Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 9 Bankastræti 14, sími 552 1555 Ný sending af peysum, bolum og buxum Gott verð Ný sending Frábærar peysur stutterma - langerma Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Dragtir úr bómull/hör fyrir fermingarmömmuna, st. 36-56 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 fimmtudag, föstudag og laugardag Opið til kl. 16 laugardag Tilboð í 3 daga Okkar árlega vortilboð Stærsta töskuverslun landsins Skólavörðustíg 7, Rvík, sími 551 5814 20% afsláttur Kringlunni, sími 588 1680. Seltjarnarnesi, sími 561 1680. tískuverslun iðunn Stretch gallabuxur fást í 4 lengdum Hörfatnaður Jakkar, buxur, pils Laugavegi 84, sími 551 0756 LAGERHREINSUN ÓDÝR OG GÓÐ FÖT Á BÖRNIN FRÁBÆR DÚNDURTILBOÐ TEENO Laugavegi 50, Reykjavík Sími 511 0909 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá lækningaforstjóra Landspítala – há- skólasjúkrahúss, Jóhannesi M. Gunnarssyni: „Í fréttaflutningi af andláti barns á Landspítala í nóvember 2002 hefur verið fullyrt að barn sem foreldrar þess eignuðust í vetur hafi fæðst í Skotlandi. Það er rangt. Hið rétta er að barnið fæddist á fæðingardeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Vegna trúnaðar við skjólstæðinga og lögreglurannsóknar er að öðru leyti ekki hægt að greina frá málsatvik- um.“ Fréttatil- kynning frá LSH RÖNG mynd birt- ist með frétt í gær um ummæli aust- urríska innanrík- isráðherrans, Ernst Strasser, um eftirlits- myndavélar í Reykjavík. Austurríski innanríkisráð- herrann ALLS eiga á þriðja hundrað bændur og aðrir innleggjendur kröfur í þrotabú Ferskra afurða á Hvamms- tanga upp á um 60 milljónir króna. Eru bændurnir flestir úr Dalasýslu, af sunnanverðum Vestfjörðum og í V-Húnavatnssýslu en einnig allt frá Suðurlandi og norður í Þingeyjar- sýslur. Að sögn Jóhanns Ólafssonar, sem unnið hefur í málinu fyrir Bændasamtök Íslands, lítur allt út fyrir að bændur fái ekki krónu af sín- um kröfum þar sem þær flokkast ekki sem forgangskröfur heldur al- mennar kröfur. Óttast Jóhann að sumir sauðfjárbændur verði að bregða búi vegna þessa gjaldþrots en hæstu einstöku kröfur þeirra eru tæpar tvær milljónir króna. „Þetta gjaldþrot hefur gífurleg áhrif á suma bændur. Það er óhjá- kvæmilegt þegar margar kröfur eru á aðra milljón og þarna eru líka margir með hundraða þúsunda króna innlegg sem allt stefnir í að ekkert fáist fyrir. Við óttumst að ein- hverjir bændur fari nánast í þrot, ekki síst þeir sem hafa lent í hremm- ingum hjá öðrum fyrirtækjum fyrir ekki löngu síðan,“ segir Jóhann, sem telur aðspurður að gjaldþrot Ferskra afurða sé með þeim stærri sem sauðfjárbændur hafi orðið fyrir barðinu á. Greiðslur úr úreldingarsjóði Jóhann segir þann möguleika fyr- ir hendi að einhverjir sauðfjárbænd- ur fái greiðslur úr úreldingarsjóði sláturhúsa, ef úrelding sláturhússins á Hvammstanga gangi í gegn. Greiðslur fyrir úreldingu eigi að ganga til bænda sem eigi kröfur á viðkomandi fyrirtæki. Jóhann telur að þetta sé m.a. háð því að þrotabúið geti lagt fram öll umbeðin gögn. Úrelding fer fram á vegum fram- kvæmdanefndar búvörusamninga. Gjaldþrot Ferskra afurða snertir á þriðja hundrað bænda Hætta á að sumir bænd- ur verði gjaldþrota Morgunblaðið/Þorkell HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt ís- lenska ríkið til að greiða fimm lög- reglumönnum bætur fyrir ranga röðun í launakerfi við nýja skipan á hækkunum launa lögreglumanna vegna starfsaldurs. Alls nema bæt- urnar rúmlega 1,5 milljónum króna auk dráttarvaxta svo og málskostn- aðar sem féll á ríkið. Ríkið og Landssamband lögreglu- manna gerðu með sér samkomulag 13. júlí 2001, en með því og eftirfar- andi stofnanasamningi 21. nóvember sama ár var tekin upp ný skipan á hækkunum launa lögreglumanna vegna starfsaldurs. Eingöngu lögreglustörf metin til starfsaldurs Áður hafði verið litið til allra starfa sem viðkomandi hafði haft með höndum fyrir ríki eða sveitar- félög en með hinni nýju skipan var horfið að því að meta aðeins lög- reglustörf til starfsaldurs nema um annað væri sérstaklega samið. Deilt var í málinu um það hvort starfsreynsla hjá ríki og sveitar- félögum, við önnur störf en lögreglu- störf, ætti að hafa áhrif á röðun lög- reglumanna í nýtt launakerfi. Stefndu fimm lögreglumenn ríkinu og sýslumönnunum á Ísafirði og Eskifirði og lögreglustjóranum í Reykjavík til greiðslu vangoldinna launa og áttu sömu sjónarmið við í öllum málunum. Orðalag bókunar samnings- aðila ekki afdráttarlaust Töldu bæði Héraðsdómur Reykja- víkur í fyrrasumar og Hæstiréttur nú að lögreglumenn yrðu ekki sviptir þeim áunnu réttindum sem þeir höfðu öðlast í samræmi við fyrri að- ferð við útreikning starfsaldurs til launa nema skýrt væri kveðið á um það í samningi. Þar sem orðalag bók- unar samningsaðila um þetta efni við stofnanasamninginn var ekki af- dráttarlaust voru kröfur lögreglu- mannanna teknar til greina. Hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein dæmdu. Sigrún Guðmundsdóttir hrl. flutti málin fyr- ir ríkið og Gylfi Thorlacius hrl. fyrir lögreglumennina. Lögreglu- mönnum dæmdar bætur ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.