Morgunblaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Miðbær | Nú stendur yfir sýning í Höfuðborgarstofu, þar sem sjá má ljósmyndir af ýmsum hraunhellum, þar á meðal hvelfingunni í Þrí- hnúkagíg auk líkans af hugmynd að útsýnispalli innan í Þríhnúka- gíg, auk búnaðar sem notaður er við hellakönnun. Sýningin er á vegum Árna Stef- ánssonar, augnlæknis og hella- könnuðar, sem nýlega setti fram nýstárlegar hugmyndir um útsýn- ispallinn innan í gígnum, en þær hugmyndir hafa hlotið afar góðar undirtektir undanfarið. Þar er einnig að finna ítarefni, þar sem fjallað er um hella og hellakönnun. „Ég hef haft áhuga á hraun- hellum síðan ég man eftir mér,“ segir Árni. „Mig hefur langað til að sýna fólki hella og varðveita þá. Varðveislan er hluti af því að ég stend í þessu núna. Ég hef reynt að stuðla að því að viðkvæmum hellum sé lokað. Margir hellar eru með afar viðkvæmar hraunmynd- anir sem geta eyðilagst við minnstu snertingu, þess vegna er gríðarlega mikilvægt að fara var- lega um hella og loka viðkvæm- ustu hellunum algerlega fyrir um- ferð fólks. En það er heldur ekki nóg að loka og læsa, það verður líka að endurgjalda. Fólk verður að hafa aðgang að hellum. Ég er líka ekki síst að hugsa um unga fólkið okk- ar í þessu samhengi að bjóða því upp á möguleika á að skoða svona hella án þess að þeir skemmist varanlega, sérstaklega þá hella sem eru ekki eins viðkvæmir fyrir hnjaski.“ Árni segir aðalkostinn þann að um leið og Þríhnúkagígur er stærsta hraunhvelfing landsins er hann afar nálægt höfuðborg- arsvæðinu og auðvelt að nálgast hann með því að leggja stuttan veg að svæðinu. „Þó er gríðarlega mikilvægt að búa svo um svæðið að umgangur valdi ekki raski. Það þyrfti að leggja göngustíga og setja niður öryggiskeðjur til að fólk valdi ekki skaða á sjálfu sér eða náttúrunni. Það þarf að ganga frá náttúrunni þannig að hún þoli ágang, það er til dæmis búið að eyðileggja fjölda náttúrufyr- irbrigða um allt land með ágangi,“ segir Árni. „Mín megináhersla er að koma í veg fyrir að svæðið verði fyrir skaða.“ Samhliða sýningunni hefur Árni staðið fyrir viðhorfskönnun meðal sýningargesta og virðast svörin langflest vera á einn veg. Ef marka má þau gögn sem nú blasa við eru gestirnir afar spenntir fyr- ir hugmyndum Árna og væru nær allir tilbúnir til að greiða hátt að- gangsgjald að hraunhvelfingunni. „Þetta er til vitnis um að almenn- ingsálitið er með þessu og fólk er mjög hrifið af þessum hug- myndum. Uppi í Bláfjöllum eru kjörnar aðstæður fyrir eld- fjallaþjóðgarð, þar er þessi mikli gígur, þar eru hrauntraðir, eld- stöðvar og hellar, mjög margt sem er hægt að sýna fólki. Það eru mjög mörg fyrirbrigði þarna sem eru mjög merkileg. Bláfjallasvæðið er perla innan seilingar frá Reykjavík,“ segir Árni og bætir við að ekki sé æskilegt að erlendir fjárfestar borgi fyrir útsýnispall- inn innan í hraunhvelfingunni, því þeir hafi ekki sömu hagsmuna að gæta í náttúruvernd og Íslend- ingar. „Því er það von mín að við Íslendingar getum staðið saman um að byggja þennan útsýnispall. Sýningin verður í Höfuðborg- arstofu til annars apríl. Í maí hyggst Árni síðan setja hana upp í Kópavogi, en Þríhnúkasvæðið er innan landamerkja Kópavogs og segir hann Kópavogsbúa hafa mik- illa hagsmuna að gæta. Árni Stefánsson sýnir hellaskoðunarmyndir og búnað í Höfuðborgarstofu Almenningur hrif- inn af hugmyndum Morgunblaðið/Árni SæbergÁ sýningu Árna Stefánssonar má sjá myndir af hellum, hellaskoðunarbúnað og fleira tengt hellaskoðun. