Morgunblaðið - 19.03.2004, Side 33

Morgunblaðið - 19.03.2004, Side 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 33 Grípið tækifærið! Markaðurinn Rauðagerði 25 (Kælitæknihúsinu, hægra megin) Þrenns konar verð í gangi: 500 - 1.000 og 2.000 kr. OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 14-18 Úrval af kvenfatnaði Hér erum við VIÐ sem einu sinni unnum að félagsmálum skákmanna horfum undrandi á afrek Hrafns Jökuls- sonar við að efla skákáhuga Ís- lendinga. Þó Íslendingar hafi átt öfluga aflvaka skákáhuga á liðn- um árum held ég að erfitt geti orðið að finna jafningja Hrafns. Sem betur fer hefur starf hans vakið verðskuldaða athygli og ég sé oft undrunarsvipinn á fólki þegar nafn hans er nefnt. Auk gríðarlega sterkra skákmóta sem hann hefur efnt til á tím- um þegar skákin virtist vera að falla í mikla lægð hér á landi er ástæða til að leggja áherslu á unglingastarf Hróks- ins en nú virðist mikill skákáhugi í fjölmörgum grunn- skólum og efnilegir skákmenn ungir eru að stíga fram í dags- ljósið. Skáklífið á Ís- landi er að lifna á ný. Skáksamband Ís- lands er að halda glæsileg mót og al- mennur áhugi að glæðast. Hrafn Jök- ulsson er að skipa sér sess í ís- lenskri skáksögu með Daniel Willard Fiske og Jóhanni Þóri Jónssyni. Auðvitað eigum við marga sterka félagsmálamenn á þessu sviði sem betur fer og ég leyfi mér að nefna Helga Ólafs- son stórmeistara og skólastjóra Skákskóla Íslands sem um árabil hefur verið ein af lyftistöngum skákhreyfingarinnar. En Hrafn beitir sér nú af stöðugt meira afli við að efla áhugann hjá ungu kynslóðinni, í skólunum. Skákin hefur gríðarlegt uppeldisgildi. Hún eykur einbeitingu og ögun. Í skákinni verða menn að takast á við vanda- málið, þar er ekki hægt að skrökva sig frá því. Hún kennir mönnum að gera áætlun og horfa fram í tímann. Eins og sagt hefur verið: Þó hún sé takmörkuð við sextíu og fjóra reiti er hún takmarkalaus í flækjum sínum og þrátt fyrir strangar leikreglur eru hugar- flug og ímyndunarafl máttarviðir þeirra listaverka sem verða til við skákborðið. Þannig mætti lengi telja. Mér virðist Hrafn stefna að því háleita markmiði að gera Ís- land að enn frekara forystulandi í skák- heiminum en það er nú. Hann hefur sett sér langtímamarkmið og starf hans í grunn- skólunum ber því vitni. Við sem stönd- um utan við veginn hljótum að gleðjast og óska honum, sem og skákhreyfingunni allri, alls góðs í verkefnunum framundan. Skákvakning Hrafns Guðmundur G. Þórarinsson skrifar um eflingu skákáhuga Guðmundur G. Þórarinsson ’Mér virðistHrafn stefna að því háleita markmiði að gera Ísland að enn frekara forystulandi í skákheiminum en það er nú.‘ Höfundur er fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands. NÝR golubelgur á ráðstjórn- arheimilinu rauk upp með andfælum á dögunum; ruddist um fast á Iðn- þingi og gaf ófagrar lýsingar á fjár- mála- og viðskiptalífi þjóðarinnar. Upplýsti að viðskiptabankar verðu mestum kröftum sínum og fjár- munum í að ,,brytja niður fyrirtæki í íslenzku viðskiptalífi“. Ennfremur að þræðir þeirra og annarra stórfyrirtækja lægju svo víða ,,að helst minnir á net risa- vaxinnar kóngulóar“. Í forystugrein 13. marz tekur ritstjóri Morgunblaðsins heils- hugar undir orð félags- málaráðherrans og tel- ur ummæli hans um að ,,brytja niður fyr- irtæki“ og ,,risavaxinn kóngulóarvef“ sér- staklega athyglisverð. Ritstjóranum er mikið