Morgunblaðið - 19.03.2004, Side 48
MINNINGAR
48 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Eyjólfur S. Ein-arsson fæddist í
Reykjavík 19. desem-
ber 1919. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 11. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Einar
Bjarnason og María
Gísladóttir. Eyjólfur
var þriðji í röð fimm
systkina. Hin eru
Margrét, maki Guð-
mundur Benedikts-
son, bæði látin, Aldís,
dó barn að aldri, Gísl-
ina, maki Gunnar Ei-
ríksson og Bjarni, maki Sesselja
Guðmundsdóttir.
Eyjólfur kvæntist Gerði Sigfús-
dóttur 19. ágúst 1950. Foreldrar
hennar voru Sigfús Ágúst Guðna-
son og Jóna Sigríður Jónsdóttir.
Þau eignuðust eina dóttur Maríu
Auði, maki Stefán Kjærnested.
Þau eiga þrjú börn, Gerði Björk,
Eyjólf Örn og Gunnhildi Ösp.
Eyjólfur ólst upp á
Laugavegi 142.
Hann tók sveinspóf
sem múrari árið
1943. Hann starfaði
alla tíð við sína iðn
og störf henni tengd
þar til hann lét af
störfum 71 árs að
aldri. Eyjólfur var
mikill áhugamaður
um skíði og vann til
margra verðlauna á
sínum ferli. Á yngri
árum var hann virk-
ur félagi í skíðadeild
Ármanns og tók þátt
í uppbyggingu skíðaskála í Jós-
epsdal og Himnaríki. Eyjólfur og
Gerður hófu búskap í Hátúni 47
og bjuggu þar, þar til þau byggðu
sér hús í Fossvogi. Þau fluttu síð-
an í Réttarholt, hús eldri borgara,
þar sem hann bjó til æviloka.
Útför Eyjólfs fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 10.30.
Elsku pabbi minn.
Nú ertu farinn aftur heim í ljósið.
Þú vildir það líka síðustu dagana þína.
Orðinn ósköp þreyttur og alveg tilbú-
inn. Ég þakka þér fyrir lífið sem þú
gafst mér, alla ástina, kærleikann og
umhyggjuna sem þú sýndir mér. Oft
hugsa ég um það þegar við sátum
saman á kvöldin í Hátúninu og sung-
um. Þú sast í stólnum og ég ýmist í
fanginu á þér eða á gólfinu og við gát-
um sungið og sungið og þið mamma
kennduð mér marga söngva og lög og
líka að spila marías og myllu. Þetta
voru töfrastundir fyrir mér og sam-
eining litlu fjölskyldunnar okkar var
algjör. Þú varst alltaf að gera eitt-
hvað sem þú hélst að myndi gleðja og
t.d. einn daginn komstu með bónda-
bæ handa mér sem þú hafðir smíðað.
Það var hægt að taka þakið að hluta
af og innrétta og setja dúkkurnar inn
og leika sér þannig. Þegar ég varð of
gömul fyrir þessa leiki fórum við með
húsið austur í bústað og þar endaði
það sína þjónustu. Síðar þegar við
Stefán fórum að búa saman tókstu
honum sem þínum eigin syni og þeg-
ar barnabörnin komu held ég að þú
hafir farið alveg fram úr sjálfum þér í
ást og umhyggju. Alltaf að hugsa um
litlu krílin og gera þeim til góða. Allt-
af fyrstur að koma til aðstoðar og
jafnvel áður en maður vissi að þess
væri þörf.
Það er svo gott að geta fundið
þennan frið innra með sér og vita að
þú varst sáttur við lífið. Það gefur
okkur styrk til að halda áfram og
hugsa vel hvert um annað.
Ég kveð þig með ást og virðingu og
bíð róleg þess að við hittumst aftur
þegar minn tími kemur.
Auður.
Nú er komið að kveðjustund þar
sem við kveðjum Eyjólf og þá er horft
yfir farinn veg. Ég kynntist Eyjólfi
fyrst úti í Vestmannaeyjum þar sem
við báðir vorum að vinna við að
byggja íbúðir eftir gosið. Það var ekki
annað hægt en að taka eftir honum,
maðurinn var bæði vörpulegur og líf-
legur í fasi. Á þeim tíma vissi ég ekki
að hann ætti heima fagra dóttur en að
því komst ég síðar.
