Morgunblaðið - 12.02.2004, Page 57

Morgunblaðið - 12.02.2004, Page 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2004 57 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár EINBÝLI HLAÐBREKKA - TVEGGJA ÍBÚÐA HÚS Nýtt á skrá. Sérlega vel staðsett og mikið endurnýjað tveggja íbúða hús, staðsett neðan götu. Efri hæðin er 136 fm auk 28 fm bílskúrs. Fjögur svefnherbergi. Neðri hæðin er jafnstór efri hæðinni, þar eru þrjú svefnherbergi og sérinngangur. Búið er að endurnýja þakvirki, ofna, gler, ídregið rafmagn á neðri hæð og hluta efri hæðar. Verð 31,5 millj. SÉRHÆÐIR BÓLSTAÐARHLÍÐ- 1.HÆÐ + BÍLSKÚR Vorum að fá í einkasölu góða 121 fm sérhæð með 24 fm bílskúr. Innan íbúðar eru þrjú svefnherbergi, stofa og borðstofa, suðursvalir úr stofu, baðherbergi með baðkari og nýrri innréttingu. Eldhús með nýlegri innréttingu. Gólfefni eru parket, dúkar og teppi. Hús viðgert að utan, gler er nýlegt. Áhv. 7,4 millj. Verð 17,9 millj. RAUÐAGERÐI - SÉRHÆÐ Vorum að fá í sölu góða 120 fm sérhæð ásamt bílskúr. Íbúðin er anddyri, rúmgott hol, þrjú svefnherbergi, stofa, eldhús með eldri snyrtilegri innréttingu og fallegt bað- herbergi með hornbaðkari með nuddi og sturtu. Gólfefni er eikarparket og flísar. Geymsla og þvottahús í sameign. Falleg og vel staðsett eign. Verð 17,5 millj. HÆÐIR ÆGISÍÐA - EFRI HÆÐ OG RIS Vorum að fá í einkasölu mjög góða 5 herb. hæð og ris. Á hæðinni er rúmgott hol, eldhús með fallegri innréttingu, nýlegum tækjum og borðkrók, tvö svefnherbergi, borðstofa og stofa með fallegri kamínu. Suðursvalir úr stofu. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Í risi er hjónaherbergi, snyrting og geymsla. Gólfefni eru mahóníparket á öllum gólfum nema eldhúsi og baði, þar eru flísar. Áhv. 10,6 millj. húsbréf + byggsj. Verð 18,6 millj. NJÖRVASUND+BÍLSKÚR Nýtt á skrá. Vel skipulögð og björt 5 herb. íbúð á 1. hæð í þríbýli. Sameiginlegur inngangur, auk 28 fm bílskúrs. Innan íbúðar eru þrjú svefnherb. og samliggjandi stofur. Endurídregið raf- magn og rafmagnstafla. Parket og flísar á gólfum. Áhv. húsbr. 7,3 millj. Verð 16,9 millj. 4RA HERBERGJA BALDURSGATA - HÆÐ OG RIS Um er að ræða 80 fm íbúð á 3. hæð og í risi, þar sem búið er að útbúa einstaklingsíbúð og þvottaaðstöðu fyrir íbúð. Eldhús með nýlegri innréttingu og borðkrók. Stór stofa og þaðan gengt út á vestursvalir. Parket og kókosteppi á gólfum. Verð 13,5 millj. Áhv. 3,4 millj. HOLTSGATA Vorum að fá í einkasölu fallega 98,4 fm 4ra herbergja íbúð á 1. hæð í vesturbænum. Íbúðin er einstaklega vel skipulögð með fallegu og björtu rými. Parket er á allri íbúðinni nema nýlegur korkur á eldhúsi og flísar á baðherbergi. Verð 15,3 millj. Áhv. 5,3 millj. SÓLHEIMAR - LYFTUHÚS Vorum að fá í sölu mjög góða 104 fm íbúð á 2. hæð. Þrjú rúmgóð herb. 1-2 stofur m/útg. á stórar suðursvalir. Nýl. innrétting í eldhúsi. Nýl. uppgert baðherbergi. Afar björt íbúð. Parket og flísar á gólfum. Áhv. 4,9 millj. Verð 13,9 millj. ÁLFATÚN - ÚTSÝNI - LAUS STRAX Sérlega falleg og rúmgóð 4ra herbergja 102,4 fm íbúð, auk 23,2 fm bílskúrs. Íbúðin er með fallegu útsýni. Þrjú svefnherbergi, tvö með fataskáp. Parket á öllum gólfum nema baði og einu svefnherb. Suðursvalir og innangengt í bílskúr úr sameign. Verð 17,0 millj. Hægt að yfirtaka lán frá Íbúðalánasj. og Byggsj. ríkisins, samtals 8,8 millj. og taka til viðbótar húsbréf allt að 2,2 millj. 