Morgunblaðið - 05.03.2004, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5|3|2004 | FÓLKIÐ | 9
Andlegt heilbrigði Íslendinga væri eflaust miklu styttra
á veg komið en það er í dag ef ekki væri fyrir 12 spora
kerfi AA-samtakanna. Allt frá því að AA-samtökin
námu hér land hafa þúsundir Íslendinga fengið bata
meina sinna og heilbrigðara og innihaldsríkara líf með
því að sækja fundi hjá einhverjum 12 spora sam-
tökum og tileinka sér þetta einfalda kerfi í lífi sínu.
Í hinum fjölmörgu samtökum gefst fólki tækifæri á
að takast á við öll vandamál sem ein manneskja getur þurft að takast á við í
daglegu lífi. Sporin tólf hafa gert það sem kirkjunni hefur svo oft mistekist; að
vera lifandi og virkt afl í samfélaginu. Enda er það orðið svo í dag að í flestum
kirkjum eru starfandi 12 spora hópar sem eru oftar en ekki betur sóttir en mess-
urnar sem haldnar eru í sömu kirkjum. Kannski verða 12 spora fundir messur
framtíðarinnar.
Mörg okkar vandamál eru óleysanleg. Stundum eru þau ekki einu sinni okkar
eigin vandamál. Við áttum okkur bara ekki alltaf á því. Við höldum kannski að
vandamál okkar stafi af einhverjum utanaðkomandi ástæðum, þetta sé ein-
hverjum öðrum að kenna. Það er yfirleitt rangt. 12 sporin byggjast á þessum
grundvelli. Við byrjum að viðurkenna að við erum vanmáttug gagnvart vandanum
og síðan beinum við athyglinni að okkur sjálfum og reynum að lifa eftir and-
legum leiðum. Og það er svo skrítið að flestum reynist erfiðara að breyta sjálf-
um sér en heiminum.
12 spora samtök eru í grundvallaratriðum eins, sama hvort það eru AA-
samtökin, Al-anon, GA, DA, Ala-teen, OA, FBA, Grey Sheeds, EA, SLA, NA o.s.frv.
Öll byggjast þau á sama grunni. 12 spora samtök eru ekki sértrúarsöfnuður
heldur félagsskapur sem byggist á andlegum grunni.
Æðruleysisbænin er bæn 12 spora samtakanna. Æðruleysi merkir óttaleysi.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
Við getum ekki breytt öðrum, sama hvað okkur langar til þess. Fólk breytist
nefnilega ekki nema það vilji það sjálft. Við getum ekki heldur breytt fortíðinni
eða framtíðinni, augnablikið er það eina sem við ráðum við. Oft notum við ýmsar
átyllur til að þurfa ekki að takast á við það sem raunverulega skiptir máli vegna
þess að það er oft óþægilegt og erfitt. Það eina sem við getum raunverulega
breytt er við sjálf. Og það er sama hvert vandamálið er; brennivín, kynlíf, sam-
skipti, peningar, matur, lyf eða spilakassar, sporin tólf eru einföld og skemmti-
leg leið til bata. Eitt skref í einu, einn dag í einu. Ég hvet alla til að reyna þessa
leið.
Jón Gnarr
Tólf spor
HUGRENNINGAR ALÞÝÐUMANNS
HUGRENNINGAR ALÞÝÐUMANNS
www.landsbanki.is
sími 560 6000
Árlega veitir Landsbankinn ellefu námsstyrki til virkra
viðskiptavina Námunnar.
Styrkirnir skiptast þannig:
• 3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms á Íslandi, 100.000 kr. hver
• 2 styrkir til háskólanáms á Íslandi, 200.000 kr. hvor
• 2 styrkir til BS/BA-háskólanáms erlendis, 300.000 kr. hvor
• 2 styrkir til meistara/doktors-háskólanáms erlendis, 400.000 kr. hvor
• 2 styrkir til listnáms, 200.000 kr. hvor
Umsóknarfrestur er til og með 31. mars.
Í
S
L
E
N
S
K
A
A
U
G
L
Ý
S
IN
G
A
S
T
O
F
A
N
/S
IA
.I
S
L
B
I
2
3
5
9
5
0
2
/2
0
0
4
Námsstyrkir til Námufélaga
Kjörið tækifæri til að fá fjárhagslegan
stuðning meðan á námi stendur
Allar nánari upplýsingar
má finna á www.landsbanki.is
og þar má einnig nálgast
skráningarblað sem nauðsynlegt
er að fylgi hverri umsókn.
Umsóknum skal skilað í næsta
útibú Landsbankans, merkt:
Námustyrkir, Markaðs- og
þróunardeild Landsbankans,
Austurstræti 11, 155 Reykjavík.
Styrkirnir eru afhentir
í byrjun maí.