Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 20
Suðurlandsvegi - 851 Hellu Sími 487 5700 - Fax 487 5701 - hotelranga@icehotel.is Hotel Rangá 3ja rétta matseðill með fordrykk, morgunverði og gistingu frá 18. mars til 1. apríl: Standard 9.400 á mann Superior 9.900 á mann Deluxe 10.900 á mann SKELFISKDAGAR 4ra rétta matseðill með fordrykk, morgunverði og gistingu frá 2. til 12 apríl: Standard 10.200 á mann Superior 10.700 á mann Deluxe 11.700 á mann Tilboð miðast við gistingu í tveggja manna herbergi. Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Reiðvegir í Ölfusdal | Hveragerðisbær og hestamannafélagið Ljúfur standa í sam- einingu að lagningu reiðvega í Ölfusdal, of- an Hveragerðis. Er talið að þetta sé í fyrsta sinn sem Hveragerðisbær beitir sér fyrir reiðvegagerð í sveitar- félaginu, að því er fram kemur á vef bæjarins. Vegirnir koma til með að bæta aðstöðu til útreiða í dalnum stórlega og auka mjög á fjölbreyti- leika í leiðavali fyrir reiðmenn. Hér er einn- ig að koma til framkvæmda eitt af þeim at- riðum sem títt voru nefnd á íbúaþingi í Hveragerði sem haldið var í apríl 2003. Reiðvegirnir sem verið er að leggja eru um hálfur annar kílómetri að lengd og er kostnaður um þrjár milljónir kr. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Hugvit og hagleikur | Ákveðið hefur verið að efna til sýningar í Félagsheimilinu Þjórs- árveri á verkum hinna mörgu uppfinninga- manna, hönnuða og listasmiða sem lifað hafa og starfað í Villingaholtshreppi. Yfirskrift sýningarinnar verður Hugvit og hagleikur. Úr sveitinni hafa komið uppfinningar og smíðisgripir sem síðan hafa spurst um landið og jafnvel víða um heim, segir í frétt Fréttavefjar Suðurlands. Sýningin verður opnuð á sumardaginn fyrsta, 22. apríl, og stendur til 25. apríl. Forseti Íslands og kona hans hafa þegið boð um að vera viðstödd opnun sýningarinnar. Sýningin er samstarfsverkefni Þjórs- árvers, Ungmennafélagsins Vöku og Kven- félags Villingaholtshrepps. Suðurfjarðagöng | Hreppsnefnd Tálkna- fjarðarhrepps leggur mikla áherslu á að jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar verði að veruleika sem fyrst og samhliða verði unnið að gerð heilsársvegar yfir Dynj- andisheiði. Hreppsnefndin samþykkti ályktun þessa efnis á fundi sínum fyrir skömmu. Þetta hefði tvíþætt áhrif, segir í sam- þykktinni, annars vegar tengingu milli suð- ur- og norðursvæðis Vestfjarða og hins veg- ar myndi framkvæmdin kalla á aukna atvinnustarfsemi á svæðinu meðan á fram- kvæmdum stendur. Í framhaldinu opnast möguleikar á enn frekari samvinnu milli sveitarfélaga, fyrirtækja og í félagsstarfi. Hornfirska skemmti-félagið sem staðiðhefur fyrir tónlist- arveislunni „Með allt á hreinu“ á Hótel Höfn við góðar undirtektir mun bregða undir sig betri fæt- inum og halda í víking til höf- uðborgarinnar, þar sem sýnt verður á skemmtistaðnum Broadway í kvöld. „Með allt á hreinu“ er eins og nafnið ber með sér dagskrá byggð á lögum úr samnefndri mynd Stuðmanna og þar rekur hver smellurinn annan. Hornfirska hljómsveitin KUSK mun síðan leika á dansleik að lokinni skemmt- un. „Nú er bara um að gera fyrir Hornfirðinga búsetta á höfuðborgarsvæðinu og aðra, að dusta rykið af spari- skónum og skella sér í fjörið á Broadway,“ segir á sam- félagsvef Hornafjarðar. Heiðursgestur kvöldsins verður Valgeir Guðjónsson en hann á hlut í ellefu af þeim fimmtán lögum sem flutt verða. Með allt á hreinu Búðardalur | Konurnar í Kvenfélaginu Þorgerði Egilsdóttur í Dölunum héldu „gellukvöld“ með bleiku þema, þar sem all- ar helstu gellur Dalanna komu saman. Þær skemmtu sér vel eins og sést á myndinni af Steinu, Helgu, Völu og Fríðu. „Leoncie Dalanna“ söng og dansaði, það kom leynigestur og kosn- ar voru gellur kvöldsins. Þá var kosinn kynþokka- fyllsti maður Dalanna og hlaut Stefán Jónsson bankastjóri þann titil. Að sjálfsögðu var boð- ið upp á gellur í forrétt og lambakjöt í aðalrétt og var það Gunnar Björnsson, veit- ingamaður í Dalakjöri, sem sá um matinn. Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir Gellukvöld hjá Dalakonum Allar hafa yrkingarSigrúnar Har-aldsdóttur verið orðlausar undanfarið vegna vorsins sem er í nánd: Ljúf í sinni lifnar glóð létta fákar sporið. Hugur fanginn yrkir óð út í bjarta vorið. Jón Ingvar Jónsson yrkir á annan veg um vorið: Vorar ört og himinn hér heiðskír er að vonum. Frekar hvimleitt finnst nú mér fólkið undir honum. Erlingur Sigtryggsson slær á létta strengi: Í sól og blíðri sunnanátt er sælt að búa á Fróni. Á himni og jörðu finnst samt fátt svo fínt að líki Jóni. Sigrún er sammála Jóni um að fólk geti ver- ið pirrandi og slær botn- inn í þetta: Þrautir sárar þjaka Jón þursar kvelja og hryggja. Asnar, bjálfar, fífl og flón fæla hann og styggja. Vorið kemur Hrunamannahreppur | Stofnað hefur verið fyrirtæki á Flúðum þar sem framleidd er ný gerð af snakki sem ekki hefur fengist áður hér á landi. Það eru hjónin Bozena Maria Jozefik og Michal Jerzy Jozefik sem standa að framleiðslunni og eru meðal margra Pólverja sem sest hafa að hér á landi á síðari árum. Snakkið heitir Mais Puffs er unnið úr grófmöluðum maís sem keyptur er frá Póllandi. Það verður með um tuttugu bragð- efnum og mismunandi salt. Hjónin hafa keypt vélar fyrir nokkrar miljónir króna og kom- ið þeim fyrir í bílskúrnum en segjast þurfa að bæta við véla- kost og húsnæði ef vel gengur að selja. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Framleiðsla: Bozana og Michel ásamt börnum sínum, Milenu og Filíp, við aðal framleiðsluvélina. Snakk framleitt á Flúðum Nýjung ANVEST, Atvinnuþróunarfélag Norður- lands vestra, mun leiða fjölþjóðlegt verkefni um strandmenningu á norðurslóðum Evr- ópu og er það hluti af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins. Verkefnið, sem nefn- ist NORCE, mun líklega hefjast í vor og ljúka vorið 2007 en heildarumfang þess er rúmlega 1,2 milljónir Evra. Framtíðarsýn NORCE er að varðveita og kynna náttúru- og menningarverðmæti við sjávarsíðuna, efla ferðaþjónustu í fámennari strandsvæð- um, viðhalda og efla búsetu í dreifbýlinu og stuðla að vistvænni þróun, að því er fram kemur á vef Atvinnuþróunarfélags Norður- lands vestra. Þátttakendur í verkefninu koma frá átta löndum. Fyrir Íslands hönd taka þátt, auk ANVEST, Atvinnuþróunarfélag Þingey- inga sem vinnur með ströndina frá Húsavík að Langanesi, Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna sem vinnur með strönd Húnaflóa og Minjasafnið að Hnjóti en það vinnur með strönd Breiðafjarðar og eyjarn- ar. Þá eru einnig með í verkefninu aðilar frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Hjaltlandseyj- um, Orkneyjum, Færeyjum og Grænlandi og einn aukaaðili frá Kanada. Nýtt í þágu ferðaþjónustu Markmiðið með NORCE er meðal annars að þróa net gönguleiða og stíga við strönd- ina og milli stranda og fjarða, sem tengjast ferðaleiðum á sjó, efla aðstöðu til skoðunar á villtum dýrum við sjávarsíðuna, svo sem sel- um, fuglum og kynna matarmenningu á strandsvæðum á nýjan hátt með því að gefa út sameiginlega matreiðslubók. Gefa á út sameiginlegt kynningarrit um strandmenningu á viðkomandi svæðum, standa á fyrir námskeiðum er tengjast efl- ingu strandmenningar í ferðaþjónustu, smíða árabáta og kynna notkun þeirra og notagildi í ferðaþjónustu og koma á tengslum milli einstaklinga, stofnana og fé- laga á þátttökusvæðunum sem vinna á einhvern hátt með strandmenningu eða menningarferðaþjónustu við sjávarsíðuna. Kynna strand- menningu á norðurslóðum       pebl@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.