Morgunblaðið - 05.03.2004, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 05.03.2004, Qupperneq 6
6 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 5|3|2004 MORGUNBLAÐIÐ Jón, hvenær manst þú fyrst eftir Sigurjóni? Jón: „Það eru nú orðin ein fjögur ár síðan. Ég man fyrst eftir hon- um þegar við vorum að vinna saman niðri í Aðalstræti. Ég man eftir því að hann var á Volvo.“ Sigurjón: „Ég er ennþá á honum.“ J: „Já, þannig að það hefur lítið breyst á löngum tíma.“ S: En fyrsta minningin þín er þarna þegar við erum í miðjum þætti.“ J: „Já, það er fyrsta minningin mín, niðri í Aðalstræti, þegar við erum í þætti.“ En hvenær manst þú fyrst eftir Jóni, Sigurjón? S: „Ja það er nú nokkru fyrr sem ég man eftir Jóni. Þá vorum við á Rás 2, í miðjum þætti.“ Og var þetta „ást við fyrstu sýn“? S: „Já, alveg tvímælalaust. Í miðjum þætti. „Ást í miðjum þætti.“ J: „„Ást í beinni.““ S: „Þetta er efni í bíómynd.“ J: „„Ást í beinni“: Menn sem vinna saman í útvarpi, vita þó ekk- ert hvor af öðrum, en verða allt í einu ástfangnir.“ En hvernig þróaðist svo samband ykkar? J: „Við byrjuðum að búa saman. Síðan komu krakkarnir …“ S: „Við vorum saman öllum stundum og það fóru að koma litlir krakkar, eins og hann Hugleikur okkar, sem er núna að gera teiknimyndir fyrir okkur.“ Hvað er rómantík? J: „Rómantík er að koma henni á óvart, kannski með kertaljósi og blómvendi.“ S: „Vekja hana að morgni með kertaljósi.“ J: „Sprittkerti að morgni.“ S: „Vekja hana með kertavaxi. „Sprittkerti að morgni – arineldur að kveldi.““ J: „Rómantískur dagur. Eða þá að gefa henni dekur í heilsulind.“ Komið þið hvor öðrum á óvart? Báðir: „Iðulega.“ S: „Sá dagur líður ekki að við komum ekki hvor öðrum á óvart.“ J: „Sigurjón kemur mér gjarnan skemmtilega á óvart, en ég virð- ist koma honum leiðinlega á óvart. Þegar hann grunaði ekki að ég myndi geta gert eitthvað heimskulegt gerði ég það.“ Er það einkenni á sambandi ykkar? S: „Já, að mörgu leyti.“ Eruð þið afbrýðisamir hvor út í annars konur? S: „Já, ég get nú ekki neitað því. Mér finnst hún oft vera að taka hann í burtu frá mér.“ J: „Ég verð oft reiður. Sigurjón er að fara eitthvað með konunni sinni í sumar. Ég fór að velta fyrir mér: „Hvað hefur hún sem ég hef ekki? Er hún í útvarpinu?““ Er annars nýr kraftur í sambandinu núna, eftir að þið tókuð saman aftur? J: „Tvímælalaust. Ég held að það hafi ekki farið framhjá þeim sem hafa hlustað á þáttinn.“ S: „Það var afar gáfulegt hjá okkur að taka þetta hlé. Við erum alltaf að sannfærast betur og betur um það.“ Kannski líka bara þjóðarinnar vegna? J: „Já, ég held að svo margir hafi núna áttað sig á því að þeir gengu að okkur vísum.“ S: „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ J: „Fólk er svo þakklátt, menn eru að segja: „Ég fattaði ekki hvað vinnan mín var leiðinleg fyrr en þið hættuð.“ Nú er fólki allt í einu orðið sama þótt það sé í leiðinlegri vinnu.“ S: „Ég held að við séum boðberi uppgangs í efnahagslífinu. Fólk er farið að sætta sig við minna.“ Væntingar fólks minnka. S: „Já, væntingavísitalan fer lækkandi.“ J: „Við erum ópíum fyrir fjöldann.“ S: „Fólk lítur á okkur sem launauppbót.“ J: „Ég fékk hundrað þúsund krónum lægri laun en ég hafði gert mér vonir um, en fékk í staðinn áskrift að Stöð 2.“ S: „Og ánægjuna.“ Þá færðu ennþá fleiri tækifæri til að sjá Sigurjón. J: „Já, í Svínasúpunni, þar sem hann hefur farið á kostum.“ En hvernig kom hugmyndin að teiknimyndunum? J: „Sigurjón átti þessa hugmynd.“ S: „Já, ég kom með hana askvaðandi eftir að hafa átt fund með ágætis manni sem heitir Björn Þórir Sigurðsson og vinnur hérna uppi á dagskrárdeild. Hann er skemmtilegur náungi og sköll- óttur og við settumst aðeins niður. Þá kviknaði þessi hugmynd um að gera eitthvað meira við útvarpsþáttinn, sem sagt viku- lega teiknimynd upp úr þættinum.“ J: „Ég skildi nú ekki hvað hann var að meina fyrst þegar hann sagði þetta. Ég fattaði það ekki.“ S: „Já, þetta hljómar kannski ruglingslega í fyrstu, enda voru menn ekki alveg að kaupa þetta strax. Menn sögðu að þetta væri „sky high idea“ …“ J: „Það er nú búið að reka þá menn.