niðri fyrir, sem vonlegt er, og kallar til vitnis um alvöru málsins aðalritara og verðandi aðalritara. Einnig vitnar hann í ræðu Guðna landbúnaðarráðherra og tekur sér- staklega fram að hún hafi verið hald- in á Hólum svo menn rugluðu henni ekki saman við hægðaræðu herrans, sem hann hélt í kjördæmi sínu á dögunum. Að svo búnu kemst ritstjórinn að þeirri niðurstöðu ,,að samstaða stjórnarflokkanna um að veita þurfi viðnám er algjör“. Það liggur greinilega lífið á að sporna við þeim ófarnaði í fjármála- og viðskiptalífi þjóðarinnar sem dun- ið hefir yfir. Í leiðara í sunnudagsblaðinu 14. þ.m. er ritstjórinn enn með miklum andþrengslum og vitnar í fleiri þungavigtarmenn til stuðnings þeirri lífsnauðsyn að ógæfunni verði bægt frá dyrum þjóðarinnar með órofa samstöðu allra. Undirritaður saknar þess sárlega í umfjöllun Morgunblaðsins að eng- um orðum er farið um rót hins vá- lega vanda, né heldur hverjir beri aðallega ábyrgð á þeim háska sem oss er nú búinn. Trúlega telur Morg- unblaðið ríkisstjórnina stikkfría, ef að líkum lætur. Sá sem hér heldur á penna ætlar sér ekki þá dul að hann geti í stutt- um pistli gert ítarlega grein fyrir svo viða- miklum málum, sem hér koma við sögu. En af því sem viðskipta- bankar eru hafðir að sérstökum skotspæni í þessu sambandi, mætti kannski minna á, að staða þeirra nú er öll mótuð af núverandi valdhöfum. Ef starf- semi banka þykir viðsjál og var- hugaverð, ber ráðstjórnin alla og ótakmarkaða ábyrgð á því. Þegar hafizt var handa um einka- væðingu bankanna margítrekaði að- alritari að sala þeirra yrði að vera dreifð. Hinu smávaxna íslenzka efnahagssvæði hentaði með engu móti yfirráð örfárra manna, enda bankarnir risavaxin fyrirtæki á ís- lenska mælikvarða og engin dæmi sambærileg að því leyti á öðrum löndum. Þessi stefna var með öllu svikin og bankarnir afhentir örfá- mennu auðvaldi á smánarverði. Og nú hefir skepnan snúizt gegn skapara sínum, en skaparanum sýn- ist nú ,,gil og gljúfur opin gapa himni við,“ Biður almenning í guðanna bæn- um að hjálpa sér við að kveða niður drauginn, sem þeir ráðamenn vöktu sjálfir upp. Meinsemdin mikla í málinu eru þeir valdamenn, sem fengu auðvald- inu vopn í hendur sem þeir ,,brytja niður“ með önnur fyrirtæki og hvoma svo í sig reitum þeirra að því búnu. Hinir sömu ráðstjórnarmenn hafa afhent ,,risaköngulónum“ efnið í vefinn, sem þeir drepa með í dróma athafnafrelsi hinna smærri. Málið er ekki flóknara en þetta þótt landstjórnarmenn láti auðvitað eins og þeir viti ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Meinsemdin Sverrir Hermannsson skrifar um fjármála- og viðskiptalíf ’Ef starfsemi bankaþykir viðsjál og var- hugaverð, ber ráð- stjórnin alla og ótak- markaða ábyrgð á því.‘ Sverrir Hermannsson Höfundur er fv. formaður Frjálslynda flokksins. HINN 17. apríl næstkomandi verður haldið íbúaþing í Fjarða- byggð í Kirkju- og menningar- miðstöðinni á Eskifirði. Ráðgjafarfyrirtækið Alta mun annast fram- kvæmd þingsins, en meginþema þess eru málefni tengd fjöl- skyldunni. Íbúaþing veita íbú- um tækifæri til að hafa áhrif á umræðu og ákvarðanir sam- félagsins og koma með tillögur að lausnum. Þau bjóða upp á um- ræðu um hvaða verk- efni beri að leysa og þá hvernig. Í þingum sem þessum felst því aukið lýðræði með því að auðvelda íbúunum aðgang að stofnunum og ákvarðanaferli bæjaryfirvalda. Sú aðferð sem beitt er á íbúa- þingum undir