Eftir að leiðir okkar Maríu lágu
saman og við hófum búskap í föður-
garði hennar þá kynntist ég nýrri hlið
á honum Eyjólfi. Ekki var hægt að
segja annað en að okkur semdi mjög
vel og ekki hægt að óska sér betri
tengdaföður. Það gat hins vegar
stundum verið erfitt að standa undir
kröfum hans og nánast útilokað að
láta bílinn líta eins vel út og honum
tókst. Aldrei varð okkur sundurorða
þótt oft hefðum við ólíkar meiningar
heldur lánaðist okkur að leysa málin á
friðsamlegan hátt.
Þegar ég horfi til baka þá kemur
sumarhúsið óneitanlega upp í hugann
því þegar Eyjólfur og Gerður fluttu
úr Hjallalandinu hófst nýtt tímabil.
Þrátt fyrir að sumarhúsið væri ekki í
Ölfusi heldur Landsveit þá tók hann
miklu ástfóstri við staðinn og húsið.
Fyrst var ráðist í endurbyggingu, því
næst byggt við og hlúð að lóðinni eins
og tök voru á. Þar voru mörg handtök
og aldrei var slegið af. Þegar ég þarf
að vitna um markmiðasetningu þá
nota ég oft sögu af Eyjólfi. Hann ætl-
aði að mála sumarhúsið, veðurútlit
var tvísýnt þannig að markið var ekki
að mála allt húsið enda hefði það ekki
náðst á einum degi. Þess í stað ákvað
hann að í dag ætlaði hann að mála
vesturgaflinn á bústaðnum. Auðvitað
var hann búinn að því fyrir hádegi. Þá
ákvað hann að fyrsta þetta hefði
gengið svona vel þá væri best að mála
líka suðurhliðina og var búinn að því
fyrir kaffi. Eftir kaffi sagði hann að
nú væri þá eins gott að taka líka aust-
urgaflinn fyrir kvöldmat sem hann og
gerði. Þannig hafði Eyjólfur náð sínu
marki að kvöldi og gott betur í þessu
sem svo mörgu öðru.
Eyjólfur var einn af þessum mönn-
um sem menn muna eftir og víst er að
við í Miðhúsum munum sakna hans
sárt en geyma minninguna um hann í
hjörtum okkar.
Stefán Kjærnested.
Margt kemur upp í hugann þegar
ég hugsa um hann afa minn. Minnug
þess að hann vildi engar lofræður að
sér látnum er þetta brot úr minning-
um mínum um hann eins og ég kynnt-
ist honum.
Hann afi var fyrst og fremst maður
sem enginn gleymdi, honum lá hátt
rómur, hló mikið, brosti mikið og
reifst hátt. Hann var að ég held sá
allra þrjóskasti maður sem ég hef hitt
og hefur arfleitt okkur afkomendur
sína að þessari eðlislægu þrjósku.
Afi var mjög „proper“ maður, vildi
að stúlkur væru dömur og hegðuðu
sér sem slíkar og áttum við tvö í ýms-
um smáskærum þess vegna. Reyndi
ég stundum að ögra honum, hljóp
berfætt á grasinu, skipaði bróður
mínum að vaska upp eða neitaði að
fara úr götóttu sokkunum mínum. Ég
veit þó að hann hafði lúmskt gaman af
þessari þrjóskukind sinni og glott við
tönn þótt ekkert væri sagt. Enda lét
afi mig aldrei gjalda þessarar hegð-
unar minnar og var mér ætíð sami
ljúflingurinn en mamma greyið fékk
víst ófáar athugasemdir fyrir að ala
blessað barnið svona illa upp.
Ég á margar góðar minningar um
afa. Ein sú fyrsta er síðan í sveitinni,
þá vorum við ennþá með kolaeldavél
til að hita upp litla sumarbústaðinn og
var okkur krökkunum skipað að vera
kyrr undir sæng þangað til hitinn frá
eldavélinni næði að hita upp trégólfið.
