til Frakklands og Ítalíu. Oft hefur Glæsibærinn verið fyrsti við- komustaður okkar í Reykjavík ef við höfum komið akandi en það var nokkuð öruggt að „húsvörðurinn“ væri heima en það kallaði hann sig gjarnan eftir að vera hættur störf- um vegna heilsuleysis. Aldrei man ég eftir Viðari bjóða okkur velkomin öðruvísi en með glettnisglampa í augum og bros á vör, og ekki skemmdi ef húsfreyjan var heima en gjarnan eru þau nefnd í sama orð- inu. Ástin er auður hún er hinn sanni auður hún er upphaf alls Stúlka í skógi hún ber vorblóm í höndum horfir til sólar Konan er bjargið djúp án þess að hugleiða vitur án lærdóms (Gunnar Dal.) Elsku Sigga, þú varst vorblómið hans Viðars og síðar bjargið í lífi hans. Guð blessi þig og fjölskyldu ykkar. Álfheiður (Heiða). Frá því að ég fyrst leit dagsins ljós hafa Viðar og Sigga, eða „Svið- ar“ eins og við segjum stundum, verið stór partur af mínu lífi og minnar fjölskyldu. Á kveðjustundu koma upp minningar um þennan góða fjölskylduvin sem ég get tengt fyrstu minningar úr lífi mínu. Fyrir hlýju, vináttu og samferð vil ég þakka. Það hefur alltaf verið mikill sam- gangur og sterk tengsl milli pabba og mömmu, Siggu og Viðars. Alltaf svo gaman, alltaf svo mikið hlegið. Viðar var auðvitað einstakur í sínum frásögnum og ekki fáar stundirnar sem maður hefur grátið úr hlátri yf- VIÐAR ÓSKARSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.