“ S: „Já. En núna eru allir búnir að taka þessa hugmynd í sátt og við gerum okkur miklar vonir um að þetta takist vel. Við fengum náttúrulega rétta manninn í þetta. Ég vissi strax að það yrði lykillinn að þessu, að fá rétta manninn til að sjá um teikningar og leikstjórn. Maður á ekki að sækja vatnið yfir læk- inn. Þarna er góði drengurinn okkar, hann Hugleikur, sem byrjaði sinn feril á að hringja í Tvíhöfða. Þá vildum við meira og hann varð síðar kvikmyndagagnrýnandi okkar og svo framvegis. En hann reyndist líka vera þessi fantafíni teiknari.“ J: „Eins og hefur nú sýnt sig í hinum frábæru jólabókum, sem hann hefur verið að gefa út.“ S: „Já, en hann er einmitt ekki bara góður teiknari, heldur kann hann á þetta skemmtilega teikniforrit, sem gerir þetta kleift. Út úr þessu hefur komið mikil snilld, sem var frumsýnd í gær.“ Hann er væntanlega búinn að vera að vinna allan sólarhring- inn að undanförnu? S: „Já, hann vinnur mjög mikið, en hann er bara mjög þakklátur fyrir hverja mínútu sem hann fær að standa í þessu. Við þrælum honum út. Hann er vakinn og sofinn í þessu.“ J: „Mér skilst að hann sé að vinna allt að 40 tíma á viku. Allt að því.“ Er hann þá ekki að brjóta reglugerðir Evrópusambandsins? S: „Það er ekki okkar mál. Það verður hann að eiga við sjálfan sig.“ J: „Ég fór einmitt að skoða tölur um barnaþrælkun um daginn. Þetta eru aðallega átján ára krakkar, sem eru ennþá skilgreind sem börn, en bera út blöð og svona. Þeir mega ekki vinna meira en fimmtán tíma á viku, verða fá að hvíla sig og hreinsa bólurna og svona.“ S: „Hugleikur er 26 ára.“ Hvaða efni er í teiknimyndunum? S: „Það er unnið upp úr útvarpsþáttunum.“ J: „En samt með framlagi Hugleiks.“ S: „Aðallega byggist þetta á því sem við segjum í þættinum, svo eru sketsar líka.“ J: „„The Mad World of Tvíhöfði With the Input of the Crazy World of Hugleikur.““ Svo er merki þáttarins TVíhöfði. S: „Já, Hugleikur fann upp á þessu. TV í höfði. Pældu í því.“ J: „Hann er ótrúlega uppfinningasamur. En Hugleikur er í raun- inni „MindGames“. Það er erlenda þýðingin.“ Hann kallar sig það þegar hann fer á ráðstefnur erlendis. J: „Með zetu. MindGamez.“ S: „Hann hefur einmitt farið á margar ráðstefnur og meðal ann- ars hitt Annie Lennox og Stephen Dorff. Hann hefur talað við þau.“ J: „Svo má til gamans geta að ég hef hitt Matt Dillon.“ S: „Og ég líka.“ Við hvaða tækifæri var það? J: „Það var við tvö ólík tækifæri. Sigurjón ’93 í New York. Þar va Matt Dillon ölvaður á bar.“ S: „Hann var á klósettinu og ég var að bíða eftir að komast þangað inn. Svo kom hann loksins út, með margar stelpur með sér.“ J: „Ég hitti hann síðan bara í sumar. Hann sat á borðinu við hlið ina á mér, á veitingastað og bar í Hollywood. Dillon var að tala við mann og segja honum hvað hann væri búinn að vera lengi edrú, hann væri byrjaður að vinna sporin hjá AA-samtökunum. Þannig að eitthvað hefur breyst hjá Matta.“ S: „Hann man ábyggilega ekkert eftir mér, því hann var svo full- ur.“ Getur verið að þetta hafi verið það sem dr. Phil kallar „de- fining moment“ hjá Matt Dillon, þegar hann hitti þig Sig- urjón þarna á leiðinni út af klósettinu með stelpnaskarann? Hann hafi áttað sig á að hann væri á villigötum í lífinu? S: „Akkúrat.“ J: „Já, einmitt. Kannski varst þú hans dr. Phil á þeim tíma, Sig- Morgunblaðið/Ásdís Tvíhöfði er smám saman að verða sjötta aflið í íslensku samfélagi, á eftir fimmta aflinu; kon- um sem klæða eiginmenn sína í bláa samfest- inga, alveg eins og þær eiga sjálfar, og fara með þá í göngutúra til að sanna eignarrétt sinn. Útþenslustefna Tvíhöfða er ógnvænleg og núna hafa þeir félagar, með hjálp lista- mannsins Hugleiks Dagssonar, hafið fram- leiðslu á teiknimyndum, en sú fyrsta birtist á Popptíví í gær. Hvar er Samkeppnisstofnun þegar hennar er þörf? Er Tvíhöfði ekki orðinn of stór í íslensku þjóðfélagi? Þarf ekki að skipta honum í a.m.k. fimm hluta? Grunneðli Tvíhöfða er hið svokallaða tvíeðli. Annars vegar er hinn íbyggni og skorinorti Sig- urjón Kjartansson; hins vegar hinn meitlaði og vel metni Jón Gnarr. Samband þeirra hefur aldrei verið nánara, en eins og kunnugt er tóku þeir nýlega upp þráðinn aftur með út- varpsþáttum sínum á Skonrokki og X-inu. Samt er tvíeðlið algjört, enda gjörólíkir menn. Við erum ópíum fyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.