Ég man ennþá þessa yndislegu hlý-
leika- og öryggistilfinningu að horfa á
hann kveikja upp í viðnum og finna
hitann breiðast út um bústaðinn,
maulandi brauðsneið eða drekkandi
heitt kakó.
Örlátur og góður við okkur börnin,
alltaf fékk ég flottustu pakkana frá
þeim ömmu og eitthvað gott í gogginn
og sé ég það eftirá að við vorum í raun
fordekruð af þeim og erum enn.
Mamma vissi um dekrið löngu á und-
an mér enda tilkynnti ég henni með
reglulegu millibili að ég ætlaði flytja
til ömmu og afa þegar hún var, að
mínu mati, „vond“.
Þannig var líka heimilið þeirra, þar
fann maður ró og frið og mikla ást. Afi
og amma kynntust kannski seinna á
ævinni en margir en vandfundin er sú
ást og virðing sem ríkti þeirra á milli
frammá seinasta dag. Þau voru ást-
fangin á níræðisaldri og var það
greinilegt öllum sem sáu. Algerar
andstæður á mörgum sviðum en
bættu hvort annað upp svo úr varð
heild. Ef mér mun einhverntíma
auðnast að finna einhvern til að deila
ævinni með á ég eftir að horfa til
þeirra sem fyrirmyndar.
Ég geri mér ljóst að ekki er hægt
að setja niður á blað allt sem hann
var, bæði sjálfum sér og ástvinum
sínum. Ég held mér nægi að segja að
hann var maðurinn sem okkur þótti
öllum vænt um, maðurinn sem við
munum sakna og maðurinn sem læt-
ur mig enn brosa.
Þitt afabarn,
Gerður Björk.
Látinn er eftir stuttan og erfiðan
sjúkdóm Eyjólfur Einarsson múrari,
vinur minn og svili. Ég kynntist Eyfa
þegar ég var 13 ára gamall í Jóseps-
dal þar sem skíðaskáli Ármanns stóð.
Hann var þá einn helsti keppandi Ár-
manns í Alpagreinum. Eyfi var fyrsti
skíðakennari minn og var hann ein-
staklega þægilegur við yngri kynslóð-
ina og kom mörgum unglingum til að
fá áhuga fyrir íþróttinni. Ekki datt
mér þá í hug að við yrðum svilar og
höfðum þar af leiðandi náið og gott
samband í um það bil 58 ár.
Eyfi var mjög mikilvirkur og vand-
virkur múrari, og í öllum þeim störf-
um sem hann tók sér fyrir hendur.
Við byggðum okkur sumarhús í landi
sem konur okkar erfðu ásamt sínum
bræðrum. Þar er sælureitur fjöl-
skyldunnar. Þar sýndi Eyfi sína fag-
og snyrtimennsku í öllum sínum
störfum. Ósjaldan settumst við á pall-
inn hjá þeim hjónum Eyfa og Gerði
og þá var alltaf kaffi og með því. Þá
var mikið spjallað um alla skapaða
hluti. Eyfi var ákaflega fróður um
menn og málefni og gaman var að
spjalla við hann, því hann virtist
þekkja alla Reykvíkinga sem voru
fæddir á fyrri hluta síðustu aldar. Nú
á eftir að þyngjast róðurinn hjá mér
og mágum mínum á Tanganum en
svo er landið okkar kallað, því Eyfi
var alltaf fyrstur með klippur og hrífu
til að snyrta landið og raka. Hans
verður sárt saknað á Tanganum.
Ekki get ég lokið við þessa grein án
þess að minnast á heimili þeirra hjóna
í Hæðargarðinum. Þegar við hjónin
komu til þeirra í Hæðargarðinn ríkti
sama gestrisnin og í sumarbústaðn-
um. Eyfi búinn að opna hurðina og
tók ætíð mjög glaður á móti okkur
fram á síðasta dag.
Blessuð sé minning góðs manns.
Gerði og fjölskyldu votta ég dýpstu
samúð mína.
Kristinn Eyjólfsson.