stjórn Alta er mjög skilvirk og einföld. Hún kallast „samráðsskipulag“ og er þraut- reynd hérlendis sem erlendis. Sam- ráðsskipulag er aðferð sem beitt er til þess að kalla eftir hugmyndum og athugasemdum fólks um tiltekin viðfangsefni. Aðferðin byggist m.a. á því að notaðir eru minnismiðar þar sem allar þær hugmyndir og athugasemdir sem fara í gegnum hugann eru skrifaðar niður og fara síðan óháðir stjórnendur yfir at- hugasemdirnar. Aðferðin gefur þannig öllum sem þess óska, jafnt íbúum, fagfólki sem öðrum hags- munaaðilum, jafna möguleika á að leggja sitt af mörkum til þess við- fangsefnis sem um er fjallað. Nið- urstöður íbúaþingsins eru síðan góður efniviður fyrir bæjarstjórn þegar kemur að ákvarðanatöku og forgangsröðun verkefna. Með íbúaþingi er þekking- arbrunnur íbúanna nýttur. Enginn býr yfir betri staðþekkingu en íbú- arnir sjálfir og þessi sérþekking er mjög gagnleg í ákvarðanatöku og stefnumótun samfélagsins til fram- tíðar. Þegar íbúarnir sjálfir hafa komið sjónarmiðum sínum á framfæri skapast meiri ánægja með þær ákvarðanir sem teknar eru og meiri sátt næst um stefnumótun. Með því að virkja íbúana til þátttöku skapast einn- ig meira bakland fyrir sveitarstjórnir sem og styrkir stöðu þeirra við ákvarðanir, þar sem íbúarnir sjálfir eiga þátt í stefnumót- uninni. Á íbúaþingum eykst vitund íbúa um samfélag sitt og þeir öðlast meiri skilning á um- hverfi sínu, enda byggist hug- myndin um þátttöku almennings í mótun umhverfis síns að miklu leyti á þeim rökum að umhverfið virki betur þegar íbúarnir hafa verið þátttakendur í mótun þess, í stað þess að vera einungis óvirkir neyt- endur. Samvinna og stefnumótun á dagsþingi, líkt og haldið verður í Fjarðabyggð, er til þess fallið að auka samkennd, samhug og skiln- ing íbúa í byggðakjörnunum þrem- ur. Frá því Eskifjörður, Reyð- arfjörður og Neskaupstaður sam- einuðust árið 1998 í Fjarðabyggð hefur ýmislegt breyst. Stærsta breytingin er að sjálfsögðu sú upp- bygging sem framundan er í at- vinnumálum, en framkvæmdir í tengslum við álver Fjarðaáls munu hefjast í sumar. Það er því gríð- arlega mikilvægt að vel takist til og að sem flestir leggi hönd á plóginn við framtíðarstefnumótun sveitarfé- lagsins nú þegar framundan eru svo miklar breytingar í samfélag- inu. Málefni fjölskyldunnar eru viða- mikill málaflokkur og að mörgu er að huga, en þingið verður haldið frá kl. 10 um morguninn og áætluð þingslit eru um kl. 16:00. Boðið verður upp á kaffi og léttan hádeg- isverð auk þess sem ýmislegt verð- ur á döfinni fyrir alla fjölskylduna, enda mikilvægt að sem breiðastur aldurshópur komi því á framfæri hvernig Fjarðabyggð við viljum sjá í framtíðinni, öllum aldurshópum til heilla. Nú er lag, kæru íbúar, til að koma skoðunum sínum og hug- myndum á framfæri við bæj- arstjórn og hafa þannig áhrif á mótun sveitarfélagsins til fram- tíðar. Ég vonast svo sannarlega til að sjá sem flesta íbúa Fjarðabyggð- ar á íbúaþingi hinn 17. apríl næst- komandi. Íbúaþing í Fjarða- byggð – til hvers? Guðný Björg Hauksdóttir skrifar um íbúaþing ’Íbúaþing veita íbúumtækifæri til að hafa áhrif á umræðu og ákvarð- anir samfélagsins og koma með tillögur að lausnum.‘ Guðný Björg Hauksdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi í Fjarða- byggð og formaður upplýsinga- og kynningarnefndar Fjarðabyggðar. ATVINNA mbl.is DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.