Morgunblaðið - 05.03.2004, Page 10
10 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 5|3|2004 MORGUNBLAÐIÐ
1
w w w. g u l a
KLIPPTU OG SPARAÐU 1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
Erum búin
að opna.
Mýrargötu 2-8 // 101 Reykjavík
símar 534 5577 // 694 5577
Opnunartilboðin í gangi:
1 mán.............................
3 mán...........................
6 mán...........................
1 ár...............................
5.500.-
10.500.-
17.000.-
28.500.-
Nú er rétti tíminn!!
Styttist í sumar
og grill
Frábær tilboð
föstudag og laugardag
Bæjarlind 2, 201 Kópavogur sími 564 2100
vingerdin@simnet.is www.vingerdin.is
15% a
fslát t
ur
á ma
t
Yfirfærum á DVD
og CD
60 mín. efni með
20% afslætti
2.540.-
Tilboðið gildir til 10. mars.
Sími: 577 1777 • bergvik@bergvik.is
Leikstjóri nýjustu hasarmyndar stórleikarans Denzels Washington,
er Carl Franklin, vandvirkur og frumlegur fagmaður sem vakti óskipta
athygli fyrir One False Move. Hún er gjarnan flokkuð sem ný-
rökkurmynd (neo-noir), og ein sú besta af mörgum slíkum. One False
Move vakti ekki aðeins athygli á Franklin, heldur leiddi hún fram í
sviðsljósið einn virtasta og fjölhæfasta kvikmyndagerðarmann sam-
tímans, Suðurríkjamanninn vinsæla, Billy Bob Thornton. Hann fór
með eitt aðalhlutverkanna og er að auki annar höfunda handrits-
ins sem býr yfir ískyggilegri sögufléttu. One False Move
(’92), var sem fyrr segir fyrsta umtalsverða myndin á
merkilegum ferli Billys Bobs. Fjórum árum á undan Sling
Blade, sem færði honum Óskarsverðlaun
fyrir besta handrit ársins og tilnefningu fyrir
bestan leik í aðalhlutverki – og varanlegan
sess í Hollywood. (BBT var einkar óhepp-
inn, því Geoffrey Rush kom fram á sjón-
arsviðið sama ár með engu síðri stórleik
sem píanóleikarinn ógæfusami, David Helf-
gott í Shine.)
CARL, DENZEL OG BILLY BOB
Leiðir Carls Franklin og Denzels Wash-
ington liggja saman í annað sinn í Out of
Time. Áður hafa þeir gert í sameiningu
spennumyndina Djöfullinn í bláu, eða Devil
in a Blue Dress. Denzel leikur Easy Rawl-
ins, einkaspæjaraa í Los Angeles,
sem kemst að miður gæfulegu leynd-
armáli. Myndin er minnisstæð fyrir
lýtalausa endursköpun á tíma og
rúmi, allt til fínustu smáatriða.
|saebjorn@mbl.is
http://sveinn.cartland.net/
„Ég var að komast að því að naflinn minn
er breyttur, hann hefur grynnkað. Ég,
eins og Konni, á það til að fitla við nafl-
ann minn en áðan var þetta eitthvað
öðruvísi en venjulega, hann var ein-
hvernveginn grynnri. Ég veit ekki alveg
hvernig mér á að líða, hvort ég eigi að
hlæja eða gráta. Kannski á maður bara
að taka breytingunum opnum örmum, þó
þær komi í formi grynnri nafla … ég þarf
að gera þetta upp við mig sem fyrst.“ 1.
mars 21.04
http://gunnare.askja.org/
„Ég er búinn að taka eftir öðrum stórum
galla við Laugar. Þessi galli er líka öllu
alvarlegri en sá að ekki er hægt að fá al-
mennilega kalt drykkjarvatn þarna
klukkan 6 á morgnana. Málið er nefni-
lega að í massahorninu er áberandi
skortur á lóðum til að raða á stöngina í
bekkpressunni. Það lúkkar náttúrulega
engan veginn að vera með ósamstæð
lóð á sitthvorum enda stangarinnar.
Maður er eins og fífl þarna þar sem mað-
ur liggur undir stönginni og á öðrum end-
anum er risastórt 20 kg gult gúmmí lóð
en á hinum er pervisið blátt lóð sem þó
er jafnþungt. Lóðaskorturinn þarna í
Laugum er svo gríðarlegur að það mætti
halda að R-listinn stjórnaði þessu batter-
íi *búrrúmmtjsss*“ 18. febrúar 15.05.
Kæri
blogger.com…
Kapphlaup við tímann
Í spennumyndinni Fallinn á tíma – Out of Time leikur Denzel
Washington lögregluforingja sem lendir í hrikalegum
ógöngum í starfi. Hann verður að vera nokkrum skrefum á
undan lögreglumönnum sínum – annars beinist grunurinn
að honum sjálfum í rannsókn á tvöföldu morðmáli í bænum.