Kveðja frá Skíðadeild Ármanns
Það er alkunna að starf íþrótta-
félaga hér áður fyrr stóð og féll með
sjálfboðaliðum. Öll íþróttafélög áttu
sína menn sem hafa oft og réttilega
verið nefndir máttarstólpar félag-
anna, menn sem alltaf voru tilbúnir til
að starfa fyrir félögin hvort sem verið
var að byggja stórt íþróttahús í bæn-
um eða skíðaskála til fjalla. Ármenn-
ingar eins og aðrir áttu sína menn og
meðal þeirra var Eyjólfur Einarsson
sem í dag er kvaddur hinstu kveðju.
Eyjólfur heillaðist snemma af
fjallamennsku og útivist. Um 1930 fór
hann að ferðast með Ferðafélagi Ís-
lands um hálendið og væntanlega
hefur hann fyrst kynnst skíða-
mennskunni þar. Árið 1936 stofnaði
hann ásamt vöskum félögum sínum
Skíðadeild Ármanns. Með miklu
harðfylgi stunduðu þessir harðjaxlar
æfingar við erfiðar aðstæður, engir
vegir voru upp að fjöllum, ekki lyftur
eða önnur þægindi sem skíðamenn nú
til dags þekkja. Eyjólfur keppti á
fyrsta skíðamótinu sem haldið var
hér á landi 1936 og þá í göngu, en á
árunum 1938 til 1945 keppti hann í
svigi. Eyjólfur var ávallt í fremstu röð
og vann marga eftirsótta titla, má
fullyrða að hann hafi verið einn besti
skíðamaður landsins á þessum tíma.
Árið 1940 réðust Eyjólfur og fé-
lagar í það stórvirki að reisa sér
skíðaskála í Bláfjöllum ofan við Jós-
epsdal, öllum má vera ljóst hvílíkt
þrekvirki þessir harðduglegu menn
unnu þar, en þeir þurftu að flytja nán-
ast allt efnið á bakinu langar leiðir.
Skálann sinn nefndu þeir félagar
Himnaríki því hærra varð ekki kom-
ist í Bláfjöllum.
Eyjólfur var alla tíð trúr sínu félagi
og fylgdist vel með velgengni Ár-
manns. Þau eru ófá handtökin sem
þeir bræður Eyjólfur og Bjarni skilja
eftir sig í þágu Glímufélagsins Ár-
manns. Eyjólfur, múrarinn, lét ekki
sitt eftir liggja þegar íþróttahús Ár-
manns var byggt, en hann ásamt
tveimur félögum sínum múruðu nán-
ast allt húsið og tóku ekki krónu fyrir.
Bjarni, járnkarlinn, hefur smíðað og
haldið við skíðalyftum Ármanns um
áraraðir og frekar greitt með en hitt.
Skíðadeild Ármanns á Eyjólfi mik-
ið að þakka og hefur hann án efa lagt
sitt af mörkum í þágu skíðahreyfing-
arinnar. Deildin sendir eiginkonu og
fjölskyldu innilegar samúðarkveðju.
Haraldur Haraldsson.
EYJÓLFUR S.
EINARSSON
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
RÖGNVALDAR K. SIGURJÓNSSONAR
píanóleikara,
Álfheimum 64,
Reykjavík.
Þór Rögnvaldsson, Inga Bjarnason,
Geir Rögnvaldsson, Guðlaug Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Innilegar þakkir færum við öllum, sem auð-
sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og
útför eiginmanns míns, föður okkar og afa,
SIGURJÓNS SIGURBERGSSONAR,
Hamrahlíð,
Skagafirði.
Heiðbjört Jóhannesdóttir,
Jóhannes Sigurjónsson,
Ingigerður Sigurjónsdóttir,
Elín Helga Sigurjónsdóttir
og fjölskyldur.
Minningarkort
570 4000
Pantanir á netinu: www.redcross.is
Rauði kross Íslands bregst við neyð jafnt innanlands
sem utan og veitir aðstoð er gerir fólk hæfara til að
takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum.
Þegar á reynir
Rauði kross Íslands
Ástkær systir okkar,
ÓLAFÍA KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Höfn í Dýrafirði,
lést á Sólvangi í Hafnarfirði sunnudaginn
14. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Margrét Kristjánsdóttir,
Áslaug Kristjánsdóttir,
Þorbjörg Kristjánsdóttir.