3JA HERB. SKIPASUND - RIS Vorum að fá í einkasölu góða risíbúð 48,5 fm. Íbúðin skiptist í anddyri, hol, stofu og tvö herb., lítið baðherb. með sturtuklefa. Gott eldhús. Gólfefni eru parket og dúkar. Nýl. járn á þaki. Hús í góðu standi. Laus strax. Áhv. 2,7 millj. Verð 6,5 millj. SÓLVALLAGATA - LAUS FLJÓT- LEGA Sérlega falleg, björt og mikið endurnýjuð 3ja herb. íbúð á 1. hæð í þríbýli. Búið er að endurnýja t.a.m. skolplögn, rafmagn ídregið + rafmagnstafla, gler endurnýjað og parket á gólfum. Rúmgott svefnherbergi með miklu skápaplássi. Samliggjandi stofur (aðra er hægt að nýta sem svefnherb.) með rennihurð á milli. Suðursvalir úr stofu. Verð 13,3 millj. Áhv. 5,8 millj. KÝRIN Gráskinna sem varð 13 ára hinn 20. janúar sl. bar fallegri rauð- huppóttri stjörnóttri kvígu að kveldi 10. febrúar. Gráskinna hefur þurft að ganga í gegnum ýmislegt á lífsleiðinni. Hún hefur eignast 8 kálfa en þar af var einn sem drapst við burð. Einn kálfa hennar þurfti að taka með keisaraskurði hinn 9. júní 2000 og hlaut sá kálfur nafnið Keisari. Sá kálfur var mjög stór eins og reyndar flestir kálfar Grá- skinnu en kvígan unga er nú frem- ur lítil á mælikvarða Gráskinnu. Töluvert er liðið síðan Gráskinna átti síðast kálf en það var hinn 15. júní 2002 og því var mikil kátína sem ríkti í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum þegar allt gekk eins vel og raunin varð í þessum ný- orðna burði, að því er segir í til- kynningu þaðan. Kvígan litla hefur því hlotið nafnið Kátína. Faðir hennar er nautið Guttormur og ekki er Gráskinna minna merkileg því hún er fyrsta kýrin sem fæddist í garðinum. Þess má einnig geta að Kátína er 23. afkvæmi Guttorms. Guttormur og Gráskinna eignast afkvæmi Kátína komin í heiminn HÖRÐUR Friðþjófsson myndlist- armaður sýnir myndir sínar í Gallery Österby, á rakarastofu Leifs Österby í Gamla Bankanum á Selfossi. Þetta er þriðja einkasýning Harðar en hann sýnir aðallega landslagsmyndir málaðar með olíulitum. Hörður hefur fengist við myndlist í rúman áratug eða frá árinu 1992. Hann hefur sótt námskeið hjá Mynd- listarfélagi Árnesinga ásamt því að stunda nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík en er að öðru leyti sjálf- menntaður í list sinni. Hörður hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum Myndlistarfélags Árnesinga en einn- ig hefur hann sýnt myndir sínar á bókasafninu í Hveragerði og í konditoríinu í Hverabakaríi. Mistök urðu við birtingu þessarar fréttar í blaðinu gær og er beðist vel- virðingar á því. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hörður Friðþjófsson við eina af myndum sínum. Hörður sýnir í Gallery Österby KB banki styrkir eldri borgara EIGNALÍFEYRISFÉLÖGUM KB banka býðst nú að sækja tölvu- námskeið á vegum Námsflokka Reykjavíkur og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. KB banki niðurgreiðir námskeiðsgjaldið fyrir Eignalífeyr- isfélaga. Kennslan fer fram í 5 grunnskól- um í Reykjavík og sjá grunnskóla- nemar um kennsluna undir stjórn umsjónarkennara. Námskeiðið er einu sinni í viku, 2 klukkustundir í senn, og stendur yfir í fimm vikur, samtals 15 kennslu- stundir. Í lok námskeiðsins verður þátttakendum boðið í húsakynni KB banka þar sem kennt verður á KB Netbankann. Námskeiðin hefjast 16. febrúar næstkomandi. Allar nánari upplýs- ingar veitir Ríkey Garðarsdóttir hjá Námsflokkum Reykjavíkur. Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Föt fyrir allar konur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.