Morgunblaðið - 19.03.2004, Síða 29
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 29
ÁNETÚTGÁFU EveningStandard berast nú þærfréttir að ákveðnir vís-indamenn hafi komist að
þeirri niðurstöðu að svokallaður
Atkins-megrunarkúr geti valdið
geðsveiflum og jafnvel þunglyndi.
Lyfjafræðingar segja að megrun-
arkúrinn komi í veg fyrir að heilinn
geti framleitt nauðsynleg efni sem
halda geði fólks góðu. Næring-
arfræðingar hafa hvatt fólk til að
hætta á Atkins-kúrnum í ljósi þess
að hann geti stefnt andlegri heilsu
þeirra í hættu sem og líkamlegri
vellíðan.
Í einum virtasta rannsóknarhá-
skóla Bandaríkjanna, Massachus-
etts Institute of Technology, MIT,
framkvæmdi dr. Judith Wurthman
rannsókn og komst að þeirri nið-
urstöðu að hátt hlutfall kolvetnis og
lágt hlutfall próteins sé nauðsynlegt
til að mannsheilinn framleiði næg-
anlegt magn af serótóníni, sem er
hið náttúrulega gleðiefni í okkur.
En í Atkins-kúrnum eru hlutföllin
einmitt öfug, því þar er áhersla á
mikið prótein en lítið kolvetni.
Dr. Wurthman segir að megrun-
arkúrar sem innihalda mjög lítið af
kolvetni geti haft mikil áhrif á líðan
fólks, það geti leitt til þess að fólk
verði geðvont, nöldursamt, upp-
stökkt og jafnvel þunglynt. Þeir í
rannsóknarhópnum sem fengu
fæðu sem inniheldur mikið kolvetni
framleiddu meira af serótónín-
boðefninu og voru miklu afslapp-
aðri og í betra skapi. „Ef fólk fær
sér kartöflur (sem eru ríkar að kol-
vetni) þegar það er geðvont, þá líð-
ur því strax betur eftir 30–40 mín-
útur.“
Næringarfræðingurinn Natalie
Savona var ekki undrandi á nið-
urstöðum rannsóknarinnar. „Atk-
ins-kúrinn er einfaldlega ekki góð-
ur. Hann er of ýktur. Í ljósi
daglegrar geðheilsu fólks, þá skipt-
ir mataræði og kolvetnisneysla
miklu máli.“
Morgunblaðið/Þorkell
Á fáum árum hefur tilfellum af
gáttatifi, sem er eitt afbrigði af
óreglulegum hjartslætti, fjölgað til
muna hjá dönskum karlmönnum
sem komnir eru yfir fimmtugt, sam-
kvæmt frétt í Berlingske Tidende.
HEILSA | Atkins-
megrunarkúr
Ekki góður
fyrir geð-
heilsuna
khk@mbl.is
Fáðu úrslitin
send í símann þinn
SMS
tónar og tákn