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bláfjallasvæðið er afar ríkt af sérstökum hraunmyndunum og kjörið fyrir eldfjallafræðslu. Garðabær | Bókasafn Garðabæjar mun á komandi vikum taka í notkun tölvukerfið Gegni. Yfirfærsla gagna úr eldra tölvukerfi í nýja kerfið mun eiga sér stað dagana 25. mars til 5. apríl og um leið verður eldra kerfinu lokað. Af þeim sökum geta engin út- lán farið fram í safninu á þessu tímabili. Þetta kemur fram á upplýsingavef Garðabæjar, www.gardabaer- .is. Bókasafnið verður eftir sem áður opið og verður m.a. sektarlaus vika dagana 26. mars til 2. apríl, en þá gefst lánþeg- um kostur á að skila bókum og öðr- um gögnum, sem eru komin í van- skil, án þess að borga sektir. Laugardaginn 3. apríl verður safnið alveg lokað og nýja tölvukerfið verð- ur svo tekið í notkun mánudaginn 5. apríl og geta þá útlán væntanlega hafist á ný. Tölvukerfið Gegnir, eða Aleph 500, var valið af nefnd á vegum menntamálaráðherra sem kerfi sem öll bókasöfn landsins gætu samnýtt. Kerfið verður aðgengilegt öllum al- menningi á Netinu og mun þannig auðvelda aðgang að bókfræðilegum upplýsingum og samnýtingu á bóka- kosti landsmanna. Landskerfi bókasafna hf., fyr- irtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga, annast innleiðingu og rekstur Gegn- is. Kerfið hefur þegar verið tekið í notkun í nokkrum bókasöfnum á landinu s.s. Þjóðarbókhlöðu, Bóka- safni Háskólans á Akureyri, Menntasmiðju Kennaraháskóla Ís- lands og fleiri söfnum.    Nýtt tölvukerfi í bókasafni Skólahljómsveit 40 ára | Í til- efni 40 ára afmælis Skólahljóm- sveitar Mosfellsbæjar verða haldnir afmælistónleikar í Íþróttahúsinu í Varmá á morgun, 20. mars kl. 15. Stjórnandi skólahljómsveitarinnar og stofnandi er Birgir D. Sveinsson. Á efnisskrá verða fjölmörg skemmtileg verk og gestir koma í heimsókn. Kynnir verður Þórunn Lárusdóttir, sem lék með sveitinni í mörg ár og einsöngvarar Íris Hólm Jónsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdótt- ir. Aðgangseyrir er þúsund krónur, en frítt fyrir 12 ára og yngri. Selt verður kaffi, gos, sælgæti og kleinur í hléi. Ágóði sölunnar rennur í ferðasjóð hljómsveitarinnar. 1 w w w. g u l a VORIÐ ER Vertu vel upplýstur með ljósum frá Ljósbæ Faxafeni 14 s. 568 0850 Fyrir páska og fermingar 50% afsláttur Ekta pelsar Mikið úrval fermingargjafa Sigurstjarna Bláu húsin v/Fákafen s. 588 4545 Pílutjöld ehf Faxafeni 12 108 Reykjavík s. 553 0095 www.pilu.is Gardínur fyrir alla glugga 15 % kynningarafsláttur af öllum vörum 12. - 20. mars w w w . u n i k a . i s Unika • Fákafeni • Sími 568 6700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.